Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Síða 25
Sport | 25Mánudagur 23. maí 2011
VH ehf · Njarðarbraut 11 · 260 Reykjanesbæ · Sími 864-2400 · Sími í verslun 527-2400
Vel valið fyrir húsið þitt
AF GÆÐUNUM
ÞEKKIÐ ÞIÐ PALLAEFNIÐ
FRÁ VÖLUNDARHÚSUM
VH
/
11
-0
5
Pallaefni, panill, girðinga-
efni, undirstöður, skrúfur
og festingar á frábæru
vor-tilboðsverði.
Sjá nánar á heimasíðu
www.volundarhus.is
70 mm bjálki / Tvöföld nótun
Tilboð Gestahús 25 m²
kr. 1.689.000,- án fylgihluta
kr. 1.989.000,- með fylgihlutum
og byggingarnefndar teiknisetti.
31.5 m² kr. 2.149.000,- án fylgihluta
36.0 m² kr. 2.229.000,- án fylgihluta
39.0 m² kr. 2.499.000,- án fylgihluta
Sjá nánar á heimasíðu www.volundarhus.is
Garðhús og gestahús
í úrvali á frábæru verði
Sjá nánar á heimasíðu
www.volundarhus.is
„Við trúðum alltaf á að þetta væri
hægt og við fengum færin til að halda
okkur uppi,“ sagði sársvekktur knatt-
spyrnustjóri Blackpool, Ian Hol-
loway, við Sky Sports eftir að lið hans
var fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Blackpool beið það erfiða verkefni
að þurfa fá eitthvað út úr leik sínum
gegn Englandsmeisturum Manches-
ter United á Old Trafford, stað sem
meistararnir hafa ekki tapað einum
einasta leik á á árinu og gert aðeins
eitt jafntefli. Það leit ekki svo illa út
fyrir Blackpool eftir klukkustundar-
leik en þá tók liðið forystuna, 2–1. Á
sama tíma var Birmingham að tapa
fyrir Tottenham, Úlfarnir að skíttapa
fyrir Blackburn og Wigan að gera
jafntefli við Stoke. En á einu auga-
bragði breyttist hlátur í grát. Uni-
ted skoraði þrjú mörk á Blackpool
og sendi þetta skemmtilega lið með
þennan skemmtilega stjóra niður
um deild.
Skemmtilegt tímabil
„Þetta er sérstakur hópur leikmanna
sem ég er með,“ sagði Holloway sem
var nánast í losti eftir leikinn. „Þeir
lögðu allt sem þeir áttu í þennan leik
og alla aðra á tímabilinu. United er
bara frábært lið og algjör maskína þeg-
ar það kemst í gang. Þetta tímabil var
skemmtilegra en orð fá lýst en jafn-
erfitt er að kyngja því að fara niður,“
sagði Holloway eftir tapið. Blackpool
var óumdeilanlega skemmtikrafturinn
í fallbaráttu seinni hluta tímabilsins
en ekkert lið við botninn skoraði fleiri
mörk en strákarnir hans Ians Holloway.
Því miður dugði það ekki.
Edvin Van der Sar, markvörðurinn
stóri í liði United, spilaði sinn síðasta
leik á Old Trafford gegn Blackpool og
kvaddi hann með því að hampa titl-
inum. „Ég vil þakka stjóranum. Hann
fékk mig hingað fyrir sex árum sem var
kannski of seint. En ég vil líka þakka
fólkinu og núna eigum við mikilvægan
leik næsta laugardag gegn Barcelona.
Við skulum koma þeim titli hingað
heim líka,“ sagði Van der Sar við fólkið
á Old Trafford og fékk mikið lófatak fyr-
ir. Á sex árum með Manchester United
vann hann deildina fjórum sinnum og
Meistaradeildina einu sinni.
Birmingham fallið en í
Evrópukeppni
Í mars gerði lið Birmingham sér lítið fyr-
ir og vann deildarbikarinn eftir magn-
aðan úrslitaleik gegn Arsenal. Vann lið-
ið sér þar inn sæti í Evrópudeildinni á
næsta keppnistímabili. Það þurfti þó að
sætta sig við að falla á lokadegi og það
heldur betur dramatískt. Roman Pav-
lyuchenko, framherji Tottenham, skor-
aði sigurmark gegn Birmingham í upp-
bótartíma, 2–1, og sendi Birmingham
niður.
Tímabilið var því sannkölluð rússí-
banareið fyrir Birmingham en liðið
ætlaði sér stóra hluti. Moldríkur kín-
verskur kaupsýslumaður á liðið og fjár-
festi meðal annars í markverðinum Ben
Foster fyrir keppnistímabilið. Lokadag-
urinn boðaði þó ekki gott fyrir Birming-
ham þar sem liðið hefur aldrei haldið
hreinu á lokadegi ensku úrvalsdeild-
innar í öll þau skipti sem liðið hefur
keppt í henni.
City tryggði þriðja sætið
Hrun Arsenal var fullkomnað á loka-
deginum með 2–2 jafntefli gegn Ful-
ham. Á sama tíma tryggði Manchester
City sér þriðja sætið í ensku úrvals-
deildinni með 2–0 sigri á útivelli gegn
Bolton. Það þýðir að Manchester City
fer beint inn í riðlakeppni Meistara-
deildarinnar á meðan Arsenal þarf að
hefja sumarið fyrr en ella og keppa í
forkeppni Meistaradeildarinnar. Ansi
mikið hrun fyrir lið sem á tímapunkti
var í baráttu um fjóra titla.
Newcastle fór einnig gríðarlega illa
að ráði sínu á lokadeginum. Liðið var
3–0 yfir gegn WBA sem hefði tryggt
því 9. sætið en gríðarlegir fjármun-
ir eru í boði fyrir liðin sem enda fyrir
ofan miðja deild. Somen Tchoyi skor-
aði aftur á móti þrennu fyrir WBA og
jafnaði metin, 3–3, Newcastle endaði
því í tólfta sæti og missti af hárri pen-
ingauppæð.
Hlátur breyttist í grát Blackpool fór úr 1–2 í 4–2 og féll.
RússíbanaReið
biRmingham
n Blackpool og Birmingham féllu á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar n Birmingham vann deildar-
bikarinn og féll n Spilar í næstefstu deild og í Evrópukeppni á næsta ári n City tryggði þriðja sætið
Alex McLeish
þjálfari
Birmingham
Birmingham er í
Evrópudeildinni og
spilar í næstefstu
deild á næsta ári.
Mynd REutERS
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is