Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 19
Víking Páskabock er bestur Neytendur 19Mánudagur 5. mars 2012 Ekki gleyma að láta skoða bílinn: Dýrkeypt vanræksla Það getur verið dýrt að trassa að fara með bílinn í skoðun en á síð- asti ári námu greidd vanrækslu- gjöld 360 milljónum króna. Þá voru um 37.500 aðilar rukkaðir um gjaldið og enn eiga margir þeirra eftir að greiða en óinnheimt vanrækslugjöld frá árinu 2009 nema um 250 milljónum króna. Þetta kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna en þar er fólk hvatt til að láta skoða bílinn á tilskildum tíma. Áður fyrr voru númer klippt af þeim bílum sem voru óskoð- aðir en fyrir nokkrum árum var tekið upp svokallað vanrækslu- gjald. Neytendasamtökin benda á að þrátt fyrir það hafi gjaldið ekki þjónað þeim tilgangi sínum að þrýsta á eigendur bifreiða um að koma með þær í skoðun á réttum tíma þar sem ekki verður séð að dregið hafi úr fjölda óskoðaðra bíla. Það sé þó mikilvægt fyrir um- ferðaröryggi vegfarenda að allir bílar sé skoðaðir og með tilskil- inn öryggisbúnað í lagi. Allir ættu að leita allra leiða til að tryggja það öryggi með því að láta skoða bílana sína. Samkvæmt Neytendasamtök- unum kostar skoðun á bíl á bilinu 7.945 til 9.460 kr. Endurskoðun, sé hún nauðsynleg, kosti líka sitt en séu ekki til peningar til að mæta þeim kostnaði megi bíleigendur reikna með að vanrækslugjald upp á 15.000 krónur bætist við. Sé brugðist við innan mánaðar er gjaldið 7.500 krónur. Kostnaður- inn getur því orðið umtalsverður. Á syslumenn.is má finna allar upplýsingar um álagningu og inn- heimtu vanrækslugjalda auk upp- lýsinga um skoðunarstöðvar á landinu. gunnhildur@dv.is Dómnefnd Fagmennskan og ástríðan leyndi sér ekki þegar dómnefndin var að störfum. 2 Páska Gull Styrkleiki: 5,2% Lýsing: Koparbrúnn á lit, þykk og eilítið brúnleit froða. Karamellukennd mal- tsæta sem tónar vel við nokkuð snarpa beiskju. Eftirbragð langt og mjúkt og beiskjan situr lengi eftir án þess að vera of ágeng. Frískleg lykt með sítruskenndum humlakeim í bland við milda lykt af ristuðu korni. Umsagnir Anna Svava: „Ég hélt að þessi yrði ljósari á bragðið. Svolítið rammur og mikið eftirbragð. Ekki eitthvað sem ég mundi drekka.“ Ragnar Freyr: „Tær, fallegur, grösugur í nef. Í munni: fín fylling, þægilegir humlar. Þægilegur bjór.“ Rakel: „Villandi liturinn á honum. Maður býst við léttari stemningu. Erfitt eftir- bragð, of yfirþyrmandi. Flatur, freyðir ekki vel. Svolítið eins og kryddað, litað vatn.“ Kjartan: „Ekki mikil lykt. Miðlungs í sætu og ljós á litinn. Enginn sérstakur karakter en ágætur bjór. Páskalitur.“ Henry: „Fallegur páskalegur litur. Ágæt fylling. Svolítið sætur. Fínt eftirbragð. Ágætur með matnum. Fínasti páskabjór.“ Anna Brynja: „Eftirbragð sterkt, ágætis karakter, fallegur litur, vantar smá ballans við rammleikann.“ Víking Páskabock Verð: 429 krónur. Styrkleiki: 6,7% Lýsing: Rafbrúnn. Mjúk fylling, sætuvottur, ferskur, miðlungs beiskja. Mjúkristað korn, rjómakaramella, hey. Umsagnir Anna Svava: „Nammi. Mjög líkur malt bara með áfengi. Ég hélt að hann myndi bragðast hræði- lega sökum þess hve dökkur hann er. En hann er bara mjög góður.“ Ragnar Freyr: „Flottur, koparlitaður og fallegur. Mikið malt og þægileg sæta í nefi. Flottur á tungu, fín fylling, þægileg sæta frá maltinu og humlar látlausir í bakgrunni. Notalegt og langt eftirbragð.“ Rakel: „Þessi er mjög dökkur. Of dökkur á lit til að framkalla vorgleðina en bragðið kemur á óvart. Mildur og fínn og góð froða í honum. Minnir mikið á maltöl, kannski bragðaðist malt svona í gamla daga. Sætur og fínn hátíðarbjór. En það er bara hægt að drekka takmarkað magn af honum.“ Kjartan: „Sá dekksti hingað til. Freyðir mjög vel. Frekar sætur en með gott jafnvægi. Bjór fyrir flesta. Lyktarlítill en það kemur ekki að sök. Fínt öl.“ Henry: „Sá dekksti hingað til. Freyðir flott. Mikið malt. Furðulega lítil lykt. Vil drekka þennan með páskaegginu mínu. Frábær.“ Anna Brynja: „Mjög mjúkur og góður, ekki of þungur, sætur ilmur, karamellukeimur.“ 4,25 af 5 mögulegum 3,15 af 5 mögulegum 4 Víking Páskabjór Verð: 339 krónur. Styrkleiki: 4,8% Lýsing: Rafbrúnn. Meðalfylling, þurr, fersk sýra, beiskur. Ristað malt, karamella, kaffi. Umsagnir Anna Svava: „Já, bestur hingað til. Líkastur venjulegum bjór sem er uppáhaldið mitt.“ Ragnar Freyr: „Látlaus, veikir humlar. Sæta í nefi. Mildur á tungu, þægilegt gos. Frekar léttur, meðal fylling. Einfalt verkefni.“ Rakel: „Dekkri en bragðið gefur til kynna, það er að segja mildara bragð. Rennur ljúft niður. Svona hátíðarbjór. Einn með páskaegginu en ekkert meira en það.“ Kjartan: „Sami litur og í númer 2 (Páska Kaldi). Dökkur, lítil lykt. Miðlungs sætur. Frekar rammur en þægilegur í bragði.“ Henry: „Sami litur og á númer 2 (Páska Kaldi). Lítil lykt sem eru von- brigði. Einfaldur, fínt jafnvægi en engin flugeldasýning. Flýtur meðalveginn alla leið.“ Anna Brynja: „Lyktarlítill, frekar bragðlítill, léttur, auðdrekkanlegur en frekar óspennandi.“ 5 Benedikt Verð: 499 krónur. Styrkleiki: 7,0% Lýsing: Ljósrafbrúnn. Mjúk, þétt fylling, sætuvottur, beiskur. Ristað malt, karamella. Umsagnir Anna Svava: „Kannski finnst mér bara „öðruvísi“ bjór vondur! Ég vil ekki vera fúl á móti en mér brá þegar ég smakkaði þennan. Ilmvatns- bragð. Hefði viljað fá léttari og ljósari páskabjór. Vorið er að koma.“ Ragnar Freyr: „Ljós og fallegur, dálítið grugg sem er ljómandi. Heilmikil sæta, ger en humlar nokkuð áberandi í nefi. Fín fylling, gos en humlar í munni. Nokkuð áberandi en þó þægilegur. Flott og ljúft eftirbragð. Belgískir tónar.“ Rakel: „Rauður á lit. Þeir hafa misst ilmvatn ofan í tunnurnar í fram- leiðslunni. Get ekki hugsað mér annan sopa.“ Kjartan: „Rauðbrúnn á lit. Ilmríkur í meira lagi. Gerir kröfur til þín og er ekki allra. Mjög góður bjór.“ Henry: „Rauðleitur, ekki heillandi. Lyktin úldin og fráhrindandi. Sætan yfirþyrmandi. Ekki fyrir mig. Sker sig alveg úr. Má vera úti mín vegna.“ Anna Brynja: „Humlaríkur en þó ekki yfirdrifið. Ljúft eftirbragð, flottur litur. Hátíð fyrir bragðlaukana. Sker sig úr af þessum fimm bjórum á góðan hátt.“ 3 Páskakaldi Verð: 369 krónur. Styrkleiki: 5,2% Lýsing:RRafbrúnn, létt fylling, ósætur, lítil beiskja, karamella, þurrkaðir ávextir, mildur. Umsagnir Anna Svava: „Sambland af sterku áfengi og bjór. Svona eins og einhver hafi blandað vitlaust í partíi. Jafnvel ilmvatnsbragð.“ Ragnar Freyr: „Koparlitaður og tær. Í nefi: töluverð sæta og ger. Í munni: notaleg áferð, ávextir og ger. Daðrar dálítið við að vera í Bock-stílnum.“ Rakel: „Það er of mikill sápukeimur af þessum sem ég tel ekki vera gott. Það vottar af sápukúlum í froðunni. Liturinn er of dökkur og minnir ekki á vorið eða páskana. Eftirbragð loðir við tunguna.“ Kjartan: „Fremur dökkur og í sætari kantinum. Freyðir í glasinu og ilmar vel. Góður bjór með karakter.“ Henry: „Fallegur litur, kannski fulldökkur fyrir páskabjór. Ávaxtalykt. Sætur eins og páskaungi. Of sætur fyrir minn smekk en held hann virki vel fyrir marga. Sérstaklega konur.“ Anna Brynja: „Góð fylling, hunangsmjúkur, ávextir, banani, ekki fyrirdrifin sæta, nammi!“ 2,95 af 5 mögulegum 2,85 af 5 mögulegum 3,05 af 5 mögulegum 1 kunn. „Hann gerir kröfur til manns. Hann sker sig algjörlega úr og er stór- fínn,“ sagði hann. Anna Brynja og Ragnar voru sammála honum með það. Dómnefndin var þó sammála um að Páskabock væri líklegastur til að höfða til flestra og var ánægð með hann. Þegar kom að því að velja flottustu umbúðirnar voru þau sammála um að Páska Gull hefði vinninginn þar. Hann væri páskalegur og flottur. Þess má geta að Páska Gull er ekki seldur í verslunum ÁTVR þar sem umbúð- irnar voru taldar höfða of mikið til barna. n www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.