Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 2. maí 2011 Mánudagur Mál Hauks Þórs Haraldssonar tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur: Aftur á byrjunarreit Fyrirtaka í máli ríkislögreglustjóra gegn Hauki Þór Haraldssyni, fyrr- verandi framkvæmdastjóra rekstrar- sviðs Landsbanka Íslands, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Haukur var ákærður í byrjun des- ember árið 2009 fyrir að draga sér 118 milljónir króna árið 2008, tveim- ur dögum eftir fall Landsbankans. Upphæðina lét hann millifæra af innlendum gjaldeyrisreikningi í eigu félags á vegum Landsbankans, NBI Holding Ltd. Haukur var prókúru- hafi og stjórnarmaður félagsins en samkvæmt ákæru millifærði hann féð yfir á eigin bankareikning. Hauk- ur sagðist fyrir dómi hafa verið að reyna að bjarga innlánum erlendra aðila, enda hefði mikil óvissa ríkt um tryggingar þeirra haustið 2008. Hann hefði reynt að tryggja þá hagsmuni sem honum var trúað fyrir, gæta þess að féð brynni ekki upp. Héraðsdómur kvað upp dóm í málinu í apríl í fyrra þar sem Haukur var sýknaður. Byggði dómari niður- stöðu sína á því að Haukur hefði ekki reynt að millifæra féð laumulega og það yrði að meta það skiljanlegt að Haukur hefði áhyggjur af stöðu NBI Holding. Dómnum var hins vegar áfrýjað til Hæstaréttar sem ómerkti niðurstöðu héraðsdóms í febrúar síðastliðnum. Var það meðal annars niðurstaða Hæstaréttar að héraðs- dómur hefði ekki getað dregið ein- hlítar ályktanir um sakleysi Hauks af þeirri staðreynd að hann hefði ekki reynt að millifæra féð með leynd. Málinu var því vísað heim í hérað að nýju og má því segja að málið sé aftur komið á byrjunarreit, tæpum þremur árum eftir að það kom upp. einar@dv.is Millifærði eftir hrun Haukur var ákærður fyrir að millifæra 118 milljónir króna yfir á eigin reikning. Þetta gerði hann til að tryggja hagsmuni sem honum var trúað fyrir. Starfsfólki á leikskólum fækkar: Aldrei fleiri börn í leikskólum Í desember síðastliðnum sótti 18.961 barn leikskóla á Íslandi og hafa þau aldrei verið fleiri. í nýjum tölum frá Hagstofunni kemur fram að leik- skólabörnum hafi fjölgað um 245 frá desember 2009, eða um 1,3 prósent. Þrátt fyrir þessa fjölgun hefur hlut- fall barna á aldrinum eins árs til fimm ára sem sækja leikskóla lækk- að lítillega, úr 83 prósentum fyrir ári í 82 prósent í desember 2010. Þá má greina breytingar á viðverutíma barnanna. Milli áranna 2009 og 2010 fækkaði þeim börnum sem dvelja í leikskólanum í 9 klukkustundir eða lengur á dag um tæplega 1.100 en á sama tíma fjölgaði börnum sem dvelja í leikskóla 8 klukkustundir á dag um tæplega 1.400. Í desember 2010 nutu 1.232 börn sérstaks stuðnings vegna fötlunar, félagslegra eða tilfinningalegra erf- iðleika, 6,5 prósent leikskólabarna. Þetta er fækkun um 130 frá fyrra ári, eða um 9,5 prósent. Eins og undan- farin ár eru fleiri drengir í þessum hópi. Í fyrra nutu 834 drengir stuðn- ings og 398 stúlkur. Hlutfall barna sem njóta stuðnings er mishátt eftir landsvæðum. Þannig njóta 3,9 pró- sent leikskólabarna á Norðurlandi eystra stuðnings, meðan 11,2 pró- sent austfirskra barna fá stuðning. Á sama tíma og börnum í leik- skólum landsins fjölgar fækkar starfsfólki í leikskólum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í desember 2010 störfuðu 5.488 manns í 4.770 stöðugildum við leikskóla á Íslandi. Það er fækkun um 151 starfsmann frá fyrra ári og stöðugildum fækkaði um 77. Jón Snorri krefst 5 milljóna frá DV Jón Snorri Snorrason, lektor í við- skiptafræði við Háskóla Íslands og fyrr- verandi umsjónarmaður með MBA- námi í skólanum, hefur höfðað mál á hendur Inga Frey Vilhjálmssyni, frétta- stjóra DV, Lilju Skaftadóttur, stjórnar- formanni DV, og ritstjórum DV, þeim Jóni Trausta Reynissyni og Reyni Traustasyni. Verður málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, þriðjudaginn 3. maí, klukkan 10.00. Meiðandi myndbirtingar Jón Snorri fer fram á fimm milljóna króna miskabætur frá fréttastjóra og ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um tengsl hans við iðnfyrir- tækið Sigurplast í Mosfellsbæ sem nú sætir rannsókn hjá efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra. Einnig fer hann fram á að fréttastjóri og ritstjór- ar DV greiði honum 400 þúsund krón- ur til þess að kosta birtingu dómsins í fjölmiðlum. Málavextir eru þeir að frá 11. til 24. mars fjallaði DV um málefni Sigur- plasts í Mosfellsbæ. Telur Jón Snorri að DV hafi vísvitandi og ítrekað reynt að tengja nafn hans og stöðu við Há- skóla Íslands inn í umfjöllunina um Sigurplast. Með því hafi blaðið vegið að einkalífi hans, æru og starfsheiðri. Þá hafi 14 myndbirtingar af honum í DV og á DV.is verið sérlega meiðandi. Áður en Jón Snorri lagði fram kæru á hendur DV hafði hann óskað eftir því að blaðið leiðrétti umfjöllun um hann en á það var ekki fallist. Var stjórnarformaður hjá Sigurplasti Jón Snorri var stjórnarformaður og einn af eigendum iðnfyrirtækisins Sig- urplasts í Mosfellsbæ sem kært var til lögreglunnar vegna gruns um að stór- felld lögbrot hafi verið framin í starf- semi þess. Leikur grunur á að skatta- lagabrot, skilasvik, umboðssvik og fjárdráttur séu meðal þeirra brota sem hafi átt sér stað í rekstrinum sem Jón Snorri bar ábyrgð á. Skýrsla frá endurskoðendafyrirtæk- inu Ernst og Young um starfsemi Sig- urplasts, sem unnin var fyrir þrotabú félagsins, bendir til þess að Jón Snorri og framkvæmdastjóri félagsins, Sig- urður L. Sævarsson, hafi vitað að fyrir- tækið væri orðið tæknilega gjaldþrota löngu áður en það var tekið formlega til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust. Fyrirtækið skuldaði Arion banka þá um 1.100 milljónir króna. Lét Sigurplast borga gistingu í London Í yfirliti í skýrslu Ernst og Young um greiðslur frá Sigurplasti vegna Jóns Snorra kemur fram að félagið greiddi fjölmarga reikninga fyrir hann sem endurskoðendurnir telja ólíklegt að hafi tengst rekstri fyrir- tækisins. „Við skoðun bókhalds Sig- urplasts ehf. kom í ljós ýmis kostn- aður sem gæti talist persónulegur kostnaður Jóns Snorra Snorrasonar, sem var greiddur og gjaldfærður af Sigurplasti ehf.“ Ernst og Young gagnrýnir fjölmarg- ar færslur í bókhaldi Sigurplasts þar sem fyrirtækið virðist greiða persónu- legan kostnað Jóns Snorra. Meðal ann- ars er um að ræða tæplega 74 þúsund króna reikning frá St. Giles-hótelinu í London frá því í ársbyrjun 2010 en Jón Snorri gisti þar í fjórar nætur ásamt eiginkonu sinni. Endurskoðendurnir gagnrýna að í bókhaldi Sigurplasts sé ekki að finna frekari skýringu á því af hverju Sigurplast greiddi umræddan reikning fyrir Jón: „Engin frekari skýr- ing er á þessum kostnaði.“ Jón Snorri segir í stefnu sinni rangt að hann sé eða verði til rannsóknar hjá lögreglu. Sú yfirlýsing gengur þvert á það að málið hefur verið kært til lög- reglu. n Telur að DV hafi vegið að einkalífi, æru og starfsheiðri n Var stjórnarformaður Sigurplasts sem nú sætir lögreglurannsókn n DV féllst ekki á beiðni hans um leiðréttingu á umfjöllun Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Ernst og Young gagnrýnir fjöl­ margar færslur í bókhaldi Sigurplasts þar sem fyrir­ tækið virðist greiða per­ sónulegan kostnað Jóns Snorra. Vill fimm milljónir Jón Snorri vill fimm milljónir króna frá DV, auk þess fer hann fram á að blaðið greiði honum 400 þúsund krónur til að kosta birtingu dómsins í fjöl- miðlum. Höfuðstöðvarnar í Mosfellsbæ Jón Snorri var einn af eigendum Sigurplasts sem er til rann- sóknar hjá lögreglu. MynD SigTryggur Ari Voru utan lögsögu: Löglegar veiðar Landhelgisgæslan hefur nú kannað veiðar skipa frá Spáni og Rússlandi sem sáust í gæsluflugi á Reykjanes- hrygg á föstudag. Við skoðun varðskipsmanna um borð í skipum frá Spáni á sunnu- dag kom í ljós að þau voru að veiða langhala og var enginn úthafskarfi í afla eða um borð í skipunum. Í til- kynningu frá Landhelgisgæslunni segir að þar sem veiðum á langhala sé ekki stjórnað með beinum hætti séu skipin í fullum rétti til að stunda þessar veiðar hafi viðkomandi þjóð veiðireynslu á þeirri tegund sem veidd er og að því gefnu að afli fari ekki yfir 65 prósent af meðal- afla undanfarinna ára. Rússnesku skipin voru á karfaveiðum en aðilar að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndinni (NEAFC) settu sér þær reglur að karfaveiðar skyldu ekki hefjast fyrir 10. maí. Rússar mót- mæltu hins vegar þessari samþykkt og eru þar af leiðandi ekki bundnir af henni. Tekið er fram í tilkynningunni að öll skipin séu að veiðum á samn- ingssvæði NEAFC, utan íslenskrar fiskveiðilögsögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.