Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 18
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 262,5 kr. 263,4 kr. Algengt verð 262,3 kr. 263,2 kr. Höfuðb.sv. 262,2 kr. 263,1 kr. Algengt verð 262,5 kr. 263,4 kr. Algengt verð 264,7 kr. 263,4 kr. Melabraut 262,3 kr. 263,2 kr. 18 Neytendur 21. mars 2012 Miðvikudagur Gott sushi n Lofið að þessu sinni fær sushi- staðurinn Su Sushi í Kringlunni en viðskiptavinur er ánægður með staðinn. „Ég er mjög hrifinn af sushi og fer iðu- lega á Su Sushi. Ástæðan fyrir því er sú að þar fær maður mjög gott sushi á sanngjörnu verði,“ segir viðskipta- vinurinn ánægði. Allt of stuttur skilafrestur n Lastið fær Rúmfatalagerinn, en fastur viðskiptavinur verslunarinn- ar sendi eftirfarandi: „Ég kaupi tals- vert af garni hjá Rúmfatalagernum og hef fyrir vana að taka eina auka- hespu í staðinn fyrir að vera með of lítið garn og fá ekki sama litanúmer. Allt í einu eru komin tímatakmörk á skilafrest, einn mánuður. Ef verið er að prjóna stóra flík eða bara gripið í prjónana eins og svo margir gera er þetta allt of stuttur tími.“ DV hafði samband við Rúmfatalager- inn og fékk þau svör að þetta væri ekki regla sem verslun- in vinnur eftir. „Það er búið að hafa samband við alla verslunarstjóra og þeir staðfestu að slíkar reglur um skilafrest ættu ekki við þar. Líklegast hefur verið misskilningur hjá starfsmanni sem viðskiptavinurinn ræddi við en við tökum alltaf garn til baka, ef eitthvað er að. Þá þarf viðkomandi að vera með kassakvittun en það á ekki að vera neinn ákveðinn tími sem hann hefur til að skila. Versl- unarstjórar ætla að ítreka þetta við starfsfólkið og við vonum að við- komandi komi og skipti garninu hjá okkur. Okkur finnst afar leiðin- legt að heyra þetta.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Finndu glufurnar í skattframtalinu n Þú gætir átt inni vaxtabætur n Gætir fengið ívilnun ef þú hefur ungling á framfæri þínu 1 Skuldir á réttan stað Helstu mistökin sem fólk gerir eru líklega þau að skrá skuldir í ranga reiti og verða þannig af vaxta- bótum. Borið hefur á því að forskráðar upplýsingar um lán vegna íbúðarkaupa séu settar í reit 5.5 þegar það á að skrá þær í 5.2. Reitur 5.5. gefur ekki rétt til vaxtabóta og því mikilvægt að setja ekki íbúðarkaupalán þar. Öll önnur lán fara hins vegar í þann reit, einnig lán sem voru fengin með veði í húsnæðinu. Á síðunni skatt.is segir að stofnunin hafi fengið nokkur framtöl á síðasta ári þar sem framteljendur fengu ekki vaxtabætur vegna mistaka í framtölum. Þetta hafi gerst jafnvel í nokkur ár en þar segir jafnframt að hægt sé að leiðrétta slík mistök aftur í tímann. Það geti þó verið erfitt að finna gögn sem þurfi til að styðjast við, ef langt er um liðið. 2 Kaupleiga og búseturéttur veita rétt til vaxtabóta Þeir sem keypt hafa búseturétt eða eignarhlut í kaupleiguíbúð eiga rétt á vaxtabótum vegna vaxtagjalda sem inn- heimt eru með leigugjöldum, auk vaxta- gjalda vegna lána sem tekin eru vegna kaupa á búseturétti eða eignarhlut. 3 Unglingurinn frádráttarbær Hægt er að sækja um ívilnun hafi fram- teljandi ungmenni á framfæri sem er við nám eða hefur af öðrum ástæðum það lágar tekjur að þær duga ekki til framfærslu. Hér er fyrst og fremst átt við ungmenni á aldrinum 16 til 21 árs og sé ungmennið í skóla þarf að tilgreina í hvaða skóla. Ekki er hægt að sækja um ívilnun ef námið veitir rétt rétt til náms- lána. Miðað er við að ungmennið hafi ekki haft nægjanlegt ráðstöfunarfé á árinu og miðast því lækkun á tekjustofni framfæranda við tekjur þess. Mest lækkun er 317.000 krónur miðað við að ungmennið hafi engar tekjur haft. Frá þessari upphæð dregst þriðjungur af tekjum ungmennisins þannig að þegar tekjur þess eru orðnar 915.000 krónur fellur réttur til ívilnunar niður. Hún skiptist jafnt á milli framfærenda og ef foreldrar hafa slitið samvistir geta báðir aðilar sótt um ívilnun sem skiptist þá jafnt á milli þeirra. 4 Haka við slysatryggingu Sértu ekki slysatryggður hjá tryggingar- félagi er ráðlegt að haka við þetta á forsíðu framtalsins. Með því tryggir þú þér rétt til slysabóta almannatrygginga vegna slysa við heimilisstörf. Það er sami réttur og vegna vinnuslysa. Slysabæt- urnar eru; slysadagpeningar, greiðsla sjúkrakostnaðar eftir ákveðnum reglum, örorkubætur ef slysið leiðir til örorku og dánarbætur ef slysið veldur dauða innan tveggja ára. Iðgjaldið vegna þessa er innheimt ásamt opinberum gjöldum og er það 450 krónur fyrir 2012. Tryggingin gildir aðeins ef framtalinu er skilað á réttum tíma. Það er öllum heimilt að haka í þennan reit, burtséð frá því hvers konar trygg- ingar er um að ræða. 5 Ökutækjastyrkur Færir þú inn ökutækjastyrk er frádráttur á móti settur í reit 2.6. Frádrátt á móti ökutækjastyrk má færa ef bifreið launþega hefur verið notuð vegna akst- urs í þágu vinnuveitanda. Sé akstur launagreiðanda ekki umfram 3.000 kílómetra á ári er nóg að launamaður fylli út eyðublaðið RSK 3.04 að hluta. Skilyrði er að hann haldi akstursdagbók eða skýrslu eða hafi gert skriflegan samning við launagreiðanda. Hafi verið greitt fyrir meira en 3.000 kílómetra þarf að fylla út lið 3, 4 og 5. Sé það ekki gert takmarkast frádráttur við kílómetragjald fyrir 3.000 kílómetra. 6 Dagpeningar Færir þú inn dagpeninga er frádráttur á móti settur í 2.6. Á móti fengnum dagpeningum er heimilt að færa til frádráttar ferða- og dvalarkostnað sem launþegi hefur greitt vegna ferða á vegum launagreiðanda. Frádrátturinn getur ekki orðið hærri en þær fjárhæðir sem eru í skattmati. Upp- lýsingar um fjárhæðir má sjá í bæklingi um skattframtal 2010 á rsk.is. 7 Leigutekjur á réttan stað Það þarf að passa að setja ekki leigu- tekjur í sama reit og aðrar tekjur. Heimilt er að draga frá leigugjöld af húsnæði og á sama tíma leigugjöld vegna íbúðarhús- næðis til eigin nota er heimilt að draga leigugjöldin frá leigutekjum. Leyfist eingöngu á móti leigutekjum af íbúðar- húsnæði sem ætlað er til eigin nota. Á framtali sem leigutekjur færist jákvæður mismunur í reit 510, þ.e. leigutekjur þegar frá þeim hefur verið dregin greidd leiga. Neikvæður mismunur færist ekki inn í framtal. 8 Samsköttun getur borgað sig Hjón eru samsköttuð en einstaklingar í óvígðri sambúð eiga rétt á að telja fram og vera skattlagðir sem hjón. Skilyrði fyrir samsköttun eru að þau eigi barn saman eða eigi von á barni eða að sambúðin hafi varað í samfellt eitt ár hið skemmsta. Oftast nær borgar það sig að sam- skatta og sér í lagi ef annar aðilinn er með mun lægri tekjur en hinn. Þá getur sá tekjuhærri nýtt persónuafsláttinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.