Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 27
É g kann ekkert annað, svo vonandi get ég unnið við þetta í önnur 25 ár. Það er kannski töluverð bjartsýni en þetta er það sem ég geri og finnst skemmtileg- ast að gera svo ég vona það,“ segir fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sem held- ur þessa dagana upp á 25 ára starfsafmæli sitt innan fjöl- miðlageirans. Logi Bergmann hóf feril- inn sem íþróttafréttamaður á Þjóðviljanum. „Pabbi var framkvæmdastjóri Þjóðviljans og ég var alinn þar upp. Ég var ungur farinn að svara í síma og vinna sem sendill og ætlaði mér alltaf að verða blaðamað- ur. Það var alltaf planið,“ segir Logi aðspurður um sín fyrstu skref í bransanum. „Svo þurfti Víðir Sigurðsson, sem núna starfar á Morgunblaðinu, að fara í ársleyfi og þá var ég ráðinn til að leysa hann af í íþróttadeild. Á þeim tíma var ég að reyna að verða stúdent en þar sem það voru enda- laus kennaraverkföll hætti ég að nenna því. Mér líkaði þetta strax vel og eitt leiddi af öðru,“ segir Logi sem hóf starf sem blaðamaður þann 1. mars 1987. Aðspurður segist Logi lík- lega vera búinn að prófa flest innan fjölmiðlageirans. „Ég er búinn að vera á litlu dagblaði, stóru dagblaði, í útvarpi, í sjónvarpi með spjallþætti, fréttaþættir og skemmtiþætti. Ég hef aldrei verið með mat- reiðsluþátt. Sem er kannski skiljanlegt. Það væri ekki sterkasta ráðningin að hleypa mér þangað,“ segir hann hlæj- andi. Loga, sem gegndi stöðu spyrils í Gettu betur um ára- bil, dettur ekkert í hug þegar hann er spurður hvort hann eigi sér leynda drauma um nýja þætti enda alsáttur með Spurningabombuna sem sýnd er á Stöð 2. „Mig langar að gera Bombuna í tíu ár í viðbót. Þetta er svo rosalega skemmi- legt – það skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég hef rosa- lega gaman af spurningaþátt- um en mér hefur oft fundist þeir mega vera skemmtilegri. Þetta er það sem mig langar mest að vera gera núna.“ indiana@dv.is Fólk 27Mánudagur 5. mars 2012 25 ár í bransanum n Logi Bergmann ætlaði alltaf að verða blaðamaður Sáttur í Spurningabombunni Logi væri til í að vinna við þáttinn í tíu ár í viðbót. Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 MAZDA 323 S/D GLX Árgerð 2000, ekinn 188 Þ.km, 5 gíra, einn eigandi, 100% þjónusta. Verð 670.000. Raðnr. 284143 á www. bilalind.is - Bíllinn er á staðnum! HYUNDAI SANTA FE CRDI 06/2008, ekinn 93 Þ.km, dísel, sjálf- skiptur, ný tímareim, ný dekk. Verð 3.990.000. Raðnr. 283842 á www. bilalind.is - Jeppinn er á staðnum! TOYOTA LAND CRUISER 120 VX 33“ 8 MANNA 05/2007, ekinn 107 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 6.250.000. Raðnr.321994 á www. bilalind.is - Jeppinn er á staðnum! KIA PICANTO LX 11/2006, ekinn 46 Þ.km, 5 gíra. Verð 1.150.000. Raðnr. 270805 á www. hofdahollin.is - Sá sparneytni er á staðnum! NISSAN NAVARA 4WD DOUBLE CAB AT LE. 01/2008, ekinn 142 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Tilboðs- verð 2.690.000. Raðnr.118183 á www. hofdahollin.is - Pikkinn er á staðnum! BMW 645CI Árgerð 2004, ekinn aðeins 45 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 7.990.000. Raðnr. 135387 á www.hofdahollin.is - Kagginn er í salnum! TOYOTA YARIS TERRA Árgerð 2006, ekinn 116 Þ.km, 5 gíra. Verð 1.150.000. Raðnr. 270360 á www. hofdahollin.is - Bíllinn er á staðnum! SUBARU Impreza WRX STI Árgerð 2006, ekinn 119 Þ.km, 6 gíra, roofspoiler ofl. Verð 3.990.000. Raðnr. 270573 á www.hofdahollin.is - Sportarinn er í salnum! PORSCHE 911 TURBO Árgerð 2001, ekinn 80 Þ.km, sjálf- skiptur, 416 hö. nýjar álfelgur og dekk, carbon toppur og - spoiler. Eins og nýr! Verð 10.290.000. Raðnr. 280791 á www. hofdahollin.is - Sá netti er í salnum! SUBARU FORESTER CS 06/2007, ekinn aðeins 36 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 2.590.000. Raðnr. 284057 á www.bilalind.is - Bíllinn er á staðnum. MMC PAJERO DID 38“ breyttur 11/2003, ekinn 170 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 4.390.000. Raðnr. 283104 á www.bilalind.is - Jeppinn er á staðnum! TOYOTA LAND CRUISER 100 VX 35“ BREYTTUR 09/2000, ekinn 270 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 3.270.000. Raðnr. 321700 á www. bilalind.is - Jeppinn er á staðnum! www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN Tangabryggja 14-16, 110 Rvk. S. 567 4840 www.hofdahollin.is RÝMINGARSALA! Tangabryggja 14-16, 110 Rvk. S. 567 4840 www.hofdahollin.is RÝMINGARSALA! Íbúð óskast Íbúð óskast fyrir háskólanema, helst á 105 svæðinu eða nálægt. Vinsamlegast hafið samband í 6617338 eða 7760179 . Harmonikka til sölu Antik harmonikka til sölu 120 bassa ítölsk 3.kóra. Nú yfirfarin Upplýsingar í síma 5670437 eða 8671837 Tek að mér Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847- 8704 eða á manninn@hotmail.com Geir og Inga Jóna geisluðu af gleði L jósmyndarar DV voru á ferð- inni um helgina og litu inn á frumsýningu á stærsta verki Þjóðleikhússins þetta leik- árið: Vesalingunum. Meðal frum- sýningargesta voru hjónin Geir H. Haarde og eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir sem allir voru sammála um að geisluðu af gleði þrátt fyrir landsdómsmálið sem vofir yfir í næstu viku. Meðal ann- arra gesta má telja Hlín Einars- dóttur og Björn Inga Hrafnsson, blaðamanninn Val Grettisson, Tobbu Marinós, Björk Eiðsdóttur og Andreu Gylfadóttur söngkonu sem var í glæsilegum ljósbláum kjól. n Vesalingarnir voru frumsýndir í Þjóðleikhúsinu Geisluðu Hjónin Geir H. Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir glöddust á frumsýningu á Vesaling- unum. Mynd PreSSPhotoS.Biz Góðir gestir Hlín Einarsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson og Jakob Bjarnar Grétarsson gengu greitt til sætis. Glæsileg í bláum kjól Andrea Gylfadóttir vakti athygli í fal- legum kjól. Blaðamaður og litla systir Valur Grettisson hjá Vísi og systir hans. Mæðgin Nilli með móður sinni. Glatt á hjalla Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lét sig ekki vanta á Vesa- lingana, um hinn minnsta bróður. Það gerð i ekki heldur Vilhjálmur Egilsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.