Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 20
Þ rumuguðinn Þór (Chris Hemsworth) er gerður út- lægur úr Ásgarði eftir að hafa stefnt ríki föður síns, Óðins (Anthony Hopkins), í stórhættu með hroka sínum og glannaskap. Hann er sendur til jarðarinnar til að hugsa sinn gang og hittir þar fyrir ungan vísindamann, Jane Foster (Natalie Portman). Þór verður að hemja skap sig og temja sér auðmýkt ætli hann sér að eiga afturkvæmt. Leikarinn og leikstjórinn Kenneth Branagh hefur einkum fengist við al- varlegri kvikmyndir, m.a. byggðar á leikritum Shakespeares, og kom það því nokkuð á óvart að hann skyldi velja að leikstýra Thor. Viðfangsefnið fer honum þó greinilega vel og efni- viður sem fyrir fram hefði getað talist hallærislegur er bæði skemmtilegur og áhugaverður á hvíta tjaldinu. Chris Hemsworth sást síðast sem pabbi Kirks í Star Trek-endurgerð- inni og vakti þar töluverða athygli fyrir góða frammistöðu. Hemsworth smellpassar í hlutverk Þórs, ljós- hærður og sterkbyggður, og skilar hlutverki sínu með miklum glæsi- brag. Þessi frammistaða á væntan- lega eftir að skjóta honum hátt upp á stjörnuhimininn. Þó svo að norræn goðafræði hafi verið Hollívúddvædd og ýmsir tali hreinlega um nauðgun verður að segjast að sá hluti myndarinnar sem gerist í Ásgarði og Jötunheimum er stórskemmtilegur. Laufey, móðir Loka, er karlkyns í þessari mynd en heitir samt Laufey („Láfí“). Það er vissulega broslegt en kannski skilj- anleg breyting þegar Hollywood er annars vegar. Heimdallur er svo leik- inn af blökkumanninum Idris Elba. Hann stendur sig í raun það vel að hörundsliturinn skiptir engu máli. Heimdallur má alveg vera svartur í Hollywood. Thor er frábær sumarafþreying þar sem blandast saman skemmtileg hasaratriði, góðir leikarar og hress- andi húmor. Sumarið er greinilega komið í bíó. 20 | Fókus 2. maí 2011 Mánudagur Steelheart heldur tónleika á Nasa í sumar: Stálhjartað til Íslands Bandaríska glysrokkgrúppan Steelheart er á leiðinni til Íslands. Sveitin mun halda tónleika á Nasa þann 8. júní og má búast við gítar- væli og glysstemningu af bestu sort. Forsprakki og söngvari sveitarinn- ar er Michael Miljenko Matijevic en hann er þekktur fyrir tæra rödd og ærandi háa tóna. Sveitin er frægust fyrir lagið I’ll never let you go en þar fær ótrúlegt raddsvið Michaels hvað best að njóta sín. Lagið sat lengi á vinsældalistum um allan heim en sveitin átti nokkra aðra smelli en náði þó aldei alveg að fylgja eftir þeim miklu vinsældum sem sköpuðust í kringum I’ll never let you go. Ástæðan var ekki síst sú að árið 1992 slasaðist Michael gríðarlega þegar ljósamastur féll ofan á hann á tónleikum. Sveitin hætti í kjölfarið og en tók saman aftur árið 1996. Þá var hins vegar grunge-rokkið allsráðandi og glysið á miklu undanhaldi. Steelheart minnti svo á sig á ný árið 2001 þegar Michael söng fyrir persónu Marks Wahlberg í myndinni Rock Star en tónlistin í myndinni vakti mikla lukku. Steelheart hefur á starfsferli sínum gert fimm breið- skífur og kom sú síðasta út árið 2008. Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 2. maí klukkan 10.00 á midi.is. Miðaverð er 3.500 krónur. Ekki hefur verið gefið út hverjir hiti upp fyrir sveitina. Michael Matijevic Söngvari Steelheart. Útgáfutónleikar Lögreglukór Reykjavíkur heldur útgáfutón- leika í Austurbæ föstudaginn 6. maí klukkan 20.00. Um þessar mundir kemur út diskur með söng kórsins þar sem flutt eru lög og ljóð íslenskra farandsöngvara sem hafa tæpitungulaust tjáð skoðanir sínar. Lögin og ljóðin eru eftir Bergþóru Árnadóttur, Bubba, Megas, KK, Hörð Torfason og fleiri. Miðasala fer fram á midi.is. Rétturinn til að mótmæla Á alþjóðadegi tjáningar- og fjöl- miðlafrelsis, þriðjudaginn 3. maí, er boðað til málþingsins Guli borð- inn: Rétturinn til að mótmæla, í Bíó Paradís. Markmiðið með málþinginu er að efna til gagnrýninnar og upp- byggilegrar umræðu um mótmæla- réttinn. Tilefnið er sú hreyfing sem mótmælin veturinn 2008 til 2009 kom á samfélagið og dómurinn í máli níu- menninganna sem féll fyrr á þessu ári. Frummælendur verða Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði við HÍ, Sólveig Jónsdóttir, leikskólaleiðbein- andi og ein af níu mótmælendum sem ákærðir voru fyrir árás á Alþingi, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins, og Haukur Már Helgason, skáld, kvikmyndagerðar- maður og heimspekingur. Agnar Már í Norræna húsinu Opnunartónleikar vortónleika- raðar Jazzklúbbsins Múlans, sem er á sínu fjórtánda starfsári, verða haldnir mánudag- inn 2. maí. Að þessu sinni kemur fram tríó píanóleik- arans Agnars Más Magnús- sonar. Tríóið leikur tónlist Agnars af útkomnum geisla- diskum hans í bland við þekkt lög í fyrra setti. Meðlimir tríósins eru auk Agnars, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson bassaleikari og Scott McLemore sem leikur á trommur. Alls verða sex tónleikar í tónleikaröðinni. Glerlistakonur sameinast Glerlistakonur alls staðar að úr heiminum koma saman á sýning- unni Private collections sem nú stendur yfir á Háskólatorgi. Sýningin var opnuð 1. maí en á henni getur að líta verk frá 16 af virtustu glerlista- konum heims. Verkin eru ólík en þó innbyrðis tengd vegna áralangs samstarfs kvennanna. Hvert verk myndar einkasafn sýningarhóps- ins þannig að úr verða 16 einkasöfn. Þau fara til heimalanda höfundanna að lokinni sýningu. Sýningarhópur- inn hefur haldið glerlistasýningar annað hvert ár í nærri aldarfjórðung. Fyrsta sýning hópsins var í Norræna húsinu árið 1989. þrumuguð í sumargír Thor IMDb 7,8 RottenTomatoes 94% Leikstjóri: Kenneth Branagh. Handrit: Ashley Miller, Zack Stentz og Don Payne eftir myndasögu Stan Lee, Larry Lieber og Jack Kirby. Leikarar: Chris Hemsworth, Anthony Hopkins, Natalie Portman, Tom Hiddleston, Stellan Skarsgård, Kat Dennings. 114 mínútur Bíómynd Jón Ingi Stefánsson Vígalegur Chris Hemsworth smellpassar í hlutverk Þórs. Feðgar Anthony Hopkins er traustur að venju, nú í hlutverki Óðins alföður. „Heimdallur má alveg vera svartur í Hollywood.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.