Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Side 6
6 | Fréttir 23. maí 2011 Mánudagur
Skiptum lokið á félögum hæstaréttarlögmanna:
Ekkert upp í kröfurnar
Skiptum er lokið í þrotabúum L182A
ehf., áður Lögmenn Laugardal ehf.,
og M182-B ehf., áður Fasteignasalan
Miðborg ehf. Engar eignir fundust í
búunum en lýstar kröfur náðu samtals
rúmum 135 milljónum króna í félög-
unum tveimur. Félögin voru í eigu lög-
fræðinganna Björns Þorra Viktorssonar
og Karls Georgs Sigurbjörnssonar en
frá lokum skiptanna er greint í Lögbirt-
ingablaðinu. Félögin voru bæði tekin til
gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðs-
dóms Reykjavíkur 7. október árið 2009.
Félögin Lögmenn Laugardal og Fast-
eignasalan Miðborg eru ennþá starf-
rækt í dag en undir nýrri kennitölu.
Björn Þorri var verjandi Óskars Sindra
Atlasonar gegn SP-Fjármögnun og
vann málið fyrir Hæstarétti.
Þá greindi DV frá því fyrir skemmstu
að Karl Georg hefði sótt um greiðslu-
aðlögun en hann sagði umsóknina
snúast um sín persónulegu fjármál og
með þessu væri hann að reyna að fá
tækifæri til að setjast niður með kröfu-
höfum og ræða við þá. Karl Georg
vildi hvorki svara því hvaða kröfuhaf-
ar væru á eftir honum né hvaða upp-
hæðir væru í spilunum. Karl Georg
viðurkenndi þó að umsóknin snérist
einnig um að reyna að halda málflutn-
ingsréttindum, en á meðan fólk er í
greiðsluaðlögun er ekki hægt að ganga
að því og gera það gjaldþrota. Verði
lögmenn gjaldþrota missa þeir mál-
flutningsréttindi sín og því má segja að
málið snúist bæði um hans eigin fjár-
mál og framtíðarstarfsmöguleika í lög-
mennsku.
Fjármál Karls Georgs hafa verið
fyrir dómstólum að undanförnu. 26.
janúar á þessu ári féllst Héraðsdómur
Reykjavíkur á kröfu þrotabús Baugs
Group um að rifta samtals 9,9 milljóna
króna greiðslum, sem hann fékk frá fé-
laginu í lok árs 2008. Hann hafði feng-
ið þessa upphæð sem bætur vegna
vinnutaps, álitshnekkis og kostnaðar
sem hann varð fyrir vegna starfa fyrir
dótturfélag Baugs.
„Við vorum að tala um að það ætti
eiginlega að senda David Atten bo-
rough þangað því þetta er stærsta
og dýrasta starrahreiður sem byggt
hefur verið í heiminum,“ segir mað-
ur sem vann að frágangi á þaki tón-
listarhússins Hörpu. Hann vill meina
að við þak hússins séu kjöraðstæður
fyrir starrann til hreiðurgerðar. Mað-
urinn, sem ekki vill láta nafns síns
getið, hefur þó ekki áhyggjur af starr-
anum sem slíkum enda sé hann fínn
söngfugl sem vel eigi heima í tónlist-
arhúsi, heldur hefur hann áhyggjur
af flónni sem honum fylgir. Á milli
glersins og þaksins er sex sentimetra
bil þar sem starrinn kemst auðveld-
lega á milli og þar fyrir neðan eru
loftstokkar sem tengjast öllu loft-
ræstikerfi hússins. „Flóin fer þaðan
út um allt hús og elítan verður að
klóra sér langt fram á miðjan vetur,“
segir maðurinn kíminn.
Kostnaður við þrif eykst
hugsanlega
DV greindi frá því á miðvikudaginn
að samkvæmt rekstraráætlun Hörpu
væri gert ráð fyrir 44 milljónum í
heildarkostnað við þrif á húsinu,
innan sem utan, og þar af 8 millj-
ónum í þrif á glerhjúpnum. Maður-
inn sem vann við þakið vill meina að
sá kostnaður komi til með að aukast
verulega ef starrinn er tekinn með
inn í dæmið. Hann telur að þetta
komi til með að verða vandamál þeg-
ar fram líða stundir. „Við vorum bún-
ir að benda hönnuðunum á þennan
galla en þeir vildu ekkert viðurkenna
það. En nú þegar er þetta að koma í
ljós, hann er strax farinn merkja sér
svæði sem hann vill vera á.“
„Nóg pláss fyrir alla
starra Íslands“
Þrátt fyrir að starrinn sé fallegur
söngfugl eru flærnar sem honum
fylgja ansi hvimleiðar. Flærnar bíta
gjarnan og geta bitin valdið mikl-
um kláða og óþæginum. Fuglinn er
því ekki alltaf vinsæll sambýling-
ur, en hann er duglegur að gera sér
hreiður í þakgskeggjum húsa. Fugla-
vernd hefur á síðustu dögum skorað
á meindýra- og garðeigendur að fara
að lögum og eyða ekki starrahreiðr-
um, enda er fuglinn alfriðaður. Mað-
urinn sér áfram húmorinn í hreiður-
gerð starranna í Hörpu. „Ég held að
þeir þurfi ekki að hafa neinar áhyggj-
ur af því, það er nóg pláss þarna fyrir
alla starra Íslands.“
Setja upp net ef fólki
fer að klæja
„Það er allt í lagi þó menn þurfi að
klóra sér aðeins, er það ekki?“ segir
Ríkharður Kristjánsson, hönnunar-
stjóri Hörpu, sem virðist einnig sjá
húmorinn við starrana. Hann viður-
kennir að það hafi verið vitað frá
upphafi að þetta gæti orðið vanda-
mál. „Um tíma var verið að plana
að setja net í þessar rifur, þéttof-
ið net, en svo ákvað rekstraraðilinn
Portus að setja frekar upp fuglafæl-
ur sem eru hátíðnihljóð fyrir ofan
mannlega heyrn,“ segir Ríkharður.
„En ef menn fer að klæja mikið þá
getum við sett upp netið, það er ekk-
ert mál,“ bætir hann við.
Miðað við frásögn mannsins
sem vann við þakið er starrinn
þó nú þegar farinn að koma
sér fyrir á þakinu svo lík-
lega er ekki búið að
setja upp fugla-
fælurnar, nema
þær virki ekki
sem skyldi.
Starrinn hreiðrar
um sig í Hörpu
Starrahreiður? Maður sem vann við þak Hörpu segir
kjöraðstæður þar fyrir starrann til hreiðurgerðar.
n Harpan er stærsta og flottasta starrahreiður í heimi, að sögn manns sem
vann við þak hússins n „Elítan verður að klóra sér langt fram á miðjan vetur“
„Það er allt í lagi
þó menn þurfi að
klóra sér aðeins, er það
ekki?
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Engar eignir Engar eignir fundust í félögum hæstaréttarlögmannanna Karls Georgs
Sigurbjörnssonar og Björns Þorra Viktorssonar.
Ljósmyndari í kröppum dansi:
Bíllinn fór á
bólakaf
„Ég stóð bara þarna á inniskónum
með myndavélina í hendinni og
horfði á eftir bílnum fara á bóla-
kaf,“ segir Ásgeir Hólm Agnarsson
frá Húsavík. Ásgeir varð fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu aðfaranótt
föstudags að bíll hans rann ofan í
höfnina á Húsavík.
Ásgeir hafði verið að mynda
endur við smábátahöfn bæjarins
og brá sér úr bílnum til þess að geta
myndað betur. Bílnum hafði hann
lagt í rampi við höfnina sem meðal
annars er notaður til þess að sjósetja
báta. Ásgeiri láðist þó að setja bílinn
í handbremsu með óskemmtilegum
afleiðingum.
„Ég var búinn að sitja í bílnum í
þó nokkra stund og fór svo úr hon-
um til að reyna að ná betri myndum.
Ég taldi hann vera í handbremsu en
eftir smástund sá ég bílinn renna
af stað niður hallann og í höfnina á
talsverðri ferð, hann flaut að end-
anum á flotbryggjunni og sökk þar,“
segir Ásgeir í samtali við fréttavefinn
640.is. Bíllinn fór á flot, en lögreglan
á Húsavík var kölluð til ásamt björg-
unarsveitinni Garðari og tókst þeim
að draga bifreiðina í land.
Björgunarsveitir voru í viðbragðs-
stöðu á sunnudag vegna fjögurra
ferðamanna sem hugðust aka frá
Höfn að sveitabænum Hunkubökk-
um vestur af Kirkjubæjarklaustri.
Í ljós kom að ferðalangarnir sem
þangað höfðu boðað komu sína
voru í góðu yfirlæti á Gullfossi.
Þá var fjögurra annarra ferða-
manna saknað á sunnudag en þeir
höfðu lagt af stað frá Höfn á tveimur
smábílum. Ferðamennirnir reynd-
ust hins vegar heilir á húfi og voru á
Egilsstöðum.
Leitað að
ferðamönnum
Söngfugl Þótt starrinn
sé fallegur og syngi listavel
er flóin sem honum fylgir ansi
hvimleið. Flóabit geta valdið óstjórn-
legum kláða og óþægindum.