Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 5. mars 2012 Mánudagur Grunaður um brot á þagnarskyldu n Ingi Freyr Vilhjálmsson með réttarstöðu sakbornings L ögreglan á höfuðborgarsvæð- inu rannsakar nú hvort Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri DV, hafi gerst brotlegur við lög um fjármálafyrirtæki með umfjöll- un sinni um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns og 33 milljóna króna greiðslu sem hann fékk frá Landsbankanum árið 2003. Í grein sem birtist í DV í síðustu viku sagði Guðlaugur Þór að hann hefði fengið greiðsluna í gegnum einkahlutafélagið Bogamanninn vegna sölu hans á umboði fyrir trygg- ingamiðlun svissneska trygginga- félagsins Swiss Life sem hann seldi til Landsbankans á þessum tíma. Ingi Freyr var yfirheyrður af lög- reglunni á föstudaginn og hefur rétt- arstöðu sakbornings í rannsókn- inni. Hann er grunaður um að hafa brotið gegn 58. grein laga um fjár- málafyrirtæki þar sem kveðið er á um þagnarskyldu. Í greininni segir að stjórnarmenn fjármálafyrirtæk- is, framkvæmdastjórar, endurskoð- endur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtæk- isins séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar við- skipta- eða einkamálefni viðskipta- manna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þá er kveðið á um að sá sem veiti slíkum upplýsingum viðtöku sé einn- ig bundinn þagnarskyldu með sama hætti. Þetta er sá liður lagagreinar- innar sem fréttastjóri DV er grunað- ur um að hafa brotið með umfjöllun sinni um Guðlaug Þór. Rannsókn lögreglu beinist einn- ig að því að Gunnar Andersen, fyrr- verandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hafi látið starfsmann Landsbankans sækja fyrir sig upplýsingar um fjár- hagsmálefni Guðlaugs Þórs og að þessar upplýsingar hafi verið notað- ar sem heimild í frétt DV. Gunnar, og umræddur starfsmaður Landsbank- ans, eru einnig með réttarstöðu sak- borninga í rannsókninni. Rannsókn- in gegn þeim beinist að því hvort þeir hafi nálgast umrædd gögn með ólög- legum hætti. valgeir@dv.is „Búin að gefa þetta frá mér“ O kkur langar að biðja þig að hugleiða í fullri alvöru að bjóða þig fram til embætt- is forseta Íslands enda telj- um við þig líklega til að geta orðið góður forseti,“ segir í bréfi sem hópur fólks sendi Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Eng- inn hefur enn tekið af skarið og boð- ið sig fram til embættisins en Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú loks tekið af öll tvímæli um hvort hann hyggist halda áfram. Í bréfi sem Ragna sendir hópnum viðurkennir hún að hafa íhugað for- setaframboð og að hvatningarbréf- ið frá stuðningsmönnunum komið auðvitað „róti á hugann“, eins og hún kemst sjálf að orði. „Þú hefur gott orðspor“ Í bréfinu, sem er undirritað af ell- efu stuðningsmönnum Rögnu, segir: „Undanfarnar vikur og mánuði hef- ur reglulega komið upp umræða um hver sé líklegur til að verða næsti for- seti íslenska lýðveldisins. Eðlilegt er að fólk velti þeirri spurningu fyrir sér enda skiptir það landsmenn miklu hver verður kosinn forseti lýðveldis- ins á komandi sumri. Í það embætti þarf að veljast einstaklingur sem getur áunnið sér almenna virðingu lands- manna og komið fram fyrir hönd þjóðarinnar af þeirri virðingu og sóma sem hæfir embættinu. Á þeim tíma sem þú starfaðir sem ráðherra naust þú almennrar virðingar lands- manna, þvert á stjórnmálaflokka. Það kom m.a. fram í þeim skoðana- könnunum sem þá voru gerðar og mældu vinsældir ráðherra. Í þeim varst þú jafnan í efsta sæti. Þú hefur gott orðspor og er þér lýst sem vand- aðri manneskju sem nýtur hvarvetna trausts og virðingar. Við sem leggjum nöfn okkar við þetta bréf eigum fjöl- breyttan bakgrunn og skoðanir okkar á þjóðmálum eru ólíkar. Það sem við eigum þó sammerkt er að við erum öll Austfirðingar.“ „Lífið heldur áfram“ Ragna hefur nú svarað bréfi stuðn- ingsmanna sinna. Í bréfinu skrifar Ragna til stuðningsmanna sinna: „Ég þakka kærlega fyrir þá trú sem þið hafið á mér. Það snertir streng að fá kveðju frá Austfirðingum, ég á ræt- ur að rekja til Austfjarða eins og þið kannski vitið og á þar ættingja. Mér finnst þið eiga það inni hjá mér að fá hreinskilið svar. Ég hef ekki tjáð mig opinberlega um fram- boð, enda virðist staðan mjög óljós (þótt ég hafi verið ein af þeim sem skildu forsetann þannig að hann ætl- aði ekki að gefa kost á sér áfram). Ég ákvað því að taka þann pól í hæðina að halda áfram að lifa mínu lífi og sækja fram á þeim vettvangi sem ég starfa nú. Lífið heldur áfram og ég hef yfrið að gera, bæði á vettvangi atvinnu- lífisins og í sjálfboðastarfi, og ég var satt að segja búin að gefa þetta frá mér. En mér þykir vænt um kveðj- una, og auðvitað kemur hún róti á hugann, enn á ný, þótt ég eigi von á því að niðurstaða mín verði á endan- um sú sama.“ Forseti bæjarstjórnar skorar á Rögnu Sem fyrr segir eru það stuðnings- menn Rögnu á Austfjörðum sem standa að hvatningarbréfinu. Með- al þeirra sem skrifa undir er Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í Fljótsdalshéraði og forseti bæjarstjórnar. Ragna hefur oft verið orðuð við forsetaembættið undanfarið og var í öðru sæti í kjöri DV.is um hver ætti að verða forseti, á eftir Ólafi Ragnari. Hún hefur fram að þessu ekki viljað gefa afgerandi svar um hvort hún hyggi á framboð eða ekki. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is n Ragna Árnadóttir segir stuðningsmönnum að hún fari ekki í framboð„En mér þykir vænt um kveðjuna, og auðvitað kemur hún róti á hugann, enn á ný, þótt ég eigi von á því að niður- staða mín verði á endan- um sú sama. Ragna Árnadóttir „Þú hefur gott orðspor og er þér lýst sem vandaðri manneskju sem nýtur hvarvetna trausts og virðingar,“ segir í bréfi sem stuðningsmenn Rögnu sendu henni. Ingi Freyr Vilhjálmsson Fréttastjóri DV hefur réttarstöðu grunaðs manns. Lögreglan rannsakar hvort hann hafi brotið gegn 58. grein laga um fjármálafyrirtæki, þar sem kveðið er á um þagnarskyldu. Ólafur Ragnar aftur í framboð: Blandar sér í pólitík Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlar að bjóða sig aftur fram til forseta. Hann tilkynnti það með yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla á sunnudag. Meðal ástæðna sem hann gefur upp fyrir framboði sínu er að vaxandi óvissa sé um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá. Þá sé umrót á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átök um full- veldi Íslands. Á þar forsetinn við aðildarviðræður Íslands að Evr- ópusambandinu. Því má skilja for- setann svo að hann muni í aukn- um mæli beita sér í umræðunni um þessi málefni. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði, sagði við vefmiðilinn Pressuna á sunnudag að yfirlýsing Ólafs Ragnars væri pólitískari en áður hefði sést frá forsetanum. Hann vísaði bæði til stjórnarskrárinnar og aðildarvið- ræðna um inngöngu í Evrópu- sambandið. Yfirlýsingin væri því ávísun á að hann ætlaði sér póli- tískt forystuhlutverk. Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar sendi frá sér á sunnudag segir að að undanförnu hafi birst í áskorunum, könnun- um, viðræðum og erindum ríkur vilji til þess að hann breyti þeirri ákvörðun sem hann tilkynnti í ný- ársávarpinu.  Í yfirlýsingu Ólafs segir enn fremur: „Þá er einnig áréttað mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóða- vettvangi. Í ljósi alls þessa og í kjölfar samráðs okkar hjóna og fjölskyldunnar hef ég ákveðið að verða við þessum óskum og gefa kost á því að gegna áfram embætti forseta Íslands sé það vilji kjós- enda í landinu.  Það er þó einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórn- arfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og for- setakjör fari þá fram fyrr en ella.“ valgeir@dv.is Hannes vildi rannsókn Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist hafa beðið Landsbankann um að rannsaka hvernig upplýsingar um greiðslur frá Landsbankanum til kynningar- og ráðgjafarfyrirtækis sem hann rekur, hafi ratað í DV í mars á síðasta ári. Hann segir að þetta hafi rifjast upp fyrir sér þegar Gunnar Ander- sen var kærður til lögreglu fyrir að hafa látið starfsmann Landsbank- ans afla gagna um Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann. Hannes segist telja að upplýsing- arnar séu illa fengnar en ekkert hafi komið út úr rannsókn Landsbank- ans. Hann spyr sig hver hafi skoðað gögn Landsbankans um einka- hlutafélag sitt og laumað þeim í DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.