Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 29
Fólk | 29Mánudagur 23. maí 2011 „Ég vil ekki bara velja verkefni sem eru pottþétt. Ég vil að það séu helm- ingslíkur á að mér mistakist,“ lét leikkonan Keira Knightley hafa eftir sér á dögunum þegar hún var spurð hvers konar taktík hún beitti við val á hlutverkum. „Mér finnst eitthvað heillandi við að fylgjast með kvik- myndunum verða til og komast að því hvort fólki líkar þær. Það er eitt- hvað rómantískt við óöryggið sem fylgir því að myndirnar geti floppað,“ segir Knightley. Hún viðurkenndi einnig að það gæti tekið á að fá slæma dóma og að leikarar þyrftu að hafa þykkan skráp. „Stundum er hann þunnur og þá tekur maður allt inn á sig.“ Rómantískt óöryggi Keira Knightley vill taka áhættu: Þarf að hafa þykkan skráp Hún vill ekki bara taka að sér örugg verkefni. Lifði í ótta í tvö ár Söngkonan ærslafulla Christina Aguilera þarf að hugsa um hverja krónu, í það minnsta ef marka má frásögn sem birtist í tímaritinu National Enquirer. Þar er hún sögð hafa boðið fimm vinum sínum út að borða á mánudegi. Með í för var tónlistarmaðurinn Cee Lo Green en þau fóru á veitingastað í Hollywood sem heitir Off Vine. „Pantið það sem þið viljið,“ sagði hún kokhraust við vini sína og sagði að nú réði hún sínum fjármálum sjálf en þar var hún að vísa til þess að hún er nýlega skilin við eiginmann sinn til fimm ára. Skyndilega braust út rokna hlátur í hópnum. Ástæðan var sú að í ljós kom að á mánudögum er fimmtíu prósenta afsláttur af öllum mat á staðnum. Það vissi Aguilera, að sögn blaðs- ins. Aguilera hló vandræðalega með hinum en sagði svo hikandi: „Hey, ég þarf að horfa í hverja krónu þessa dagana. Fáið ykkur nú að borða.“ Lindsay Lohan leggur sjúkan eltihrelli: D rykkjusjúklingurinn og leikkonan Lindsay Lohan hefur fengið nálgunarbann á eltihrell- inn David Cocordan. Hann hefur frá því í júní 2009 ítrekað sent henni skilaboð, hringt og barið að dyrum á heimili hennar. Þetta hefur fengið svo mjög á Lohan, sem oftast kemst í frétt- irnar fyrir drykkjuskap og gjálífi, að hún hefur að eigin sögn lifað í stanslausum ótta í hartnær tvö ár. Hún segir að ekkert minna en nálgunarbann þurfi til að halda honum í burtu, enda hafi hann sent henni meira en 100 SMS-skilaboð þar sem hann opinberar fjarstæðukennda hugaróra sína um sam- band þeirra. Dómurinn sem Lohan hefur nú fengið þýðir að nú munu viðeigandi stofnanir athuga hvort eltihrellirinn þjáist af geðklofa. Lohan hefur sagt að hann hafi meðal annars hótað að drepa hana auk þess sem hann hafi birt myndir af sjálfum sér þar sem hann sniglast í kringum húsið hennar. Hún birti mynd af manninum, sem var reyndar fjarlægð síðar, og kallaði eftir stuðninigi aðdáenda sinna. „Viljið þið vera svo væn að standa með mér, geriði það.“ Hrædd Eltihrellirinn hefur sent henni meira en 100 Christina Aguilera bauð vinum sínum út að borða: Bauð í mat á hálfvirði Ódýr matur Söngkonan þarf að hugsa um budduna. Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.