Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 20
20 | Umræða 23. maí 2011 Mánudagur
„Ég var ekki á Saga Class
á leið til NYC.“
n Kaupsýslumaðurinn
Jón Ásgeir Jóhannes-
son um frétt í DV þar
sem fram kom að
hann hefði, ásamt
eiginkonu sinni, flogið á
Saga Class til New York, í
sömu vél og erkióvinurinn Jón Gerald
Sullenberger. – DV.is
„Ég get ekki séð að ein-
hver ákvörðun sem ég tók
hafi verið röng
á þeim tíma
sem hún var
tekin.“
n Valgerður Sverris-
dóttir um ráðherratíð
sína. – DV
„Ég elska bjór en ég er
lítill og ef ég drekk of
mikið af bjór þá verð ég
bara afvelta.“
n Bruce Dickinson, söngvari risaeðlu
rokksveitarinnar Iron Maiden. – DV
„Því miður er þetta rétt.“
n Lýður Árnason læknir
tekur undir orð
Jóhannesar Kr.
Kristjánssonar sem
kennir frjálslegum
ávísunum lækna á
morfíni og öðrum lyfjum
um andlát dóttur sinnar.
– DV.is
„Ég var í þannig ástandi
að ég hefði ekki einu sinni
getað tekið ákvörðun um
að fara í skó.“
n Maður sem varð áttræðri konu að bana
í Espigerði í Kópavogi fyrir mörgum árum
er fullur iðrunar. – DV
Í átt að leiðinlegri bönkum
H
luti af endurreisn íslenska
bankakerfisins snýst um að
nýju bankarnir læri af þeim
mistökum sem voru gerð í
gömlu bönkunum og áttu þátt í að or
saka íslenska efnahagshrunið. Nýju
bankarnir hafa verið í naflaskoðun frá
hruni og hafa reynt að lappa ímynd
sína út á við og inn á við með ýmiss
konar hætti. Landsbankinn tók til
dæmis upp á því að setja starfsmönn
um sínum siðasáttmála sem var eitt af
atriðunum á sérstökum aðgerðalista
bankans sem miðar að því að bæta
starfsemi hans og ímynd. Slík viðleitni
bankanna miðar að því að fyrirbyggja
sams konar starfshætti og fyrir hrun
ið.
Eitt af þeim atriðum sem ein
hverjir af viðskiptabönkunum munu
sömuleiðis vera meðvitaðir um er að
vanda betur til verka þegar einstaka
ákvarðanir eru teknar varðandi útlán
til viðskiptavina og annað slíkt. Segja
má að þessi viðleitni snúist því um að
hægja á ákvarðanatöku innan bank
anna miðað við það sem áður tíðkað
ist. Markmiðið með þessu er auðvitað
að forðast að taka slæmar ákvarðanir
með því að ígrunda ákvarðanatökuna
betur.
Fyrir hrun virðist áherslan í bönk
unum, og íslenska efnahagskerfinu,
hafa verið þveröfug: Hraði í ákvarð
anatöku var talinn vera af hinu góða,
líkt og kemur meðal annars fram í
skrifum um íslensku útrásina sem
unnin voru í íslenskum háskólum. Þá
var stjórnendum bankanna tíðrætt
um gildi hraða í bankastarfsemi og
sagði einn þeirra meðal annars að eitt
af því sem hann ætlaði að vinna að í
sínum störfum væri að auka hraðann
í starfsemi bankans. Hvatakerfi bank
anna ýttu svo enn frekar undir þenn
an hraða, til dæmis í Glitni frá árinu
2007 þegar byrjað var að greiða starfs
mönnunum bónusa fyrir að lána sem
mest af fjármunum bankans. Enda
var það líka svo að Glitnir var stund
um kallaður „partíbankinn“ af fólki
í atvinnulífinu því hann var líkari
skemmtistað en banka – vildarvinir
bankans gátu vaðið um hann nánast
óáreittir. Svipuð orð mætti nota um
aðra banka á Íslandi.
Breytt viðhorf í bankastarfsemi á
Íslandi eftir hrunið snúast því meðal
annars um að vinda ofan af þeirri firru
að hraði sé dyggð í bankastarfsemi.
Sú staðreynd að bankastarfsemi eigi
að vera leiðinleg er reyndar alkunna
meðal fræðimanna á sviði efnahags
mála og flestra erlendra bankamanna
sem gefa sér hana sem forsendu þegar
þeir lýsa hugmyndum sínum um eðli
banka. En í góðærinu á Íslandi var
litið framhjá henni, eða látið eins og
hún væri ósönn. Þá var litið svo á að
við Íslendingar hefðum fundið upp al
veg nýja og gríðarlega arðbæra útgáfu
af bankastarfsemi sem var allt öðru
vísi og áhættusæknari en sambærileg
starfsemi víðast hvar annars staðar.
Íslensku viðskiptabankarnir voru
auðvitað ekki svona fyrir einkavæð
inguna 2002. Þá voru Landsbankinn
og Búnaðarbankinn bakgrunnsstofn
anir í samfélaginu sem frekar lítið bar
á, líkt og almennt gildir um ríkisstofn
anir. Bankarnir þóttu frekar leiðin
legir og gamaldags og það þótti ekk
ert sérstaklega fínt eða eftirsóknarvert
að vinna hjá þeim. Svo voru bankarnir
einkavæddir og urðu á nokkrum árum
að sýnilegustu fyrirtækjum landsins
sem auglýstu grimmt og þorri manna
úr mörgum starfsstéttum vildi vinna
hjá. Bankarnir fóru frá því að vera
traustir, þungir og leiðinlegir yfir í að
vera skemmtilegir, vinsælir, áhættu
sæknir og svo, eins og á endanum
kom í ljós, afar ótraustir og fífldjarfir.
Bönkunum var svo miklu frekar stýrt
eins og áhættusæknum fjárfestingar
félögum en fjármálastofnunum þar
sem aðalatriðið var að stærstu hlut
hafar bankans græddu sem mest á
þeim með öllum tiltækum ráðum.
Mér finnst gott til þess að vita að
nýju bankarnir íslensku séu meðvit
aðir um viss atriði sem aflaga fóru í
gömlu bönkunum fyrir hrun og vinni
að því að reyna að innleiða annars
konar hugsunarhátt. Skref í áttina að
leiðinlegri og varkárari bönkum á Ís
landi eru góð og fyrirbyggjandi skref
fram á við.
Var heimsendir-
inn bara bundinn
við Ísland?
„Já, ætli það ekki. Ég held að hann
hafi alla vega ekki náð um allan
heim. Nema þetta hafi bara verið
fyrir þennan Harold. Kann að vera,“
segir Snorri í Betel, forstöðumaður
Hvítasunnukirkjunnar á Akur
eyri. Samkvæmt Harold
Camping, bandarískum
útvarpspredikara, átti
heimurinn að líða undir lok
á laugardaginn. Heimsend
irinn kom ekki en á Íslandi
hófst þó eldgos.
Spurningin
Bókstaflega
Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar
Vatnsrisinn Jón
n Jón Ólafsson athafnamaður er í
miklum vandræðum með vatns
ævintýri sitt. Mörg ár eru síðan
hann yfirgaf
landið í einka
þotu eftir að hafa
selt Stöð 2 og
mestallt sitt góss
til Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar.
Fór það orð af
Jóni að þar færi
milljarðamær
ingur. Hann slapp við íslenska
hrunið og ímyndin var eins og tær
og fjallalind. En nú er komið á dag
inn að reksturinn á vatnsdæminu
er hlaðinn milljarðaskuldum og
vonlítill. Jón er í því í hinu versta
klandri.
Dýrustu bækur Íslands
n Fyrir helgi komu út fyrstu tvö
bindin af fjórum af Sögu Akraness.
Um er að ræða einhverja dýrustu
framleiðslu sögunnar sem var tíu ár
á leiðinni. Höfundurinn, Gunnlaugur
Haraldsson þjóðháttafræðingur,
hefur fengið fast að hundrað millj
ónum króna í laun á þeim þrettán
árum sem farið hafa í vinnslu
bókanna. Ætli bærinn að selja upp í
kostnað þurfa bækurnar að ná áður
óþekktum hæðum í sölu.
Unglegur eldri borgari
n Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi
ráðherra, er á meðal umdeildari
stjórnmálamanna Íslands sem
ræðst af frum
kvæði hennar
við að byggja
Kárahnjúka og
forystu hennar
í að einkavæða
bankana í
hendur Björg-
ólfs Guðmunds-
sonar og fleiri. En
Valgerður er nú horfin af pólitíska
sviðinu og unir sér glöð heima á
Lómatjörn. En það þykir dálítið
merkilegt að hún sem er rétt sextug
og með eindæmum ungleg hefur
tekið að sér formennsku í félagi
eldri borgara í heimabyggð sinni.
Útgefandi pósar
n Sá fjölhæfi Eiríkur Jónsson
blómstrar á Eyjunni og Pressunni
nú um stundir. Eiríkur er glöggur
á hið mannlega sem nær gjarnan
flugi í orðkynngi hans. Þá sér hann
gjarnan fréttirnar sem eru við
fótmál hans. Þannig áttaði hann
sig á því að þjóðin
þurfti virkilega á
því að halda að
sjá útgefanda
hans, Björn Inga
Hrafnsson, með
ný gleraugu sem
hafa örugglega
kostað stórfé.
Bingi pósaði
glaðbeittur
fyrir
launþega
sinn og
skúbbið
tók á sig
mynd.
Sandkorn
trYGGVAGötu 11, 101 rEYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Athafnamaðurinn Jón Ólafsson er einn af uppáhaldsmönnum Svarthöfða. Jón var bæjarvilling
ur í Keflavík og vann sig upp hörðum
höndum. Í upphafi stundaði hann
götusölu. Ungi, harðduglegi dreng
urinn vakti athygli þar sem hann fór;
sumpart óþægilega. Fræg er flökku
sagan um Bandaríkjamanninn sem
auðgaðist gríðarlega. Þessu var lýst
þannig að hann hefði í fyrstu keypti
tvö epli, pússað þau og selt. Fyrir
ágóðann keypti hann fjögur epli og svo
koll af kolli þar til forríkur frændi hans
dó og arfleifði hann af öllu sínu. Ævin
týrið um Jón Ólafsson snýst ekki um
epli. En sama niðurstaðan varð ofan á.
Jón vann sig upp af götunni og náði að
verða einn ríkasti maður Íslands. Með
heiðarleika og elju náði hann undir sig
stærstum hluta afþreyingariðnaðarins.
Og það gerðist þrátt fyrir að valda
mestu stjórnmálamenn landsins sætu
á svikráðum við hann. Hann eignaðist
sjónvarpsstöð með fréttastofu og lífið
skælbrosti við gamla bæjarvillingnum
sem baðaði sig í frægðarljóma og auð
ævum. Til þess að kóróna hamingju
sína og völd lét hann ástsælan rit
höfund skrifa um sig bók með einkar
virðulegum titli. Rétt eins og þegar
saga annarra stórmenna var skráð bar
bókin titilinn Jónsbók, eða eitthvað
þvíumlíkt.
En þegar hamingjusólin rís hæst styttist í óveðrið. Og Jón var lagður langleiðina að velli. Hann
neyddist til að selja allt sitt hafurstask
og flaug úr landi á einkaþotu með sjóð
upp á nokkra milljarða. Götusalinn úr
Keflavík stofnaði í framhaldinu vatns
fyrirtæki sem gaf einkar vel af sér. Allir
voru tilbúinir til að lána hinum meinta
auðjöfri. Hann fékk íslenskan yfirdrátt
í þágu fyrirtækis á Tortóla eða einhvers
staðar í aflöndum. Og hann fékk kúlu
lán hjá sveitarfélagi til að borga ekki
fyrir jörð sem hann keypti. Milljarðar
streymdu inn í vatnsfyrirtækið þótt
salan á vatninu væri ekkert sérstök.
Hún var þó ívið skárri en á norðurljós
unum forðum þegar Einar Ben ætlaði
að koma þeirri dýrð í verð. Vandinn
var kannski að þetta var fyrir tíma
kúlu lána til aflandseyja.
Nú virðist róður Jóns vera að þyngjast. Himinháar bárur rísa gegn fyrirtæki hans og um
myndast í brotsjói. Götusalinn sem
varð ríkur stendur samt í stafni og
steytir hnefann geng náttúruöflun
um. ,,Sá hlær best sem síðast hlær,“
öskrar hann upp í storminn. ,,Af vatni
ertu kominn og að vatni skaltur aftur
verða,“ heyrist í gegnum storminn og
stórsjóina.
Svarthöfði
Af vAtni ertu kominn ...
Leiðari