Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Qupperneq 3
Fréttir | 3Mánudagur 23. maí 2011 að vel væri fylgst með þróun mála. „Það er erfitt að segja að það sé engin hætta, þetta er að sjálfsögðu óþægi- legt ástand en það er enginn í bráðri hættu,“ sagði hann. „Það eru lokanir hérna megin við Vík og hinum meg- in við Freysnes, en það er mismik- ið öskufall á þessu svæði. Við erum núna að huga að fólki inni á þessu svæði og reyna að gera allt sem hægt er til að létta undir með því.“ Hann sagði erfitt að skipu- leggja aðgerðir langt fram í tímann vegna þess óvissuástands sem ríkir. „Við látum þennan sólarhring líða og sjáum svo hvernig gosið hef- ur þróast,“ sagði hann. Svæði þar sem ástandið er verst vegna eld- gossins í Grímsvötnum verða ekki rýmd að svo stöddu samkvæmt ákvörðun Almannavarna. Talið er að slík rýming myndi jafnvel skapa meiri hættu en að láta fólkið bíða heima. Fólk er hvatt til þess að hafa eitthvað fyrir vitum sínum. Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar í félagsheimilinu á Klaustri og Hof- garði fyrir þá sem treysta sér til að fara á þá staði. Búið er að virkja hjálparsíma RKÍ 1717. Almanna- varnir biðja fólk um að fara ekki í ferðalög í átt að eldgosinu þar sem ástandið er alvarlegt og almanna- varnir hafi ekki mannskap til þess að stjórna og stöðva umferð, hans er þörf annars staðar. Oft mikil hamfaragos Grímsvötn, í miðjum Vatnajökli, eru virk- asta eldstöð Íslands og meðal öflugustu jarðhitasvæða jarðar. Vitað er um tugi gosa frá landnámi sem tengjast Gríms- vötnum, en síðast gaus þar í nóvember árið 2004. Á vefsíðunni vinirvatnajokuls. is kemur fram að frá aldamótum hafi gosið í Grímsvötnum árið 1902, því næst 1922, 1933, 1934, 1938, 1945, 1954, 1983 og 1998 auk 2004. Algengt er að gosin þar vari frá einni og upp í þrjár vikur, sum Grímsvatnagos virðast þó hafa varað lengur, svo sem árið 1873, en þá virðist gosið hafa staðið í sjö mánuði. Árið 1922 varði gosið í þrjár vikur og tvær árið 1934. Gosið 1998 stóð í tíu daga en aðeins fjóra daga 2004. Á vefsíðunni segir jafnframt að oft hafi miklar hamfarir orðið í tengslum við eldgos í Grímsvötnum. Samspil hraunkviku undir jarðhitasvæðinu við jökulinn viðheldur vatni í Gríms- vatnsöskjunni, sem verður til þess að jökulhlaup fylgja jafnan gosum á þessu svæði. Fyrsta Skeiðarárhlaupið sem heimildir eru til um varð árið 1629. Frá þeim tíma og til ársins 1934 komu hlaup á um tíu ára fresti að meðaltali. Voru þau allt að 67 rúmkílómetrum að magni og gat rennslið náð allt að 40 þúsund rúmmetrum á sekúndu. Árið 1996 varð gos milli Grímsvatna og Bárðarbungu, á svæði sem hlaut nafnið Gjálp. Samkvæmt Jarðvísindastofnun virðist það gos hafa markað upphaf nýs virknitímabils í Vatnajökli. Það stóð frá 30. september til 14. október og varð fjórða mesta eldgos 20. aldar á Íslandi. Hlaup kom svo úr Grímsvötnum nokkrum vikum síðar. Árið 2004, hófst gosið að kvöldi til þann 1. nóvember í suðvestanverðum Grímsvötnum og náði gosmökkurinn í upphafi allt að 13 km hæð. Undir morgun hafði gosið brotist í gegnum ís helluna í Grímsvötnum, en Skeiðarárhlaup hófst á undan gosinu. Öskufalls gætti á Möðrudal að sögn bænda skömmu eftir að gosið hófst. Gosið varð kröftugast í upphafi en fljótt dró úr því og því lauk eftir um fjóra daga og varð því með styttri Grímsvatnagosum sem sögur fara af. Einhverjar breytingar urðu á flugáætlunum innanlands vegna gos- makkarins og alþjóðlegri flugumferð var beint suður fyrir landið. HeiMild vinirvatnajOkuls.is sauðfé í öskumistri Drengirnir á Múlakoti fundu nokkrar rollur sem höfðu leitað skjóls í skurðum. Múlakot Íbúarnir biðu þess að birti og komu þá sauðfénu í hús. Með grímu fyrir vitum Fólki er ráðlagt að hylja vit sín. ekkert túristagos Siggi Stormur segir gosið í Grímsvötnum núna ekki vera neitt túristagos. séð úr lofti Grímsvatnalægðin og eldstöðvarkerfið séð úr lofti á gervinhattamynd. Þungt yfir Fáir á ferli enda fólki ráðlagt að halda sig innan dyra. Mikil virkni Hér má sjá Grímsvatnagosið, eldstöðina og nánasta umhverfi. sveppalaga ský „Þetta er allra stærsta gos sem ég hef séð, “ sagði Ómar Ragnarsson í sam- tali við blaðamann DV.is á sunnudag en þetta er 23. gosið sem hann fylg- ist með. Ómar er búinn að fara tvær ferðir að gosinu, þá seinni fór hann til þess að reyna að ná myndum af eld- ingum í ljósaskiptunum en skyggnið var mjög lítið þar sem mikil aska er í gosmekkinum. „Fyrri ferðin að gos- inu var fín því þá var það ekki kom- ið á kaf í eigin drullu getum við sagt. Askan fer svo hátt og hún dreifist svo víða að í seinni ferðinni var hún búin að drekkja mökknum sjálfum,“ segir Ómar. Gosmökkurinn líkist sveppa- laga öskuskýi sem breiðist í allar áttir og felur öskustrókinn inni í sér. Hann er bæði hærri og virðist kröftugri en í fyrri gosum. Róbert Reynisson, ljósmyndari DV, ferðaðist um svæðið á sunnu- dag og sagði aðstæðurnar öðruvísi en á svæðinu í kringum Eyjafjalla- jökul þegar gaus þar í fyrra. „Þá var fólk í svo miklu áfalli, en hérna virð- ist þetta ekki vera eins mikið áfall.“ Hann segir til að mynda að tún séu ekki á kafi í ösku þrátt fyrir að grátt sé yfir þeim. „Það sem kom mér hvað mest á óvart þegar ég kom hingað var hversu rosalega svart og dimmt var hérna. Maður sá hreinlega ekki á milli stika og þurfti að stoppa til að finna hvar vegurinn lá,“ segir Róbert. Þá segist hann hafa hitt svissneskan túrista sem hafi verið á leið að skoða Vatnajökul, en hafi snúið við þar sem honum leist ekkert á blikuna. „Á fyrstu 18 klst gossins hafa mælst um 15 þús. elding- ar, en á 39 dögum Eyja- fjallajökulsgossins mæld- ust 790 eldingar með sama mælikerfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.