Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 15
Ríkustu lönd í heimi Erlent 15Mánudagur 5. mars 2012 n Listi yfir 15 ríkustu lönd í heimi n Noregur ríkast Norðurlandanna n Fjölmörg smáríki á listanum „Í Katar er til dæmis mjög ójöfn skipting. Margir íbúar þar eru raunar mjög fátækir Efnahagur ríkustu landa heims* 11,1 Katar 10,2 Lúxemborg 7,2 Singapúr 6,6 Noregur 6,1 Brúnei 6,0 Sam. arabísku fursta- dæmin 5,9 Bandaríkin 5,8 Hong Kong 5,3 Sviss 5,2 Holland 5,0 Ástralía 5,0 Austurríki 4,9 Írland 4,9 Kanada 4,9 Kúveit *Verg landsframleiðsla, leiðrétt fyrir kaupmáttarjafnvægi 9 Sviss VLF, leiðrétt fyrir kaupmáttarjafnvægi: 5,3 milljónir kr. Íbúafjöldi: 7,8 milljónir Lífslíkur: 80 ár Staðreyndir: Svisslendingar hafa meðal annars getið sér gott orð fyrir tækniiðnað sinn og eru einn helsti framleiðandi lúxusúra í heiminum. Efnahagur landsins hefur verið ótrúlega stöðugur á undanförnum árum og er gjaldmiðillinn, svissneski frankinn, einn sá sterkasti í heimi. Verðbólga þekkist varla í Sviss og var hún að meðaltali lægst þar – af öllum ríkjum heims – á 20. öldinni. 10 Holland VLF, leiðrétt fyrir kaupmáttarjafnvægi: 5,2 milljónir kr. Íbúafjöldi: 16,3 milljónir Lífslíkur: 78 ár Staðreyndir: Hollendingar eru mikil landbúnaðarþjóð og aðeins Frakkar og Bandaríkjamenn flytja út meira af landbún- aðarafurðum. Holland stendur mjög lágt og er stór hluti neðan sjávarmáls. Hollendingar eru mikil hjólreiðaþjóð og er talið að þar sé að finna allt að sextán milljónir reiðhjóla. 11 Ástralía VLF, leiðrétt fyrir kaupmáttarjafnvægi: 5,0 milljónir kr. Íbúafjöldi: 20,3 milljónir Lífslíkur: 80 ár Staðreyndir: Ástralir flytja út mikið af landbúnaðarafurðum, til dæmis hveiti, ull, járn, gull, kol og jarðgas. Þá framleiða Ástralir einnig mikið af víni sem þeir flytja út. Ástralía er gríðarstór, eða 7,6 milljónir ferkílómetra. Ástralía er eitt strjálbýlasta land heims, með aðeins tvo íbúa á hvern ferkílómetra. 12 Austurríki VLF, leiðrétt fyrir kaupmáttarjafnvægi: 5,0 milljónir kr. Íbúafjöldi: 8,2 milljónir Lífslíkur: 79 ár Staðreyndir: Stöðugt efnahagsástand hefur einkennt Austurríki á undanförnum árum. Austurríkismenn flytja meðal annars út timbur, korn og vín. Þá reiðir Austurríki sig á straum ferðamanna sem flykkjast til landsins á hverju ári. 13 Írland VLF, leiðrétt fyrir kaupmáttarjafnvægi: 4,9 milljónir kr. Íbúafjöldi: 4,1 milljón Lífslíkur: 77 ár Staðreyndir: Írland er þriðja stærsta eyja Evrópu á eftir Bretlandi og Íslandi. Írar hafa farið illa út úr efnahagskreppunni og hefur húsnæðisverð hrunið frá árinu 2008. Þrátt fyrir það skipa Írar þrettánda sætið á lista Forbes. 14 Kanada VLF, leiðrétt fyrir kaupmáttarjafnvægi: 4,9 milljónir kr. Íbúafjöldi: 32,2 milljónir Lífslíkur: 79 ár Staðreyndir: Kanada er næststærsta land heims að flatarmáli á eftir Rússlandi. Efna- hagur Kanada er sterkur og er landið ríkt af náttúruauðlindum, til að mynda jarðefna- eldsneyti. Kanadamenn framleiða og vinna sink og úraníum í miklu magni og flytja meðal annars út gull, nikkel og ál. 15 Kúveit VLF, leiðrétt fyrir kaupmáttarjafnvægi: 4,9 milljónir kr. Íbúafjöldi: 2,6 milljónir Lífslíkur: 78 ár Staðreyndir: Kúveit er lítið og flatt land sem býr yfir miklum olíuauðlindum. Írakar réðust inn í landið árið 1991 en Bandaríkja- menn hröktu þá á brott. Yfir 200 fyrirtæki eru skráð í kauphöllinni í Kúveit og er hún næststærsta kauphöllin í arabalöndunum. Nánast enginn landbúnaður er stundaður í Kúvæt og reiða íbúar sig á innflutt matvæli að langstærstum hluta, að sjávarafurðum undanskildum. Ofurþriðjudagur: Stóra stund- in rennur upp Stóra stundin í forkosningum repúblikana í Bandaríkjunum, um hver verður forsetaefni flokksins, rennur upp á þriðjudaginn, svo- kallaðan ofurþriðjudag (e. Super Tuesday), þegar kosið verður í alls tíu ríkjum Bandaríkjanna. Kosið verður í Alaska, Georgíu, Idaho, Massachusetts, Norður-Dakóta, Ohio, Oklahoma, Tennessee, Ver- mont og Virginíu. Mitt Romney hefur þótt sigur- stranglegastur í forkosningunum og hefur á undanförnum mánuð- um unnið nokkra mikilvæga sigra. Einn af öðrum hafa keppinautar hans um tilnefningu helst úr lest- inni. Má þar nefna Rick Perry, rík- isstjóra Texas, sem klúðraði sinni baráttu með því að geta ekki talið upp opinberar stofnanir í kapp- ræðum frambjóðenda, auk þess sem hann sendi frá sér hörmu- lega misheppnaða auglýsingu þar sem hann gagnrýndi aukin réttindi samkynhneigðra. Auglýsingin varð eins og bjúgverpill í höndunum á honum og hefur ekkert myndband fengið fleiri „dislike“ á YouTube. Þá datt Herman Cain úr leik eftir undarlega kosningabaráttu. Eftir standa Newt Gingrich, fyrrverandi forseti Bandaríkja- þings, frjálshyggjumaðurinn Ron Paul, sem hefur margsinnis boðið sig fram áður, og svo frambjóðand- inn sem hefur vakið mesta athygli að undanförnu: Rick Santorum. Fáir höfðu búist við því að San- torum myndi ná að skáka Romney verulega, en annað hefur komið á daginn. Í kosningunum er keppt um kjörmenn og sá frambjóðandi sem nær flestum kjörmönnum sigrar. Keppninni er lokið ef einn frambjóðandi nær 1.245 kjör- mönnum. Mitt Romney er lang- fremstur í kapphlaupinu. Hann er búinn að tryggja sér 168 kjörmenn og stóri dagurinn er ekki runn- inn upp. Santorum er kominn í annað sætið með 86 kjörmenn. Newt Gingrich er síðan með 32 og Ron Paul rekur lestina með 19 kjörmenn. Þrátt fyrir að Romney sé með afgerandi forystu núna er langt í frá að kosningunni sé lokið. Hann og Santorum eru hnífjafnir í skoðanakönnunum og má búast við harðri baráttu á þriðjudag. n Á stöplaritinu má sjá verga landsframleiðslu ríkjanna í milljónum króna á hvern íbúa. Katar er langríkasta land heims. Fékk bætur í fangelsi Yfirvöld í Bandaríkjunum segja sakfelldan morðingja hafa fengið atvinnuleysisbætur á meðan hann sat í fangelsi. Maðurinn komst í fréttirnar þegar greint var frá því að hann hefði látið húð- flúra vettvang morðs á bringuna sína. Húðflúrið varð til þess að maðurinn var dæmdur. Bandaríska fréttastofan Fox News greinir frá þessu máli en þar kemur fram að Anthony Garcia, sem ber viðurnefnið Chopper, hafi fengið 30 þúsund dollara, sem nemur um 3,7 millj- ónum króna, í atvinnuleysisbætur á meðan hann sat í fangelsi í Los Angeles á árunum 2008 til 2010. Lögreglustjórnn Mike Parker greindi frá því að faðir Garcia og tvær vinkonur hans hefðu fengið atvinnuleysisbæturnar greiddar og lagt þær inn á reikninga Garcia og manna sem mynda með hon- um glæpagengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.