Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 5. mars 2012 Mánudagur L ykilstjórnendur stærstu fyrir- tækja landsins hafa hækkað ríflega í launum að undan- förnu. Segja má að strax eftir hrun og fyrstu árin þar á eftir hafi laun staðið í stað, en svo virðist sem launaskrið stjórnenda sé aftur komið á fulla ferð. Þannig var Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, með rúmar 15 milljónir króna í mánað- arlaun í fyrra, en árið 2010 voru laun hans um 13,9 milljónir á mánuði. Laun hans hækkuðu því um meira en milljón á mánuði í fyrra. Fjármálastjóri á grænni grein Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, var með 7,5 milljónir króna á mánuði í fyrra. Árið 2010 var hann hins vegar með um 4,6 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun Hjörleifs hækkuðu því um tæpar þrjár millj- ónir króna á síðasta ári. Í saman- burði má geta þess að Birna Ein- arsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hafði 2,6 milljónir króna á mánuði í fyrra og hækkaði Hjörleifur því meira en sem nemur öllum launum bankastjórans. Sambærilega sögu er að segja af öðrum lykilstjórnendum Össurar. Egill Jónsson, einn af framkvæmda- stjórum félagsins, er kominn með um 4,8 milljónir króna á mánuði en árið 2010 voru laun hans 3,5 millj- ónir króna. Laun hans hækkuðu því um 1,3 milljónir á mánuði í fyrra. Hilmar Bragi Janusson var með 3,8 milljónir árið 2010 en laun hans hækkuðu upp í rúmar 5 milljónir á mánuði í fyrra. Össur hefur átt mjög góðu gengi að fagna undanfarin ár og er í dag eitt öflugasta fyrirtæki landsins. Almennir starfsmenn fá ekki árangurstengd laun Ekki náðist í Hjörleif fjármála- stjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir. Sigurborg Arnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi fyrirtækisins, segir hins vegar að laun helstu stjórnenda félagsins hafi hækkað svona mik- ið vegna þess að þau séu árangurs- tengd. Þeim mun betri afkomu sem fyrirtækið skilar, þeim mun hærri laun fá stjórnendur félagsins. Það skýri að laun Hjörleifs hækkuðu um þrjár milljónir króna á mánuði á milli ára. Slíkt bónusakerfi var einnig við lýði í bönkunum fyrir hrun þar sem laun helstu stjórnenda bankanna hækkuðu ár frá ári eftir því sem hagnaðurinn varð meiri. Laun Jóns Sigurðssonar forstjóra slaga nú upp í það sem helstu stjórnendur bank- anna höfðu á mánuði þegar bólan var sem stærst. Aðspurð hvort laun almennra starfsmanna Össurar hafi hækkað hlutfallslega svipað og laun stjórn- endanna segir Sigurborg svo ekki vera. „Laun þorra starfsfólks Össur- ar eru án árangurstengingar en um breytingar í heildarlaunakostnaði má lesa í ársskýrslunni.“ Stjórnandi þénar – starfsmenn kvarta Stjórnendur Marel hafa einnig hækkað verulega í launum að und- anförnu, en Marel var rekið með góðum hagnaði á síðasta ári. Í fyrra var Sigursteinn Grétarsson aðstoð- arforstjóri hjá Marel með 4,1 millj- ón króna á mánuði. Árið 2010 var hann hins vegar með um 3,5 millj- ónir króna í mánaðarlaun. Þá fær stjórnarformaðurinn Árni Oddur Þórðarson tæpa milljón króna í laun á mánuði fyrir störf sín. Ekki fá þó allir starfsmenn Marel að njóta árangursins eins og aðstoð- arforstjórinn. Þrátt fyrir hagnaðinn er ólga á meðal óbreyttra starfs- manna. Starfsmenn í framleiðslu hjá fyrirtækinu hafa á undanförn- um vikum verið í yfirvinnuverkfalli vegna kjaradeilna. Telja þeir starfs- menn sig hafa dregist verulega aftur úr í launum og mætt þvermóðsku stjórnenda. Icelandair-menn fá kjarabót Hjá Icelandair er svipað uppi á ten- ingnum. DV fjallaði um það í síð- ustu viku að laun lykilstjórnenda Icelandair Group og Icelandair hefðu hækkað um tugi prósenta á undanförnum misserum. Birkir Hólm Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Icelandair, fékk launahækk- un upp á milljón á mánuði í fyrra. Hann fór úr 1,9 milljónum á mánuði árið 2010 upp í 2,9 milljónir króna á mánuði í fyrra. Svipaða sögu er að segja af Boga Nils Bogasyni, fjár- amálstjóra Icelandair Group, sem fór úr 1,7 milljónum árið 2010 í 2,8 milljónir króna árið 2011. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, fékk svo 250 þús- und króna launahækkun á mánuði í fyrra og er nú með um 3,5 milljónir króna á mánuði. Það er liðin tíð í íslensku við- skiptalífi að bankastjórar og aðrir lykilstjórnendur í bönkunum séu með langhæstu launin. Sem fyrr segir er Birna, bankastjóri Íslands- banka, með 2,6 milljónir á mánuði. Bankastjóri Arion banka, Höskuldur Ólafsson, er með tæpar fjórar millj- ónir í laun á mánuði en Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er varla hálfdrættingur á við stjórn- endur stærstu fyrirtækja landsins, með rúma milljón á mánuði. Launin hækkuðu um þrjár miLLjónir n Mánaðarlaun stjórnenda íslenskra fyrirtækja hækka um milljónir Toppar hækka Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, er með 3,5 milljónir á mánuði. Sigursteinn Grétarsson Laun að- stoðarforstjóra Marel hækkuðu um 600 þúsund krónur á mánuði í fyrra. „Hjörleifur, Páls- son fjármálastjóri Össurar, var með 7,5 millj- ónir á mánuði í fyrra. Árið 2010 var hann hins veg- ar með um 4,6 milljónir króna á mánuði. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Gullkálfar hjá Össuri Hilmar Bragi Janusson Staða: Fram- kvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs Mánaðarlaun 2010: 3,8 milljónir Mánaðarlaun 2011: 5,0 milljónir Hjörleifur Pálsson Staða: Fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Mánaðarlaun 2010: 4,6 milljónir Mánaðarlaun 2011: 7,6 milljónir Jón Sigurðsson Staða: Forstjóri Mánaðarlaun 2010: 13,9 milljónir Mánaðarlaun 2011: 15,0 milljónir Egill Jónsson Staða: Fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs Mánaðarlaun 2010: 3,5 milljónir Mánaðarlaun 2011: 4,8 milljónir Stjórnendur þrýsta á hærri laun n Tekjuskipting hefur jafnast mikið eftir hrun Stefán Ólafsson, prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands, telur að þau dæmi sem tekin eru um miklar launahækkanir stjórn- enda stærstu fyrirtækja landsins, séu frekar einangruð. Á heild- ina litið sé tekjuskipting að verða jafnari en hún hefur verið undan- farin ár. Hann segist þó búast við því að aukinn þrýstingur sé frá æðstu stjórnendum fyrirtækja til að hækka laun sín, meðal annars vegna þess að fjármagnstekjur þeirra hafa minnkað talsvert eftir hrun. Stefán segir að tekjuskipting í þjóðfélaginu sé að verða jafnari eftir hrun. „Tekjuskiptingin var að verða miklu ójafnari alveg fram að hruni. Ár frá ári jókst ójöfnuð- urinn en frá og með 2008 hefur þróunin snúist við og tekjuskipt- ingin orðið jafnari á heildina litið aftur, þannig að um munar. Það eru einkum tvær ástæður fyrir því að það jöfnuður hefur aukist. Það hefur dregið mjög úr fjármagns- tekjum, en þær komu fyrst og fremst í hlut hærri tekjuhópanna, en síðan hefur skattbyrði hærri tekjuhópa verið aukin og skatt- byrði lægri tekjuhópa hefur verið létt. Þetta hefur aukin jöfnunar- áhrif á tekjudreifinguna en það er samt ekki þannig að öll sú aukn- ing ójafnaðar sem varð hérna eftir 1995 sé gengin til baka,“ segir Stef- án í samtali við DV. Stefán Ólafsson Telur að aukinn þrýstingur á hærri laun sé meðal stjórnenda íslenskra stórfyrirtækja. Kóngur Jón Sigurðsson, for- stjóri Össurar, er vafalaust launa- hæsti forstjóri landsins með um 15 milljónir króna á mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.