Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Síða 8
8 | Fréttir 23. maí 2011 Mánudagur Já segir upp fólki: Sársaukafullar aðgerðir Fyrirtækið Já, sem rekur 118, Já.is og sér um útgáfu Símaskrárinnar mun segja upp sex til átta starfsmönn­ um í haust, auk þess sem þjónustu­ veri Já á Akureyri verður lokað, en þar starfa nítján manns. Hluta þess starfsfólks verður boðin vinna hjá þjónustuverum Já í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Er þetta gert í hagræð­ ingarskyni að því er kemur fram í til­ kynningu frá stjórnendum Já. Hjá Já starfa í dag 120 manns. Sigríður Margrét Oddsdóttir, for­ stjóri Já, segir í tilkynningunni að um sársaukafullar aðgerðir sé að ræða. „En því miður er staðan sú að við neyðumst til að taka erfiðar ákvarð­ anir. Það er á ábyrgð okkar sem stýr­ um fyrirtækinu að tryggja hag allra starfsmanna og viðskiptavina Já til framtíðar með góðum rekstri og með þessum aðgerðum erum við að sinna þeirri skyldu okkar.“ Símaskráin 2011 kom út núna um miðjan maí, en Sigríður segir í sam­ tali við DV að uppsagnirnar tengist útgáfu hennar ekki á neinn hátt, þrátt fyrir að tilkynnt sé um þær svo skömmu eftir útgáfuna. „Við gefum símaskrána út og það er hagnaður af því verkefni. Þetta er ekki umtals­ verður hagnaður, en við erum réttu megin við núllið með hana, “ segir Sigríður. Egill „Gillz“ Einarsson var meðhöfundur símaskrárinnar í ár og skartar forsíða hennar meðal annars mynd af honum berum að ofan. Ekki hefur fengist upp gefið hve mikið Egill fékk í sinn hlut fyrir verkefnið, en ráðing hans var væg­ ast samt umdeild. Á Facebook voru meðal annars voru stofnaðir hópar þar sem fólk var kvatt til þess að fjar­ lægja nafn sitt úr skránni í ár í mót­ mælaskyni við ráðningu hans. solrun@dv.is Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur löngum staðið í kjarabaráttu fyrir hönd félagsmanna sinna og hefur undanfarið staðið í ströngu við gerð kjarasamninga. Hann segir meint lág laun þingmanna ekki valda sér miklum áhyggjum, hann hafi meiri áhyggjur af verkafólki. Þingfararkaup er nú um 520 þúsund krónur á mán­ uði en ofan á þingfararkaupið bætast ýmis hlunnindi sem margir launa­ menn njóta ekki. Í síðustu kjarasamn­ ingum voru lágmarkslaun verkafólks hækkuð upp í 182 þúsund krónur. Mikið hefur verið fjallað um um­ mæli Tryggva Þórs Herbertssonar, al­ þingismanns Sjálfstæðisflokks, þess efnis að hann hafi þurft að borga með sér síðan hann tók sæti á Alþingi vorið 2009. Í viðtali við Tryggva Þór í kvöld­ fréttum Ríkisútvarpsins sagðist hann tilheyra, eins og margir alþingismenn, „efri millistétt“ og að hann væri vanur „ákveðnum lifistandard“ en þingfar­ arkaup nægði ekki til að halda honum uppi. Sagðist Tryggvi telja að hækka þyrfti laun alþingismanna og að þau hefðu í raun lækkað um 21 prósent frá haustinu 2008. Sefur rótt Vilhjálmur minnir á að samkvæmt neysluviðmiðum velferðarráðherra þurfi einstaklingur 280 þúsund krón­ ur til að framfleyta sér og því vanti hundrað þúsund krónur upp á að það náist og verk sé að vinna fyrir verka­ lýðshreyfinguna. „Ég held að það liggi alveg ljóst fyrir, frá mínum bæjardyr­ um séð, að ég set laun þingmanna ekki í forgang kjarabaráttunnar. Það eru margir hópar í þessu samfélagi sem eiga vart til hnífs og skeiðar og það er fólkið sem ég hef áhyggjur af en ekki íslenskir þingmenn,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann sofi rótt þrátt fyrir áhyggjur þingmanna. Á vef Alþingis kemur fram að þing­ menn fái mánaðarlega 61.400 krónur í fastan ferðastyrk ofan á þingfarar­ kaup. Þá fá varaforsetar, formenn fastanefnda, formenn þingflokka og formenn sérnefnda greitt 15 prósenta álag á þingfararkaup. Alþingismenn sem eru formenn stjórnmálaflokka en eru ekki jafnframt ráðherrar, fá jafn­ framt greitt 50 prósenta álag á þingfar­ arkaupið. Þingmenn eiga einnig rétt á að fá endurgreiddan kostnað sem hlýst af starfi gegn framvísun reikninga að hámarki 796.800 krónur á ári. Þá fá þingmenn utan höfuðborgarsvæðisins greiddar 90.700 krónur mánaðarlega í húsnæðis­ og dvalarkostnað. Ofan á það getur bæst 40 prósenta álag, haldi þingmaður annað heimili í borginni. Endurskoðun launa góð „Geta þeir ekki farið upp í 800 þúsund krónur ef að allt er tínt til, er það ekki nærri lagi?,“ spyr Vilhjálmur sem segir 520.000 króna þingfararkaup kannski ekki ýkja mikil laun en ljóst sé að starf­ inu fylgi önnur fríðindi. Hann segir þó að vel megi skoða launakjör þing­ manna eins og annarra í samfélaginu. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinn­ ar, lagði fram frumvarp á Alþingi fyrir helgi þar sem hann lagði til að laun verkalýðsleiðtoga yrðu lækkuð þann­ ig að þau mættu ekki vera hærri en þreföld laun umbjóðenda þeirra. Vil­ hjálmur segir að vel megi skoða slíkt: „Það er allt í lagi að skoða laun verka­ lýðsleiðtoga. Ég er klárlega ekki með þreföld laun þeirra sem ég er að semja fyrir en þegar launakjör forystumanna í stéttarfélögum eru komin í eina millj­ ón eða meira þá er ég ekkert hissa á að fólk hrökkvi við.“ Fríðindi þingmanna eru meiri en það sem talið var upp hér að ofan. Þeir fá meðal annars afhenta einka­ tölvu ásamt tilheyrandi fylgibúnaði sérstaklega til afnota utan skrifstofu. Allur símakostnaður alþingismanna er greiddur af Alþingi. Einnig er greitt fyrir ýmsan kostnað við vinnuaðstöðu á heimili þingmanna að hámarki 130.000 krónur. Á ferðum alþingis­ manns erlendis á vegum Alþingis er greiddur hótelkostnaður samkvæmt reikningi ásamt dagpeningum. Þá fá þingmenn aukalega greitt upp í ferða­ kostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem eru í 15 kíló­ metra fjarlægð frá heimili þeirra. Samfélaginu til skammar Aðspurður hvað honum finnist um þau ummæli Tryggva Þórs að hann hafi þurft að borga í starfi sínu sem þingmaður segir Vilhjálmur: „Ég bið þessa menn bara um að setja sig í spor þeirra tekjulægstu. Ég geri mér grein fyrir því að vinna þingmanna geti oft og tíðum verið æði krefjandi og henni fylgt mikil ábyrgð. Það þarf að borga góðum mönnum gott kaup og þeir sem ekki eru að standa sig eiga að fá lélegt kaup, það er bara þannig,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hrunið hafi sýnt að ekki hafi allir staðið sig sem skildi á Alþingi Íslendinga á árunum fyrir hrunið. „Að þessu sögðu held ég samt sem áður að ég hafi ekkert sérstaklega miklar áhyggjur af þingmönnum sam­ anber aðra hópa í þessu samfélagi. Þar liggja mínar áhyggjur, hjá þeim sem eru á hvað lægstu laununum. Ég hef löngum sagt það að lágmarkslaun á Ís­ landi eru íslenskri verkalýðshreyfingu, samtökum atvinnulífsins og samfé­ laginu öllu til skammar,“ segir Viljálm­ ur að lokum. Þess má geta að miðgildi launa á Íslandi er 391 þúsund krónur á mánuði og meðallaun 438 þúsund krónur. n Þingmenn njóta ýmissa fríðinda sem bætast ofan á þingfararkaup n Tryggvi Þór hefur sagst þurfa að borga með sér n Verkalýðsleiðtogi hefur litlar áhyggjur af þingmönnum „Það eru margir hópar í þessu samfélagi sem eiga vart til hnífs og skeiðar og það er fólkið sem ég hef áhyggjur af en ekki íslenskir þingmenn. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Borgar með sér Tryggvi Þór Herbertsson hefur sagt að hann þurfi að borga með sér síðan hann tók sæti á þingi þar sem launin séu svo lág. Sefur rótt Vilhjálmur Birgisson verka- lýðsforkólfur segist litlar áhyggjur hafa af kjörum þingmanna. Lág laun Þingmenn fá 520 þúsund krónur í þingfararkaup en ofan á það bætast ýmis fríðindi í tengslum við vinnuna. Fjölskylduhjálpin lokar á Akureyri Fjölskylduhjálp Íslands, sem haft hefur útibú á Akureyri um nokk­ urra mánaða skeið, hefur hætt starfsemi sinni í bænum. Þetta kemur fram í héraðsfréttamiðl­ inum Vikudegi á Akureyri. Ás­ gerður Jóna Flosadóttir, fram­ kvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að ástæðan sé hús­ næðisskortur. „Þetta er mjög bagalegt því þörfin fyrir norðan er mjög mikil,“ segir Ásgerður í Vikudegi. Einkatölva hluti af fríðindunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.