Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 26
Vala tekur þátt í mottumars n Ætlar að safna mottu og rottu H in eina sanna Vala Grand hefur ákveð- ið að láta sitt ekki eftir liggja í mottumars. Mottumars er haldinn í mars á hverju ári og felur í sér að karlmenn safni skeggmottu og áheitum til þess að vekja athygli á krabbameini hjá körlum. Hún tilkynnti á Facebook- síðu sinni að „Miss Vala Grand“ ætlaði að styðja átak- ið Karlmenn og krabbamein með því að „safna mottu og rottu“ þar sem hún þekk- ir það að vera með kynfæri karla en Vala fór í kynleiðrétt- ingaraðgerð á síðasta ári líkt og flestir vita. Hvort Vala standi við þetta eður ei er ekki vitað en allavega sagðist hún viss um að unn- usti sinn yrði ekki sáttur með stöðuupp- færsluna. Vinir Völu tóku vel í færsluna og voru ánægðir með sína konu. Þeirra á meðal var Ásgeir Þór Davíðsson eða Geiri á Goldfinger eins og hann er kall- aður. „Þú ert léttgeggj- uð, þess vegna elska þig allir.“ Eyjólfur Svanur Kristinsson, unnusti Völu, var ekki alveg jafn sáttur við unnustuna og sagði hana hafa haft rétt fyrir sér, að lífi hennar lyki klukkan fjögur þegar hann kæmi heim úr vinnunni, en að sjálfsögðu var þetta allt sagt á gaman- sömum nótum. 26 Fólk 5. mars 2012 Mánudagur Marta María í fasteignaleit Fjölmiðlakonan Marta María hugsar sér til hreyfings því hún hefur sett raðhús sitt í Ljósalandi í Fossvogi á sölu. Marta María þykir mikil smekkkona og ekki kölluð Marta smarta að ástæðu- lausu hefur gefið fasteigninni yfirhalningu. Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að húsið er ein- staklega vel staðsett, næst- neðst í dalnum, þar sem veð- ursæld er sérstaklega mikil. Húsið var byggt árið 1971 og teiknað af Jóni Kaldal. Von á barni Stuðmaðurinn og miðborg- arstjórinn Jakob Frímann Magnússon á von á sínu öðru barni með unnustu sinni Birnu Rún Gísladótt- ur. Þau eiga fyrir dótturina Jarúnu Júlíu sem er fimm ára en Jakob á einnig dótturina Bryndísi með fyrri eiginkonu sinni, Ragnhildi Gísladóttur. Jakob er líka orðinn afi en Bryndís á soninn Magnús sem er nýorðinn eins árs. Birna Rún er sett seinnipart- inn í júlí og því von á sumar- barni hjá þeim hjúum. Stolt af sín- um manni Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir leik sinn í myndinni Svartur á leik. Túlkun hans á Stebba sækó þykir með eindæmum góð. Unnusta Þorvaldar Davíðs, Hrafn- tinna Viktoría Karlsdóttir, er sammála gagnrýnendum og sagði á Facebook-síðu sinni eftir frumsýningu myndar- innar að hún væri orðlaus og að rifna úr stolti yfir mann- inum sínum og bætti svo við: „Svartur á leik er rosaleg.“ Á fimmtudaginn var frumsýnt í Noregi fyrsta myndband rapparans Rex sem á að vera ein af næstu vonarstjörnum Noregs í tón- listarlífinu. Það var íslenska auglýsingastofan Pipar/TBWA sem gerði myndbandið en það var tekið upp í Ásbrú í Keflavík og var öllu tjaldað til. „Teymið í kringum Rex hefur verið að undirbúa fyrstu alvöru út- gáfuna frá honum í dálítinn tíma og er að leggja mikið í þetta. Þeir vildu byrja af krafti og fengu Atle Pettersen til að syngja með honum í laginu en hann er heitasta stjarn- an í Noregi í dag,“ segir Val- geir Magnússon, betur þekktur sem Valli sport, framkvæmdastjóri aug- lýsingastofunnar Pipar/ TBWA á Íslandi en hún hafði betur í baráttu við þrjá aðra aðila um að gera myndbandið. „Við höfum verið að gera þetta annað slagið. Þetta heldur manni ferskum. Við gerðum til dæmis þekkt mynd- band fyrir Elektra hér um árið sem ég leik- stýrði,“ segir Valli en Haffi Haff átti stóran þátt í handriti þessa nýja myndbands. Valli og leikstjór- inn fóru til Noregs til að vera viðstaddir frumsýn- inguna og segir Valli mynd- bandinu hafa verið tekið vel. „Því var tekið með öskrum og látum. Við fengum algjöra rokkstjörnumeðferð,“ segir hann en það var frumsýnt í sérpartíi fyrir blaðamenn og fólk úr tónlistarbransanum. En veisluhöldunum lauk ekki þar. „Á föstudeginum var svo útgáfupartíið og eftir það flug- um við til Íslands og fórum í annað partí á Austur á laugar- daginn.“ Rex var viðstaddur partíið á Austri en hvernig líkar honum Ísland? „Hann er mjög hrifinn af Íslandi. Það er ekk- ert mjög leiðinlegt að vera sætur tónlistar- maður á Íslandi, ný- búinn að gera tónlist- armyndband og vera reglulega í fjölmiðlum,“ segir Valli. Mikið var lagt í myndband- ið og fékk Pipar/TBWA tals- vert meira fé til að gera það en stofan hefur áður getað unnið með. Valli lítur á þetta sem tækifæri til að auglýsa mynd- bandagerð stofunnar í Evrópu. „Við vorum að hugsa þetta þannig. Það er alltaf gaman að gera stærri hluti og nú náðum við að gera myndband sem er á næsta þrepi miðað við það sem við höfum áður gert. Við gátum sýnt aðeins betur hvað við getum gert ef við fáum pening til þess. Okkur finnst við standa fyllilega jafn- fætis þessum mynböndum sem eru gerð í Bandaríkjun- um,“ segir Valli sport. tomas@dv.is Myndböndin halda okkur ferskum n Íslensk auglýsingastofa gerði myndband fyrir vonarstjörnu Norðmanna Vonarstjarnan Miklar væntingar eru gerðar til Rex. Myndir OZZO Glamúrgæi Haffi Haff átti stóran þátt í handriti myndbandsins. Mikið lagt í myndbandið Pipar/TBWA fékk meira fé en vana- lega til að gera myndbönd og eru menn ánægðir með útkomuna. Gellur Auglýst var eftir íslenskum skvísum sem stóðu sig vel. Að störfum Valli sport við vinnslu myndbandsins. Styður karlmenn og krabbamein Vala stendur með karlmönnum og safnar mottu fyrir málstaðinn. Á góðri stund Vinirnir Vala og Geiri á góðri stund. Geiri skrifaði á Facebook-síðu Völu að hún væri léttgeggjuð og þess vegna elskuðu hana allir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.