Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2012, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 5. mars 2012 Þ egar vinur hennar lenti í vandræðum í febrúar á síð- asta ári bauð hún honum að gista á sófanum. Vinurinn þáði boðið en reyndist ekki vera vinur í raun. Því hún vaknaði upp við að hann var kominn í rúm- ið til hennar, búinn að klæða hana úr nærbuxunum og var að nauðga henni. Hún fékk sér lögfræðing og kærði nauðgunina til lögreglunnar. En nú, þegar ár er liðið frá því að hún lagði fram kæru, furðar hún sig á því af hverju hún hefur ekki enn fengið svar frá lögreglu, lögmanni eða ríkis- saksóknara varðandi stöðu málsins. Nauðgað af vini sínum DV ræddi við konuna sem sagðist vera orðin hálfvonlaus og að afleið- ingarnar af nauðguninni hefðu reynst henni erfiðar viðfangs. En þetta var ekki í fyrsta sinn sem hún lenti í nauðgun. Því miður hefur hún allt of mikla reynslu af ofbeldi. „Æskuvin- ur minn nauðgaði mér þegar ég var fjórtán ára og gisti heima hjá honum. Síðan nauðgaði annar strákur mér í september 2010. Þá hafði ég farið út að skemmta mér með vinkonu minni sem varð ofurölvi svo ég hringdi í þennan strák sem ég vissi að væri alls- gáður og bað hann um að hjálpa mér við að koma henni heim. Hann gerði það og gisti með okkur. Það endaði svona. Svo var það þetta atvik sem ég kærði. Eftir það varð mér aftur nauðg- að á Þorláksmessu í fyrra. Ég er nokk- uð viss um að mér hafi þá verið byrluð lyf því ég datt alveg út og varð rosalega skrýtin. Í raun var það grófasta nauðg- unin sem ég hef orðið fyrir, ef það er hægt að flokka nauðganir niður eftir grófleika þar sem nauðgun er alltaf alvarleg.“ En það var sem sagt í febrúar sem hún fékk nóg. „Þetta var strák- ur sem ég þekkti en var búsettur fyr- ir norðan. Hann kom í bæinn yfir helgina til að hitta fólk og vildi hitta mig. Ég var að fara í afmæli á Prikinu og sagði að hann gæti komið þangað. Svo vorum við þar þegar hann fór að tala um að hann vantaði náttstað. Ég bauð honum að gista á sófanum hjá mér. Svo vaknaði ég upp við að hann var að nauðga mér.“ Hún trúði ekki að þetta væri að gerast en fyrstu viðbrögð hennar voru að látast vera dauð. „Þetta var einhver sjálfsbjargarviðleitni. Svo reyndi ég að ýta við honum en það gekk ekki. Seinna fékk ég kraft til að koma mér burt, klæddi mig í skó og hljóp út. Ég fór til vinkonu minnar sem fylgdi mér upp á Neyðarmót- töku vegna nauðgana þar sem ég var skoðuð.“ Alvarlegar afleiðingar Þar fékk hún einnig upplýsingar um lögmann sem hún setti sig strax dag- inn eftir í samband við. Viku síðar fór hún í skýrslutöku hjá lögreglunni. „Lögfræðingurinn kom mér líka í samband við sálfræðing en foreldrar mínir voru nýskildir þegar þetta var svo ég var að hitta annan sálfræð- ing. Ég reyndi að tala um þetta við hana en hún vildi frekar einbeita sér að skilnaðinum. Svo ég fékk tíma hjá hinum sálfræðingnum en komst ekki og ákvað að ýta þessu bara til hliðar. Ég þorði ekki að takast á við afleið- ingarnar og vinna úr þessu því ég vildi bara fá að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Ég var samt orðin svo þreytt á því að þetta var alltaf að gerast og hafði aldrei neinar afleiðingar fyrir strákana. Mér fannst það ekki rétt og ákvað því að kæra þótt ég hefði í raun enga trú á réttarkerfinu. Það er skammarlegt hvað þeir sem nauðga sleppa vel frá því. Þeir taka allt frá manni sem maður á og gætu allt eins skilið mann eftir í kistu ofan í jörðinni. Ég upplifi það allavega þannig að ég funkera illa eftir þetta. Ég á erfitt með eðlileg samskipti, get ekki stundað kynlíf því mér finnst það alltaf óþægilegt, jafnvel þótt ég treysti viðkomandi, því ég er alltaf að endurupplifa nauðgun. Mig dreymir nauðgun og vakna upp á næturnar, hrædd um að það sé einhver hjá mér. Annað- hvort langar mig ekkert til að borða eða borða yfir mig. Ég hef verið með miklar þyngdarsveiflur, létt- ist mjög mikið og þyngdist svo enn meira. Ég er stjórnlaus. Ég er líka byrjuð að drekka mikið til að deyfa mig, drekk stundum fjórum, fimm sinnum í viku til að reyna að kom- ast burt frá þessu ömurlega lífi og hef enga stjórn á skapinu. Ég get tekið brjálæðiskast út af engu. Mig langar ekki að vakna á morgnana, ligg upp í rúmi og nenni ekki á fæt- ur, eða takast á við lífið og hugsa um þetta.“ Engin svör Eftir að hún lagði fram kæru þá heyrði hún lítið sem ekkert frá lög- manninum eða lögreglunni. „Lög- fræðingurinn sagði að hann yrði í nánu sambandi við mig og ég fengi að vita af öllu sem væri að ger- ast. Hann var í sambandi við mig í nokkra mánuði en síðan hef ég ekk- ert heyrt. Ég reyndi að hafa reglu- lega samband við hann og lögregl- una til að fylgjast með gangi mála.“ Í október var henni tjáð að mað- urinn hefði verið erlendis en nú væri búið að yfirheyra hann og mál- ið væri á leið til ákærusviðs. „Ég veit ekki hvað kom þar fram, hvort hann játaði brotið eða ekki. Hann gerði það reyndar í SMS-skilaboðum sem hann sendi mér og lögreglan tók afrit af öllum skilaboðum. Þar var hann voða sorrí yfir þessu og sagð- ist ekki vita hvað hann hefði verið að pæla.“ Hún er því orðin nokkuð óþreyjufull og vonar að þetta fari að skýrast. „Ég sendi lögreglunni tölvupóst í janúar en var ekki svar- að svo ég sendi aftur póst fyrir nokkrum dögum og fékk þá þau svör að ég þyrfti að tala við lög- fræðinginn minn. Málið væri ekki lengur í höndum lögreglunnar því það væri komið til ákærusviðs lög- reglunnar. Þar verður það annað hvort fellt niður eða sent áfram til ríkissaksóknara sem metur hvort það eigi að ákæra í málinu eða vísa því frá. Ég sendi lögmanninum mínum því póst og spurði hvernig staðan væri en fékk ekkert svar. Svo nú veit ég ekkert hvernig stað- an er.“ Málið hjá ákærusviði lögreglunnar DV leitaði upplýsinga hjá lögreglunni sem sendi málið til ákærusviðs þann 7. febrúar 2012. Tíminn sem líður frá því að kæra er lögð fram og rannsókn málsins lýkur er yfirleitt mun styttri en í þessu tilfelli ef allt er eðlilegt, oftast er um þrjá til fjóra mánuði að ræða. Í þessu máli reyndist hins vegar erfitt að ná í hinn meinta geranda auk þess sem svona mál verða alltaf þyngri í vöfum þegar sakborningur býr í öðr- um landshluta. Samkvæmt lögregl- unni tók málið því óvenjulangan tíma en réttargæslumaður á alltaf að upp- lýsa brotaþola um stöðu málsins. Það eina sem stúlkan vill er að réttlætið nái fram að ganga. „Ég vil að hann gjaldi fyrir það sem hann gerði. Ég vil ekki þurfa að taka réttlætið í mínar hendur. Lögreglan á að sjá um þetta fyrir mig. En þar sem þetta mál hefur dregist svona á langinn og mér hefur gengið illa að fá svör þá sleppti ég því til dæmis að kæra þessa nauðg- un sem ég varð fyrir síðast á Þorláks- messu. Ég hafði ekki lyst á því að eyða aðfaranótt aðfangadags á Neyðar- móttöku vegna nauðgana, hvað þá þegar ég hef þessa reynslu af réttar- kerfinu. Þar til þessu máli lýkur og ég fæ einhver svör hangir þetta alltaf yfir mér. Þetta er dagleg áminning því ég er alltaf að hugsa um þetta. Ég vil hvetja alla sem verða fyrir nauðgun, konur og karla, til þess að kæra en það er erfitt að fara í gegnum þetta ferli. En ég vona að á endanum muni réttlætið ná fram að ganga.“ Kona sem kærði nauðgun Almennt tekur það lögregluna þrjá til fjóra mánuði að rann- saka nauðgunarmál. Þegar illa gengur að ná í gerandann og hann býr í þokkabót í öðrum landshluta flækist málið. Kona sem DV ræddi við er búin að bíða í ár eftir að fá niður- stöðu í sitt mál, sem er nú hjá ákærusviði lögreglunnar. n Kona kærði nauðgun í febrúar 2011 en málið var sent til ákærusviðs í febrúar 2012 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Mig dreymir nauðg- un og vakna upp á næturnar, hrædd um að það sé einhver hjá mér. Hugsar stöðugt um nauðgunina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.