Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 14
14 Erlent 21. mars 2012 Miðvikudagur Ætlar að giftast kokki n Susanne Eman ætlar að verða feitasta kona heims H ann getur hjálpað mér að ná markmiði mínu,“ segir hin 33 ára Susanne Eman. Susanne, sem er tveggja barna móðir og vegur rúmlega 340 kíló, vinnur að því að verða feitasta kona veraldar. Sus- anne hefur nú fengið góðan hjálpar- kokk, í orðsins fyllstu merkingu, við að ná markmiði sínu því hún hefur tekið saman við breska kokkinn Par- ker Clack. Susanne lýsir því í sam- tali við breska blaðið The Sun að þau séu mjög hamingjusöm og passi vel saman. „Við gætum ekki passað bet- ur saman. Hann elskar að elda og ég elska að borða,“ segir hún. Parker er tveimur árum eldri en Susanne en hún hefur sett sér það markmið að verða yfir 700 kíló og þar með langfeitasta kona heims. Þau trú- lofuðu sig fyrir skemmstu og munu ganga í hjónaband á næstu mánuð- um ef allt gengur eftir. Susanne viður- kennir að hæfileikar Clacks í eldhús- inu hafi gert gæfumuninn. „Hvernig get ég staðist mann með alla þessa hæfileika í eldhúsinu,“ segir hún og bætir við að gómsætur spaghetti- réttur sem Clack eldar sé uppáhald- ið hennar. „Ég get borðað hann allan daginn,“ segir hún. Clack er fluttur inn til Susanne og þau búa í Casa Grande í Arizona í Bandaríkjunum. Parker segist sjálfur styðja sína heittelskuðu og segist ekki óttast um heilsu hennar. „Ég styð hana heilshugar og hún gerir mig hamingjusaman. Ég kann vel við íturvaxnar konur. Ég hef ekki miklar áhyggjur af heilsufari henn- ar. Hún verður glöð þegar hún fær að borða.“ T ólf strætisvagnabílstjórar í Northamptonskíri á Eng- landi eru 630 milljónum króna ríkari hver eftir að hafa unnið þann stóra í EuroMillions-lottóinu síðastliðið föstudagskvöld. Bílstjórarnir skiptu með sér 38 milljónum punda, eða tæplega 7,6 milljörðum króna. Bíl- stjórarnir höfðu lagt saman í púkk í hverri viku og keypt miða í lottó- inu undanfarin þrjú ár. Einhverjir voru farnir að velta því fyrir sér að hætta þátttöku enda bæði dýrt að taka þátt og möguleikarnir afar litl- ir. Ellefu héldu þó áfram en sá tólfti nagar sig líklega í handarbökin en hann hætti þátttöku síðasta haust. Vöktu alla nóttina Dregið var út á föstudagskvöld og áttu bílstjórarnir allir að mæta í vinnu daginn eftir. Enginn þeirra mætti hins vegar og er talið að þeir muni allir segja upp störfum á næstu dögum. Að minnsta kosti einn er þegar hættur. „Við hittumst þegar við áttuðum okkur á þessu og spjölluðum saman og drukkum te þar til Camelot var opnað daginn eftir,“ segir John Noa- kes, 49 ára, í samtali við The Daily Mail, en Camelot er eins konar skrifstofa EuroMillions-lott ósins í Bretlandi. „Þannig að það var ekki möguleiki að við myndum mæta í vinnuna,“ segir hann. Þetta skap- aði alls konar vandræði og þurftu yfirmenn Stagecoach-strætis- vagnafyrirtækisins, þar sem bíl- stjórarnir starfa, að stökkva til og aka vögnunum. Noakes segir að afar litlar lík- ur séu á að hann muni aftur keyra strætisvagn en hann hefur verið strætisvagnabílstjóri í sextán ár. „Ég get bara talað fyrir sjálfan mig en ég veit að ég mun ekki snúa aftur til starfa. Aðrir eru í sömu hugleið- ingum,“ segir hann og bætir við að hann ætli að gefa eiginkonu sinni fokdýra Aston Martin-bifreið í stað gamallar Nissan Primera-bifreiðar sem hún hefur ekið. 630 milljónir alveg nóg Charles Connor, 40 ára, er einn- ig í hópnum sem vann þann stóra. Hann er ánægður með að félagar hans hafi einnig unnið. „Það hefði verið ógnvekjandi að vinna 7,6 milljarða. 630 milljónir er nógu mikið,“ segir hann. Connor segir í samtali við The Daily Mail að hann hafi þurft að vinna fjórtán klukku- stundir á sólarhring að meðaltali til að ná endum saman. Því komi vinningurinn sér afar vel. Hann ætlar, líkt og Noakes, að kaupa sér nýjan bíl en hann ætlar einnig að fara í tungumálaskóla og sinna áhugamáli sínu sem er golf. Annar vinningshafi, Charles Gillion, sem er 64 ára, ætlar að láta af störfum síðar á árinu. Sagði upp strax David Mead er einn þeirra sem sagði upp störfum nánast um leið og hann frétti að hann hefði unn- ið. „David átti að mæta í vinnuna á laugardag. Hann hringdi í yfirmann sinn og sagðist ekki ætla að mæta og að hann væri hættur,“ segir bróðir hans, Graham. David er fráskilinn fjögurra barna faðir og segir Gra- ham að bróðir sinn ætli að hugsa vel um fjölskyldu sína og kaupa sér nýjan bíl. Vinningstölurnar í Euro- Millions-lottóinu á föstudag voru: 3, 4, 12, 23 og 50. Ofurtölurnar (e. The Lucky Stars) voru 4 og 7. Fyrsti vinningurinn hefur farið til Bret- lands undanfarin fimm skipti. n Unnu 7,6 milljarða í lottó n Enginn mætti í vinnu daginn eftir Tólf stálheppnir strætóbílstjórar „Ég get bara talað fyrir sjálfan mig en ég veit að ég mun ekki snúa aftur til starfa. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Sagði strax upp David Mead er einn hinna heppnu bílstjóra. Hér er hann með systur sinni. Mead hringdi í yfirmann sinn og sagði upp um leið og hann áttaði sig á að hann hefði hreppt þann stóra. Draumabíllinn John Noakes er mikill áhugamaður um bíla. Hann ætlar að láta drauminn rætast og skipta út Nissan Primera-bifreið fyrir Aston Martin. Hamingja Susanne segir að hún og Clack passi fullkomlega saman. Hann elski að elda og hún elski að borða. Umfram allt elska þau þó hvort annað. Vill ekki leyfa sam- kynhneigð Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líb- eríu, er þeirrar skoðunar að hjóna- band samkynhneigðra eigi áfram að vera ólöglegt í landinu. Ellen, sem þykir nokkuð umbótasinnuð, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. „Við kunnum vel við okkur á þeim stað sem við erum,“ sagði Ellen í samtali við blaða- mann The Guardian en ummælin lét hún falla eftir fund með Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Málefni samkynhneigðra í Líb- eríu eru ofarlega í umræðunni þar í landi enda liggur frumvarp fyrir þinginu sem gerir ráð fyrir að refs- ing fyrir samkynhneigð verð hert. Verði frumvarpið að lögum geta samkynhneigðir í Líberíu átt von á allt að tíu ára fangelsi. Talinn hafa myndað árásina Byssumaðurinn sem hóf skot- hríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag er talinn hafa myndað árásina. Þrjú börn og kennari létust í árás- inni. Samkvæmt sjónarvottum kom maðurinn akandi á vespu að skólanum þar sem hann hóf skothríð. Rannsókn málsins er í fullum gangi. Lögregla telur að ódæðismaðurinn sé einn þriggja hermanna sem voru reknir úr franska hernum en mennirnir áttu það allir sameiginlegt að aðhyllast nýnasisma. Lögregla rannsakar einnig hvort árásarmaðurinn hafi myndað atvikið en innanríkisráð- herra Frakklands, Claude Gueant, gaf í skyn á blaðamannafundi að árásarmaðurinn hafi verið með einhvers konar upptökubúnað utan á sér þegar hann gerði árás- ina. Með sjónvarp í buxunum Yfirvöld í Minnesota í Bandaríkj- unum hefur ákært 21 árs karl- mann, Eric Lee King, fyrir að stela sjónvarpi úr verslun í borg- inni. Óhætt er að segja að aðferð mannsins hafi verið frumleg því hann stakk sjónvarpinu ofan í buxurnar sínar áður en hann gekk út. Maðurinn var gómaður þegar öryggisvörður tók eftir einkenni- legu göngulagi Erics fyrir utan verslunina. Kom þá í ljós að í bux- unum var 19 tommu flatskjár. Þá hafði hann troðið í buxurnar fjar- stýringu fyrir sjónvarpið og nauð- synlegum snúrum. Dómur í mál- inu verður kveðinn upp á næstu vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.