Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 21
Umræða | 21Mánudagur 23. maí 2011 Svartur heimur fíkla 1 Draumalandið „fölsun“ Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráð- herra, gagnrýnir mynd Andra Snæs Magnasonar í helgarviðtali í DV 2 „Þetta er allra stærsta gos sem ég hef séð“ Ómar Ragnarsson um gosið í Grímsvötnum 3 Þarf ekki að glíma við hálfvita Bruce Dickinsson, söngvari Iron Maiden, gagnrýnir peningamaskín- una í kringum skemmtanabransann. 4 Kraftaverkamenn í þrot CDG ehf., sem áður hét Bygg og var eitt sinn var eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, er komið í þrot. 5 Keflavíkurflugvelli lokað Eld-gosið í Grímsvötnum sem hófst á laugardag hafði áhrif á flugumferð á sunnudagsmorgun. 6 Öskufall á Kirkjubæjarklaustri Íbúar á Kirkjubæjarklaustri voru í myrkri stóran hluta sunnudagsins vegna öskufalls. 7 Gosið er í rénun Eldgosið í Gríms-vötnum náði hámarki skömmu eftir en það hófst og var í rénun á sunnudagsmorgun. Jóhannes Kr. Kristjánsson missti 17 ára dóttur sína, Sigrúnu Mjöll, eftir að hún tók of stóran skammt af morfíni. Í dag, mánudag, birtist í Kastljósi fyrsta innslag Jóhannesar um harðan heim ungra fíkniefnaneytenda Hver er maðurinn? „Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaða- og fréttamaður.“ Hvaðan ertu? „Ég með sterkar rætur til Vestfjarða, ég er frá Ingjaldssandi við Öndunafjörð.“ Hvers vegna valdirðu að fara í blaða- mennsku? „Vegna þess að ég tel að blaðamennska snúist um að róta upp á yfirborðið hlutum sem þarf að fjalla um og hafa þannig áhrif á samfélagið.“ Hver eru markmið þín með gerð þessara fréttaskýringa? „Mín markmið eru að yfirvöld og almenn- ingur átti sig á svörtum heimi ungra fíkla og að grípið verði til viðeigandi ráðstafana.“ Hvernig er hægt að uppræta misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum? „Með nútímatækni sem landlæknir ætti að taka í notkun. Koma á fót samræmdri sjúkraská og heildrænum gagnagrunni fyrir öll útgefin lyf. Það er ekkert mál með nútímatækni, þannig að auðveldlega sé hægt að fylgjast með ávísunum lækna.“ Hvað geta stjórnvöld gert til að hjálpa ungu fólki í neyslu? „Bæta við meðferðarúrræðin og tólin fyrir starfsmenn meðferðargeirans og barnaverndargeirans.“ Hvað hefur komið þér mest á óvart við vinnslu þáttanna? „Hvað heimur ungra fíkla er svartur og hversu mikið ógeð er þarna inni. Ég er búinn að verða vitni að ótrúlegustu hlutum sem fólk getur séð í Kastljósi í þessari viku.“ Hvernig viðbrögð hefurðu fengið við Kastljósþætti föstudagsins? „Saga dóttur minnar hefur haft gríðarleg áhrif á fólkið í landinu.“ „Íslensk kjötsúpa.“ Viktor Aron Haraldsson 21 árs nemi „Hlöllabátar.“ Hjálmar Örn Leifsson 28 ára málari „Nú auðvitað Kópavogsnesti, svo finnst mér Jolli í Hafnarfirðinum þrusugóður líka, verð að setja hann í annað sæti.“ Sölvi Rúnar Guðmundsson 25 ára atvinnurekandi og tilvonandi Rússlandshagfræðingur „Wilson ś Pizza.“ Fannar Þór Gíslason 18 ára atvinnuleitandi „KFC.“ Hrafn Helgi Kjartansson 16 ára nemi Mest lesið á dv.is Maður dagsins Hver er besti skyndibitinn? Hátt í loft upp Katalónskur fjöllistahópur sýndi margvíslegar kúnstir á Austurvelli í tilefni opnunar Listahátíðar í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Mynd SiGtRyGGuR ARi Myndin Dómstóll götunnar H vernig má það þá vera, að svo margir eru nú upptekn- ir af siðareglum fyrir þing- menn, sveitarstjórnir, stofn- anir, fyrirtæki og fagstéttir? Vorhret það sem nú gengur yfir hét áður Kóngsbænadagsíhlaup. Fjórða föstudag eftir páska skyldu menn fasta og ganga til guðshúss að boði konungs. Fastan lagðist illa í landann, líkt og hretin, og var helgi- dagurinn afnuminn af Alþingi Ís- lendinga árið 1893, liðlega 200 árum eftir að hann var tekinn upp. Ofan í Kóngsbænadagsíhlaupið fær þjóðin nú enn eitt eldgosið. Varla hafði upplausn á vinnumarkaði verið afstýrt með kjarasamningum en eld- gos í Grímsvötnum setti ferðaþjón- ustuna í uppnám, kortéri fyrir há- bjargræðistíma atvinnugreinarinnar. Haldi hins vegar náttúran rétt á málum getur stutt eldgos orðið að- laðandi valkostur fyrir ævintýra- þyrsta erlenda ferðamenn. Öllu verri íhlaup En þessi íhlaup náttúrunnar eru ekki endilega þau sem valda mest- um áhyggjum. Íslendingar tóku því ólundarlega að fasta og þjóna guði sínum í samræmi við tilskip- un konungs á sautjándu öld. Þeg- ar sjálfstjórnin færðist í hendur þeirra afnámu þeir bænahald og föstu Kóngsbænadagsins. Engin til- raun verður gerð hér til að skýra þá ákvörðun Alþingis fyrir 118 árum, en nærtækt er að túlka hana á þann veg að Íslendingar hafi þar með gefið skýrt til kynna að hérlendis þjónuðu menn ekki guði sínum eftir geðþótta Danakonungs. Íhlaup af mannavöldum eru oft meira áhyggjuefni en hret eða hamfarir náttúrunnar. Enn eitt slíkt íhlaup er að taka á sig mynd og fer nú um um okkar 320 þúsund manna þjóðfélag með sundrandi afleiðing- um. Hér er átt við kvótafrumvarpið, eða frumvörpin tvö, sem Jón Bjarna- son sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Hið stærra verður rætt næstu mán- uði og jafnvel næsta árið. Hið minna snýst um að auka strandveiðikvóta í sumar, hækka veiðigjald og ákvarða skiptingu teknanna af því. Hugsandi sagnfræðingur spurði hvernig mér listist á frumvörpin. Ég svaraði að ýmislegt væri að þeim; gamaldags fyrirgreiðslusmugur fyr- ir ráðherra til geðþóttameðferðar á aflaheimildum til kjördæma og út- deilingar á tekjum af veiðigjaldi til sjávarbyggða. En athygli vekti þó að stjórnarliðar sýndu samstöðu um að koma frumvörpunum til meðferðar í þinginu þótt ýmisleg mætti finna að þeim. Kannski hefðu þeir loks- ins fundið fjölina sína varðandi gildi þess að standa saman þótt ekki yrði öllu umbylt tafarlaust eftir deilur um kvótakerfi í aldarfjórðung. Klastur og atgervi Sagnfræðingurinn aldni var hugsi og spurði mig hvort frumvörpin væru ekki klastur. Hættan væri sú, þeg- ar mikið lægi við í stórum málum, að menn hefðu ekki nægilega skýra hugsun og ekki nægilega góðan að- gang að kunnáttufólki. Hann nefndi orðið atgervisflótta. Fyrir hvern þann sem dreymt hef- ur um róttækar breytingar á kvóta- kerfinu undanfarna tvo áratugi er það vissulega fúlt að frumvörpin gangi ekki aðeins skemur en þeir hefðu viljað heldur séu þau einnig að ýmsu leyti illa unnin og gefi Lands- sambandi íslenska útvegsmanna, dótturfélaginu í Sjálfstæðisflokknum og fréttabréfi þess í Hádegismóum betri vígstöðu. Við sagnfræðingurinn ræddum einnig annað íhlaup: Tiltrú manna til stjórnmálanna og margra stofnana samfélagsins er í lágmarki. Við það geta eigingjörn viðhorf fengið byr undir báða vængi. Menn fara að gæla við þá skoðun að fleira sé leyfilegt en áður. „Allir svína á mér og því skyldi ég ekki olnboga mig áfram,“ gætu menn sagt við sjálfa sig. Ekkert hef- ur breyst og ekki er von á góðu í við- skiptalífinu né annars staðar á næstu árum ef svo háttar til. Hvernig má það þá vera, að svo margir eru nú upptekn- ir af siðareglum fyrir þingmenn, sveitarstjórnir, stofnanir, fyrirtæki og fagstéttir? Endurspeglar sú til- hneiging hugboð um að okkur gangi æ verr að að gera siðræna vídd pers- ónuleikans að virku afli í daglegu lífi? Með öðrum orðum: Verðum við í æ ríkari mæli að styðjast við skráðar siðareglur vegna þess að okkur geng- ur æ verr að innhverfa þær í sjálfsvit- und okkar? Ef þetta væri í raun þróunin sjáum við fyrir okkur persónur sem vita ekki hvað er rétt og rangt nema með því að fletta því upp. Og þar með verður siðferði að lögfræðilegu úrlausnar- efni. Kóngsbænadagsíhlaup Kjallari Jóhann Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.