Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 12
E ðlileg stjórnsýsla riðlaðist í ríkisstjórn og ráðuneytum mánuðina fyrir hrun vegna nærveru Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns banka­ stjórnar Seðlabankans. Fjölmargar lýsingar eru til af því hvernig ekki var tekið mark á orðum Davíðs vegna pólitískra deilna eða vegna þess að hann átti til að öskra og bölva á fund­ um. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, lýsti því í skýrslutöku fyrir landsdómi að hún hefði ekki tekið mark á orðum Davíðs þegar hann talaði um ógnir sem steðjuðu að íslenska bankakerf­ inu á frægum fundi þann 7. febrú­ ar 2008. Fundinn sátu auk hennar og Davíðs bankastjórar Seðlabank­ ans, Geir H. Haarde, Árni Mathie­ sen og Tryggvi Þór Herbertsson. Á fundinum var rætt um ferð Davíðs til London þar sem breskir banka­ menn ræddu við hann um stöðu ís­ lensku bankanna. Davíð var mik­ ið niðri fyrir á fundinum og notaði stór orð. Ingibjörg Sólrún lýsti því að hann hefði tekið hamskiptum á fundinum. Hann sagði stjórnendur erlendra banka hafa sagt að stjórn­ endur Kaupþings væru ekki trúverð­ ugir og að stjórnendur Glitnis hefðu virst örvæntingarfullir. Reiðiköst Davíðs Bæði fyrir landsdómi og hjá rann­ sóknarnefnd Alþingis hafa komið fram lýsingar á því hvernig Davíð var einfaldlega ekki trúað af fyrr­ greindum ástæðum. Ingibjörg lýsti því að Davíð hefði haldið mikinn reiðilestur, þar sem hann úthúðaði bankamönnum og útrásinni með miklum stóryrðum og slætti. Ingi­ björg sagðist hafa séð slík reiðiköst frá honum áður og greinilegt var að Geir og Árni höfðu líka séð þessi reiðiköst áður. „Þeir þekktu þessar uppákomur. Við sögðum ekki mik­ ið og ákváðum að láta þetta yfir okk­ ur ganga,“ sagði Ingibjörg Sólrún sem taldi að í orðum Davíðs endur­ speglaðist gamalgróin andúð hans á Glitni og Kaupþingi en velvild hans í garð Landsbankans. Þess vegna hefðu allir fundarmenn tekið við­ vörunum Davíðs með fyrirvara og hún sjálf talið að hann væri að ýkja. Á þennan fræga fund kom Dav­ íð ekki með nein gögn og því var frásögn hans í raun aðeins byggð á hans eigin upplifun af fundin­ um. Ingibjörg Sólrún sagði að hann hefði ekki komið með neina grein­ ingu, engar tölur og ekkert stöðu­ mat – bara reiðikast. Fleiri dæmi eru um að Davíð hafi tekið reiðiköst í aðdraganda hruns­ ins. Einu þeirra lýsti hann sjálfur í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis (RNA), en honum varð mikið niðri fyrir eftir að hafa séð lánabók Glitnis. „Ég varð nú eigin­ lega fyrir „sjokki“ þarna daginn eft­ ir að menn ætla að taka Glitni yfir, þá sé ég í fyrsta skipti svona útdrátt úr lánabók, um stærstu skuldara, og þá sé ég að eigandi bankans virð­ ist í þeim tölum skulda 170 millj­ arða, en reyndar reyndust það vera 300 og eitthvað milljarðar. Þá er for­ stjóri Fjármálaeftirlitsins staddur í bankanum og mér varð svo mikið um þetta að ég hljóp niður á fyrstu hæðina, þar sem hann var, og kall­ aði hann yfir í næsta herbergi og sýndi honum þessar tölur, þar sem sko Baugur, Glaumur og FL Gro­ up og Landic Property og bara þá sagði forstjóri Fjármálaeftirlitsins: Þú misskilur þetta, þetta eru ekkert sömu aðilarnir. Þá lamdi ég nú fast í borðið og sagði: Þú talar ekki svona við mig, drengur.“ Fyrir landsdómi tók Davíð fram að þetta hefðu ekki verið rétt við­ brögð hjá honum. „Ég átti ekki að segja það en það sýnir bara hvernig mér var innanbrjósts.“ Geir trúði ekki dramatískum Davíð Geir H. Haarde sagði fyrir rann­ sóknarnefndinni að Davíð ætti til að vera stóryrtur og „dramatísera“ hlut­ ina; honum hafi ekki legið gott orð til manna í bönkunum, embættis­ mannakerfinu og stjórnmálum. „Þetta flækti málið alveg gríðarlega fyrir mér,“ sagði Geir fyrir rannsókn­ arnefndinni. Hann sagði að hann hefði tekið aðvörunum með öðrum hætti frá seðlabankastjóra sem aldrei hefði haft afskipti af stjórnmálum. Hann leitaði ekki eftir skriflegum til­ lögum frá Seðlabankanum vegna þess að hann efaðist um trúverðug­ leika lýsinga Davíðs á ástandinu. Í skýrslu RNA er bent á að það sé um­ hugsunarvert hvers vegna forsætis­ ráðherra, sem var ábyrgur fyrir stjórn efnahagsmála, leitaði ekki álits hinna bankastjóranna fyrst hann efaðist um trúverðugleika lýsinga Davíðs. Geir segir hins vegar að Seðlabankinn hefði átt að hafa frumkvæði að því sjálfur. Samband þeirra Davíðs og Geirs er athyglisvert, því á sama tíma og Geir sagðist ekki trúa Davíð, fór Dav­ íð ekki fögrum orðum um viðbragðs­ leysi eftirmanns síns á stóli forsæt­ isráðherra. „Maður getur sko […] maður getur alveg lamast […],“ er haft eftir Davíð í skýrslunni. Össur Skarphéðinsson lýsti því fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að ef Ingibjörg Sólrún hefði fengið viðvar­ anir frá Davíð, þá hefði hann „vafið inn í svo mikið af bölvi og ragni að það hafi deyft þungann í þeim orð­ um“. Ingibjörg trúði því jafnframt að þar sem Davíð hefði haldið slíkan reiðilestur um stöðu bankanna hlyti Seðlabankinn að vera á fullu að vinna í málum bankanna. „Ruglaði samskipti og form“ Landsdómsréttarhöldin yfir Geir varpa ljósi á hvernig það var Davíð Oddsson sjálfur sem var í lykilstöðu í aðdraganda hrunsins. Þau varpa líka ljósi á þann skort á fagmennsku sem virðist hafa viðgengist í æðstu stjórnsýslu landsins, þar sem pers­ ónuleg óvild seðlabankastjóra og oddvita annars ríkisstjórnarflokks­ ins gerði það að verkum að ráð­ herrann tók ekki mark á seðlabanka­ stjóranum. Um þessa ófagmannlegu stjórnsýslu fjallar Hulda Þórisdóttir stjórnmálasálfræðingur í viðauka við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún segir eina ástæðu þess að of­ ríki embættismanna gagnvart stjórn­ málamönnum þrífist vera rótgrónar pólitískar ráðningar í stjórnsýslunni. Pólitískar stöðuveitingar hafi tíðkast mjög lengi og eru taldar vera hluti af stjórnlist flokka sem ætlað er að hafa áhrif á starfsemi opinbera geirans. Þetta eigi sérstaklega við um mikil­ vægustu stöðurnar í stjórnsýslunni á borð við störf ráðuneytisstjóra. Þessi stjórnlist geti hins vegar orðið sjálf­ skæð þegar pólitískar stöðuveitingar þróast í kerfi sem tryggir embættis­ mönnum sjálfsöryggi. Þá lifa embætt­ ismennirnir pólitíska fulltrúa og geta lent í andstöðu við nýja stjórnarherra. Skýrt dæmi um afleiðingar póli­ tískra stöðuveitinga er Davíð Odds­ son, þáverandi formaður banka­ stjórnar Seðlabanka Íslands. Davíð hafði mikil tengsl við embættismenn og stjórnmálamenn. Fortíð hans í stjórnmálum gróf undan trausti og ruglaði samskipti og form þeirra gagnvart ráðherrum og öðrum emb­ ættismönnum. Davíð hafði verið formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrirferðarmesti stjórnmálamaður landsins um langt skeið. Hann átti tryggt bakland í embættismannakerf­ inu sem kann að hafa truflað boðleið­ ir í atburðarásinni rétt fyrir hrun. Össur Skarphéðinsson taldi þann­ ig að Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt­ inu, hefði verið mjög handgengur Davíð sem var ósammála fjármála­ ráðherra í mörgum málum. Þá lýsti Björgvin G. Sigurðsson eitruðu and­ rúmslofti sem hefði verið litað af tor­ tryggni á milli Davíðs og Samfylking­ arinnar. Það virðist hafa haft talsverð áhrif á atburðarásina í aðdraganda hrunsins að Davíð var „hagvanur 12 Fréttir 21. mars 2012 Miðvikudagur Ekki selt ofan af Vítisenglum Nauðungarsala sem Hafnar­ fjarðarbær hafði krafist á húsnæði sem hýsir félagsheimili Vítisengla var afturkölluð í febrúar eftir að í ljós kom að galli var á kröfu bæjar­ ins. Mbl.is greindi frá þessu. Húsið er um 200 fermetrar að stærð og fasteignamatið er tæp­ lega 20 milljónir króna. Eigandi hússins er H.V. Fjárfestingar. Þann 7. september 2011 var auglýst nauðungarsala á eigninni og var gerðarbeiðandi Hafnarfjarðar­ bær vegna vangoldinna fasteigna­ gjalda. Skuldin nam 1,2 milljón­ um króna. Lokasala á eigninni fór fram 16. nóvember síðastliðinn og var hæstbjóðandi félagið H.A. MC Iceland, en forsvarsmaður þess félags er Einar Ingi Marteinsson, Einar Boom, forseti Hells Angels. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa skipulagt grófa líkamsárás í Hafnarfirði í desember. Vilja refsa Íslendingum Framkvæmdastjórn Evrópu­ sambandsins ætlar að flýta ákvörðun um refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færey­ ingum vegna makríldeilunnar og er það gert til þess að hægt verði að útkljá málið endan­ lega áður en viðræður um sjávarútvergskaflann hefjast í aðildarviðræðum Íslands. Þær viðræður ættu að hefjast í næsta mánuði. Það var Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands, sem greindi frá þessu á mánudag. Sjávarútvegsráð­ herrar ESB funda nú í Brussel og lauk fyrri degi fundar þeirra á mánudaginn. Coveney segir Íslendinga ábyrgðarlausa í veiðum sínum og að ráðherra­ ráðið og Evrópuþingið fari yfir hugsanlegar refsiaðgerðir. Hafi framkvæmdastjórnin fallist á tillögur Íra og Breta um að flýta því ferli. Baráttan um Köln Í kjölfar tilkynningar Iceland Ex­ press um að flugfélagið ætlaði að fljúga á milli Keflavíkur og Kölnar í sumar lækkuðu samkeppnisað­ ilar verðið hjá sér. Frá þessu greinir vefurinn turisti.is. Flugfélögin WOW, Iceland Ex­ press og German Wings munu öll fjúga til Kölnar þrisvar í viku í sumar. Verðkönnun Túrista í síð­ asta mánuði leiddi í ljós að German Wings bauð lægri fargjöld en WOW til Kölnar í júlí. Nú, eftir að Iceland Express tilkynnti um að þeir ætluðu að fljúga sömu leið, hefur WOW lækkað sín fargjöld yfir hásumarið. Lægsta fargjaldið er nú að finna hjá WOW Air. Flug aðra leiðina kostar um 16.000 kr. Verðið á ódýrasta fluginu hefur lækkað um 11 þús­ und frá því fyrir mánuði. Lægsta verð hjá Iceland Express er tæpar 20 þúsund krónur en Ger­ man Wings býður flugið á 24 þús­ und krónur, fyrir utan farangur, að því er Túristi greinir frá. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Reiði Davíðs Ruglaði geiR n Ófagmennska einkenndi samband Davíðs og Geirs n Reiðiköst og gífuryrði„Vafið inn í svo mikið af bölvi og ragni að það hafi deyft þungann í þeim orðum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.