Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2011, Blaðsíða 18
18 | Erlent 23. maí 2011 Mánudagur Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Af ótta við að verða drepnir í lönd- um þar sem samkynhneigð er ólög- leg freistar fjöldi samkynhneigðra þess að fá hæli í ýmsum löndum Evrópu á ári hverju. En viðhorf rík- isstjórna Evrópusambandsins eru ólík þegar kemur að málefnum sam- kynhneigðra og oft og tíðum er slík- um beiðnum hafnað, eins og sjá má í nýlegri umfjöllun þýska blaðsins Deutsche Welle. Kynlíf með fólki af sama kyni er ólöglegt í yfir 70 löndum, þar á með- al er dauðarefsing í gildi við slíkum „glæpum“ í sjö löndum. Það kem- ur því ekki á óvart, segir í umfjöllun Deutsche Welle, að samkynhneigð- ir sæki um hæli í umburðarlyndari löndum, þar á meðal í löndum eins og Belgíu, Þýskalandi eða Bretlandi. En grasið er ekki endilega grænna hinum megin. Flóttamennirnir þurfa að ganga í gegnum langt skrifræðis- ferli og er fjölmörgum umsóknum hafnað og flóttamennirnir sendir til síns heima. Í Bretlandi var umsókn- um 98 til 99 prósenta flóttamanna sem sóttu um hæli vegna kynhneigð- ar hafnað. Kvenlegur og handtekinn Yahia Zaidi er einn þessara flótta- manna. Hann kom til Belgíu fyrir næstum þremur árum og sótti um hæli í landinu vegna kynhneigðar sinnar, sem og vegna aðgerða sem hann hafði tekið þátt í fyrir hönd sam- kynhneigðra í Alsír. Ofsóknir á hend- ur Zaidi voru að hans sögn daglegt brauð í heimalandinu, hvort heldur sem það var af hendi almennra borg- ara eða embættismanna. „Ég var einu sinni handtekinn í Alsír þegar ég var sautján ára. Ég var bara á gangi úti á götu með vini mín- um en ég þótti of kvenlegur í útliti þar sem ég var með sítt hár,“ segir Zaidi. „Lögreglumaðurinn reyndi að knýja mig til að skrifa undir eitthvað sem ég samþykkti ekki svo ég skrifaði ekki undir. Þá skrifaði annar lögreglumað- ur undir skjalið fyrir mig. Síðan þá hef ég opinberlega verið gerður útlægur af lögreglu og ríkisstjórn Alsír og þeir halda meira að segja skrá yfir nöfn allra samkynhneigðra í Alsír.“ 99 prósentum hafnað Þrátt fyrir að umsókn Zaidis um hæli hafi runnið í gegnum skrifræðið í Brussel, en Zaidi hafði undir hönd- um gögn til að sýna fram á að honum hefðu borist líflátshótanir vegna að- gerða sinna, geta ekki allir samkyn- hneigðir sem sækja um hæli í Evrópu átt von á sömu viðbrögðum. Á milli 98 og 99 prósent þeirra flóttamanna sem sóttu um hæli vegna kynhneigð- ar í Bretlandi árið 2009 fengu höfnun. Í mörgum öðrum Evrópuríkjum hefur tölfræði í tengslum við þessi mál ekki ennþá verið tekin saman. Jean Lambert situr á Evrópuþing- inu í Brussel og segir að tölur eins og þær sem birtar hafa verið í Bretlandi sýni að eitthvað hafi farið úrskeiðis við að framfylgja Evrópulöggjöfinni sem kveður á um heimild til þess að veita samkynhneigðu fólki sem sætir ofsóknum í heimalandinu hæli. „Það á að vera orðið þannig hjá löndum Evrópusambandsins að eigi einhver á hættu að sæta ofsóknum eða obeldi vegna kynhneigðar sinnar, þá skuli taka það til greina við vinnslu um- sóknar um hæli,“ segir Lambert. Hann segir vandann vera þann að þessu sé ekki framfylgt kerfislægt, sums stað- ar eins og í Belgíu séu málin í góðum farvegi á meðan augljóst sé að annars staðar dragi menn lappirnar. „Standpínupróf“ Tékka Í umfjöllun Deutsche Welle kemur fram að sú þjóð sem á hvað lengst í land í þessum efnum sé Tékkar. Fyr- ir einungis ári voru samkynhneigðir karlmenn sem sóttu um hæli í land- inu látnir gangast undir afar umdeilt „standpínupróf“ þar sem þeim var sýnt klám í þeim tilgangi að komast að því hvort þeir væru í raun sam- kynhneigðir. Prófið fór þannig fram að mennirnir voru tengdir við vél sem fylgdist með blóðflæði til getn- aðarlims á meðan þeir þurftu að horfa á gagnkynhneigt klám. Þeim sem örvuðust var samstundis neitað um hæli. Mannréttindaskrifstofa Evrópu- sambandsins fordæmdi prófið og sagði það niðurlægjandi. Þrátt fyrir að slík dæmi séu undantekning frek- ar en regla í löndum Evrópu eru samt sem áður ennþá fjölmargar hindranir í vegi samkynhneigðra flóttamanna, segir Klaus Jetz, stjórnarformaður samtaka samkynhneigðra í Þýska- landi. „Þú ferð í viðtal. Í upphafi verð- ur þú að segja: Ég er samkynhneigður og það er þess vegna sem ég er ofsótt- ur í landinu sem ég kem frá. Ef þú ger- ir það ekki átt þú á hættu að umsókn- inni verði hafnað,“ segir hann. „Þú þarft að sannfæra félagsráðgjafann um að þú sért samkynhneigður, en það er ekki auðvelt, sérstaklega þegar þú kemur frá landi þar sem þú hefur verið ofsóttur. Þú hefur kannski ekki ennþá komið út úr skápnum, þannig að hvernig áttu í fyrsta skipti að tala opinskátt um kynhneigð þína í Þýska- landi?“ Afglæpavæðing nauðsynleg Vegna þessara erfiðleika hafa samtök eins og alþjóðleg samtök homma, lesbía og transfólks (ILGA) kallað eftir því að félagsráðgjafar sem sinna slíkum viðtölum fái betri þjálfun og sýni meiri aðgát. Samkvæmt Joël Le Déroff hjá samtökunum skilja sum- ir félagsráðgjafar hreint ekki hvað samkynhneigt fólk hefur þurft að ganga í gegnum í heimalöndunum. „Félagsráðgjafar biðja fólk um að sanna að það hafi verið í kynferðis- legu sambandi við aðra af sama kyni. En fólk er augljóslega að flýja heima- landið vegna þess að það er ómögu- legt að eiga í slík sambandi þar,“ segir Le Déroff. Samkvæmt Yahia Zaidi er nauð- synlegt að stefna Evrópusambandsins í málefnum samkynhneigðra flótta- manna sé sanngjörn þar sem mögu- leikinn til breytinga er oft takmarkað- ur í heimalöndunum. „Við þurfum að afglæpavæða samkynhneigð og við verðum að vinna að auknum réttind- um samkynhneigðra,“ sagði Zaidi. „Í Alsír bætast sífellt fleiri aðgerðasinnar í hópinn, sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra og transfólks, en við erum ennþá fá. Og þegar annað fólk ræðst á okkur getum við ekki beðið um vernd lögreglu eða ríkisstjórnar.“ n Fjöldi fólks sækir um hæli í Evrópu vegna kynhneigðar n Fáir fá hæli n Víða pottur brotinn, segir þingmaður Evrópuþingsins n Mannréttindaráð ESB fordæmdi „standpínupróf“ Tékka „Þurfum að afglæpa- væða samkynhneigð“ Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Stuðlað að fordómum Fólk mótmælti fyrir utan fjölmiðlafyrirtækið Interecono- mica í Madríd í fyrra. Sökuðu mótmælendur fyrirtækið um að stuðla að fordómum gagnvart samkynhneigðum. Mynd rEuTErS „Á milli 98 og 99 prósent þeirra flóttamanna sem sóttu um hæli vegna kyn- hneigðar í Bretlandi árið 2009 fengu höfnun. Margir myrtir Aðgerðasinnar sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra stóðu nýlega frammi fyrir hermönnum í Hondúras. Talsmenn samkynhneigðra segja 34 einstaklinga úr þeirra röðum hafa verið myrta sökum kynhneigðar síðustu 18 mánuði. Mynd rEuTErS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 59. tölublað (23.05.2011)
https://timarit.is/issue/383041

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

59. tölublað (23.05.2011)

Aðgerðir: