Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 21. mars 2012 Miðvikudagur F járfestarnir Gunnlaugur Sig- mundsson, Vilhjálmur Þor- steinsson og Örn Karlsson tóku sér 600 milljóna króna arð út úr fjárfestingarfélagi sínu Teton ehf. árið 2009 vegna rekstrarársins 2008. Arðurinn var greiddur til eignarhaldsfélaga þeirra í Lúxemborg. Teton hafði hagnast um nærri 1.150 milljónir króna á hrun- árinu 2008 og byggði arðgreiðslan á því. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2010 sýnir mjög sterka stöðu. Teton er með skrifstofur sínar í Hellusundi 6 í miðbæ Reykjavíkur. Þremenningarnir áttu meðal annars hlutabréf í fjarskiptafyrir- tækinu Kögun í gegnum áðurnefnt félag, Teton. Þeir seldu hlutabréfin, alls rúmlega 15 prósent hlutafjárins, til Baugsfélagsins Dagsbrúnar í mars árið 2006. Þá höfðu þeir setið saman í stjórn Kögunar í nokkur ár. Kögun sameinaðist svo fjarskiptafyrirtæk- inu Skýrr, nú Advania, í september 2010 og er ekki lengur til sem sjálf- stæður lögaðili. Gefa ekki upp fjárfestingar Örn Karlsson, framkvæmdastjóri Teton, vill ekki gefa upp á hverju fé- lagið hagnaðist á hrunsárinu 2008. Ekki er hægt að sjá það í ársreikning- um félagsins, eingöngu að eignirnar hafi rúmlega tvöfaldast á milli áranna 2007 og 2008 og að verðbréfaeign þess hafi aukist til muna. „Við kjósum að auglýsa ekki í hverju við erum að fjárfesta hverju sinni,“ segir Örn. Þegar hann er spurður nánar út í hverju Teton hafi fjárfest í og hvort félagið hafi tekið stöðu gegn ein- hverju – hugsanlega gjaldmiðli með afleiðusamningum eða eitthvað slíkt – er svarið hjá Erni það sama: „Nei, við höfum bara haft þá reglu að vera ekkert að ræða mikið um okkar við- skipti. Þeir sem þekkja okkur úr við- skiptum vita hins vegar að við höf- um verið mjög íhaldssamir; við erum áhyggjufullir að eðlisfari og ekki miklir „high-flyerar“,“ segir Örn. Mikill hagnaður Tetons á hrun- árinu 2008, rúmlega tvöföldun eigna, er því óútskýrður eftir samtal blaða- manns við Örn. Þrjú eignarhaldsfélög í Lúxemborg 600 milljóna króna arðurinn sem þremenningarnir tóku út úr Teton árið 2009 var greiddur til þriggja eignarhaldsfélaga þeirra í Lúxem- borg. Um er að ræða félögin: K 13 Holding SA., Meson Holding SA og GSSG Holding SA. Fyrsta félagið er í eigu Arnar Karlssonar, það næsta er eigu Vilhjálms Þorsteinssonar og það síðasta í eigu Gunnlaugs Sigmunds- sonar. Félög Arnar og Vilhjálms eiga 40 prósent hvort í Teton en GSSG á 20 prósenta hlut. Örn og Vilhjálmur fengu því 240 milljónir hvor af arð- greiðslunni á meðan Gunnlaugur fékk 120 milljónir króna í sinn hlut. Líkt og komið hefur fram í opin- berri umræðu á Íslandi er ástæðan fyrir því að fjárfestar kjósa að láta eignarhaldsfélög í Lúxemborg halda utan um hlutabréfaeignir sínar að slíkt getur falið í sér skattahagræði fyrir þá. Bakgrunnur Teton-manna Vilhjálmur hefur um árabil starfað sem fjárfestir í tækni- og upplýsinga- geiranum á Íslandi og hefur með- al annars verið stjórnarformaður í tölvuleikjafyrirtækinu CCP, framleið- anda Eve Online. Þá var hann stjórn- arformaður í gagnaverinu Verne Holdings í Reykjanesbæ. Í október síðastliðnum var Vilhjálmur kosinn gjaldkeri Samfylkingarinnar á lands- fundi flokksins. Hann sat auk þess í stjórnlagaráði. Örn Karlsson, sem er framkvæmdastjóri Teton, hef- ur sömuleiðis áralanga reynslu úr tæknigeiranum á Íslandi. Gunnlaugur er einna þekktastur fyrir aðkomu sína að Kögun en því hefur verið haldið fram opinberlega að hann hafi komist yfir fyrirtækið, sem var í ríkiseign, á tíunda áratugn- um vegna tengsla sinna við Fram- sóknarflokkinn. Í opinberri umræðu er gjarnan talað um einkavæðingu Kögunar sem dæmi um óheppi- lega einkavæðingu. Gunnlaugur var þingmaður flokksins. Hann er faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Eignir jukust á hrunárinu Í árslok 2008 átti Teton verðbréf sem metin voru á 1.400 milljónir króna auk þess sem félagið átti rúm- lega 675 milljónir króna í bundnum bankainnstæðum. Heildareignir félagsins námu rúmlega 2,3 millj- örðum króna en höfðu numið rúm- lega 900 milljónum króna í árslok 2007. Í árslok hafði félagið nær ein- göngu átt handbært fé, nærri 900 milljónir króna, en ári síðar höfðu eignirnar tvöfaldast og það hafði komið sér upp verðbréfaeign fyrir nærri 1.400 milljónir króna. Eignir Teton jukust því mjög á hrunárinu 2008. Á móti þessum eignum voru skuldir upp á einungis rúmlega 375 milljónir króna, að mestu ógreiddur skattur. Skuldsetning félagsins var því afar lítil. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Teton námu eignir félagsins samtals nærri 1.700 milljónum króna í árs- lok 2010. Félagið átti þá nærri 945 milljónir króna í óráðstöfuðu eigin fé. Teton átti þá meðal annars hlut í verðbréfafyrirtækinu Tindum sem nú hefur runnið inn í fjármálafyrir- tækið Auður Capital. Staða félagsins er því ennþá afar sterk. Tóku 600 milljónir í arð til Lúx fyrir 2008 n Gunnlaugur Sigmundsson og félagar högnuðust á hrunárinu„Við kjósum að auglýsa ekki í hverju við erum að fjár- festa hverju sinni. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Arðurinn til Lúx Eigendur Teton högnuðust gríðarlega á hrunárinu 2008. Eignir félagsins rúmlega tvöfölduðust og tóku þeir sér 600 milljónir í arð árið eftir. Eigendur félagsins eru Vilhjálmur Þorsteinsson og Örn Karlsson auk Gunnlaugs Sigmundssonar. Teton gaf vel Gunnlaugur fékk 120 milljónir króna í sinn hlut. Hinir tveir fengu 240 milljónir. Vítisenglar hætta við meiðyrðamál Vítisenglar og Einar „Boom“ Mar- teinsson, forseti samtakanna, hafa dregið til baka meiðyrðamál á hendur Haraldi Johannessen rík- islögreglustjóra. Málið var þingfest 10. janúar síðastliðinn fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Einar hafði greint frá því að samtökin færu fram á 3,2 millj- ónir króna í miskabætur vegna ummæla sem ríkislögreglustjóri hefði láti falla um þau. Í tilkynn- ingunni segir enn fremur að ekki sé ljóst hvers vegna Vítisenglar hættu við málshöfðunina en Einar hefur sjálfur verið mikið í fréttum vegna aðildar að grófri líkamsárás í Hafnarfirði rétt fyrir jól. Hann sit- ur í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Ostborgari franskar og 0,5l gos Máltíð Mánaðarins Verð aðeins 1.045 kr. d v e h f. 2 0 12 / d av íð þ ó r Stigahlíð 45-47 | Sími 553 8890 *gildir í mars Kvóti til 20 ára Samið verður við kvótaeigendur um 20 ára nýtingu á kvóta, sam- kvæmt nýrri löggjöf um stjórn fiskveiða. Undirbún- ingur frum- varps er langt kom- inn en efni þess verður kynnt á ríkis- stjórnarfundi á föstudag, samkvæmt því sem fram kom í frétt Stöðvar 2 á þriðjudags- kvöldið. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ekkert samráð hafi verið haft við útvegsmenn við vinnslu málsins. Í fréttinni kom fram að fjórir hópar sérfræðinga á vegum ráðuneytisins hafi komið að gerð frumvarpsins. Skemmst er að minnast þess að frumvarp sem Jón Bjarnason lagði fyrir ríkis- stjórnina í fyrra féll vægast sagt í grýttan jarðveg. Jón var í kjölfar- ið látinn fara úr ríkisstjórninni. Gegn 20 ára samningi þurfa útvegsmenn árlega að greiða nýtingargjald en verði frum- varpið að lögum eru í fyrsta sinn settar tímatakmarkanir á afla- heimildir. Friðrik sagði við frétta- stofuna að á tveimur fundum ráðherra með útvegsmönnum hafi engar upplýsingar verið veittar um efni frumvarpsins. Samráð verði að vera við grein- ina ef sátt eigi að nást um breyt- ingarnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.