Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 17
Dómstóll götunnar Við erum öll sett undir sama hatt Við brosum út að eyrum Þetta byrjaði mjög saklaust Ásgeir Helgi Ásgeirsson segir vélhljólamenn ekki lengur fá að njóta vafans. – DVHönnun Hugrúnar Árnadóttur er komin á frímerki. – DVJúlía Marie Crawford festist í vítahring smálána. – DV Dögun – ný stjórnmálahreyfing „Já, þegar lóan er komin, þá er vorið komið.“ Páll Grímur Pálsson 16 ára nemi í Kvennó „Já, ég held það sé komið því að lóan er komin.“ Bragi Kristófer Sturluson 16 ára nemi í Kvennó „Já.“ Bogi Guðmundsson 17 ára nemi í Kvennó „Já.“ Baldur Aron Scheving 16 ára nemi í Kvennó „Nei, vorið er ekki komið. Það kemur þegar sólin er komin.“ Egill Óli Gústafsson 16 ára nemi í Kvennó Er vorið komið nú þegar lóan er komin? U m helgina var ýtt úr vör nýrri stjórnmálahreyfingu. Hlaut hún nafnið Dögun – samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Samtökin byggja á samruna þriggja stjórnmálaflokka, Borgarahreyfingar- innar, Hreyfingarinnar og Frjálslynda flokksins auk grasrótarsamtaka. Helstu stefnumiðin eru: Öflugar aðgerðir í þágu heimila Leita lausna á forsendum lántakandans frekar en lánveitandans. Afnám verð- tryggingar og lögfestingu á lágmarks framfærsluviðmiði. Ný stjórnarskrá stjórnlagaráðs í þjóðaratkvæði Samtökin telja frumvarp stjórnlagaráðs mikilvægt skref í átt til alvöru lýðræðis. Frumvarpið inniber virkt persónukjör til alþingiskosninga, beint lýðræði þar sem fólkinu í landinu gefst kostur á að hafa bein áhrif sem og aukið íbúalýð- ræði. Ný auðlindalöggjöf og uppstokkun á stjórn fiskveiða Tryggja þarf þjóðareign náttúruauð- linda og jafnræði við nýtingu þeirra. Einnig að fullt gjald komi fyrir nýt- inguna sem renni til eiganda auðlind- arinnar, þ.e. þjóðarinnar. Siðvæðing stjórnsýslu og fjármála- kerfis. Skipta leynd út fyrir gegnsæi, herða refsiramma til að fyrirbyggja spill- ingu og skilja á milli stjórnmála og við- skiptalífs. Uppgjör við hrunið Koma í veg fyrir þau skilaboð að glæpir borgi sig, reyna að endurheimta illa fengið fé aðalgerenda útrásarinnar með höfðun skaðabótamála. Tryggja starfsgrundvöll sérstaks saksóknara og annarra sem koma að rannsókn efna- hagsbrota í tengslum við hrunið. Evrópusambandið Lögð verður áhersla á að klára aðildar- viðræður og að þjóðin fái síðan að segja skoðun sína með bindandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Verði ný stjórnarskrá samþykkt áður en aðildar- viðræður klárast geta 10% þjóðarinnar í samræmi við 66. grein nýju stjórnar- skrárinnar þó krafist þjóðaratkvæða- greiðslu um að viðræðum skuli hætt. Þetta er kjarnastefna Dögunar og þar sem uppbygging samtakanna er flöt en ekki metorðastigar geta allir sem taka undir kjarnastefnuna skráð sig í sam- tökin og haft bein áhrif á fullmótun hennar. Sá yðar er syndlaus er Listakonan Hulda Halldórs setur hér upp setninguna „Sá yðar er syndlaus er“ yfir anddyri Hegningarhússins við Skólavörðustíg 9. MyNd SigtryggUr AriMyndin Umræða 17Miðvikudagur 21. mars 2012 1 Fá ekki að mynda fermingu Kurr er á meðal foreldra í Digraneskirkju sem ekki fá að mynda börnin sín fermast. Einn ljósmyndari hefur verið ráðinn til verksins. 2 Nauðgað og brennd: Vill að skorið sé undan kvölurum sínum Myndband af úkraínskri táningsstúlku sem lýsir því hvernig henni var nauðgað hefur vakið mikla athygli á YouTube. 3 Sólpalladeila í VesturbænumHarðar nágrannadeilur hafa staðið yfir frá árinu 2007 um sólpall úr timbri sem stendur við Lágholtsveg. 4 Hafliði litli þurfti skurðaðgerðHafliði Hafþórsson fæddist fótalaus en með hjálp stoðtækja gefur hann jafnöldrum sínum lítið eftir. 5 Töfrafræin ótrúleguChia-fræ eru þau talin í hópi tíu öflugustu ofurfæðutegunda heims en einnig eru þau sögð vera eitt best geyma leyndarmál næringarfræðinnar. 6 Hætta við nauðungaruppboð á húsnæði Hells Angels Nauðungarsala sem Hafnarfjarðarbær hafði krafist á húsnæði sem hýsir félagsheimili Vítisengla var afturkölluð í febrúar eftir að kom í ljós að galli var á kröfu bæjarins. Mest lesið á DV.is M y N d p r ES Sp h o to S .b izKjallari Lýður Árnason Litla gula hænan Í Þjófmenningarhúsinu á eyju dýranna hefur átt sér stað mikill sirkus undan- farið þar sem reynt hefur verið að draga fram hvort forystuhæna nokkur hafi borið einhverja ábyrgð á því að allt fór í kaldakol á þessari eyju við ysta haf. Hvert af öðru höfðu dýrin stigið fram sem vitni og ítrekað ábyrgðarleysi sitt og svarið af sér hrunið. Í stúku sakbornings sat litla gula gula hænan sem á sínum tíma fann fræ og vildi aðstoð við að koma því til brauðs. Og á vitnalistanum voru svínið, hundurinn og kötturinn. Umræddar teg- undir eru auðvitað dýr þótt sumir illvilj- aðir kalli þau skepnur. Í réttarhöldunum landsdóms er þráspurt um ábyrgð á hruninu. Litla gula hænan tuðaði eitthvað um hveitifræ. En svínið sagði „ekki ég“ og kötturinn tók í sama streng og sagði „ekki ég“. Og þegar kom að hundinum í vitnastúkunni var framburður hans alveg skýr: „Ekki ég.“ Og réttarhöldin héldu áfram af fullum þunga. Það ægði saman alls kyns bauli, mjálmi og gelti sem þó átti sér samhljóm eigin sakleysis. En það dásamlega og einstæða við þetta allt saman var hve samstiga þau voru öll. Ekkert þeirra bar minnstu ábyrgð á syndaflóðinu. Þau höfðu öll verið að sinna sínum störfum og þörfum án þess að bera neina ábyrgð. „Ekki ég,“ sögðu þau þó hvert um annað þvert. En sum þeirra og þá sérstaklega svínið gáfu litlu gulu hænunni hornauga þar sem hún talaði um fræið sem varð að brauði. Svínið blikkaði dómarana og sagði nokkra brandara. Salurinn veltist um af hlátri. Svínið hafði nefnilega einu sinni verið hæna en tók hamskiptum og varð þá hundur en loksins svín á endastöð sinni. Allir dómararnir, saksóknarinn og vitnalistinn urðu blá í framan þegar hlát- ursrokurnar voru við það að valda þeim lungnaskaða. Í Þjófmenningarhúsinu ræddu dýrin sín í milli hver hafði gert hvað í því ferli sem það tók fræið að verða að brauði. Svínið, hundurinn og kötturinn voru á einu máli um að litla gula hænan hefði gert þetta allt saman ein. Kötturinn vakti þó athygli á því að lítið væri að marka svínið sem hafði tekið æðiskast bæði á akrinum og í bakaríinu og væri mjög óstöðugt í skapi og óútreiknan- legt. Þannig hefði ekki verið hægt að lesa neitt vitrænt út úr því sem vall út úr svín- inu á þeim stundum. Þá væri svínið með þeim ósköpum að svitna inn á við. Sjálft sagðist svínið hafa ítrekað varað við því að fræið væri eitrað og á endanum myndi brauðið reynast banvænt. „En það hlustaði enginn á mig,“ sagði svínið og gelti óvart af gömlum vana. Það var alveg sama hvar borið var niður. Svínið, hundurinn of kötturinn þvertóku fyrir að hafa slegið hveitið eða komið að þreskingu þess. Svínið sagði: „Ekki ég.“ Kötturinn sagði: „Ekki ég.“ Hundur- inn sagði: „Ekki ég.“ Litla gula hænan viðurkenndi ekki neitt en sagðist ekki muna hvernig málin hefðu gengið fyrir sig. Hún mundi þó eftir því að hafa bakað brauðið á sínum tíma af því að allir hinir höfðu þvertekið fyrir það. En þegar hænan hafði spurt að lokum hver vildi borða brauðið þá kvað að hennar sögn við nýjan tón. Svínið sagði: „Það vil ég.“ Hundurinn og köttur- inn tóku í sama streng. Allir vildu borða brauðið en enginn kannaðist við að hafa átt minnsta þátt í tilurð þess. Og þá sagði litla gula hænan eiðsvarin í Þjófmenn- ingarhúsinu: „Þá hefðuð þið ekki átt að borða brauðið.“ Svínið ropaði og salur- inn veltist um af hlátri. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.