Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 23. maí 2011 Mánudagur „Ég sakna hennar stöðugt svo óheyri­ lega mikið og er alltaf skelfingu lostin. Staðreyndin er sú að ég ræð engan veg­ inn við þetta. Oft og iðulega er ég dauð­ hrædd um að missa algjörlega stjórn á heila mínum og enda sem grænmeti,“ segir Gerður Berndsen, móðir ungrar stúlku sem kastað var fram af svölum í Engihjalla 9 í Kópavogi árið 2000, en í DV um helgina var ítarleg umfjöllun um morð á íslenskum konum. Móðir stúlkunnar hefur ekki enn komist yfir sorgina sem fylgdi því að missa dótt­ urina á jafn voveiflegan hátt. Myrt af ókunnugum manni Dóttir Gerðar, Áslaug Perla Kristjóns­ dóttir, var myrt af manni sem hún fór heim með af skemmtistað í miðbæn­ um. Maðurinn viðurkenndi að hafa stundað kynlíf með henni en margt bendir til þess að hann hafi nauðgað Áslaugu. Þegar hún vildi ekki stunda kynlíf með honum kastaði hann henni fram af svölunum. Maðurinn, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut 16 ára dóm fyr­ ir verknaðinn en neitaði að hafa hrint stúlkunni fram af svölunum. Í fyrstu hélt hann því fram að stúlkan hefði sjálf dottið yfir 119 sentímetra hátt hand­ riðið en viðurkenndi síðar að hafa ýtt henni fram af svölunum. Vill að morðinginn verði ákærður fyrir nauðgun Gerður hefur staðið í baráttu við ís­ lenska réttarkerfið frá því að morðingi dóttur hennar var fyrst ákærður fyrir verknaðinn þar sem hann var aðeins ákærður fyrir morðið en ekki fyrir að hafa nauðgað Áslaugu, líkt og lögreglu­ skýrslur benda sterklega til. Í lögregluskýrslum sem unnar voru í tengslum við morðið á Áslaugu Perlu kemur fram að Ásgeir Ingi hafi verið með nærbuxur hennar í vasanum þeg­ ar hann var handtekinn af lögreglunni. Þá kemur líka fram í skýrslunum að tölurnar á buxum Áslaugar hafi verið brotnar, líkt og buxurnar hafi verið rifn­ ar af henni. „Það er svo mikil lítilsvirð­ ing að hún hafi verið svívirt af þessum manni og síðan svívirt af þessu réttar­ kerfi,“ segir Gerður. „Ég hef aldrei les­ ið eins mikinn viðbjóð,“ segir hún um lögregluskýrslurnar í máli dóttur sinn­ ar. „Ég hélt ég myndi aldrei lifa það af.“ Í dómi héraðsdóms kom fram að Áslaug Perla hafi verið „klædd í flís­ peysu að ofanverðu en að neðan í smekkbuxur úr gallaefni, sem voru girtar niður fyrir hné og lágu þær um ökkla“ þegar lögregla og sjúkraflutn­ ingamenn komu að henni þar sem hún lá látin á gangstétt við húsið. Gat ekki útskýrt eigin áverka Nýjar satínnærbuxur Áslaugar fund­ ust rifnar í buxnavasa Ásgeirs Inga þegar hann var handtekinn auk þess sem áverkar fundust á ytri kynfærum hennar. Þegar Ásgeir Ingi var spurður af hverju hann hefði verið með nær­ buxurnar á sér og hvernig hann gæti útskýrt áverkana sem fórnarlamb hans hafði á kynfærum sagði hann einfald­ lega: „Það er bara eitt orð yfir það, harkalegt kynlíf.“ Sagði hann að þau hefðu verið að stunda kynlíf en að Ás­ laug hafi viljað hætta til að fara að sprauta sig með eiturlyfjum. Hafi hann þá ekki viljað eiga frekara samræði við hana og ýtt henni fram af svölunum. Þegar Ásgeir Ingi var í yfirheyrslum hjá lögreglunni spurður að því hvern­ ig áverkar hans hefðu komið til, en þeir voru talsverðir, sagðist hann ekki muna það. Þó sagði hann að hugsan­ lega hefði hann orðið fyrir áverkunum þegar hann stundaði kynlíf með fórn­ arlambi sínu nokkrum mínútum áður en hann myrti hana. Finnur fyrir fordómum Það er alltaf reynt að gera fórnarlömb í morðmálum að ein­ hverjum óþverrum, það er alltaf reynt að klína einhverju á þau,“ segir Gerður sem segist finna fyrir miklum fordómum í sinn garð, fordómum sem beinast gegn fórnarlömbum morðingja og að­ standendum þeirra. Hún á ekki von á því að komast „Ég hefði frekar viljað vera tekin af lífi sjálf“ n Tekst enn á við sorgina eftir að dóttir hennar var myrt árið 2000 n Er alltaf skelfingu lostin n Rétt kemst í vinnu og heim n Berst við réttarkerfið n Vill að morðinginn verði ákærður fyrir nauðgun n „Harkalegt kynlíf,“ sagði hann Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Ég hélt ég myndi aldrei lifa það af. Í þeim 17 málum þar sem íslensk­ ar konur voru myrtar á síðustu 28 árum tengdust tvö mál kynferðis­ ofbeldi með beinum hætti en grunur lék á kynferðisofbeldi í öðru þó engin ákæra hafi verið gefin út. Eitt óhugnanlegasta morðmálið á Íslandi átti sér stað í Keflavík. Þá myrti nauðgari konu sem vitnaði gegn hon­ um fyrir dómi þegar hann var sakfelld­ ur fyrir hrottalega nauðgun. Konan var vinkona nauðgunarfórnarlambs­ ins en þurfti að gjalda fyrir vitnisburð­ inn með lífi sínu. Í tveimur málum er talið að karlar hafi verið að nauðga konum eða reyna það þegar þeir gáfust upp við átök sín við fórnarlambið. Annar þeirra kast­ aði fórnarlambi sínu ofan af 10. hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi en var hvorki ákærður né sakfelldur fyrir nauðgun þótt flest benti til þess að sú hefði ver­ ið raunin. Hinn barði fórnarlamb sitt, hreyfihamlaða konu, svo illa á meðan kynferðisofbeldið átti sér stað að hún hafði það ekki af þegar hann skildi hana eftir. Hún lést af völdum áverka sinna. Langflestar konur sem banað hef­ ur verið hér á landi síðustu 28 ár voru fórnarlömb þáverandi eða fyrrverandi ástmanna sinna. Í helgarblaði DV var farið yfir sögu síðustu þrjátíu ára og þar kom fram að sjö konur voru myrt­ ar af þáverandi eða fyrrverandi ást­ mönnum, fjórar konur voru myrtar í kjölfar kynferðisofbeldis, þrjár konur voru myrtar af ókunnugum mönnum sem tengdust þeim ekki náið og tvö stúlkubörn voru myrt af mæðrum sín­ um. Síðan þá hefur ein kona látist af völdum árásar eiginmanns síns. Tölur Hagstofunnar um manndráp ná aftur til ársins 1981. Blaðamað­ ur lagðist hins vegar yfir dagblöð frá árinu 1947 til 1980. Skrifað var um átta morð á íslenskum konum á því tíma­ bili. Fimm menn myrtu ástkonur sínar vegna óstjórnlegrar öfundsýki út í aðra karlmenn. Einn myrti konu sem ekki vildi þýðast hann í heimahúsi í Safa­ mýri í Reykjavík árið 1979. Í einu tilfelli réð maður ungu barni bana og í öðru máli réð sonur móður sinni bana. Nauðgarar og elskhugar myrða n 27. janúar 1979 Ungur maður réðst á 21 árs gamla stúlku í heimahúsi í Safamýri í Reykjavík. Stúlkan lést af völdum áverkanna sem hún hlaut. Maðurinn var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við krufningu kom í ljós að höfuð- kúpubotn stúlkunnar var sprunginn og hálsliðir hennar illa skaddaðir. Maðurinn var dæmdur í 1 árs fangelsi. n 3. desember 1979 Sonur réð 66 ára gamalli móður sinni bana með þungu höfuðhöggi. Maðurinn, sem var 25 ára, var í annarlegu ástandi. Morðið átti sér stað í Æsufelli í Reykjavík. Nágranni kon- unnar hleypti manninum inn í blokkina en konan hafði sjálf neitað að hleypa honum inn. Maðurinn barði móður sína í höfuðið með stól. Upplýsingar vantar um dóm. n Apríl 1978 Ungur maður stakk vinkonu sína til bana með hnífi í verbúð á Flateyri. Upplýsingar vantar um dóm. n 7. janúar 1967 39 ára karlmaður braust inn í hús fyrr- verandi eiginkonu sinnar á Kvisthaga 25. Í húsinu var konan ásamt börnum og annarri konu. Eftir langt rifrildi við fyrrverandi eiginkonu sína réðst maðurinn á hana. Þegar sonur hennar fór úr íbúðinni stakk maðurinn hana til bana með kjöthníf. Mað- urinn var dæmdur í 16 ára fangelsi. n 1. október 1961 Hjón á Laugarnesvegi 118 í Reykjavík ákváðu að stunda ástarleik í stofu íbúðar sinnar til að vekja ekki krakkana sína. Eiginkonan var drukkin og hrópaði í sífellu nafn annars manns en eiginmannsins. Æði rann á eiginmanninn sem barði konuna með þeim afleiðingum að hún lést. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi. Morð á íslenskum konum frá 1947-1979 Var myrt árið 2000 Áslaug Kristjóns- dóttir ásamt systursyni sínum. MyNd úR EiNkAsAFNi Gerður Berndsen „Ég hélt ég myndi aldrei lifað það af,“ segir móðir Áslaugar um að lesa lögregluskýrslur í máli dóttur sinnar. MyNd siGTRyGGuR ARi JóHANNssoN 20. maí 2011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.