Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 5. mars 2012 Mánudagur I an og Lynsey Morris, ung bresk brúðhjón hverra heimili var brotist inn á meðan þau giftu sig skammt frá, eru mörgum Íslend- ingum kunn. Saga þeirra hjóna vakti gríðarlega athygli og mikla sam- úð. Þau höfðu keypt sér ferð til Íslands en vegna innbrotsins urðu þau að hætta við ferðina enda var vegabréfi Ians stolið. „Það var engin leið til að fá vegabréf fyrir ferðina auk þess sem við enduðum á því að nota peninginn sem við höfðum safnað fyrir ferðinni í að efla þjófavarnarkerfi hússins,“ seg- ir Ian. Það hafi þau meðal annars gert vegna þess að Amber, níu ára dótt- ir Lynsey úr fyrra sambandi, hafi allt frá innbrotinu verið logandi hrædd. „Hún er þó farin að sofa í sérrúmi en það er beddi inni í okkar herbergi. Það er framför frá því sem var fyrstu dagana á eftir en þá svaf hún alltaf á milli okkar,“ segir Lynsey. Orðlaus yfir góðmennskunni Bæði segjast þau orðlaus yfir þeirri hjálpsemi sem þau hafi mætt hér á landi. „Ég grét þegar símtalið frá Ís- landi kom,“ segir Lynsey. Þau útskýra bæði að stressið og áfallið hafi magn- ast vegna þess að innbrotið átti sér stað í miðju brúðkaupi. Spennufall- ið sem átt hefði að fylgja því að klára athöfnina hafi haldið áfram þegar fyrstu dagar þeirra sem hjón fóru í til- tekt og skýrslutöku eftir innbrot. Hélt um stund að hún kæmi ekki „Þótt það sé hefð að brúðurin komi of seint, þá voru þetta verstu mínút- ur ævi minnar,“ segir Ian hlæjandi um brúðkaupsdaginn um leið og hann lýsir biðinni eftir að Lynsey mætti til kirkju. Hann segist sjálfur ekki sammála þeirri hefð enda sé dóna- legt að láta tæplega hundrað manns bíða. „Ég ætlaði mér nú ekki að vera sein. Þetta voru nú bara tvær mín- útur,“ grípur Lynsey fram í fyrir hon- um. „Það er bara ekki rétt. Þú varst rúmlega fimmtán mínútum of sein. Ég taldi hverja mínútu og hugsaði: Ætli hún komi nokkuð? um leið og ég svitnaði með hverri sekúndu,“ seg- ir Ian undir hlátri Lynsey sem þrætir enn fyrir að hún hafi verið sein. „Ég taldi mínúturnar, þetta var skelfilegt,“ segir hann og flissar. „Þetta var blanda af stressi og því hvað var mikið að gera. Við gerðum þau mistök að fá ljósmyndara til að mynda okkur í undirbúningnum það er algjört brjálæði,“ segir Lynsey en bætir við í afsakandi tón að umferð- in hafi verið þung. „Ég var samt ekki stressaður til að byrja með,“ segir Ian. „Svo fóru allir að spyrja mig hvort ég væri ekki stressaður eða kvíðinn. Við hverja spurningu magnaðist stressið upp og áhyggjurnar ágerðust.“ Fullkomið brúðkaup Hjónin tala bæði með sterkum norð- ur-enskum hreim, þau eru þægileg í viðmóti og virðast nokkuð jarðbund- in. Ian segist vera mikið að heim- an vegna vinnu sinnar. Hann starfar hjá fyrirtæki sem sér um rekstur og hönnun vindmylla til raforkufram- leiðslu. Það hafi komið sér illa fyrir viðskiptavini hans og vinnu að far- tölvu með mæligögnum var stolið. „Gögnin gagnast þjófunum ekki einu sinni, enda dulkóðuð,“ segir hann. Sökum vinnu segist hann lítið hafa komið nálægt skipulagningu á brúð- kaupinu. „Lynsey þurfti að gera allt og ég gat lítið hjálpað. Brúðkaupið var full- komið og þar á Lynsey allan heiður- inn. Allt gekk eftir viðvíkjandi brúð- kaupinu sjálfu,“ segir Ian. Stamandi brúðgumi Lynsey klappar honum á öxlina og hrósar honum fyrir hvað hann hafi staðið sig vel þegar hann hélt ræðu og þakkaði gestunum. „Ég var svo stressaður. Ég gleymdi að þakka öll- um fyrir og það þótt ég hefði skrifað niður lista og punkta. Ég ruglaði sam- an orðum og stamaði. Þetta var skelfi- legt,“ segir hann og hlær feimnislega. „Mér fannst þú standa þig ótrúlega vel,“ segir Lynsey hlæjandi. Þau hjón- in virðast hlý og eru þægileg í sam- skiptum. Viðtalið fer fram í Hörpu sem hjónin segja ótrúlega glæsilega byggingu. Raunar finnst þeim svo mikið til hennar koma að þau vilja ólm fá skoðunarferð um hana og tón- leikasalina. Fyrr um daginn hittu þau starfs- fólk Iceland Express, færðu þeim gjafir: enskar smákökur og te. „Við komum með hefðbundið enskt snarl og te. Ég sá það svo þegar við skoð- uðum búðirnar að þið eigið þetta allt í búðunum ykkar,“ segir Lynsey og hlær vandræðalega. Niðurlægður brúðgumi „Heima er það þannig að brúðurin sleppur við niðurlægjandi sögur en brúðguminn fær holskeflu af slíku yfir sig,“ segir Lynsey. Ian verður rjóður í framan, hann virðist ótrúlega feiminn og hlédrægur. „Ég var farinn að biðja um að þessu lyki,“ segir hann hlæj- andi en tekur fram að ekkert alvarlegt hafi komið fram í ræðunum. Fyrst og fremst hafi honum þótt erfitt að vera miðpunktur athyglinnar. Alvarlegasta sagan hafi raunar aðeins verið af því þegar vinir hans lituðu hann frá toppi til táa með tússlit sem ekki náðist af. „Ég var þannig í nokkra daga því þetta náðist bara ekki af. Þetta voru bara saklausar sögur eins og þessi.“ Víagra og Amsterdam „Ég var klæddur í búning eins og Daf- fyd í þáttunum Little Britain í miðri Amsterdam,“ segir Ian um stegg- japartíið sitt. Hann segir sama hátt á steggjapartíum á Englandi og annars staðar, markmiðið sé iðulega að gera sem mest grín að fólki. „Vinir mínir gáfu mér víagratöflu og sendu mig í þröngum latexbúningi, líkt og þeim sem Daffyd gengur í niður í miðbæ Amsterdam. Allt í kringum mig var skrifstofufólk að mæta til vinnu og svo ég, ekki enn drukkinn en í þröngum fötum og með standpínu,“ segir Ian. „Það er samt frekar grimm- ur hrekkur, satt að segja.“ Endar vel Lynsey segir fjölmiðlaumfjöllunina af málinu hafa orðið nokkuð mikla. Þá hafi ýmis kvennablöð biðlað til þeirra um að fá að fjalla meira um atvikið. „Ég er eiginlega búin að fá nóg og vil helst ekki gera meira. Ian er opnari fyrir að tala við slíkt blað,“ segir Lynsey. „Þau sögðust vilja fjalla um jákvæðar afleiðingar máls- ins. Þessi ferð sem við erum í núna er góður endir á leiðinlegu máli. Ég held að það væri jákvætt að tala við þau,“ segir Ian. Íhuga að endurnýja heitin Þau segja minningarnar frá fyrstu dögum hjónabandsins nokkuð lit- aðar af innbrotinu og eftirleiknum. Því hafi þau hugsað sér að endurnýja heitin við litla athöfn og gera aðra til- raun til hveitibrauðsdaga. „Við erum svo sem ekkert búin að ákveða en þetta hefur komið til umræðu.“ Margir vildu gefa n Hjónin sögðust ekki hafa getað sagt já við öllum þeim gjöfum sem þeim buðust. Ian og Lynsey gista frítt á Room with a view á meðan þau dvelja hér á landi. Þá fengu þau fría rómantíska mál- tíð hjá Fiskfélaginu auk þess sem þau fengu skoðanaferðir hjá Kynnisferðum og frítt í Bláa lónið. Reykjavíkurborg gaf þeim svo gestapassa í sund, leikhús og söfn. Iceland Express gaf þeim frítt flug. n Gátu ekki tekið við öllum gjöfum Íslendinga n Voru alveg miður sín eftir innbrotið „Ég grét þegar sím- talið kom frá Íslandi“ Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Ástfangin og þakklát Ian og Lynsey Morris eru þakklát Íslendingum fyrir umhyggjuna sem þeim var sýnd.„Þau segja minn- ingarnar frá fyrstu dögum hjónabandsins nokkuð litaðar af inn- brotinu og eftirleiknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.