Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 21. mars 2012 Miðvikudagur Guðmundur misnotaði félagið n Eignarhaldsfélagið Knerrir er gjaldþrota E ignarhaldsfélagið Knerrir ehf., sem notað var til að kaupa hlutabréf í Landsbank­ anum á árunum fyrir hrun­ ið 2008, skilur eftir sig rúmlega 80 milljóna króna skuldir sem ekkert fékkst upp í. Skiptum á félaginu er lokið og voru þau auglýst í Lögbirt­ ingablaðinu á þriðjudaginn. Stærsti kröfuhafinn var Landsbankinn. DV greindi frá því sumarið 2009 að Guðmundur Ingi Hauksson, útibússtjóri Landsbankans í Aust­ urstræti, hefði grætt sjö milljónir króna á viðskiptum með hluta­ bréf í Landsbankanum árið 2005 í gegnum Knerri. Félagið var í eigu Ólafs Kjartanssonar. Í staðinn fyrir umræddar milljónir liðkaði Guð­ mundur til fyrir rúmlega 60 millj­ óna lánafyrirgreiðslu frá bankan­ um til félagsins. Hagnaðurinn af hlutabréfaviðskiptunum var lagð­ ur inn á reikning fyrrverandi sam­ starfsmanns Guðmundar og þaðan inn á reikning þáverandi eiginkonu hans. Útibússtjórinn hafði stungið upp á því við Ólaf að félagið fengi lán til að kaupa hlutabréf í Lands­ bankanum því verðið á þeim ætti eftir að hækka mikið á árinu 2005. Guðmundi Inga var sagt upp störfum í Landsbankanum í júní 2009 vegna málsins. Málið var í kjölfarið sent til Fjármálaeftirlits­ ins og efhahagsbrotadeildar ríkis­ lögreglustjóra til rannsóknar vegna gruns um að Guðmundur hefði með aðkomu sinni að lánveiting­ unum til Knerris brotið af sér í starfi. ingi@dv.is F ólk kaupir kakkalakka til að eiga fyrir gæludýr, en það eru nú ekki margir,“ segir Ing­ ólfur Tjörvi Einarsson, eig­ andi gæludýraverslunar­ innar Furðufugla og fylgisfiska, en þar er meðal annars hægt að kaupa kakkalakka, þúsundfætlur ættað­ ar frá Afríku og engisprettur ásamt fleiri framandi dýrum. Alls er Tjörvi með um 270 tegundir af dýrum og lífverum í búðinni. Kakkalakkinn kostar tæpar 1.300 krónur, en Tjörvi segir þrjá eða fjóra einstaklinga hafa keypt kakkalakka sér til ánægju og yndisauka. Ekki sama tegund og á Vellinum Tjörvi segir skordýrin einnig vera hugsuð sem fóðurdýr fyrir körtur og skriðdýr. Hann segir aðspurður enga hættu á því að kakkalakkar geti fjölg­ að sér úti í náttúrunni og komið af stað faraldri hér á landi. „Þeir þola ekki loftslagið og myndu bara drep­ ast strax. Þetta er ekki sama tegund og hefur verið til dæmis á Vellinum. Þessir geta ekki flogið og geta ekki klifrað upp gler.“ Þessi tegund kakkalakka sem Tjörvi selur heitir Dúbia eða Blaptica dubia og er ættuð frá Gvæjana. Hann verður um 4 til 5 sentimetrar á lengd og er brúnleitur með appelsínu­ gulum doppum. Hann getur lifað í eitt til tvö ár og lifir aðallega á rotn­ andi laufblöðum, mjöli, ávöxtum og grænmeti. Fallegar á að horfa En kakkalakkar eru ekki einu óhefð­ bundnu gæludýrin sem Tjörvi býð­ ur upp á því hjá honum má einnig fá eldrauða þúsundfætlu, Centro­ bolus annulatus, og gula þúsund­ fætlu,  Rhinocricus sp. Sú rauða er ættuð frá Mósambík en sú gula frá Gvæjana, eins og kakkalakkinn fyrrnefndi. Tjörvi segir þúsund­ fætlurnar forvitnileg gæludýr. „Þær eru fallegar á að horfa,“ segir Tjörvi en bætir við að allar þúsundfætlur seyti vökva sér til varnar. „Vökvinn er eitraður en flestum skaðlaus. Þess vegna ætti að þvo hendur eft­ ir að hafa meðhöndlað dýrin, áður en farið er með fingur í augu eða munn, eins er með marga froska og körtur.“ Þúsundfætlurnar verða um 10 til 12 sentimetrar að lengd og eru best geymdar í loftræstum en lokuðum búrum. Þær geta þó blessunarlega ekki klifrað upp gler. Þúsundfætlurnar eru talsvert dýr­ ari gæludýr en kakkalakkarnir, sú rauða kostar um 9.000 krónur en sú gula um 8.000. Fylgifiskar froskdýra Almennt ríkir bann við innflutn­ ingi skordýra til landsins en verslun Tjörva er með undanþágu til þess. Gísli Jónsson, dýralæknir hjá Mat­ vælastofnun, sem annast leyfi til innflutnings segir að síðan heimil­ aður var innflutningur á froskdýr­ um hafi verið verið veittar undan­ þágur til innflutnings af slíku tagi, þar sem þess konar dýr þurfi lifandi fóður. „Þetta hefur verið gefið með löglegum leyfum frá Matvælastofn­ un í mörg ár. Alveg síðan við heim­ iluðum innflutning á froskdýrum; körtum, froskum og salamöndrum, því þá þurftum við að leyfa einhverju lifandi fóðri að koma með. Þetta eru svona fylgifiskar þess.“ Gísli segir margar gæludýrabúðir vera með eitthvað af lifandi fóðri eða egg sem fólk þarf sjálft að láta klekj­ ast út. „Þetta eru allt tegundir sem bera enga sjúkdóma með sér og geta ómögulega æxlast eða tímgast hér á landi, þannig að það stafar engin hætta af því og í rauninni ekki meiri hætta en sú sem stafar af fiðrildum og öðru eins sem berst hingað með vindi.“ Kakkalakkar sem gæludýr n Selja 270 tegundir af dýrum og lífverum n Þúsundfætlur og engisprettur Ósmeykur Ingólfur Tjörvi Einarsson, eigandi verslunarinnar Furðufugla og fylgifiska, með kakkalakka. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Dúbia-kakkalakkinn Hann getur orðið tveggja ára. Litfögur Rauða þúsundfætlan getur orðið allt að 12 sentimetrar að lengd. Margfætla Gula þúsundfætlan er for- vitnilegt gæludýr að mati Tjörva. Hyglaði viðskiptavini fyrir leppun Útibússtjóri Landsbankans í Austurstræti, Guð- mundur Ingi Hauksson, liðkaði til fyrir tugmilljóna lánafyrirgreiðslu til viðskiptavinar eftir að sá hafði leppað fyrir hann hlutabréfakaup. Eignarhaldsfélagið sem keypti hlutabréfin hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Beðið niðurstaðna Lögreglan bíður eftir niðurstöðum geðrannsóknar og DNA­greiningar í rannsókn hennar á málum Hlífars Vatnars Stefánssonar og Guðgeirs Guðmundssonar. Samkvæmt upp­ lýsingum frá lögreglunni eru enn nokkrar vikur í að málin verði send til ákærusviðs. Hlífar Vatnar er grunaður um að hafa banað Þóru Eyjalín Gísladótt­ ur þann 6. febrúar síðastliðinn á heimili sínu í Hafnarfirði. Þóra og Hlífar höfðu átt í ástarsambandi og voru um tíma trúlofuð. Guðgeir Guðmundsson, stakk Skúla Eggert Sigurz ítrekað með hníf á lögmannstofunni Lagastoð. Skúli hlaut lífshættulega áverka en er nú laus úr öndunarvél og er byrjaður að svara áreiti. Báðir mennirnir eru í gæsluvarðhaldi á Litla­Hrauni. Sprenging í fíkniefnabrotum Afbrotum hefur fjölgað verulega fyrstu tvo mánuði þessa árs í sam­ anburði við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í Afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra fyrir febrúar. Afbrotum hefur fjölgað í öllum flokkum að undanskildum brotum sem falla undir eignaspjöll en þeim fækkaði lítillega, eða um tæp 2 pró­ sent. Óhætt er að segja að algjör sprenging hafi orðið í fíkniefnabrot­ um það sem af er ári, því þeim hefur fjölgað um tæp 56 prósent í miðað við sama tímabil í fyrra. Alls skráði ríkislögreglustjóri 355 fíkniefnabrot á fyrstu tveimur mánuðum þess árs. Á sama tímabili í fyrra voru skráð 228 brot og 205 fíkniefnabrot voru skráð á þessu tímabili árið 2010. Þróunin er neikvæð í fleiri flokk­ um því skráðar líkamsárásir voru 184 fyrstu tvo mánuði ársins en 150 árið þar áður. Þá fjölgar innbrotum og þjófnaðarbrotum einnig á milli ára. Vigdís braut þingsköp Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, braut þingsköp þegar hún miðlaði upplýsing­ um af fundi stjórnskip­ unar­ og eftirlits­ nefndar Al­ þingis áður en fundin­ um lauk. Það gerði hún með samskiptaforritinu Fa­ cebook. Fundurinn fór fram 13. mars síðastliðinn. Að þessari niðurstöðu kemst Ásta Ragn­ heiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Valgerður Bjarnadóttir, sem stýrði fundinum sem formað­ ur nefndarinnar, sleit hon­ um þegar hún varð þessa vör. Færsla Vigdísar var svohljóð­ andi: „stórfrétt ­ nú var eigin­ lega endanlega verið að slá út þjóðaratkvæðagreiðslu um skýrslu stjórnlagaráðs sam­ hliða forsetakosningum !!!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.