Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn L ögreglan í Reykjavík er að rannsaka glæp. Hinn grunaði er blaðamaður og glæpur hans er að birta frétt. Þetta er hluti af uppgjörinu við uppgjörið. Vanda Íslands í góðærinu má skil- greina á einfaldan hátt sem skort á upplýsingum. Fyrir venjulegan Ís- lending virtist allt vera í himnalagi, en brenglað hagsmunanet og alvarleg vandræði leyndust handan við þagn- arhjúpinn. Skortur á upplýsingum er ein af höfuðorsökum hrunsins, því hann fyrirbyggði aðgerðir og þrýsting á aðgerðir. Eftir hrun varð uppgjör og opnun. Fólk safnaðist í þúsundum á Austur- völl og krafðist þess meðal annars að fá meiri upplýsingar. Þingmenn sögðust vilja afnema bankaleynd. Opnunin var kjarninn í uppgjörinu. Ýmsar upplýsingar, sem voru við- kvæmar fyrir fjármála- og stjórnmála- valdið, voru birtar gegn vilja valdsins. Eftir því sem fleiri púsl komu fram varð heildarmyndin skýrari og þræðir stjórnmála og hagsmuna komu í ljós. Nú er efnahagurinn að batna. En það er skuggi yfir okkur. Það hefur nánast ekkert verið gert til að ráðast gegn grunnvandanum sem var rótin að hruninu. Nýjum valdhöfum fylgir endurnýjaður hagur í leynd. Og nýir bankar og nýir auðmenn vilja vera áfram í skjóli fyrir augum almenn- ings. Það eru þeirra hagsmunir. Kerfið er innstillt á að ráðast gegn uppljóstrunum. Á föstudag var Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri DV, yfirheyrður af lögreglumönnum vegna gruns um þann glæp að birta frétt. Skylda blaðamanns og hlut- verk hans í samfélaginu er að birta almenningi þær upp- lýsing- ar sem hann hefur. Það er andstætt hlutverki hans í samfélaginu að fela upplýsingar. En það er truflun í gangi. Kerfið ræðst gegn blaðamanni fyrir að rækja hlutverk sitt. Lög um fjár- málafyrirtæki skylda allt samfélagið, og líka blaðamenn, til að þegja um upplýsingar úr bönkunum. Þegar við komumst yfir gögn sem sýna spill- ingu í banka er það lagaleg skylda okkar að þegja, en siðferðisleg skylda að segja frá. Nú þegar lögreglan er byrjuð að rannsaka blaðamenn verka kraftarn- ir í samfélaginu gegn birtingu upp- lýsinga. Blaðamaður sem fær gögn í hendurnar, sem sýna hags- munaþræði valdakerfisins, hugsar sig tvisvar um áður en hann birtir þau al- menningi, af ótta við að lögreglan fari gegn honum. Færri púsl fást í heildar- mynd samfélagsins. Frétt DV sem lögreglan telur lög- brot fjallaði um að Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður hefði tekið við 33 milljóna króna greiðslu frá Lands- bankanum. Skýringar hans voru þær að hann hefði fengið lán hjá Bún- aðarbankanum til að kaupa trygg- ingamiðlun af bankanum, sem hann seldi síðan Landsbankanum. Guð- laugur er sá íslenski stjórnmálamaður sem tók við hæstu peningaupphæð- unum frá bönkunum og stórfyrir- tækjum í formi styrkja, meðal annars 25 milljónum 2006 til 2007. Auk þess útvegaði hann 25 milljóna króna styrk sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við á laun frá Landsbankanum árið 2006. Bankastjórinn sem keypti trygginga- miðlunina af Guðlaugi Þór og veitti styrkinn er fyrrum samstarfsmaður hans í Búnaðarbankanum og góður félagi. Fréttin sem mátti ekki segja er því púsl í heildarmyndina af sam- bandi Guðlaugs við bankana. Lögreglurannsókn á blaðamanni hefur bæði fælingarmátt gegn upp- ljóstrunum og virkar sem hvatning til annarra til að koma höggi á fjölmiðla sem beita rannsóknarblaðamennsku. Eins og kemur fram í fréttaröð Press- unnar um leka til fjölmiðla hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor barist fyrir því að fá rann- sókn á frétt DV, þar sem greint var frá 6 milljóna króna greiðslum Lands- bankans til hans árin 2007 og 2008. Fréttir DV um fjármagnsflæði til Hann- esar sýndu fram á að háskólaprófess- orinn þáði milljónagreiðslur frá þeim sem hann lofaði í opinberri umræðu, meðal annars af almannafé. Gagn- sóknin gegn uppgjörinu er komin á fullt, þar sem reynt er að stimpla mót- mælendur og fjölmiðla sem hluta af stjórnmálaflokkum, og ljóstra upp um þátttöku þingmanna í mótmælum. Nú getum við fylgst með þagnar- hjúpnum dragast aftur yfir okkur. Ef- laust héldu margir að allir yfirlýsinga- glöðu þingmennirnir, sem sögðust ætla að afnema bankaleynd, myndu breyta þessu. En eftir þrjú ár með nýja ríkisstjórn er veruleikinn annar. Bankarnir eiga aftur að mata okkur á upplýsingum, það er aftur skylda að þegja og mótmælendurnir eru löngu farnir aftur heim. Hrunvaldar Íslands n Á næstu dögum verður væntanlega mikil fjölmiðla- veisla þegar helstu hrun- valdar Ís- lands mæta fyrir lands- dóm til að vitna í máli Geirs Hilmars Haarde, fyrr- verandi for- sætisráðherra. Mest er auð- vitað spennan í kringum það þegar sjálfur Davíð Odds- son mætir fyrir dóminn. Davíð er sá einstaklingur sem hafði langmest áhrif á það hvernig þróunin varð á Íslandi í aðdraganda hruns- ins. Hann var lykilmaður við einkavæðingu bankanna og réð því sem hann vildi. Spillingar­ samfélagið n Margir eru á þeirri skoð- un að það ætti í rauninni að vera Davíð Oddsson sem stæði frammi fyrir lands- dómi sem sakborning- ur en ekki Geir Haarde sem í raun hafi verið handbendi gamla foringjans og ekkert unnið til saka af sjálfsdáðum. Í því ljósi eru ófáir sem vona að Geir verði sýknaður af ákærum um að hafa brugðist þjóðinni í að- draganda hrunsins. Hvað sem því líður er víst að al- menningur mun í gegnum landsdóm fá fágæta innsýn í íslenskt spillingarsamfélag. Í fýlu af Facebook n Eitt helsta tískufyrirbærið í umræðunni er að fara í fýlu og láta sig hverfa af Face- book. Það var sjálfur Bubbi Morthens sem reið á vaðið vegna þess hve umræðan var orðin ill- bærileg. Í framhaldinu hefur hver laukurinn af öðrum farið. Þráinn Bertelsson þing- maður fór í fússi eftir að hafa verið sakaður um kvenhatur. Síðast fór svo hinn orðhvati blaðamaður Jakob Bjarnar Grétarsson sem lenti á svört- um lista feminístanna. Með ráðherraveiki n Einn skondnasti ráðherra Íslandssögunnar er Jón Bjarna- son, fyrrverandi ráðherra sjáv- ar og sveita. Svör hans við ýmsum spurning- um fjölmiðla hafa ratað á spjöld sög- unnar vegna þess hve skemmtilega þau voru út úr kú. Jóni var fleygt út úr ríkisstjórn vegna óþægðar og þvergirðingsháttar. Síðan hefur hann verið með alvarleg fráhvörf sem kallast ráðherra- veiki. Hermt er að hann mæti illa á þing og fundi í þing- flokki sínum og sé áhugalítill um þingmennskuna. Ég vil engum illt Prestar eru venjulegt fólk Lára Ólafsdóttir sjáandi segist sjá fyrir stóran skjálfta á höfuðborgarsvæðinu. – DV Séra Hildur Eir Bolladóttir stendur fyrir paramessu og ætlar að segja frá eigin hjónabandi. – DV Það gerist aftur Þ að virðist vera lífleg eftirspurn eftir nýjum stjórnmálahreyfingum, en þar er sá hængur á að það er ekki eins auðvelt og margur hyggur að búa til stjórnmálahreyfingu með þaul- hugsaðri hugmyndafræði og markmið- um. Vandinn er til dæmis sá að grundvall- arstefnur í sæmilega þróuðu lýðræðis- þjóðfélagi eru ekki ýkjamargar: Hinar sígildu tvær eru hægri og vinstri – ein- staklingshyggja eða félagshyggja sem eru önnur nöfn yfir kapítalisma og jafnaðar- stefnu/sósíaldemókratisma. Þriðja leiðin er svo miðjustefna sem á að vera hófsöm málamiðlun milli þess besta (eða þess versta) úr einstaklings- hyggju og félagshyggju. Úr þessum þremur grundvallar- stefnum er hægt að sjóða saman allt að því óendanlega margvíslegar skoðanir á þjóðfélaginu frá fasisma til kommún- isma, frjálshyggju til forræðishyggju og allt þar á milli. Stjórnmál nútímans Nú fer fjölgandi nútímahugsuðum sem stíga fram og lýsa frati á hægri og vinstri. Þeir segja að stjórnmál nútímans eigi að fjalla um vandamál líðandi stundar eins og jafnrétti kynjanna, umhverfismál, friðarstefnu, stöðu trúarbragða eða rétt- indi ýmiss konar minnihlutahópa og lífs- skoðana í þjóðfélaginu. Efnahagsmál eru líka ofarlega á baugi í hugum margra sem eru búnir að sætta sig við það ógnarjafnvægi kapítalisma og sósíaldemókratisma sem ríkir víðast hvar í Vestur-Evrópu. Þá er hægt að þrengja sviðið og berjast fyrir einstökum kenn- ingum í efnahagsmálum s.s. upptöku „lómsins“ ellegar afnámi vísitölutrygg- ingar eða almennri skuldauppgjöf með því að ræsa peningaprentvélar og keyra þær á fullum afköstum. Svo er líka hægt að komast langt í pólitík á því að vilja EKKI eitthvað, eins og dæmin sanna með þeim fornu féndum sem nú hafa fallist í faðma og vilja forða Íslendingum frá því að ganga í samband Evrópuþjóða. Þar sem félags- fræðilegar rannsóknir sanna að 20% af öllu fólki eru venjulega Á MÓTI öllum breytingum gefur það augaleið að stein- geld kyrrstöðu- og öldungapólitík höfðar alltaf til nokkuð stórs hóps NEIkvæðra kjósenda. Nýtísku flokkar Lýðræðislegar endurbætur eru líka ofarlega á blaði hjá mörgum sem búnir eru í stórum dráttum að sætta sig við að búa í þjóðfélagi sem er fljótandi sam- bræðingur hægri og vinstri. Þar þarf í takt við hægfara þróun lýðræðis að upp- færa stjórnarskrár eða semja nýjar, taka upp persónukjör, fjölga þjóðaratkvæða- greiðslum og innleiða pólitískan rétt- trúnað til að bæta mannlífið. Allt þetta er skammt á veg komið enda á lýðræðið ekki nema kannski tveggja alda sögu í okkar eldgömlu veröld og er enn á barnsskónum. Nýtísku flokkar – eða kannski öllu heldur „hreyfingar“ eða „samtök“ sem eru að eigin áliti hvorki til hægri né vinstri og allrasíst á miðjunni (sem í fyrirlitningarskyni er stundum kölluð „miðjumoð“ í dæmigerðri „íslenskri um- ræðu“) ætla að leysa hin stóru nútíma- mál með nútímalegum lausnum geta eins og dæmin sanna lent í hremming- um. Þær hremmingar koma þegar skýr- leiksfólk hefur stuttlega talað sig saman um að stofna nýja hreyfingu til að bæta þjóðfélagið með afburða skarpskyggni sinni og menntun, og svo kemur á dag- inn að meðlimir baráttuhópsins koma ýmist frá hægri eða vinstri að vanda- málum og nálgast tilveruna með afar misjöfnum hætti. Stjórnmál um einstök málefni kunna að vera gagnleg til að hnika ákveðnum málaflokkum í forgang en það eru engu að síður hin gömlu grundvallarátök milli hægri og vinstri sem skipta sköpum fyrir framtíð okkar. Hægri og vinstri dottið úr tísku Hugmyndafræðin um hægri og vinstri er dottin úr umræðunni. Hún er ekki lengur í tísku. Í löndum þar sem offita er stærsta heilbrigðisvandamálið er sósíal- isminn gleymdur en flokkar sem þykjast vera lengst til vinstri eru undirlagðir af þeim pólitíska rétttrúnaði að aum staða velmenntaðra og velnærðra kvenna sé stærsta vandamál samtímans en ekki ranglæti, stéttaskipting, fátækt og mis- skipting auðsins. Það er eins og það tíðkist ekki á tímum hinnar miklu einstaklingshyggju og egó- isma að sjá skóginn fyrir einstökum trjám, og kannski myndar hver einasti maður sinn eigin stjórnmálaflokk í framtíðinni um sínar eigin óskeikulu póstmódernísku skoðanir. Orðið sósíalismi vekur aðhlátur. Við viljum ekki hefðbundin stjórnmál. Þau eru eins og rímað kvæði. Við viljum frjálsleg póstmódernísk málefnastjórn- mál. Og við erum öll óskeikul. Þetta er kannski ekki gæfulegt ástand, en hugsanlega er þetta nauðsynlegt skeið í stjórnmálaþróuninni því að öll þróun er fremur hæg – miðað við hvað ævi hvers kjósanda líður hratt. Póstmódernísk pólitík Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 5. mars 2012 Mánudagur Kjallari Þráinn Bertelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.