Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 2. maí 2011 Mánudagur Björn Mikkaelsson reif hús sitt 17. júní árið 2009: Ekki enn verið ákært Enn hefur ekki verið gefin út ákæra í máli Björns Mikkaelssonar, fyrrver- andi íbúa í Hólmatúni 44 á Álftanesi. Í júní verða liðin tvö ár frá því Björn reif hús sitt í mótmælaskyni eftir að Frjálsi fjárfestingarbankinn hafði krafist út- burðar. Hann var kærður fyrir eigna- spjöll á húsinu og gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði hann ákærður. Það var á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2009 sem Björn lét til skarar srkíða. Hann reif hús sitt með beltagröfu. Þeg- ar hann hafði rifið það að stórum hluta gróf hann holu fyrir bifreið sína og færði bílinn með gröfunni ofan í hol- una. Þær upplýsingar fengust hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu að ákæra hefði enn ekki verið gefin út en að rannsókn málsins væri lokið. Svip- uð svör fengust fyrir ári. Ekki liggur fyr- ir hvað veldur þeirri töf sem orðið hef- ur á ákvörðun í málinu. Friðrik Smári Björgvinsson sagði í samtali við DV í fyrra að rannsókn málsins hefði meðal annars beinst að því hvort Björn hefði fjarlægt innbú hússins áður en það var jafnað við jörðu, að hluta. Sjálfur hefur Björn hafnað því alfarið að hafa komið undan verðmætum úr húsinu áður en hann reif það með gröfunni en stað- festir að lögreglan hafi yfirheyrt sig um þetta. „Þeir vilja meina að búið sé að strípa húsið og lögreglan rannsak- aði það. Kæra lögfræðingsins segir að hurðar og allt hafi verið farið. Ég tók að sjálfsögðu búslóðina mína og þarna er bara verið að búa til eitthvað svart á mig. Eftir að þetta gerðist hef- ur hins vegar fólk sem ég þekki séð til fólks bera dót úr húsinu, baðkar og hurðir og annað dót af veggjum.“ baldur@dv.is Húsið ónýtt „Ég tók að sjálfsögðu bú- slóðina mína,“ sagði Björn. Viðurkenndar stuðningshlífar í úrvali Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Sextán ára öku- maður endaði utan vegar Sextán ára ökumaður missti stjórn á bifreið aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að hún endaði utan vegar. Atvikið átti sér stað á Grindarvíkurvegi og voru þrjú ung- menni með í bílnum. Þau voru öll undir áhrifum áfengis. Öll sluppu þau án teljandi meiðsla en tveir voru fluttir á slysadeild, annars vegna höfuðhöggs og hinn vegna háls- meiðsla. Bifreiðin var óökufær og var hún dregin burt með kranabíl. Aðfaranótt sunnudags var til- tölulega róleg í flestum lögregluum- dæmum landsins. Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vilja svör um Landspítala Leitað verður svara hjá fjármála- ráðherra við því hvað verði um þær byggingar og lóðir sem losna þegar Landspítalinn verður að fullu byggður. Uppbygging Land- spítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut gengur samkvæmt áætlun og þegar framkvæmdum lýkur mun starfsemi spítalans í Fossvogi flytjast þangað. Skipu- lagsráð Reykjavíkur samþykkti tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins um að fjármálaráðherra yrði krafinn svara um hvað verður gert þegar byggingarnar í Foss- vogi losna. Í tilkynningu sem Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér kemur fram að mikilvægt sé að örlög gamla Borgarspítal- ans verði ekki þau sömu og Vífils- staðaspítala sem hann segir vera orðið „draugahverfi“. Eldur í bifreið Eldur kom upp í mannlausri bifreið við Fáksheimilið í Víðidal aðfaranótt sunnudags. Eldsupptök eru ókunn en talsverður eldur var í bifreiðinni þegar slökkvilið bar að garði. Sam- kvæmt upplýsingum frá slökkvilið- inu tók skamma stund að ná tökum á eldinum. Bifreiðin er þó talin ónýt. Steingrímur Njálsson og Ágúst Magn- ússon, báðir margdæmdir barnaníð- ingar, búa í félagslegslegum íbúðum á vegum borgarinnar á Skúlagötu. Íbúð- irnar eru í blokkarlengju og aðskilur eitt húsnúmer þá. Nafn hvorugs þeirra er við dyrabjöllu. Ósáttir nágrannar Nágranni, sem býr í íbúð andspænis Ágústi Magnússyni, sagði blaðamanni að Ágúst léti lítið fyrir sér fara og svo virtist sem hann væri aðallega heima hjá sér að nóttu til. Hann sagðist að- spurður ekki verða var við gestagang eða mannaferðir. Öðrum nágranna sem býr í sama stigagangi stendur ekki á sama, að vita af Ágústi í húsinu, og segist fyrst hafa heyrt af því að hann byggi þar í gegnum kunningja. „Það er ekkert gaman að búa í sama stiga- gangi og svona menn. Svo eru nöfn þeirra ekki einu sinni á dyrabjöllunni, það er eins og þeir séu í felum. Það er ótrúlegt tilitsleysi að fólk af þessu tagi sé sett inn á stigaganginn án þess að þeir sem leigja á sama stað séu látnir vita,“ sagði nágranninn ósáttur. Mikið af barnafólki í kring Kona, sem býr ásamt tveggja ára gömlu barni sínu í næsta nágrenni, segir það óþægilega tilfinningu að vita af mönnunum tveimur. Hún segist ekki hafa vitað að Ágúst byggi einnig á Skúlagötunni áður en blaðamaður upplýsti hana um það, en hafði heyrt af búsetu Steingríms í gegnum annan nágranna. „Allt í kringum mig býr fólk sem er af erlendu bergi brotið og veit kannski ekki að það býr í nágrenni við margdæmda kynferðisbrotamenn. Barnið mitt er enn það ungt að ég fer út með því þegar við förum á leikvöll- inn hérna fyrir aftan, en þó að það væri eldra myndi ég ekki hleypa því einu út vitandi af þessum mönnum í næsta nágrenni. En það býr mjög mik- ið af barnafólki hérna og ekki allir vita af Ágústi og Steingrími eða hvernig þeir líta út.“ Hún segist gera sér grein fyrir að einhvers staðar verði þessir menn að búa en finnst rétt að barnafólk í næsta nágrenni við þá væri látið vita. „Þetta er mjög viðkvæmt og einhvers stað- ar verða þessir menn að vera og það eru jú börn alls staðar. En mér finnst að í gegnum grunnskóla, leikskóla eða þess háttar ætti að láta fólk vita að það búi í sama hverfi og dæmdur barna- níðingur, án þess að það þurfi endi- lega að nafngreina hann.“ Eins finnst henni skrýtið að tveir alræmdustu barnaníðingar landsins leigi báðir félagslegar íbúðir af borg- inni í sömu blokk. „Mér finnst það frekar skrýtið og óhugnanlegt að þeir skuli vera hérna báðir. Þessir menn ættu að vera á stofnun þar sem þeir fá hjálp og saklaus börn eiga ekki á hættu að verða fyrir barðinu á þeim.“ Stutt frá meintu broti Ágúst var árið 2004 dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að níðast á sex drengjum. Árið 2007 gekk hann svo í gildru Kompáss þegar hann var enn í afplánun vegna brotanna árið 2004 en þá hélt hann að hann væri að fara að hitta 13 ára stúlku. Í dag á hann yfir höfði sér ákæru fyrir meint kyn- ferðislegt ofbeldi gegn ungum mis- þroska manni fyrr á þessu ári. Ágúst á að hafa ekið með unga manninn á afvikinn stað og beitt hann kynferðis- legu ofbeldi. Hann var handtekinn á heimili sínu í mars og lagði lögregl- an meðal annars hald á tölvur í hans eigu til rannsóknar. Í janúar í fyrra ákvað Fangelsismálastofnun að fram- lengja reynslulausn Ágústs um eitt ár vegna þess að hann var talinn vera hættulegur. Því er ljóst að Ágúst var á reynslulausn þegar meint brot gegn unga manninum áttu sér stað. Segist saklaus Steingrímur Njálsson er einn þekkt- asti barnaníðingurinn sem geng- ur laus í dag. Hann hefur hlotið að minnsta kosti 24 refsidóma og verið dæmdur í samtals um 10 ára fangelsi fyrir margs konar afbrot, þar á meðal fjölmörg kynferðisafbrot gegn börn- um. Steingrímur hefur verið látinn gangast undir geðmat og samkvæmt því er hann talinn sakhæfur. Það er því er ekki grundvöllur fyrir því að vista hann á stofnun fyrir ósakhæfa af- brotamenn. Blaðamaður DV náði tali af Stein- grími á heimili hans á Skúlagötu þar sem hann býr á fjórðu hæð með útsýni yfir stóran leikvöll í garðinum fyrir aft- an blokkina. Hann býður blaðamanni og ljósmyndara inn í íbúðina. Aðspurður hvort hann sjái eftir brotum sínum segist Steingrímur ekki kannast við að hafa brotið gegn börn- um þrátt fyrir að hafa margoft fengið dóm fyrir það. Barnaníðingar í sömu Blokk n Ágúst Magnússon og Steingrímur Njálsson búa báðir á Skúlagötu n Nágrann- ar ósáttir við að vera ekki tilkynnt um búsetu þeirra n Með útsýni yfir leikvöll „Það er ekkert gaman að búa í sama stigagangi og svona menn. Svo eru nöfn þeirra ekki einu sinni á dyrabjöllunni, það er eins og þeir séu í felum. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Síbrotamaður Steingrímur Njálsson á heimili sínu á Skúlagötu. Hann hefur hlotið að minnsta kosti 24 refsidóma og verið dæmdur í samtals um 10 ára fangelsi fyrir margs konar afbrot, þar á meðal fjölmörg kynferðisbrot gegn börnum. MyNd RÓBERt REyNiSSoN Ágúst Magnússon Í janúar í fyrra ákvað Fangelsismálastofnun að framlengja reynslulausn Ágústs um eitt ár vegna þess að hann var talinn hættulegur. Hann var handtekinn í mars síðastliðnum grunaður um kynferðisbrot gegn ungum misþroska manni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.