Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 23. maí 2011 Mánudagur
Arion banki hóf að bjóða upp á verð-
tryggð fasteignalán með 4,3 prósenta
verðtryggðum vöxtum 9. maí. Skiptar
skoðanir eru um það hvort aukin sam-
keppni bankans við Íbúða lánasjóð sem
býður 4,4 prósenta vexti á verðtryggð-
um lánum sé af hinu góða eða ekki.
Enda hafa fæstir gleymt innkomu KB
Banka, forvera Arion banka, inn á ís-
lenskan fasteignalánamarkað. Veðhlut-
fall nýju lánanna hjá Arion banka er þó
bundið við 60 prósent á meðan hlutfall-
ið er 80 prósent hjá Íbúðalánasjóði.
„Útrás bankans og velgengni er-
lendis gerir okkur kleift að keppa við
Íbúðalánasjóð án þess að bankinn njóti
ríkisábyrgðar eins og Íbúða lánasjóður
gerir,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson,
þáverandi forstjóri KB Banka, þegar
bankinn tilkynnti um innkomu sína á
fasteignalánamarkað þann 23. ágúst
árið 2004. Þá hóf bankinn að bjóða
verðtryggð lán sem báru 4,4 prósenta
fasta vexti til 25 eða 40 ára fyrir 80 pró-
sentum af markaðsverðmæti fasteigna.
Til samanburðar býður Arion banki nú
upp á 0,1 prósents betri vexti en veð-
hlutfallið er þó bundið við 60 prósent af
kaupverði fasteignar. Þess skal þó getið
að síðar bauð KB Banki enn betur þegar
bankinn hóf að veita 100 prósenta fast-
eignalán sem báru 4,15 prósenta verð-
tryggða vexti.
Arion fékk 40 milljarða frá ríkinu
Orð Hreiðars Más um að KB Banki hafi
getað keppt við Íbúðalánasjóð árið 2004
án þess að njóta ríkisábyrgðar hljóta að
vekja upp spurningar í dag. Má í því
samhengi nefna að ríkissjóður veitti Ar-
ion banka víkjandi lán upp á 29,5 millj-
arða króna til þess að bæta eiginfjár- og
lausafjárstöðu bankans. Er lánið í evr-
um á gjalddaga þann 31. desember árið
2019. Einnig fer ríkið með 13 prósenta
hlut í Arion banka sem metinn er á um
tíu milljarða króna. Þannig hefur Arion
banki fengið nærri 40 milljarða króna
frá íslenska ríkinu til þess að vera starf-
hæfur en íslenska ríkið hefur samþykkt
að veita Íbúðalánasjóði 33 milljarða
króna til að laga eiginfjárhlutfall sjóðs-
ins og til afskrifta lána. Þannig hefur Ar-
ion banki fengið sjö milljörðum króna
meira í framlag frá ríkinu þrátt fyrir að
bankinn njóti ekki ríkisábyrgðar líkt og
Íbúðalánasjóður.
Fjármagnað með
skuldabréfaútgáfu
DV ræddi við nokkra sérfræðinga inn-
an fjármálageirans og hjá lífeyrissjóð-
unum. Vilhjálmur Bjarnason, lektor
í viðskiptafræði við Háskóla Íslands,
sagðist lítið geta tjáð sig um ný lán Ar-
ion banka þar sem hann hefði ekki
kynnt sér hvernig bankinn ætlaði sér
að fjármagna þau. „Er ekki hins vegar
samkeppni oftast af hinu góða?“ sagði
hann.
„Ein leiðin fyrir bankann væri að
setja þetta í „pakka“ og selja síðan líf-
eyrissjóðum eða öðrum langtímafjár-
festum skuldabréfaflokka,“ segir einn
viðmælandi. DV sendi Arion banka
fyrirspurn um það hvernig bankinn
hygðist fjármagna nýju íbúðalánin sín.
„Arion banki hefur hug á að fjármagna
Íbúðalán I og II með útgáfu skuldabréfa
sem verða tryggð með þeim nýju íbú-
ðalánum sem veitt eru,“ segir í svari frá
Iðu Brá Benediktsdóttur, upplýsinga-
fulltrúa Arion banka. Til upplýsingar
skal tekið fram að Íbúða lán I eru lán
sem Arion banki býður viðskiptavinum
sínum upp að 60 prósentum af veðhlut-
falli fasteignar. Íbúða lán II eru viðbótar-
lán sem nema frá 60–80 prósentum af
veðhlutfalli fasteignar.
„Það er alveg ljóst að þeir eru að
taka heilmikla áhættu með þessu.
Bankinn er líka að horfa á samkeppn-
isumhverfið. Þeir sjá tækifæri í nú-
verandi vaxtaumhverfi til að veita
Íbúða lánasjóði samkeppni. Íbúða-
lánasjóður er nokkuð laskaður eftir
bankahrunið. Það hringja þó auðvit-
að bjöllur. Þetta er nákvæmlega það
sama og gerðist þegar „vandræðin“
hófust síðast. Þá voru stóru bankarnir
þó í mun betri stöðu en sparisjóðirnir
fóru mun verra út úr þátttöku á fast-
eignalánamarkaðinum,“ bætir við-
mælandinn við.
Arion banki sé þó líklega að reyna
að ná til sín „góðum“ viðskiptavin-
um. Sem dæmi sé lítið af ungu fólki að
kaupa sér fasteignir um þessar mund-
ir enda fáir sem eigi fjármuni til að
greiða útborgun þar sem ekki bjóðist
lengur að fá lán fyrir 100 prósentum af
markaðsverðmæti fasteignar.
Lánin eru einungis veitt fyrir 60
prósentum af markaðsverðmæti fast-
eigna. Hins vegar er ekki 20 milljóna
króna hámark sett á lánveitingar hjá
Arion banka líkt og hjá Íbúða lánasjóði.
Þannig sé fólk sem eigi á bilinu tíu
milljónir króna og upp úr að losa fjár-
magn út af innlánsreikningum og noti
það í staðinn til að kaupa fasteign-
ir sem fólk leigi síðan út. Með því að
leggja um 40 prósent fram í eigið fé
en fá restina að láni reyni fólk að tak-
marka áhættuna af fjárfestingunni.
„Það hefur nánast verið lokað fyr-
ir hærri fasteignalán en 20 milljónir
króna upp á síðkastið. Með nýjum lán-
um Arion banka er verið að breyta því,“
segir viðmælandi.
Lánin í samræmi við
ávöxtunarkröfu
Iða Brá segir að Arion banki sé næst-
stærsti aðilinn á íbúðalánamarkaði á
eftir Íbúðalánasjóði. „Það er hlutverk
Arion banka að bjóða viðskiptavinum
sínum upp á fjölbreytta fjármála-
þjónustu og eru lán til íbúðarkaupa
liður í því,“ segir hún. Með nýju lán-
unum sé bankinn að auka samkeppn-
ishæfni sína og með því sé bankinn að
reyna að styrkja sig sem leiðandi afl
á íslenskum íbúða lánamarkaði. Að-
spurð hvernig Arion banki geti boð-
ið betri vexti en Íbúða lánasjóður sem
njóti ríkisábyrgðar segir Iða Brá að ný
lán Arion banka séu í fullu samræmi
við ávöxtunarkröfu á markaði í dag.
Þess skal getið að samkvæmt nýjustu
tölum frá Lánasýslu ríkisins nemur
ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs nú um 920
milljörðum króna.
Hugmyndir um minna vægi
verðtryggðra lán
Nefnd um verðtryggingu skilaði áliti
sínu til Árna Páls Árnasonar, efnahags-
og viðskiptaráðherra, í lok síðustu
viku. „Forsendan fyrir öllum aðgerð-
um í efnahagslífinu er ábyrg efnahags-
stjórn. Hluti af því er að bjóða upp á
fjölbreyttari lánaform og bæta þau
stýritæki sem stjórnvöld hafa varð-
andi stjórnun peningamála. Ríkið og
Íbúðalánasjóður þurfa í auknum mæli
að gefa út óverðtryggð skuldabréf og
Íbúða lánasjóður þarf að fá heimild til
að veita óverðtryggð lán,“ segir Eygló
Harðardóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins og formaður nefndarinnar, í
samtali við DV.
Eygló segir erfitt að leggja mat á
það hvenær Íbúðalánasjóður gæti
byrjað að veita óverðtryggð lán ef það
verður gert. Verðtrygging verði af-
numin í áföngum á nokkrum árum
ef slíkt kemur til framkvæmda. Það sé
hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að
Íbúðalánasjóður byrji að veita óverð-
tryggð lán. Stjórnvöld þurfi hins vegar
að veita heimild fyrir því.
Sigurður Erlingsson, framkvæmda-
stjóri Íbúðalánasjóðs, lét hafa eftir sér
í síðustu viku á vefmiðlinum Vísi að
sér litist vel á hugmyndir þess efnis
að Íbúðalánasjóður komi til með að
bjóða upp á óverðtryggð lán í framtíð-
inni. Sagði Sigurður að ekki hefði ver-
ið fjallað um hugmyndir um að bjóða
óverðtryggð lán hjá stjórn Íbúða-
lánasjóðs. Sagði hann næsta skref að
fjalla um þetta hjá stjórninni en það
þyrfti að undirbúa ansi mikið áður en
Íbúðalánasjóður gæti byrjað að bjóða
óverðtryggð lán.
Ólíklegt að verðtryggð lán hverfi
Iða Brá Benediktsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Arion banka, segir að varðandi
umræðu um aukið vægi óverðtryggðra
lána hjá Íbúðalána sjóði sé það þann-
ig hjá Arion banka að viðskiptavin-
um standi nú sem fyrr til boða að taka
bæði óverðtryggð og verðtryggð lán.
„Bankinn telur ólíklegt að verð-
tryggð íbúðalán hverfi alveg af mark-
aðinum í bráð, en þó er ekki ólíklegt
að vægi óverðtryggðra íbúðalána auk-
ist í náinni framtíð. Engin ákvörðun
hefur verið tekin innan bankans um
að hætta að bjóða verðtryggð lán. Rétt
er einnig að hafa í huga að fari svo að
Íbúða lánasjóður taki ákvörðun um að
bjóða einnig upp á óverðtryggð lán, þá
þarf það ekki að fela í sér að verðtryggð
fasteignalán leggist af hér á landi þó lík-
legt sé að vægi þeirra myndi minnka,“
segir hún. Aðspurð hvort tímasetning
á nýju lánunum sé óheppileg vegna
umræðu um að Íbúðalánasjóður hefji
að veita óverðtryggð lán segir hún að
það sé ljóst að ekki séu allir tilbúnir til
þess að bíða með fjárfestingu í íbúðar-
húsnæði og því telji Arion banki mik-
ilvægt að bjóða upp á þennan valkost
núna.
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Verðtrygging afnumin í áföngum
Eygló Harðardóttir segir að verðtrygging
verði afnumin í áföngum á nokkrum árum ef
slíkt kemur til framkvæmda.
Samkeppni oftast af hinu góða Vil-
hjálmur Bjarnason sagðist lítið geta tjáð sig
um ný fasteignalán Arion banka. Hins vegar
væri samkeppni oftast af hinu góða.
Taka mikla áhættu
með íbúðalánum
„Það hringja þó
auðvitað bjöllur.
Þetta er nákvæmlega
það sama og gerðist
þegar „vandræðin“
hófust síðast.
n Arion banki hefur fengið nærri 40 milljarða króna frá íslenska ríkinu n Býður betri vexti en
Íbúðalánasjóður sem nýtur ríkisábyrgðar n Hyggst fjármagna lánin með útgáfu skuldabréfa
Fasteignaskuldir heimila eftir
lánveitanda 1. október 2010.
Íbúðalánasjóður
579 milljarðar kr. (41,6%)
Lífeyrissjóðir
183 milljarðar kr. (13,1%)
Bankar og sparisjóðir
630 millj. kr. (45,3%)
Fasteignalán alls
1.392 milljarðar kr.
Fasteignaskuldir
Velkomin í Garðyrkjufélag Íslands!
Skoðaðu kosti þess
að vera félagi Öflug heimasíða www.gardurinn.is
Frakkastíg 9 - 101 Reykjavík - Sími 552 7721 og 896 9922 - gardurinn@gardurinn.is
Áhættusamt Arion banki býður upp á verðtryggð fasteignalán með 4,3 prósenta vöxtum.
Skiptar skoðanir eru um hvort það sé af hinu góða.