Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Síða 10
10 | Fréttir 23. maí 2011 Mánudagur Hreyfingin vill róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu: Róttækt en sanngjarnt „Útgerðarmönnum lýst vel á hug­ myndir okkar. Þeir segja að það þurfi róttæka og gagngera kerfis­ breytingu til þess að það myndist friður um málið,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Þingmenn Hreyfingarinnar lögðu fram á föstudag frumvarp til laga um breytingar á fiskveiðistjórn­ unarkerfinu. Frumvarpið felur það einna helst í sér að færa aflaheim­ ildir aftur til þeirra sveitarfélaga sem þær voru í gegnum skráð fiski­ skip áður en framsal kvóta var leyft árið 1990 og að sveitarfélögum verði gert að selja heimildirnar á uppboð­ um yfir hvert fiskveiðiár. Veiddur afli verði svo seldur á innlendum upp­ boðsfiskmörkuðum. Ef aflaheimild­ ir eða fiskafli er seldur til aðila utan sveitarfélagsins leggst 10 prósenta aukagjald á hann. Að sögn Þórs Saari er þetta fisk­ veiðistjórnunarkerfi bæði róttækara og réttlátara en bæði núverandi kerfi og fyrirhugað frumvarp ríkisstjórn­ arinnar. „Umfram allt að halda auð­ lindunum í eigu þjóðarinnar, huga að byggðarsjónarmiðum og tryggja tilvist þeirra,“ segir Þór Saari, þing­ maður Hreyfingarinnar. Frumvarp­ ið tekur meðal annars á strandveiði og því að auka eigi aflaheimildir þar töluvert. Frumvarp ríkisstjórnarinnar seg­ ir Þór vera að mestu leyti aðeins orðaleik og málamyndabreytingar.  „Það verður 23 ára nýtingarrétt­ ur á kvóta og það er lítil breyting á núverandi kerfi. Þetta er bara mála­ myndaorðaleikur og friðþæging fyr­ ir ríkisstjórnina til þess að geta sagst hafa gert eitthvað í þessu máli. Það mun aldrei ríkja sátt um þetta mál,“ segir Þór Saari. „Þetta frumvarp galopnar á póli­ tíska spillingu í kring um þetta,“ segir Þór og segir að hægt sé að tryggja að svo verði ekki í tengslum við frumvarp Hreyfingarinnar. Það verði í höndum sjávarútvegsráðu­ neytisins að útfæra nokkrar hliðar frumvarpsins, svo sem heimild til þess að kaupa fimm ára kvóta á bát, en mjög auðvelt verði að koma í veg fyrir það með viðeigandi lagasetn­ ingu. astasigrun@dv.is Umfjöllun í DV varð kveikjan að reglum n Velferðarráðuneytið vinnur að reglum um fyrirkomulag verktakagreiðslna til heilbrigðisstarfsfólks n Umfjöllun í DV kveikjan að skoðun ráðuneytisins Umfjöllun DV í fyrrasumar um verk­ takagreiðslur til yfirlæknis Fjórð­ ungssjúkrahússins á Ísafirði, Þor­ steins Jóhannessonar, varð kveikjan að því að velferðarráðuneytið und­ irbýr nú gerð nýrra reglna um fyr­ irkomulag verktakagreiðslna til heilbrigðisstarfsfólks í föstu starfi. Þorsteinn segist í samtali taka vel í það að slíkar reglur séu settar. Í bréfi frá Margréti Erlendsdóttur fyrir hönd velferðarráðuneytisins til blaðamanns DV kemur fram að ráðuneytið telji það orka tvímælis að sami einstaklingur fái samtímis greidd föst laun og verktakalaun frá sömu stofnun, líkt og í máli yfir­ læknisins. Tekjur hækkuðu um 7,2 milljónir Eins og fram kom í DV í ágúst síð­ astliðnum, seldi Þorsteinn spítal­ anum þjónustu í gegnum einka­ hlutafélag í sinni eigu. Um var að ræða bakvaktir en greiðslur fyrir þær fóru í gegnum einkahlutafélag­ ið Skurðlæknirinn ehf. sem síðan greiddi Þorsteini laun fyrir vakt­ irnar. Þetta viðgekkst í sjö ár, eða frá 2002 til 2009. Tekjur Þorsteins vöktu nokkra athygli fyrir vestan en samkvæmt álagningarskrá fyrir árið 2009 hækkuðu tekjur hans um 7,2 milljónir króna á milli ára. Þröstur Óskarsson, framkvæmda­ stjóri Heilbrigðisstofnunar Vest­ fjarða, sagði í samtali við DV að fleiri læknar hefðu fengið greidd laun fyrir bakvaktir í gegnum einka­ hlutafélög í þeirra eigu. Málið vakti töluverða umræðu um réttmæti slíkra greiðslna. Í kjöl­ far umfjöllunar blaðsins sagðist þá­ verandi heilbrigðisráðherra Álfheið­ ur Ingadóttir líta svo á að óeðlilegt hefði verið af Fjórðungssjúkrahús­ inu á Ísafirði að borga yfirlækninum fyrir bakvaktir í gegnum einkahluta­ félagið. Þá kallaði hún í framhaldinu eftir frekari upplýsingum um málið, sem hefur verið til skoðunar í ráðu­ neytinu fram til þessa. Þorsteinn segir í samtali við DV að þetta fyrir­ komulag hafi verið með fullu sam­ þykki heilbrigðisráðuneytisins, þrátt fyrir að Álfheiður Ingadóttir hafi neitað því. Orkar tvímælis DV spurðist fyrir um framgang máls­ ins og fékk þau svör frá ráðuneytinu að í bígerð væri vinna að gerð reglna um fyrirkomulag verktakagreiðslna til heilbrigðisstarfsfólks í föstu starfi. Í skriflegu svari Margrétar Erlends­ dóttur, ritstjóra upplýsingamála hjá velferðarráðuneytinu, kem­ ur fram að umfjöllun DV um málið hafi orðið kveikjan að því að ráðu­ neytið réðst í upplýsingaöflun um fyrirkomulag verktakagreiðslna til heilbrigðisstarfsfólks samhliða laun­ uðum störfum á heilbrigðisstofnun­ um með það að markmiði að setja um þetta skýrar reglur. Í svarinu segir jafnframt að ráðu­ neytið telji ekki athugavert að heil­ brigðisstarfsmenn sem séu í föstu starfi á einni heilbrigðisstofnun sinni verktöku á annarri heilbrigðis­ stofnun í launuðu leyfi frá fastri vinnu. „Ráðuneytið telur hins vegar orka tvímælis að sami einstakling­ ur fái samtímis greidd föst laun og verktakalaun frá sömu stofn­ un, líkt og í máli yfirlæknisins við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði sem DV vísar til, en í umfjöllun blaðsins í september 2010 kom einnig fram að þessum greiðslum hafði þá ver­ ið hætt.“ Aðspurð hvort ráðuneytið hyggist bregðast við þessu tiltekna máli með einhverjum hætti segir í svari Margrétar að slíkt standi ekki til þar sem greiðslum til yfirlæknis­ ins hafi verið hætt á þeim tíma sem málið var tekið til skoðunar. Sammála ráðuneyti Þorsteinn segist geta tekið undir þessa niðurstöðu ráðuneytisins: „Ég get alveg fallist á það en þetta gekk með þeirra samþykki.“ Hann segist hlynntur því að um slík atriði gildi skýrar reglur en af hans hálfu hafi alltaf verið á hreinu að hann vildi ekki fá greiðslur í gegnum einka­ hlutafélagið nema með samþykkt ráðuneytisins. Samkvæmt ársreikn­ ingi 2008 átti Skurðlæknirinn ehf. Toyota Land Cruiser bifreið, fast­ eignir, lóðir og fasteignaréttindi. Á þremur árum, frá 2005 til 2008, hækkuðu hreinir fjármunir félags­ ins, óráðstafað fé, um tólf milljón­ ir króna. Þorsteinn segir fyrirtækið ennþá starfandi þrátt fyrir að hann hafi hætt að þiggja greiðslur fyrir störf sín í gegnum það, enda sé fyrir­ tækið stöndugt. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Reglur settar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. Velferðarráðuneytið mun á næstunni setja reglur um fyrirkomulag verktaka- greiðslna til heilbrigðisstarfsfólks í föstu starfi. „Ég get alveg fallist á það en þetta gekk með þeirra samþykki. Þorsteinn Jóhannesson Umfjöllun DV um um verktakagreiðslur til yfirlæknis Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði varð kveikjan gerð nýrra reglna. St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Verð: 8.415 Verð: 6.995 Verð: 7.295 Verð: 4.995 Slapp úr brenn- andi bústað Sumarhús í landi Svínhaga á Rang­ árvöllum brann til kaldra kola þeg­ ar kviknaði í bústaðnum rétt fyrir klukkan sjö á laugardagsmorgun. Karlmaður um sjötugt var einn í bústaðnum samkvæmt upplýsing­ um DV og komst hann út við illan leik áður en allt í kring varð eldinum að bráð. Samkvæmt heimildum DV var maðurinn að hita sér kaffi á gas­ hellu þegar kviknaði í út frá gasi og brann maðurinn illa, meðal annars á höndum og fótum. Hann náði hins vegar að bjarga sér af sjálfsdáðum út úr bústaðnum og komast í nær­ liggjandi bústað þar sem kallað var eftir aðstoð. Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar komu á vettvang en þá hafði eldur­ inn læst sig í bifreið sem stóð við bú­ staðinn og brann hún til kaldra kola ásamt bústaðnum. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með talsverða áverka. Segir útgerðarmenn sátta Þór segir að útgerðarmenn hafi tekið vel í hugmyndir Hreyfingarinnar. MynD RóbeRT ReyniSSOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.