Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 23. maí 2011 Mánudagur
Fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugar á Selfossi:
Litli drengurinn látinn
Fimm ára drengur sem fannst með
vitundarlaus í sundlauginni á Sel
fossi lést að kvöldi sunnudags. Hann
lá þungt haldinn á gjörgæsludeild
Landspítala Háskólasjúkrahúsi eft
ir slysið. Tilkynnt var um andlát
drengsins um tíuleytið á sunnudags
kvöld.
Lögreglan á Selfossi segir engin
vitni hafa verið að því þegar dreng
urinn sökk til botns en slysið varð í
innilaug Sundhallarinnar og tildrög
in enn í rannsókn.
Þórdís Eygló Sigurðardóttir for
stöðumaður Sundhallarinnar seg
ir tvo sundlaugarverði hafa verið á
vakt en þeir hafi ekki orðið varir við
það þegar slysið átti sér stað. Þess
í stað voru það unglingspiltar sem
voru að leik í lauginni sem komu að
drengnum þar sem hann lá þá með
vitundarlaus á botni laugarinnar.
„Þeir kölluðu á hjálp og endurlífg
un hófst þegar í stað,“ segir Þórdís.
Drengurinn var síðan fluttur með
hraði á Landspítala Háskólasjúkra
hús við Hringbraut, þar sem
hann lést á sunnudags
kvöld.
„Þetta er afskap
lega sorglegt mál sem
er öllum mikið áfall.
Það er ástæða til þess
að minna alla á það
að börn eiga aldrei að
vera eftirlitslaus í sundi.
Við erum með stórt skilti
sem bendir foreldrum og forráða
mönnum á það að ábyrgð þeirra er
mikil.“
Þórdís segir alla hafa brugðist rétt
við og nú sé þeim er komu að slysinu
sem og þeim er tengjast drengnum
veitt áfallahjálp.
Betra loft
betri líðan
Airfree lofthreinsitækið
• Eyðir frjókornum og svifryki
• Vinnur gegn myglusveppi og ólykt
• Eyðir bakteríum og gæludýraflösu
• Er hljóðlaust og sjálfhreinsandi
Hæð aðeins 27 cm
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
Fjárfestirinn Guðmundur A. Birg
isson, sem yfirleitt er kenndur við
bæinn Núpa í Ölfusi, hefur sótt um
greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni
skuldara. Þetta kemur fram í aug
lýsingu í Lögbirtingablaðinu sem
birt var 20. maí. Í auglýsingunni
kemur fram að Guðmundur hafi
sótt um greiðsluaðlögun degi áður,
þann 19. maí.
Guðmundur á Núpum hefur
verið umsvifamikill fjárfestir hér á
landi um margra ára skeið en hann
var í 86. sæti yfir skuldugustu ein
staklingana í íslenska bankakerf
inu samkvæmt skýrslu rannsóknar
nefndar Alþingis. Guðmundur
var þar skráður fyrir skuldum upp
á rúmlega fjóra milljarða króna í
gegnum ýmis eignarhaldsfélög.
Umsvifamikill fjárfestir
Fyrir íslenska efnahagshrunið var
Guðmundur meðal annars einn af
hluthöfum jarðafélagsins Lífsvals,
stærsta jarðaeiganda landsins, sem
á um 50 bújarðir víða um land. Auk
þess átti hann um tíma hlut í MP
Banka, verðbréfafyrirtækinu Virð
ingu, FL Group og fleiri félögum.
Guðmundur var sömuleiðis hlut
hafi í Bang & Olufsenversluninni,
átti Nordica Spa ásamt öðrum fjár
festum og á Hótel Borg við Austur
völl en á fasteigninni hvíla um tveir
milljarðar króna samkvæmt veð
bandayfirliti.
Guðmundur er samt líklega
þekktastur fyrir að vera í forsvari
fyrir minningarsjóð frænku sinn
ar Sonju Zorrilla. Minningarsjóður
um Sonju Wendel Benjamínsson
de Zorrilla var stofnaður eftir and
lát hennar árið 2002. Meginhlut
verk sjóðsins átti að vera að styrkja
langveik börn á Íslandi og í Banda
ríkjunum. Eigur Sonju voru metn
ar á 9.500 milljónir króna árið 2001
samkvæmt bókinni Ríkir Íslend
ingar sem kom út það ár og var ætl
unin að stærstur hluti þeirra eigna
færi í minningarsjóð Sonju. Lítið
hefur hins vegar spurst til eigna í
styrktarsjóði Sonju og hafa aðeins
mjög lágir styrkir verið veittir úr
honum. Enginn virðist því vita al
mennilega hvað varð um sjóðinn
og hefur Guðmundur neitað að tjá
sig um það.
Gjaldþrotaúrskurði snúið
Guðmundur var úrskurðaður gjald
þrota í lok síðasta árs. Tveimur vik
um áður, þann 16. desember 2008,
var honum gert að greiða Lands
banka Íslands 76 milljónir króna.
Dómur þess efnis féll í Héraðs
dómi Reykjavíkur. Ástæðan var sú
að innistæðulausar færslur upp
á rúmar 76 milljónir höfðu verið
færðar inn á reikning Guðmundar í
bankanum. Reikningi hans í bank
anum var lokað í lok janúar 2010
út af þessu. Því má ætla að Lands
bankinn hafi verið sá aðili sem
knúði Guðmund í þrot þegar ljóst
var að hann gæti ekki greitt um
rædda upphæð.
Þessi málaferli gegn Guðmundi
bættust við stefnu Landsbankans á
hendur honum vegna hlutabréfa
kaupa fyrir hundruð milljóna króna
sem tekin var fyrir í dómi í fyrra. Það
mál snérist um 34 afleiðusamninga
sem Guðmundur gerði við Lands
bankann. Bankinn fór fram á það
að leysa til sín hlutabréf í eigu fjár
festisins, til að mynda í Íslenskri
erfðagreiningu og Bank United Fin
ancial Corporation.
Gjaldþrotaúrskurðinum yfir
Guðmundi var svo snúið til baka
að beiðni Landsbankans og er fjár
festirinn því ekki gjaldþrota. Hann
hefur nú sótt um greiðsluaðlögun
vegna skulda sinna. Embætti um
boðsmanns skuldara mun taka
beiðni Guðmundar um greiðslu
aðlögun fyrir og annaðhvort sam
þykkja hana eða hafna henni.
Guðmundur á Núpum
vill fá greiðsluaðlögun
n Guðmundur Birgisson á Núpum hefur sótt um greiðsluaðlögun
n Skuldaði fjóra milljarða við bankahrunið n Gjaldþrotaúrskurði snúið við
„Guðmundur var þar
skráður fyrir skuld-
um upp á rúmlega fjóra
milljarða króna í gegnum
ýmis eignarhaldsfélög.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Sækir um
greiðsluaðlögun
Guðmundur á Núpum
vill fá greiðsluaðlögun
hjá umboðsmanni
skuldara. Hann var
í 86. sæti í skýrslu
rannsóknarnefndar
Alþingis yfir skuld-
settustu viðskiptavini
íslensku bankanna.
Mikill harmleikur Þórdís segir atkvikið
mikinn harmleik. „Það er ástæða til þess að
minna alla á það að börn eiga aldrei að vera
eftirlitslaus í sundi.“
Krónan ekki
veikari í heilt ár
Gengi krónunnar hefur farið lækk
andi síðustu daga og hefur krónan
nú ekki verið jafnveik í heilt ár, sam
kvæmt frétt á vef Greiningar Íslands
banka. Um hádegisleytið á föstu
dag stóð gengisvísitala krónunnar í
217,4 stigum og krónan því tæplega
fimm prósentum veikari núna en
um síðustu áramót. Evran kostar
nú 164,8 krónur og hefur hækkað
um sex prósent í krónum talið frá
því um áramót. Bandaríkjadollar
kostar 115,9 krónur sem er svipað
og um áramót en lækkar þó töluvert
frá því á sama tíma fyrir ári þeg
ar hann kostaði tæpar 129 krónur.
Vonir Greiningar Íslandsbanka um
að krónan myndi sækja í sig veðrið
í kjölfar hækkandi sólar og aukins
ferðamannastraums til landsins hafa
því ekki enn ræst.
Áfram svalt
í veðri
Ekki er útlit fyrir að hlýni að ráði
norðan og austanlands í vikunni
þó ekki sé gert ráð fyrir snjókomu
eins og var um helgina. Veðurstofa
Íslands gerir ráð fyrir því að áfram
verði fremur svalt í veðri um allt
land og nær hitinn væntanlega ekki
tveggja stafa tölu neins staðar á land
inu í vikunni. Á höfuðborgarsvæð
inu verður hitinn á bilinu fimm til sjö
stig en norðanlands verður hitinn á
bilinu tvö til fimm stig. Um helgina
má reikna með að hiti nái tíu stigum
sunnanlands. Búast má við vægu
næturfrosti í öllum landshlutum
næstu daga.