Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Mánudagur 23. maí 2011 „Ég hefði frekar viljað vera tekin af lífi sjálf“ 17 morð á tímabilinu 1981 til 2011: Tengsl morðingja við fórnarlömb sín Þáverandi eða fyrrverandi elskhugar: n 20. maí 2011 Kona deyr af völdum áverka sem eigin- maður hennar veitti henni á heimili þeirra í Grafarholti í Reykjavík eftir tveggja vikna hjónaband. n 12. maí 2011 Ungur maður varð 21 árs barnsmóður sinni að bana. n Nóvember 2004 Karlmaður myrti eiginkonu sína með þvottasnúru. n 5. júní 2004 Karlmaður kyrkti fyrrverandi eiginkonu sína og barði hana með kúbeini. n 21. febrúar 1988 Karlmaður réð eiginkonu sinni bana eftir að þau höfðu verið úti á lífinu saman. n 10. janúar 1988 Karlamaður réð eiginkonu sinni bana á heimili þeirra. n 5. maí 1986 Karlmaður réð eiginkonu sinni bana á heimili þeirra eftir að hafa bundið hana niður til að koma í veg fyrir að hún færi út að kaupa fíkniefni. n 31. janúar 1984 Karlmaður kyrkti unnustu sína með trefli. Morð í kjölfar kynferðisglæpa n 13. september 1986 Karlmaður reyndi að nauðga hreyfi- hamlaðri konu en gafst upp. Konan lést af völdum áverka sem hún hlaut í átökum við morðingjann. n 14. apríl 2000 Ungur maður myrti á hrottalegan hátt stúlku sem vitnaði gegn honum í nauðgunarmáli. Önnur morð n 22. september 2008 Íslensk kona var myrt í Dóminíska lýðveldinu. Enginn var ákærður í málinu en ástmaður konunnar var grunaður. n Maí 2000 Karlmaður hrinti stúlku fram af svölum eftir að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum. n 3. desember 1999 Eiturlyfjasjúklingur réð áttræðri konu bana með hnífi. n 16. febrúar 1991 Þroskaskertur maður varð þroskaskertri vinkonu sinni að bana með hníf. n 3. september 1988 Maður stakk konu, sem hann hitti á skemmtistað fyrr um kvöldið, til bana með hníf. Mæður sem myrtu dætur sínar n Maí 2004 Móðir varð ellefu ára dóttur sinni að bana. n 27. apríl 2002 Móðir kyrkti níu ára dóttur sína. Hallgerður Valsdóttir lést af völd- um áverka sinna á föstudag, 43 ára. Eiginmaður Hallgerðar, Ólafur Do- nald Helgason, réðst á hana snemma sunnudagsmorguninn 15. maí síðast- liðinn. Talið er að hann hafi tekið hana kverkataki með þeim afleiðingum að hún kafnaði. Ólafur Donald hringdi sjálfur eftir sjúkrabíl og lögreglu um síðustu helgi í kjölfar verknaðarins. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síð- an en hann ber við minnisleysi. Endurlífguð á staðnum Hallgerður var ekki með lífsmarki þeg- ar sjúkraflutningamenn komu á vett- vang á heimili þeirra hjóna í Grafar- holti um síðustu helgi. Endurlífgun tókst en Hallgerður komst ekki aftur til meðvitundar. Henni var haldið sof- andi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt heimildum DV olli kverkatakið, sem Ólafur Donald tók hana, hjartastoppi. Nágranni þeirra var heima á með- an árásin átti sér stað en sagði í sam- tali við DV að hann hefði ekki orðið var við neitt. Þeim nágrönnum þeirra sem DV ræddi við í kjölfar árásarinnar bar saman um að lítið hefði farið fyr- ir þeim og að þau hefðu verið í litlum samskiptum við nágranna sína: „Það var bara kurteislega heilsað og svona.“ Sat í fangelsi fyrir fíkniefnamis- ferli Ólafur er fæddur árið 1950 og á sér langa afbrotasögu. Á níunda áratug síðustu aldar var hann úrskurðaður í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefna- misferli. Hann stóð í stórfelldum inn- flutningi á eiturlyfjum ásamt þrem- ur öðrum mönnum. Mikið var fjallað um málið á sínum tíma en þegar það komst upp, árið 1984 var það um- fangsmesta fíkniefnamál sem upp hafði komið á Íslandi. Fram til föstudags var árásin á Hallgerði rannsökuð sem tilraun til manndráps en nú á hann yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa ráðið eigin- konu sinni bana. Verði hann dæmdur fyrir manndráp að yfirlögðu ráði getur hann fengið allt að sextán ára fangels- isdóm. Látlaust og fallegt brúðkaup Árásin skaut öllum skelk í bringu, þar sem aðstandendur Hallgerðar töldu að hún væri í hamingjusömu sambandi með Ólafi. „Hann var rosalega góður drengur,“ segir vinur Ólafs Donalds aðspurður hvernig persónu Ólafur hefði að geyma. Vinur Ólafs Donalds segir að hann hafi ekki verið í miklu sambandi við hann að undanförnu en harmleikurinn um síðustu helgi hafi komið honum í opna skjöldu. „Þetta kom öllum á óvart.“ Undir það taka vinir og ættingj- ar Hallgerðar. Eins og æskuvinkona hennar, Margrét Einarsdóttir, sagði þá virtist Ólafur Donald gera Hallgerði hamingjusama „og það átti hún svo sannarlega skilið.“ Á Facebook ræddi Hallgerður um brúðkaupsdaginn sinn og sagði að hann yrði frábær „og eins góður og eiginmaðurinn minn er við mig og ég er við hann!“ Þau gengu í hjónaband þann 1. maí síðastliðinn. Brúðkaupið var haldið í Fíladelfíu-kirkjunni og fögnuðum vinir og vandamenn með þeim Hall- gerði og Ólafi Donald. Athöfnin var látlaus og falleg og að sögn gesta skein gleði og hamingja úr augum Hallgerð- ar. „Þetta var svo dásamlegur dagur og hún átti þetta svo skilið. Hamingjan virtist blasa við henni,“ segir Margrét Einarsdóttir æskuvinkona Hallgerðar. Virtist hamingjusöm með Ólafi Guðlaugur Helgi Valson, bróðir hennar lýsti því fyrir blaðamanni DV þegar nýgiftu hjónin heimsóttu hann í fangelsið. „Þau komu að heimsækja mig eftir brúðkaupið og mamma kom með þeim. Það var æðisleg heimsókn. Og í síðasta skipti sem ég sá hana áður en þetta gerðist. Hún virtist vera virkilega hamingjusöm.“ Sjálf sagði hún á Facebook: „Var að gifta mig yndislegasta og besta manni sem ég hef kynnst á ævinni. Ég féll í stafi þegar ég sá hann fyrst fyrir 22 árum. Síðan þá hefur þráðurinn sem læsti okkur saman ekki slitnað. Svo gerðist það bara einn daginn að við sameinuðumst og það eru rúmlega 2 ár síðan.“ Hamingjan virtist blasa við henni. Missti barnsföður sinn Áður hafði Hallgerður gengið í gegn- um mikla erfiðleika. Hún var fjögurra barna móðir og fyrrverandi sambýlis- maður hennar og barnsfaðir lést fyrir rúmum áratug í fangageymslum lög- reglunnar. Ástæður andlátsins hafa aldrei komið í ljós. Aðdragandi árásarinnar er óljós en svo virðist sem þeim hafi sinnast með fyrrgreindum afleiðingum. Sam- kvæmt fréttum fjölmiðla var Ólafur í annarlegu ástandi þegar lögregla kom á heimili þeirra. Hann hafði áður komið lífi sínu á réttan kjöl og farið í langa meðferð haustið 2010. Að sögn bróður Hallgerðar hafði hún sjálf ver- ið án áfengis í nokkra mánuði. Mar- grét talaði við Hallgerði föstudag- inn fyrir árásina og sagði að hljóðið í henni hefði verið gott. „Mesti engill sem til er“ Þegar Margrét var beðin að lýsa Hall- gerði sagði hún að Hallgerður væri „yndisleg stelpa“. „Hallgerður var mjög hlédræg stelpa þegar hún var yngri. Hún var samviksusöm, dugleg að læra og allt sem hún gerði gerði hún vel,“ sagði Margrét einnig. Bróðir Hallgerðar, Guðlaugur Helgi, bar henni sömuleiðis vel sög- una. Hann situr inni fyrir ýmis brot og hefur gert undanfarna mánuði en sagði í samtali við DV þau systkinin alltaf hafa verið mjög náin. „Hún er mamma mín númer tvö og mesti eng- ill sem til er. Sama hvað við höfum ver- ið að fást við höfum við alltaf stutt við bakið á hvort öðru. Sama hvað ég hef komið mér í hefur hún alltaf staðið sem klettur að baki mér. Þegar ég hef lent í ástarsorg eða hvað sem það nú er hef ég alltaf getað leitað til hennar og henni hefur alltaf tekist að hughreysta mig. Hún er eins og engill Guðs.“ „Hallgerður var mjög hlédræg stelpa þegar hún var yngri. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is n „Yndisleg stelpa“ lést af völdum áverka eftir eiginmanninn n Voru gift í tvær vikur fyrir árásina n „Eins og engill Guðs,“ sagði bróðir hennar „Mesti engill sem til er“ nokkurn tímann yfir sorgina. „Ég hefði frekar viljað vera tekin af lífi sjálf.“ „Það er eins og mitt líf hafi ver- ið tekið,“ segir Gerður. Allt frá því að hún missti dóttur sína hefur hún fundið fyrir líkamlegum ein- kennum. „Ég er búinn að vera með skjálfta í öll þessi ár. Ég bara rétt kemst í vinnu og heim. Líf mitt er búið.“ n Janúar 1958 Ungur maður varð fyrrverandi ástkonu sinni að bana í Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Stúlkan hafði nýverið slitið ástar- sambandinu. Maðurinn gerði enga tilraun til að komast undan eftir að hafa skotið stúlkuna til bana í nokkurra vitna viðurvist. Maðurinn var dæmdur í 16 ára fangelsi. n Mars 1958 Ungur sjóliði varð ástkonu sinni að bana með því að stinga hana ítrekað með egg- vopni. Ástæðan var sjúkleg en ástæðulaus afbrýðisemi. Maðurinn var dæmdur í 16 ára fangelsi. n Maí 1947 Maður réðst inn í skála við Háteigsveg í Reykjavík vopnaður hnífi og banaði tveggja ára stúlkubarni auk þess sem hann særði systur þess og móður illa. Við vitnaleiðslur sagðist maðurinn hafa verið einmana og vitað að lögreglan kæmi að hirða hann ef hann gerðist morðingi. Maðurinn var úrskurðaður ósakhæfur. Morð á íslenskum konum frá 1947-1979 Ástmenn Annað Mæður Kynferðisglæpir Nýgift banamanni sínum Hallgerður giftist Ólafi Donald 1. maí síðastliðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 59. tölublað (23.05.2011)
https://timarit.is/issue/383041

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

59. tölublað (23.05.2011)

Aðgerðir: