Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 19
Ný lánanúmer gætu truflað DV fékk ábendingu um að þeir sem fóru 110 % leiðina færu á mis við vaxtabætur því búin hafi verið til ný lán. Þau lán væru færð í dálk 5.5 sem veitir ekki rétt til vaxtabóta. Svan- borg Sigmarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi umboðsmanns skuldara, segir að slík mál hafi ekki komið inn á borð hjá henni. „Eini möguleikinn sem mér dettur í hug í sambandi við þetta er að þegar verið var að endurútreikna erlend lán þá var það skilyrði sett að breyta þeim í íslensk. Þau fengu nýtt lánanúmer og gætu því lent á röngum stað í forskráningunni. Það er hægt að breyta því og fólk er því hvatt til að skoða vel framtalið áður en því er skilað. Mikilvægt er að athuga hvort lánin séu ekki öll á réttum stað,“ segir hún. V ítamínvatn, orkustangir og fjölkornamatvæli eru með- al þess sem er markaðssett sem hollari kostur og okkur talin trú um að slíkt hjálpi til við að ná árangri í ræktinni og til- einka sér hollari lífsstíl. Katherine Tallmadge, næringar- fræðingur og höfundur bókarinnar Diet Simple, varar lesendur Wash- ington Post við því að gleypa við slík- um staðhæfingum. „Ég veit að orð eins og fitulítið, trefjaríkt, fjölkorn og náttúrlegt geta villt fyrir um fyrir jafnvel bestu neytendum og látið þá trúa því að þeir séu að kaupa holl- ari matvæli. Það er því best að venja sig á að lesa alltaf innihaldslýsing- ar,“ segir hún og mælir með að við höldum okkur frá þessum villandi hollustumat. Orkustangir Því er haldið fram að þessar stangir séu hollar, hjálpi til við þyngdartap og við uppbyggingu vöðva. Í raun eru þær þó hitaeiningabombur, sæl- gætisstykki með viðbættum vítam- ínum, próteinum og trefjum. Í flestum þeirra er sykur það fyrsta eða annað á inni- haldslista sem gerir það efst á listanum yfir magn. Betri kostur: Nartaðu í ávexti eða grænmeti til að grennast. Jógúrt er góð við upp- byggingu vöðva. Sértu á leið í lengri göngu og viljir þú hafa með þér hollt og næringarríkt nesti, ættir þú að taka með þér hnetur og þurrkaða ávexti. Fituminna hnetusmjör Olían er það hollasta við hnetuna og inni- heldur mest af nær- ingunni, svo það er tilgangslaust að taka hana út. Með því að fjarlægja olíuna er búið að ræna hnetu- smjörið hollustueiginleikum sínum. Fituminna hnetusmjör hefur sama kaloríufjölda og venjulegt hnetu- smjör en mun meira af viðbættum sykri, að sögn Bonnie Liebman, næringarfræðings hjá Miðstöð vís- inda í þágu almennings. Betri kostur: Notaðu náttúrulegt hnetusmjör. Neysla á 25–50 grömm- um af hnetum á dag hefur sýnt fram á lægri tíðni hjartasjúkdóma og minni hættu á krabbameini. Einnig sýna nýjar rannsóknir frá Harvard- háskóla að neysla á hnetum virðist hjálpa fólki að grenna sig. Vítamínvatn Drykkir eins og vítamínvatn (vitaminwater) eru mjög sykurríkir drykkir með vítamíntöflu. „Þeir eru ótví- rætt skaðlegir heilsunni,“ segir Walter Willet, prófessor í faralds- og næringarfræði við Harvard. „Hvort vítamín uppleyst í vatni gerir fólki gott, veltur á því hvort fólk sé að fá nóg af vítamínum úr fæðunni. Sumt fólk fær of mikið af vítamínum og steinefnum með því að bæta vítamínvatni við fjölbreytt mataræði. Betri kostur: Drekktu vatn! Vatn er langbesti drykkurinn til að vökva líkamann auk þess sem það inni- heldur engar kaloríur. Engar vítam- íntöflur koma í staðinn fyrir ávexti, grænmeti, hnetur og heilkorn. Fjölkorna matvæli Fjölkorna brauð, kex og morgunkorn eru oft þau matvæli þar sem erfitt er að átta sig á holl- ustugildi. Fólk sér orðið fjölkorna og tengir það við heilkorna en það þarf ekki alltaf að vera tenging þar á milli og það er mikilvægt að gera greinar- mun á tegundum tveimur. Þeir sem borða heilkornamatvæli eiga minni hættu á að fá sykursýki, hjartasjúk- dóma og krabbamein. Þeir eru einnig ólíklegri til að kljást við offitu miðað við þá sem borða matvörur þar sem kornið er unnið. Betri kostur: Vertu viss um að heil- korn, svo sem heilhveiti, hafrar eða brún hrísgrjón séu efst á innihalds- lýsingunni, og helst eina kornið í matvælunum. Það er góðs viti ef valsaðir hafrar eru eina kornið í lýs- ingunni. Einnig ættir þú að íhuga að fá þér egg í morgunmat í stað morg- unkorns. „Það er gífurlegt magn af unninni sterkju og sykri í því sem fólk borðar í morgunmat. Fólk held- ur að það sé að borða hollan mat en oft er það óhollara og skaðlegra en egg,“ segir Walter Willet, prófessor við Harvard-háskóla. Ristað snakk og kex Alls kyns snakk og kruðerí er látið líta út fyrir að vera hollt með því að merkja það bakað, ristað, fituminna eða glútenfrítt. Sann- leikurinn er sá að flestar þessar vörur eru úr mjöli eða sterkju, sem inni- halda mikið af hitaeiningum en litla næringu. Popp-snakk er til dæmis ný afurð sem er markaðssett sem holl vara en inniheldur unnar kartöflur, sterkju, olíu, salt og 14 önnur efni. Rannsóknir sýna að mikil neysla af unnum kornafurðum og sterkju eyk- ur líkur á hjartasjúkdómum, krabba- meini, sykursýki og offitu. Betri kostur: Prófaðu Wasa- eða Finn Crisp-hrökkbrauð – 100 pró- senta heilkornamatvæli sem inni- halda lítið natríum. Ef þig langar í eitthvað sem líkist snakki, prófaðu flögur sem eru búnar til úr grænmeti og steiktar úr hollri olíu.  „Nú þegar transfitur hafa verið fjarlægðar úr flestum olíum, er fitan það hollasta við kartöfluflögur,“ segir Willett. Flögur gerðar úr heil- hveiti frekar en kartöflum gætu verið merktar sem heilsufæða, svo lengi sem skammtastærðin fari ekki yfir 30 grömm. Neytendur 19Miðvikudagur 21. mars 2012 Lög um smálán væntanleg n Réttarstaða neytenda mun batna verulega V erið er að leggja lokahönd á frumvarp til nýrra laga um neytendalán sem lagt verður fram nú á vorþingi. Frumvarp- inu er ætlað að leysa núgildandi lög um sama efni af hólmi. Frumvarpið tekur til lána sem veitt eru í atvinnu- skyni til neytenda óháð fjárhæð þeirra en þar með talin eru smálán,“ segir í svari frá efnahags- og viðskiptaráðu- neytinu við spurningu um smálán og hvað yfirvöld hyggist gera til að koma lánastarfseminni undir lög. DV hefur fjallað um smálánafyrir- tækin og hve varhugaverð slík lán geta verið auk þess sem þau bera sum rúmlega 600 prósenta ársvexti. Í svari ráðuneytisins segir einnig að frumvarpið muni fela í sér innleið- ingu á tilskipun Evrópuþingsins og Evrópuráðsins sem samræmir reglu- verk um veitingu neytendalána á evr- ópska efnahagssvæðinu. Tilskipunin geri meðal annars auknar kröfur um upplýsingaskyldu lánveitanda í aug- lýsingum, þar sem er fjallað um vexti eða kostnað neytanda af láninu, fyr- ir og við samningsgerð. Þar að auki kveði hún á um skyldu lánveitanda til að framkvæma lánshæfismat fyrir lánveitingu og um rétt neytanda til að falla frá samningi innan 14 daga frá gerð hans eða frá þeim tíma er hon- um bárust fullnægjandi upplýsingar. Verði frumvarpið óbreytt að lög- um má ætla að réttarstaða lántaka batni umtalsvert. Veiting smálána muni þá lúta eftirliti Neytendastofu auk þess sem skylt verði að meta lánshæfi lántaka fyrir gerð láns- samnings. Það muni minnka líkur þess að aðilar sem ekki hafa greiðslu- getu fái slíka fyrirgreiðslu sem aðeins auki á vandræði þeirra. Kröfur um upplýsingagjöf lánveitanda munu aukast til muna og neytendur munu hafa rétt til að falla frá samningi inn- an 14 daga frá gerð hans. Í lokin má geta þess að svipuð umræða hefur verið á Norðurlönd- unum og í Finnlandi er nú umræða á þinginu þess efnis að banna eigi með öllu slíka lánastarfsemi. gunnhildur@dv.is Smálán Auka aðeins á vandræði þeirra sem hafa ekki greiðslugetu. Finndu glufurnar í skattframtalinu Ekki láta plata þig n Þú gætir átt inni vaxtabætur n Gætir fengið ívilnun ef þú hefur ungling á framfæri þínu n Fjölmörg matvæli eru ranglega markaðssett sem hollari kostur 9 Allir vinna Fylla þarf út eyðublað RSK 3.22 til að fá frádrátt frá tekjuskattstofni vegna vinnu við viðhald og endurbætur á íbúðar- og frístundahúsnæði. Skilyrði er að sótt hafi verið um endurgreiðslu á virðisaukaskatti fyrir 1. febrúar 2012. Frádrátturinn nemur helmingi þeirrar fjárhæðar sem greidd var fyrir vinnu á árin 2011 án virðisaukaskatts en hámarkið er þó 200.000 krónur hjá einstaklingi en 300.000 krónur hjá hjónum og samsköttuðu sambýlisfólki. Frádrátturinn færist í reit 158 á tekjusíðu framtalsins en hjá hjónum færist hann inn hjá því tekjuhærra. 10 Umsókn um lækkun Hægt er að sækja um lækkun á tekjustofni við tilteknar aðstæður. Sé fallist á slíkt lækkar útsvarsstofn um sömu fjárhæð. Þá á framteljandi rétt á að óska frekari lækkunar á útsvari hjá viðkomandi sveitarfélagi. Umsókn um lækkun ber að skila með skattframtali á sérstöku eyðublaði RSK 3.05 og mælt er með að nota rafrænt umsóknareyðublað sem er mun ítarlegra en það á pappír. Lækkun á tekjuskatts- og útsvars- stofni er heimil þegar um ræðir: veik- indi, slys, ellihrörleika eða mannslát, veikindi eða fötlun barns, framfærslu vandamanna, eignartjón eða tapaðar kröfur. Nánari upplýsingar um þetta eru á blaðsíðu 27 í bæklingi um skatt- framtal á rsk.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.