Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Síða 22
Banvænar brekkur S SX-leikirnir hafa verið vinsælir meðal snjó- brettaunnenda og raun- ar allra þeirra sem hafa gaman af hröðum leikjum. EA Sports gefur út þennan nýja SSX-leik sem er sá sjötti í röð- inni og fara spilarar í ferðalag um allan heim þar sem þeir takast á við stórhættulegar brekkur, meðal annars á Suð- urskautslandinu og á Mount Everest. Alls eru staðirnir níu og fá spilarar að bruna niður þrjú fjöll á hverjum stað þar sem markmiðið er að ná besta tímanum, fá flestu stigin eða einfaldlega lifa ferðina af. Þeg- ar þessum aðalhluta leiksins er lokið er hægt að fara aftur í brekkurnar, eða svokallað Explore, og freista þess að bæta fyrri árangur. Þó svo að leikurinn sé ekki mjög djúpur og með afar þunnan söguþráð er hann frá- bær skemmtun. Það tók ekki langan tíma að bruna niður allar 27 brekkurnar og klára aðalsöguþráðinn. Það skiptir hins vegar litlu máli því hægt er að velja margar leiðir niður sömu brekkuna sem gefur leiknum meiri vídd. Leikur- inn er sannkallaður tímaþjóf- ur og auðvelt að gleyma sér í fjörinu. Hraðinn er mikill og leikurinn vel kryddaður með ótrúlegu landslagi og risa- stórum stökkpöllum. SSX er einnig krefjandi því það er ekki alltaf auð- velt að ná besta tímanum eða komast lífs af úr brekk- unum. Það er erfitt að hafa fulla stjórn í brekkunum og stundum nánast ómögulegt að sveigja framhjá öllum þeim stórhættulegu sprung- um sem eru á hverju strái. Þá kom það nokkrum sinn- um fyrir að ég festist í miðri brekku og gat mig hvergi hreyft eftir að hafa fram- kvæmt stökk. Þegar allt kemur til alls er SSX flottur en umfram allt skemmtilegur leikur. Hann skilar því sem hann á að skila; grafíkin er flott, tón- listin góð og trikkin rosaleg. Spilarar ættu samt að hafa í huga að leikurinn er stuttur og möguleikarnir í spilun- inni frekar takmarkaðir. 22 Menning 21. mars 2012 Miðvikudagur „Styðja hvert annað“ É g held að þeir megi búast við að kynnast heimi hönnunar og það er áhugavert að sjá hve víðfeðmt fagið er. Þættirnir eru fjölbreyttir og ég held að það verði einna áhugaverðast að kynnast öll- um þátttakendum,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir, stjórnandi þáttarins Hannað fyrir Ísland, um það hverju áhorfendur megi búast við í þættinum sem hefur göngu sína í kvöld, miðvikudagskvöld, á Stöð 2. Fara í vettvangsferðir Í þættinum keppa níu ein- staklingar í hönnun á úti- vistarflíkum fyrir 66°Norð- ur. Um sjö þætti er að ræða og stendur einn uppi sem sigurvegari í lokaþættinum. „Þetta eru allt fatahönnuð- ir sem eru að keppa, ein er ólærð en hún hefur verið að vinna fyrir fatahönnuð tals- vert lengi. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera mjög efnileg,“ segir Þóra. Farnar voru óhefðbundn- ar leiðir við hönnunina. „Í hverjum þætti fara þátt- takendur í rannsóknarferð, hálfgerða vettvangskönnun, þar sem þeir kanna aðstæð- ur fyrir það sem þeir eru að fara að hanna. Segjum að við ætlum að biðja þau að hanna skíðagalla, þá fara þeir og finna á eigin skinni hvað það er sem hönnunin þarf að fela í sér til þess að hún virki sem best. Ég hugsa að þetta sé það sem geri þáttinn dálítið sérstakan.“ Í fyrsta þættinum er þemað iðnaðarmanna- fatnaður framtíðarinnar og farið var í heimsókn á bygg- ingasvæði Íslenskra aðal- verktaka í nýrri álverksmiðju Norðuráls í Helguvík þar sem hönnuðirnir fengu nasasjón af því hvernig slíkur fatnaður þarf að nýtast í umhverfi eins og þar. Ekkert bandarískt drama Að sögn Þóru er ekki mikið um drama í þættinum líkt og erlendir raunveruleikaþætt- ir af sama meiði eru þekkt- ir fyrir. „Það er ekki þetta bandaríska drama þar sem er verið að baktala fólk og grenja þó að vissulega falli kannski nokkur tár. Fókus- inn fer í að vanda sig við að hanna. Þátturinn er ólíkur þeim erlendu að því leyti að keppendur búa til dæmis ekki saman. Þau hafa einmitt verið að tala um það sjálf að það vanti alveg andúðina á milli þeirra,“ segir hún og skellir upp úr og tekur fram að keppendurnir styðji hver annan. „Það er mikil pressa á þau og þau styðja hvert ann- að í gegnum þetta.“ Hún segir margt skondið hafa komið upp við tökur á þættinum. „Ég vil ekki kjafta frá neinu en í einni vett- vangsferðinni urðu allir þátt- takendur grænir í framan og við vorum ekki viss um að þeir gætu haldið áskorun- inni áfram þá helgina, það var ansi skoplegt,“ segir hún hlæjandi. Milljón og starf í verðlaun Keppendur hafa 21 klukku- stund hverja helgi meðan á þættinum stendur til þess að hanna og sauma flík. Í hverri viku leggur svo þriggja manna dómnefnd, skipuð af Lindu Björgu Árnadóttur og Jan Davidsson yfirhönn- uði 66°Norður ásamt gesta- dómara sem er mismunandi eftir vikum, mat á það hvaða flík er síst og er sá keppandi sem hannaði þá flík sendur heim. Í verðlaun eru meðal annars 1 milljón króna í reiðufé ásamt föstu starfi hjá 66°Norður. „Það eru mikil og góð verðlaun að fá starf sem hönnuður hjá svo stóru fyrirtæki sem 66°Norður er. Það er ekki hlaupið að því að fá vinnu sem fatahönn- uður og oft þegar fólk er að byrja þá er það einyrkjar í faginu að reyna að koma nafni sínu á framfæri. Að vinna þarna er gríðarlega góð reynsla og eftirsóknar- vert,“ segir Þóra. viktoria@dv.is Í sjónvarpsþættinum Hannað fyrir Ísland keppa níu fatahönnuðir um milljón króna verðlaunafé og fast starf hjá 66°Norður. Stjórnandi þáttanna segir keppendur standa saman og ekki vera mikið um drama og baktal. Þátttakendur Þóra Karítas er fremst en þátttakendurnir í þættinum á bak við hana. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Tölvuleikir SSX PS3 og Xbox Íþróttaleikur Flottur SSX er gríðarlega flottur leikur. Hægt er að framkvæma rosaleg stökk í flottu landslagi. Leikurinn er þó stuttur og möguleikarnir frekar takmarkaðir. Björgvin af fingrum fram Söngvarinn Björgvin Hall- dórsson, eða Bó eins og hann er gjarnan kallaður, kemur fram á tónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram. Björgvin kom fram með Jóni á tónleikum í vor og heillaði áhorfendur með sinni einstöku kímnigáfu og frásagnargleði. Tónleikarnir verða því endurteknir vegna mikillar eftirspurnar. Tón- leikarnir fara fram í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöld klukkan 20.30. Ballett í beinni Sena klassík í samstarfi við The Royal Opera House og The Royal Ballet sýna beina útsendingu frá ball- ettinum Rómeo og Júlíu sem fluttur er í London. Sýning- in fer fram á fimmtudaginn klukkan 19.15 í Háskóla- bíói. Rómeó og Júlía hefur verið hálfgert flaggskip The Royal Ballet síðan verkið var frumsýnt 1965. Með hlut- verk Rómeós fer Frederico Bonelli og hlutverk Júlíu dansar Lauren Cuthbertson. Notalegir vortónleikar Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur stilla saman strengi sína á dúetttónleik- um í Fríkirkjunni í Reykjavík á fimmtudagskvöldið. Krist- jana og Svavar hafa gaman af því að spila saman og gáfu út plötuna Glæður í haust. Þau lofa notalegri vorstemmingu á tónleikunum og ókeypis er fyrir börn í fylgd með for- eldrum. Tónleikarnir hefj- ast 20.30 en húsið er opnað klukkan 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.