Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Side 23
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is Ættfræði | 23Mánudagur 23. maí 2011
NÝ SUNDFÖT
FRÁ ANITA,
MIRACLESUIT
OG PENBROOKE
Fjölbreytt úrval af
sundfatnaði fyrir
konur á öllum aldri
Stærðir 36-54
Sýni
st 5
kg
grenn
ri
á in
nan
við
10 s
ek
Laugavegi 80 S: 561 1330
www.s igurboginn . is
Vertu vinur okkar á Facebook
Guðríður fæddist að Spágils-stöðum í Laxárdal í Dölum og ólst þar upp í foreldrahúsum.
Hún var húsfreyja í Búðardal
á árunum 1933–53 en eftir það í
Reykjavík.
Á sínum yngri árum í Dölum tók
Guðríður mikinn þátt í starfi Ung-
mennafélagsins Ólafs pá, einkum
leiklistarstarfi á vegum félagsins.
Eftir að Guðríður fluttist til Reykja-
víkur tók hún virkan þátt í starfsemi
Breiðfirðingafélagsins. Þá er hún
mikil hannyrðakona.
Fjölskylda
Guðríður giftist 4.9. 1932 Þor-
steini Jóhannssyni, f. 19.5. 1907, d.
23.7. 1985, verslunarmanni. For-
eldrar hans voru Jóhann B. Jens-
son, hreppstjóri í Haukadalshreppi
í Dölum, og Halldóra Ólafsdóttir en
þau voru búsett að Hlíðarenda.
Dóttir Guðríðar og Þorsteins:
Gyða Þorsteinsdóttir, f. 2.4. 1942, d.
28.7. 2000, húsfreyja í Kópavogi, var
gift Guðmundi Á. Bjarnasyni.
Fósturbörn Guðríðar og Þor-
steins: Sigurður Markússon, f. 16.9.
1929, fyrrv. framkvæmdastjóri í
Reykjavík, kvæntur Ingu Árnadótt-
ur; Halldóra Kristjánsdóttir, f. 26.5.
1931, húsfreyja í Kópavogi, ekkja
eftir Hannes Alfonsson.
Systkini Guðríðar: Sigrún Guð-
brandsdóttir, f. 1900, d. 1968, hús-
freyja að Neðri-Hundadal í Miðdöl-
um; Guðmundur Guðbrandsson,
f. 1901, d. 1932, til heimilis að Spá-
gilsstöðum; Markús Guðbrands-
son, f. 1902, d. 1966, bóndi að Spá-
gilsstöðum; Ása Guðbrandsdóttir,
f. 1903, d. 1972, húsfreyja í Reykja-
vík; Hinrik Guðbrandsson, f. 1905,
d. 1940, bóndi að Spágilsstöðum;
Jón Guðbrandsson, f. 1907, d. 1931,
til heimilis að Spágilsstöðum; Krist-
mundur Guðbrandsson, f. 1909,
d. 1999, bóndi að Skógskoti í Mið-
dölum; Guðrún Guðbrandsdótt-
ir, f. 1912, d. 2003, ljósmóðir í Döl-
um, var búsett að Spágilsstöðum en
síðar í Búðardal og loks í Reykjavík;
Sigurbjörn Guðbrandsson, f. 1913,
d. 2000, vann lengi að búi foreldra
sinna á Spágilsstöðum, síðar hús-
vörður í Reykjavík; Sigurður Guð-
brandsson, f. 1915, d. 1932, búsett-
ur á Spágilsstöðum.
Uppeldissystur Guðríðar: Lára
Marteinsdóttir, f. um 1918, hús-
freyja í Noregi; Bára Þórðardóttir, f.
23.2. 1924, d. 12.1. 2001, húsfreyja í
Reykjavík og á Suðurnesjum.
Foreldrar Guðríðar: Guðbrand-
ur Jónsson, f. 30.8. 1873, d. 9.9.
1944, bóndi að Spágilsstöðum, og
k.h., Sigríður Margrét Sigurbjörns-
dóttir, f. 7.2. 1876, d. 14.3. 1946, hús-
freyja þar.
Aðalsteinn fæddist á Eskifirði og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Eskifjarðar, Al-
þýðuskólanum á Eiðum og lauk
þaðan gagnfræðaprófi og lauk
prófum frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1953.
Aðalsteinn byrjaði þrettán ára
til sjós á trillu og hefur síðan lengst
af stundað sjómennsku. Hann var
á bátum frá Eskifirði, s.s. Björgu,
og gerði út bátana Eini og Sæberg,
ásamt öðrum, varð snemma skip-
stjóri eftir að hann lauk prófum og
m.a. skipstjóri á Kambaröstinni
á Stöðvarfirði, Ljósafellinu á Fá-
skrúðsfirði og Sveini Sveinbjörns-
syni á Norðfirði. Þá átti hann og
gerði út, ásamt fjölskyldu sinni,
Eskfirðing og síðan Vöku frá Eski-
firði.
Aðalsteinn var með harðfisk-
vinnslu um skeið og var fram-
kvæmdastjóri fyrir útgerð sinni.
Hann var skipstjóri á ferjunni Lag-
arfljótsorminum í nokkur ár.
Aðalsteinn sat í sveitarstjórn
Fáskrúðsfjarðar um 1960, sat í
bæjarstjórn á Eskifirði um árabil
og var forseti bæjarstjórnar á Eski-
firði 1978–86, var síðan varamaður
í bæjarstjórn Fjarðarbyggðar fyrsta
kjörtímabilið þar og sat í stjórn
Sambands sveitarfélaga á Austur-
landi. Hann sat í stjórn Fiskifélags
Íslands, hefur setið í stjórn ýmissa
annarra félaga, var formaður Fé-
lags hjartasjúklinga á Austurlandi
og formaður Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Sindra.
Aðalsteinn syngur í kirkjukórn-
um á Eskifirði og söng lengi í Snæ-
landskórnum.
Fjölskylda
Aðalsteinn kvæntist 21.11. 1953
Elínborgu Þorsteinsdóttur, f. 5.10.
1928, húsmóður og fyrrv. versl-
unarmanni. Hún er dóttir Þor-
steins Pálssonar, kaupmanns á
Reyðarfirði og síðan í Kópavogi,
og k.h., Áslaugar Katrínar Péturs-
dóttur Maack, veitingamanns og
húsmóður. Þau voru meðal frum-
byggja Kópavogs.
Börn Aðalsteins og Elínborgar
eru Valdimar, f. 11.1. 1954, skip-
stjóri í Afríku, kvæntur Unni Eiríks-
dóttur skrifstofutækni og eru börn
þeirra Ríkey, Aðalsteinn og Iðunn
Kara; Þorsteinn, f. 5.3. 1956, vél-
fræðingur á Reyðarfirði, en eigin-
kona hans er Ásta Guðný Einþórs-
dóttir, sjúkraliði og lyfjatæknir,
og eru börn þeirra Einþór og Atli;
Atli Rúnar, f. 13.2. 1957, vélstjóri
á Eskifirði, en eiginkona hans er
Berglind Eiríksdóttir hárgreiðslu-
meistari og er sonur þeirra Heimir
Andri; Áslaug Katrín, landslags-
arkitekt, búsett í Reykjavík, og eru
börn hennar frá fyrra hjónabandi
Arna, Gerður og Kári Steinars-
börn en sambýlismaður hennar
er Bjarni Áskelsson og á hann tvo
syni; Aðalsteinn Helgi, f. 4.2. 1965,
rafeindavirki í Danmörku, og er
dóttir hans Sædís Ósk en kona
hans er Mie Brorman Andersen.
Systkini Aðalsteins: Pétur Valdi-
marsson, f. 22.7. 1932, búsettur í
Hafnarfirði; Albert Valdimarsson,
f. 31.10. 1934, búsettur á Akureyri;
Auður Valdimarsdóttir, f. 9.2. 1936,
búsett á Eskifirði; Ástdís Valdi-
marsdóttir, f. 28.6. 1941, búsett á
Eskifirði; Hildur Valdimarsdóttir,
f. 3.8. 1944, búsett í Noregi; Sólveig
Valdimarsdóttir, f. 16.9. 1949, bú-
sett í Reykjavík.
Foreldrar Aðalsteins: Valdi-
mar Ásmundsson, f. 29.3. 1901, d.
24.5. 1970, vélstjóri á bátum frá
Eskifirði, og k.h., Eva Pétursdóttir,
f. 22.10. 1908, d. 21.3. 2009, hús-
móðir.
Guðríður
Guðbrandsdóttir
Húsmóðir í Reykjavík
Aðalsteinn
Valdimarsson
Skipstjóri á Eskifirði
105 ára á mánudag
80 ára á mánudag