Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 2
A llt að sjö framboð utan hinna hefðbundnu flokka gætu boðið fram í næstu al- þingiskosningum. Formlega hafa fjögur ný framboð til- kynnt um stofnun og framboð. Það eru Dögun – nýstofnuð breiðfylking Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingar, frjálslyndra og nokkurra stjórnlaga- ráðsfulltrúa, Samstaða – framboð Lilju Mósesdóttur alþingiskonu, Björt framtíð, sem Guðmundur Stein- grímsson þingmaður og Heiða Krist- ín Helgadóttir leiða, auk þess sem Hægri grænir, flokkur Guðmundar Franklíns hefur haldið formlegan stofnfund. Að auki hafa þjóðernissinnar hafið undirbúning að stofnun flokksins Ís- land fyrst. Þrír aðilar standa að flokki sem kallar sig Bjartsýnisflokkinn og þá var tilkynnt um væntanlegan Lýð- frelsisflokk árið 2011 en að flokknum standa Evrópusinnaðir fyrrverandi sjálfstæðismenn Keppt um lausafylgið „Það þarf töluvert mikið til að þeir sem alltaf hafa kosið einn flokk ákveði að kjósa annan flokk. Í venjulegu ár- ferði er talað um að fjórðungur kjós- enda sé tilbúinn að kjósa annan flokk en áður,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um möguleika nýrra framboða. Hún segir kosninga- baráttu dýra og þarfnast skipulagn- ingar. Að því leyti hafi fjórflokkurinn forskot á ný framboð. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að ný framboð hafa í einhverjum tilvikum náð árangri og að nánast án undantekninga hafi ver- ið pláss fyrir fimmta flokkinn á þingi, þótt iðulega sé þeim flokki skipt út. „Fjórflokkurinn“ Þeir flokkar sem talist geta nokkuð grónir og eiga sér sögu og fulltrúa á þingi og á sveitarstjórnarstigi eru oft kallaðir fjórflokkurinn. Hér myndi hugtakið eiga við um Sjálfstæðis- flokk, Samfylkingu, Vinstri græn og Framsóknarflokk. Nýju framboðin eiga flest andúð sína á fjórflokknum sameiginlega. Orðræða, stefna og jafnvel nöfn þeirra bera það með sér. Þannig hefur flokkur Lilju Móses- dóttur, Samstaða, hvorki viljað kalla sig hægri- eða vinstriflokk heldur nýja hugsun í stjórnmálum. Nafnið Dögun, líkt og Björt framtíð, felur í sér skírskotun til nýs upphafs eða betri tíma sem ef til vill má túlka sem kall eftir framtíð þar sem enginn fjór- flokkanna sé við völd. Þá er sérstaklega áberandi frá Bjartri framtíð hvað flokkurinn legg- ur mikið upp úr því að fjarlægja sig frá vörumerki stjórnmálaflokka og -manna þrátt fyrir að í forsvari sé þingmaður annars vegar og fram- kvæmdastýra stjórnmálaflokks hins vegar. Flokksstofnanir Bjartrar fram- tíðar bera óhefðbundin nöfn, sveigt er framhjá notkun orða eins og stjórn og formaður. Hlutverkalýsing- ar eru orðaðar óhefðbundið. Nefna má til dæmis „Ráðið“ sem hefur meðal annars það hlutverk að sjá um mannauðs- og stemningarmálefni. „Fimmflokkurinn“ Hér á landi hefur allt frá kosningum árið 1971 verið rými fyrir allavega fimm flokka á Alþingi. Ef til vill er því réttara að tala um „fimmflokkinn.“ Á þessu er þó sú undantekning að aðeins fjórir flokkar náðu fulltrúa á þing í kosningum árið 1978 þegar sjö framboð utan hefðbundnu flokkanna fjögurra voru í framboði. Kosningarnar voru haldnar í skjóli mikilla deilna eftir að ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks hafði tekið vísitölu launa úr sam- bandi og sagt upp nýgerðum kjara- samningum. Efnahagsstjórn þessa tíma einkenndist af endurteknum lækkunum á krónunni, sem lækkaði laun og gerði vísitölutryggingu launa gríðarlega mikilvæga fyrir launafólk. Afleiðing þessara deilna voru Ólafs- lögin svokölluðu sem sett voru árið 1979 af ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og voru tæknileg útfærsla á verðtrygg- ingu lána. Leiða má að því líkur að mikill fjöldi nýrra framboða í kosningunum árið 1978 sé afleiðing óánægju og deilna í samfélaginu. Það er því kald- hæðið að ef til vill hafi eina fórnar- lamb þeirrar gremju verið fimmti flokkurinn. Aftur í fyrra horf „Eftir því sem lengra líður frá bús- áhaldabyltingunni og hruni er lík- legra að hlutirnir fari smám saman að fara í sama far,“ segir Birgir Guð- mundsson stjórnmálafræðingur um möguleika nýrra framboða. „Fólk er ef til vill að skila sér heim.“ Af þeim sem taka afstöðu til flokka í síðasta Þjóðarpúlsi Capacent nefna sjö af tíu einn flokk hins hefðbundna fjórflokks. Um tuttugu og sjö prósent hyggjast kjósa Hreyfinguna eða ein- hvern annan flokk. Þess utan eru tólf prósent sem neita að gefa upp sína af- 2 Fréttir 21. mars 2012 Miðvikudagur 3/4 til fjórflokksins Heimild: Niðurstöður um fylgi flokkanna á landsvísu eru úr net- könnun sem Capacent Gallup gerði dagana 2.–29. febrúar 2012. Heildarúrtak var 5.378 einstaklingar 18 ára eða eldri af öllu landinu og svarhlutfall var 61,7%. Vikmörk eru 0,6–1,9%. Einstaklingar í úrtaki voru valdir af handa- hófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Ný eða nýleg framboð 27% Hreyfingin, Sam- staða, Björt framtíð og aðrir flokkar Hefðbundin framboð 73% Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, VG og Framsóknarflokkur Líkleg til að kjósa ný framboð Þótt erfitt sé að alhæfa um hvaðan væntanlegir kjósendur nýrra framboða gætu komið er hægt að greina einkenni þeirra sem líklegastir eru til að íhuga að kjósa framboð sem ekki hefur komið fram áður. Athugið að aukin líkindi eru á að kjósandi sem fellur undir eftirfarandi viðmið íhugi að kjósa nýtt framboð. Gera verður þann fyrirvara á þessum upplýsingum að viðmið eru reiknuð út frá öllum þeim sem taka afstöðu en ekki ekki kyn- greind fyrst, því næst aldursgreind og svo framvegis. Líklegasti kjósandi nýs flokks n Karl n 18–29 ára n Höfuðborgarsvæðið n Tekjur: 250–399 þúsund á mánuði n Styður Samfylkinguna og ríkisstjórnina Ólíklegasti kjósandi nýs flokks n Kona n 50–67 ára n Búsett á landsbyggðinni n 800 þúsund eða hærri tekjur á mánuði n Styður Sjálfstæðisflokkinn og er andvíg núverandi ríkisstjórn *Heimild: MMR – Markaðs- og miðlarannsóknir ehf. Einstaklingar á aldrinum 18–67 ára. Þátttakendur valdir í síma en könnun framkvæmd á netinu. Svarendur eru 855. Könnun framkvæmd á tímabilinu 12.–17. janúar. Mest traust 1. Rannsókn á tildrögum bankahrunsins VG 32 % 2. Umhverfismál VG 32 % 3. Nýting náttúruauðlinda D 33 % 4. Mennta- og skólamál D 38 % 5. Heilbrigðismál D 36 % 6. Aðildarsamningur ESB D 33 % 7. Atvinnuleysi D 45 % 8. Innflytjendamál D 35 % 9. Lög og regla almennt D 41 % 10. Efnahagsmál D 44 % 11. Skattamál D 46 % 12. Endurreisn atvinnulífsins D 48 %1 5 93 7 112 6 104 8 12 0 5 % 10 % 15 % 20 % 25 % Sjö ný framboð í kapphlaupið DV_motmaeli_d09 DV0909305252 DV1203206867 n Fimmti flokkurinn geldur hugsanlega fyrir fjölda nýrra framboða „Það þarf töluvert mikið til að þeir sem alltaf hafa kosið einn flokk ákveði að kjósa annan flokk. Lýðræði! Þótt ekki standi það skýrum stöfum á skilti mótmælendans má leiða að því líkur að hér sé ekki kallað sérstaklega eftir góðum árangri hefðbundnu flokkanna Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Fáir treysta nýjum framboðum Yfirleitt virðast 10 til 15 prósent aðspurðra treysta nýjum framboðum best til að stýra hinum ýmsu málaflokkum. Hér hægra megin má sjá að Sjálfstæðisflokknum er oftast treyst best.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.