Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 8
S jómaður, sem stórskemmdi bíl í eigu sveitarfélagsins Norðurþings þegar hann kastaði steyptu blómakeri í hann í byrjun þessa mán- aðar, vann mál í Hæstarétti Íslands, sem hann höfðaði gegn íslenska rík- inu til þess að fá skaðabætur vegna ólöglegrar úthlutunar á byggða- kvóta. Það var einmitt óánægja sjómannsins vegna úthlutunar byggðakvóta sem fékk hann til þess að fremja skemmdarverkið á bíln- um þegar honum var lagt fyrir utan verslunina Búðina á Kópaskeri snemma í þessum mánuði. Tveim- ur dögum eftir skemmdarverkið féll svo dómurinn í Hæstarétti Ís- lands honum í vil. Hann hefur hins vegar verið kærður til lögreglu fyr- ir skemmdarverk og mun þurfa að svara fyrir þær sakir fyrir dómi. Löng barátta Tilurð málsins er sú að Valgarður Sigurðsson, sjómaður og bóndi á bænum Sigurðarstöðum á Mel- rakkasléttu, hefur háð langa baráttu við kerfið vegna byggðakvóta sem hann telur að sveitarfélagið Norður- þing hafi úthlutað ólöglega. Þann- ig hafi hann fengið minni hlutdeild í kvótanum en honum hafi borið. Hann á helmingshlut í útgerðar- félaginu Helgu ÞH ehf. á móti Guð- mundi Elvari syni sínum. Félagið á bátinn Helgu Sæm sem er gerður út frá Kópaskeri. Fisk- veiðiárin 2004 til 2005 og 2005 til 2006 var aflaheimildum ráðstafað til Öxafjarðarhrepps á grundvelli þágildandi reglugerða um úthlutun byggðakvóta. Sveitarstjórnin átti að skipta kvótanum jafnt á milli um- sækjenda. Strax í apríl 2005 óskaði Valgarð- ur eftir rökstuðningi fyrir því hvers vegna báturinn Áfram EA-69 fékk byggðakvóta úthlutað. Í bókun á fundi sveitarstjórnar þann 13. apríl 2005 um málið segir:  „Ákvörðun sveitarstjórnar á úthlutun byggða- kvóta til Áfram  EA  69 byggist á því að umsókn þessa báts féll undir þær úthlutunarreglur sem settar voru og auglýstar.“ Árið eftir fengu þeir feðgar 20 tonnum úthlutað af byggðakvóta í samræmi við tillögur sveitarstjórnar. Þeir stefndu ríkinu þar sem þeir töldu úthlutun kvótans árin tvö hafa verið ólöglega. Bæði árin hafi komið minna í hlut þeirra en ef úthlutunin hefði verið í samræmi við gildandi reglugerðir. Fyrir vikið hafi þeir orð- ið fyrir milljóna króna tjóni og fóru fram á skaðabætur frá ríkinu. Valgarður gaf skýrslu fyrir dómi þar sem hann sagði að félagið hefði afsalað sér úthlutuðum byggða- kvóta fiskveiðiárið 2004/2005 í mót- mælaskyni.  Þeir hefðu lagt upp með væntingar um byggðakvóta við stofnun fyrirtækisins, en útgerðinni hefði aðeins fallið í skaut einn átt- undi hluti af kvótanum, þrátt fyrir það að einungis ein önnur útgerð hefði verið starfandi á Kópaskeri Nú loks er málinu lokið með dómi Hæstaréttar Íslands, 7 árum eftir að það hófst, þar sem þeir feðg- ar báru sigur úr býtum. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða þeim skaðabætur og málskostnað. „Enn verið að brjóta á okkur“ Athygli vekur að tveimur dögum áður en dómurinn féll skyldi Val- garður sýna reiði sína með jafn áþreifanlegum hætti og raun ber vitni. Sjónarvottar segja að hann hafi hellt úr olíubrúsa á bryggj- una þegar hann var búinn að kasta blómakerinu í bílinn. Sigurður Elvar segir að þetta fari allt saman í einn graut. „Hann var bara orðinn mjög pirraður við sveitar stjórn Norðurþings því það er enn verið að brjóta á okkur með þessari sérreglu sem þeir sömdu ný- verið sem hleypir skipinu Karólínu inn í byggðapottinn hér á skerinu,“ segir Sigurður Elvar. „Samkvæmt rökstuðningi þá væri það bæði eðlilegt og sanngjarnt að útgerðir í sveitarfélaginu gætu bara skráð bátanna hvar sem er í sveitar- félaginu til þess að fá byggðakvóta hvar sem er. Ráðuneytið er búið að neita þessu og þeir eru búnir að fá það í hausinn.“ Hann segir dómsmálið hafa tek- ið mikið á þá feðga. Um skemmdar- verk föður síns, segir hann: „Það er lögreglumál og í því farvatni núna. Þetta fer bara sína leið.“ Reiði sjómaðuRinn vann í HæstaRétti 8 Fréttir 21. mars 2012 Miðvikudagur Rannsókn gámamáls að ljúka n Ríkisendurskoðun komin með öll gögn í málinu R íkisendurskoðun er komin vel á veg með athugun sína á tug- milljóna tjónabótum sem ís- lenska ríkið greiddi Skafta Jónssyni og Kristínu Þorsteinsdóttur á síðasta ári. DV hefur undanfarna mánuði fjallað ítarlega um mál- ið en það snýst um bætur sem ríkið greiddi hjónunum vegna vatnstjóns sem varð á hluta búslóðar þeirra við flutninga á milli Íslands og Banda- ríkjanna. Ástæða flutninganna var að Skafti, sem er starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar, var gerður að sendiráðunaut í íslenska sendiráðinu í Wash ingtonborg. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði í samtali við DV á þriðjudag að rannsókn málsins væri komin vel á veg. „Ég get ekki sagt hvenær við ljúk- um þeirri yfirferð,“ sagði hann og bætti við að málið væri þó vel á veg komið. „Í síðustu viku vorum við að ræða við fjármálaráðuneytið. Málið er á hægri siglingu.“ Sveinn segir hins vegar að það séu nokkrar vikur þangað til rann- sókn málsins ljúki, búið sé að afla allra gagna og aðeins nokkur viðtöl eftir. Fyrr á árinu sagði hann að ástæðan fyrir því að embættið hóf að skoða gámamálið væri umræðan sem skap- aðist í kjölfar þess að fimmtíu milljóna króna aukaframlag til utanríkisráðu- neytisins var samþykkt í fjáraukalög- um fyrir síðasta ár. Greiðslum til Skafta og Kristínar var skipt niður í þrjár mismunandi greiðslur og var stærstur hluti tjóna- bótanna greiddur út í Bandaríkjadöl- um. Fyrsta greiðslan var greidd strax 6. júlí 2011 en þá voru fjórar milljónir greiddar til hjónanna frá trygginga- félaginu sem tryggði lítinn hluta gáms- ins. Þann 16. ágúst sama ár fengu þau svo greiddar fimmtán milljónir króna frá ríkinu og svo 16. nóvember fengu þau 59 milljónir króna til viðbótar frá ríkinu. Gámurinn Svona var um að litast í gámnum þegar hann kom til hafnar í Bandaríkjunum. Vilja láta kjósa 30. júní Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti á þriðjudags- morgun að leggja það til að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningunum sem fara fram þann 30. júní næstkomandi. Um er að ræða ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þjóðin verður spurð um fimm atriði:  n Hvort náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign. n Hvort ákvæði um þjóðkirkju skuli standa óbreytt. n Hvort ákveðinn hluti þjóðar- innar geti krafist þjóðaratkvæða- greiðslu, þá 10 prósent, 15 prósent eða 20 prósent þjóðarinnar. n Spurt verður um vægi at- kvæða kjósenda á landsvísu. n Hvort innleiða eigi persónu- kjör í meira mæli. Að líkindum verður rætt um til- lögurnar á Alþingi á miðvikudag. Íslandsbanki græðir Hagnaður Íslandsbanka á árinu 2011 af reglulegri starfsemi, eftir skatta, var 13,9 milljarðar, saman- borið við 17,8 milljarða árið 2010. Hagnaður ársins eftir skatta að teknu tilliti til einskiptisliða, svo sem væntra áhrifa gengislánadóms- ins og niðurfærslu á viðskiptavild, nam 1,9 milljörðum króna, saman- borið við 29,4 milljarða 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum, en þar segir Birna Einarsdóttir bankastjóri að hagn- aður af reglulegum rekstri á árinu 2011 hafi verið viðunandi. Áhrif vegna gengislánadóms Hæstaréttar í síðasta mánuði eru metin á 12,1 milljarð króna. Arion banki mat áhrifin á 13,8 milljarða og Lands- bankinn 38 milljarða króna. Sam- tals nema áhrifin í uppgjöri stóru bankanna þriggja því 63,9 millj- örðum króna. Birna segir í tilkynn- ingunni: „Þá hefur einnig verið færð varúðarfærsla vegna nýfallins gengislánadóms Hæstaréttar, en ljóst er að hann hefur veruleg áhrif á afkomu bankans. Afar mikilvægt er að þeirri óvissu sem enn ríkir um gengislánamálin verði eytt sem allra fyrst.“ Misheppnaðir sprengjumenn Mennirnir sem límdu sprengju á verslunina GÞ skartgripi og úr í Bankastræti í Reykjavík á þriðjudagsmorgun höfðu ekk- ert upp úr krafsinu. Þrátt fyrir mikinn hvell og öfluga sprengju komust þjófarnir ekki inn í verslunina. Þeir ollu þó nokkr- um skemmdum engu að síður. Mynd af mönnunum er til á upptökum úr eftirlitsmyndavél- um, en lögregla hefur ekki haft hendur í hári þeirra. Sprengjan sprakk um klukkan fimm að morgni og heyrðist hvellurinn víða. Mun vaktmaður í Stjórn- arráðinu hafa látið lögregluna vita, sem var snögg að bregð- ast við, enda skammt síðan sprengja sprakk við Hverfisgötu. Reiður vegna byggðakvóta Sjómaðurinn skemmdi bíl Norðurþings út af deilum um kvóta. Tveimur dögum síðar vann hann mál gegn íslenska ríkinu. n Fékk dæmdar skaðabætur n Skemmdi bíl út af deilum um kvóta „Hann var bara orð- inn mjög pirraður við sveitarstjórn Norður- þings því það er enn verið að brjóta á okkur. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is 7. mars 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.