Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 21 mars 2012 Miðvikudagur Losaðu þig við stressið! n Nokkur lítil og stresslosandi ráð Stutt geðfrí Taktu þér nokkurra mínútna frí á annasömum vinnudegi fyrir geðheilsuna. Lokaðu aug- unum og ímyndaðu þér að þú sért á rólegum stað eins og strönd eða uppi á fjalli. Hugsaðu vel út í smáatriðin á staðnum og reyndu að gleyma annríki vinnunnar í smá- stund. Ef þetta virkar kemur þú endur nýjaður til starfa á ný eftir stutta fríið! Ekki borða við skrifborðið Þótt það sé mikið að gera skaltu samt gefa þér tíma til þess að borða. 10 mínútna pása í öðru umhverfi getur gert gæfumuninn fyrir daginn. Ræddu málin Ef eitthvað er að pirra þig, talaðu þá um það. Að koma vandamálunum í orð getur oft losað um þau. Ef þau eru þess eðlis að þú getir ekki talað um þau, þá skaltu skrifa lista. Oft eru vandamálin minni þegar maður nær utan um þau á þennan hátt. Vertu ánægð/ur með það sem þú átt Hjá mörgum fer alltof mikil orka í að velta fyrir sér hvað maður gæti haft það miklu betra. Hættu að hugsa um allt sem þig langar í og hugsaðu um allt það góða sem þú átt nú þegar. Andaðu djúpt Klassískasta ráðið í bókinni og kannski það besta? Eins auð- velt og það er þá virðist það alltaf virka að draga djúpt and- ann og hugsa í smástund. Ekki láta stressið ná yfirhöndinni. Önnur persóna á pillunni? Margar hormónastýrðar getnaðarvarnir hafa auka- verkanir sem geta haft tölu- verð áhrif á líðan stúlkna og kvenna. Vert er að hafa þess- ar aukaverkanir í huga og ef þær verða ólíðandi þá er ráð að skipta um vörn. Hér eru lausnir fyrir þær allra algengustu: Höfuðverkur og brjóstaeymsli Lausn: Þolinmæði. „Þessar aukaverkanir dvína þegar líkaminn hefur vanist töku getnaðarvarnarlyfjanna,“ segir Hilda Hutcherson, kvensjúkdóma- læknir við Columbia-háskólann í New York. n Ef þessar aukaverkanir hverfa ekki þá þarf að skipta um vörn. Ógleði Lausn: Þolinmæði og rétt mataræði. Reyndu að halda blóðsykrinum jöfnum og ef getnaðarvörnin er í pilluformi er ráð að borða mat áður en hún er tekin inn. n Ef ógleðin fylgir notkun hringsins eða getnaðarvarnarplástra er ráð að skipta um vörn. Milliblæðingar Lausn: Samtal við kvensjúk- dómalækni. Íbúprófen eða auka estrógeninntaka. „Milliblæðingar eru sú aukaverkun sem konum þykir hvimleiðust,“ segir dr. Hilda. „Milliblæð- ingar verða einkum vegna töku á mini-pillunni og prógestín- getnaðarvarna. Þær henda vegna þess að slímhúðin þynnist sem er jákvætt að einhverju leyti vegna þess að stundum stöðvast þær alveg sem mörgum konum þykir ágætt.“ Minnkuð kynhvöt: Lausn: Skiptu strax um getnaðarvörn. Til hvers að halda í getnaðarvörn sem minnkar kynhvöt það mikið að hennar gerist ekki þörf. Kvenlæknar mæla með því að skipta um getnaðarvörn og fá þá tegund sem inniheldur andrógen. Skapsveiflur Lausn: Ef getnaðarvörninni er um að kenna þarf að skoða getnaðarvarnir án hormóna. Svo sem koparlykkjuna. „Ef konur tengja þunglyndi, depurð og skapsveiflur við getnaðar- varnir dugar ekki að skipta um tegund. Þá þarf að finna leið til að koma í veg fyrir barneignir án aðstoðar horm- óna,“ segir dr. Hilda Huthcherson. A ugun eru stundum kölluð spegill sál- arinnar en hvern hefði grunað að það hvert við bein- um augum okkar gefi skýr merki um tilfinningar okkar? Getur augnatillitið eitt gefið merki um það hvort kona er hrifin af karlmanni? Í nýlegri rannsókn var at- hugað hvernig og hvert kon- ur horfa þegar þær eru hrifn- ar af karlmanni við fyrstu kynni. Rannsóknin gefur til kynna að á þeim 45 sek- úndum sem líða frá fyrstu kynnum séu greinileg merki um hrifningu mjög svipuð á milli kvenna. Helstu merkin felast í augnaráðinu. Ef hún hrífst af þér Konur sem horfa til hliðar eða niður á við í nánd við karlmenn eru oft álitnar áhugalausar. Það er alrangt, það er reyndar sterkasta merki um hrifningu. Höfundurinn Ali Camp- bell gerir grein fyrir þessu í nýrri bók sinni, More than Just Sex, og lýsir augna- ráðinu. Ef kona hrífst af karl- manni lítur hún niður og til hliðar áður en hún myndar augnsamband við þig. Þessi hreyfing augna merkir að innra með sér tengist hún tilfinningum sín- um. Í stuttu máli sagt, henni líkar vel við þig en hugsar með sér hversu mikið. Þetta er það sem allir karlmenn ættu að vilja sjá séu þeir hrifnir af tiltekinni konu, segir Campbell. Ef hún hrífst ekki af þér Áhugaleysi kvenna er merkj- anlegt með því að þær líta venjulega ekki niður á við eða til hliðar áður en þær horfa beint í augu karl- manna. Horfi konur yfir höf- uð karlmanna eða til vinstri við höfuð þeirra er það til marks um að hún hafi þegar tekið ákvörðun um að við- komandi sé ekki þess virði að hugsa meira um. Ef hún horfir snöggt beint í augu karlmanns og lít- ur svo annað er það slæmt merki. n Kona horfir beint í augu þeirra karlmanna sem hrífa hana ekki Slakaðu á! Taktu þér smátíma í dagsins önn til að slaka á og ná áttum. Ástin er í augunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.