Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 3
Sjómanni blöSkrar klámStöð SkjáSinS Fréttir 3Mánudagur 5. mars 2012 „Fólk á alltaf að hafa val“ n Jón Lárusson lætur ekki framboð Ólafs Ragnars hafa áhrif É g hef ennþá það sama að gefa þjóðinni og ég hafði áður,“ segir lögreglumaðurinn Jón Lárusson aðspurður hvort það hafi ein- hver áhrif á áform hans um forseta- framboð að Ólafur Ragnar Gríms- son ætli að bjóða sig fram til forseta aftur. Jón tilkynnti það í byrjun janú- ar að hann hygðist bjóða sig fram til forseta Íslands. „Ég hafði aldrei nein- ar áhyggjur af því að bjóða mig fram þó að hann kæmi. Ég þurfti ekki hans ákvörðun til að taka ákvörðun sjálf- ur þannig að ég held áfram á þeirri braut,“ segir Jón sem stefnir ótrauður á framboð. Hann telur sig eiga góða mögu- leika á kjöri þrátt fyrir framboð Ólafs Ragnars. Hann bendir jafnframt á að til þess að lýðræðið virki sem skyldi sé nauðsynlegt að fleiri en einn séu í framboði. „Fólk á alltaf að hafa val og ég tel mig persónulega hafa eitthvað fram að færa og ég vil að fólk fái þá tækifæri til þess að heyra það og geti gert upp við sig hvorn okkar það vilji hafa í embætti.“ Jón segist vera að undirbúa fram- boðið hægt og bítandi en finnst fjöl- miðlar lítið hafa gefið sér gaum. Hann segist mæta ákveðnum hroka og af því hann er ekki þekktur sé fyrirfram búið að afskrifa hann sem mögu- leika. „Ég velti svolítið fyrir mér hvort það sé í rauninni bara fræga fólkið sem eigi að fá að bjóða sig fram. Það er mjög hart þegar verið er að loka á 90 prósent þjóðarinnar og fullt af fólki sem er frambærilegt og á erindi á Bessastaði. Að það sé bara fyrirfram afskrifað, það finnst mér ekki gott fyr- ir lýðræðið.“ solrun@dv.is Þ etta er bara viðbjóður,“ segir Jens Kristinsson sem nýlega fékk svokallaðan Allt pakka Skjásins í gegnum ljósnet Símans. Í pakk- anum eru yfir sextíu sjónvarpsstöðvar af ýmsu tagi, þar á meðal klámstöðin Private Spice, sem Jens datt inn á þeg- ar hann renndi yfir úrvalið. „Mér bara blöskraði og ég er nú gamall sjóari.“ Private Spice er ekki á listanum yfir sjónvarpsstöðvar sem tilheyra Allt pakkanum á heimasíðu Skjásins. Á heimasíðunni privatespice.com er þó hægt að nálgast upplýsingar um það hvernig efni stöðin býður upp á. Miðað við lýsingar á dagskrárliðum og mynd- ir á heimasíðunni er ljóst að um er að ræða töluvert gróft klámefni. Foreldrar ekki alltaf með á nótunum Jens tekur þó fram að stöðin sé læst og hann hafi verið um beðinn um lykilorð til að fá aðgang að henni. Upphafsstill- ing lykilorðsins er ekki mikil hindrun, en hún er yfirleitt 12345 eða 00000. Áskrifendur geta þó breytt lykilorðinu kjósi þeir það. Jens telur að þrátt fyrir læsinguna sé töluverð hætta á því að börn og ung- lingar komist í efnið. „Þeir sem ætla sér það, þeir bara gera það. Svo eru bara foreldrar ekkert alltaf með á nótunum með að læsa þessu.“ Honum finnst óeðlilegt að Skjár- inn bjóði slíkt efni til sölu, enda gefi það mjög brenglaða mynd af kynlífi. Hann setur þetta í samhengi við klám- væðinguna og umræðu um ungt fólk og kynlíf. „Það er verið að fjalla um hvað sérstaklega ungir menn eru með brenglaðar hugmyndir,“ bendir Jens á, en hann vill ekki sjá barnabörnin sín alast upp í slíku umhverfi. Fólki ekki gert of erfitt fyrir Friðrik Friðriksson, framkvæmda- stjóri Skjásins, segir að yfirleitt sé boð- ið upp á eina til tvær klámstöðvar í Allt pakkanum hverju sinni. Private Spice sé þó tiltölulega ný hjá þeim og það sé líklega skýringin á því af hverju hún finnst ekki á listanum á heima- síðu Skjásins yfir þær stöðvar sem eru í boði. Hann bendir á að slíkar stöðv- ar séu alltaf varðar meða lykilorði og útsendingar hefjist ekki fyrr en á mið- nætti. Það sé gert til að börn og ung- lingar hafi ekki aðgang að efninu. „Auðvitað er ekki verið að gera fólki of erfitt fyrir,“ segir Friðrik aðspurð- ur hvort upphafsstilling lykilorðins sé ekki óveruleg hindrun á aðgangi að grófu klámefni. Hann bendir á að auð- velt sé að breyta lykilorðinu en við- urkennir þó að þessi læsing sé ekkert endilega kynnt fyrir viðskiptavinum þegar þeir kaupa þjónustuna. Bregðast við eftirspurn Friðik segir aldrei áður hafa verið kvartað yfir klámstöðvum sem Skjár- inn hefur boðið upp á. „Menn reyna að halda sátt við sína viðskiptavini og þannig er nú sagan á bak við það.“ Friðrik segir Skjáinn reyna að bjóða upp á vinsælustu stöðvarnar sem nást í gegnum gervihnött hverju sinni. Áhorf á allar stöðvar sé þó mælt reglu- lega og þeim sem fá lítið áhorf er skipt út fyrir aðrar. „Þessar stöðvar eru alveg í miðjunni þannig að þetta er eftirsótt þjónusta,“ segir hann og vísar til klám- stöðvanna. Skjárinn er því eingöngu að bregðast við eftirspurn viðskipta- vina sinna með því að bjóða upp á gróft klámefni til sölu. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Það er verið að fjalla um hvað sérstaklega ungir menn eru með brenglaðar hugmyndir. n Rætt við Jón Snorra n Ekki talið tilefni til aðgerða Gróft klám Jens Kristinssyni blöskrar gróf klámsjónvarpsstöð sem Skjárinn býður upp á. Svara eftirspurn Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, segir stöðina vera vinsæla. n Telur ungmenni eiga greiðan aðgang að grófu klámi Vill á Bessastaði Jón Lárusson telur sig eiga möguleika á að ná kjöri til forseta Íslands þrátt fyrir framboð Ólafs Ragnars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.