Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2011, Blaðsíða 22
B jörgvin Snæbjörnsson og eig-inkona hans, Áshildur Braga-dóttir, hófu sambúð í þriggja herbergja íbúð sem Björgvin hafði fest kaup á áður en þau kynntust. Þau eignuðust dóttur, síðan kom önnur í heiminn og hjónin vildu stækka við sig. Þau höfðu jafnvel hæð í huga. Úr varð að ákveðið var að byggja um 300 fermetra einbýlishús á fjórum pöllum. Húsið stendur í brekku og segir Björgvin að það hafi haft áhrif á hönn- unina hvað það varðar að hanna hús á pöllum. Þá var ákveðið að helstu íveru- herbergi fjölskyldunnar yrðu á sama pallinum. Útsýni er mikið til vesturs og eru þeir stórir, stofugluggarnir, en stof- an er á annarri hæð og snúa gluggarn- ir einmitt í þá átt. Þá var gert ráð fyrir að fjölskyldan myndi stækka en síðan hjónin fluttu í húsið fyrir um 10 árum hafa tvær dætur bæst í hópinn þannig að í dag eru þær fjórar. Björgvin segir að það þurfi að hafa samspil margra þátta í huga þegar byrjað er á hönnun húss. „Í fyrsta lagi eru það óskir fjölskyldunnar, lóðin og útsýni. Ég hef þetta yfirleitt fyrst í huga og fer síðan að hugsa um útlit húss- ins.“ Björgvin vann sjálfur mikið í hús- inu og segir hann að framkvæmdir hafi farið hægt af stað. „Við gerðum þetta í rólegheitum eftir því sem við höfðum efni á. Húsið var hálfkarað þegar við fluttum inn haustið 2001.“ Athygli vekja nokkrar ljósmynd- ir í húsinu sem skreyta rýmin. Í ljós kemur að um er að ræða myndir sem Björgvin tók af húsinu á bygg- ingarstigi. Sannkölluð listaverk; bæði myndirnar og húsið. Form og efni njóti sín Húsið er bjart, hlýlegt og stílhreint. Opið og bjart er í rýmunum sem mynda stofu, borðstofu og eldhús. „Hugmyndafræði mín er að mað- ur þurfi þessi litlu rými þar sem maður getur lokað sig af og verið út af fyrir sig og þar sem er kannski minni birta – en að maður þurfi líka þessi stóru, björtu rými.“ Utanhúss er húsið málað hvítt og grátt auk þess sem það er að hluta klætt mahóní og stálklæðn- ingu. Hvað varðar viðarklæðn- inguna segir Björgvin: „Aðalástæð- an var að fá hlýlegt efni til að spila með steininum.“ Allir gluggar eru úr mahóní og því fannst Björgvini tilvalið að inn- réttingar yrðu einnig úr mahóní. „Húsið yrði þá heilsteypt konsept; það yrðu ekki eins mikil skil.“ Húsið er látlaust. Innanstokks- munir eru látlausir. Látleysi er eitt- hvað sem Björgvin leggur áherslu á í allri sinni hönnun – hvort sem hann er að hanna hús eða innrétt- ingar. „Ég reyni að forðast það sem maður sér í hendi sér að séu tísku- fyrirbrigði. Ég vil leyfa formum og efnum að njóta sín.“ Svava Jónsdóttir 22 | Innlit 2. maí 2011 Mánudagur Óskir fjölskyldunnar efstar í huga Heimilið er bjart, hlýlegt og stílhreint. Húsbóndinn, Björgvin Snæbjörnsson arkitekt, á heiðurinn af hönnuninni, hvort sem um er að ræða húsið sjálft, innanhússhönnunina eða garðinn. Í eldhúsinu þar sem mahóní ræður ríkjum „Ég reyni að forðast það sem maður sér í hendi sér að séu tískufyrirbrigði. Ég vil leyfa formum og efnum að njóta sín.“ Gott flæði Horft frá svefn- herbergisgangin- um inn í eldhúsið og borðstofuna. Hönnun Björgvins Einfalt. Stílhreint. Látlaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.