Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Þ ú færð strax það sem þig vantaði til að líða vel. Fyrsti skammturinn er gefins. Þú getur fengið það hvar og hve- nær sem er. Taktu bara upp farsímann þinn. Í dag eru smálánafyrirtækin á Ís- landi orðin fimm. Þau lána aðallega til ungs fólks, sem hefur takmörkuð fjár- ráð og er líklegt til taka lán með 600% ársvöxtum í gegnum farsímann sinn til að geta gert eitthvað skemmtilegt. „Lifðu núna“, er mottó eins farsímafyr- irtækisins sem er í samstarfi við smá- lánafyrirtækin, og „stærsti skemmti- staður í heimi“, er mottó annars. Fyrir unga manneskju getur eitt smálán breytt öllu. Hin tæplega tví- tuga Júlía Marie Crawford lýsti þessu í viðtali við DV á mánudaginn. „Þetta byrjaði mjög saklaust en ég átti engan pening og fannst tilvalið að taka bara eitt 10.000 króna lán. Ég hugsaði með mér að ég gæti alveg borgað 12.000 krónur um mánaða- mótin. Þetta varð þó fljótlega að víta- hring því ég komst að því að maður tekur aldrei bara eitt lán. Þetta er svo þægilegt og þú getur, hvenær sem er, fengið peninga beint inn á reikning- inn,“ útskýrir hún. Síðan byrjuðu þeir að senda sms-skilaboð og bjóða smá- lán í tíma og ótíma, eins og dópsalinn sem heldur viðskiptavinum sínum við efnið. Smálán og dóp hafa sambærilega virkni. Dópið gengur út á að fá sælu strax. Fólk vill öðlast stóran skammt af hamingju hratt, án þess að vinna fyrir henni. Svo borgar það fyrir með vanlíðan þegar áhrifin hverfa. Á end- anum þarf meira dóp til að borga fyrir vanlíðunina sem dópið veldur, bara til að vera venjulegur. Smálán er líka tæki til að öðlast skammt af vellíðan strax, án þess að hafa unnið fyrir henni. Þeir festast í vítahring og verða að nota meira og meira. Helsta markaðs- trikk dópsala er að bjóða óspjölluðum ungmennum ókeypis dóp. Nú auglýsir eitt smálánafyrirtæki að fyrsta lánið sé vaxtalaust. Þegar fólk hefur fengið smakk og er komið á bragðið byrja vextirnir. Meira að segja handrukkarar furða sig á 600% vöxtum. Þeir rukka yfirleitt ekki meira en 100% vexti á ári. Smálánafaraldurinn byrjaði í Finnlandi árið 2005. Þaðan dreifðust smálánin yfir Skandinavíu og síðar til Íslands. Í upprunalandinu, Finn- landi, eru nú þrjú hundruð þúsund manns í vanskilum með slík lán. Það er engin tilviljun að smálánin dreifast svona hratt út. Þetta er gróðavænlegur bransi. Eitt smálánafyrirtækið skilaði rúmlega 14 milljóna króna hagn- aði árið 2010, sem verður að teljast gott hjá nýstofnuðu fyriræki. Síðan þá hefur þeim fjölgað hratt hér á landi. Í Finnlandi er hins vegar í undirbúningi að setja lög til að vernda ungt fólk fyrir lánunum. Það er auðvelt að segja að það sé heimskulegt að taka smálán og að fólk geti kennt sjálfu sér um. Sama má auðvitað segja um dóp, en það er ólöglegt. Smálánafyrirtækin hafa ekki hvatt til skynsamlegrar notkunar, heldur þvert á móti. Þau segja að smá- lán séu til dæmis ætluð til að kaupa ferðatösku, þegar maður hefur ekki efni á henni, svo maður komist í utan- landsferðina. Þeir auglýsa auðvitað ekki vöruna út frá líklegustu notkun- inni á henni, að fólk taki smálán til að geta farið út að skemmta sér, til að lifa núna, og taka jafnvel enn annað smá- lán á stærsta skemmtistað í heimi. Heiðarleg nefnd n Kosning Heiðars Más Guð- jónssonar, fjárfestis og krónu- gagnrýnanda, í efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðis- flokksins um síðustu helgi er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Heiðar Már hefur talað fyrir því að Íslendingar taki upp aðra mynt, til dæmis Kanadadoll- ar eða evru. Þessi skoðun fer þvert gegn sýn valdamanna í flokknum eins og Davíðs Oddssonar en sýnir hugsan- lega að Bjarni Benediktsson er hallari undir gjaldmiðla- breytingar en hann vill vera láta. Í öðru lagi var Heiðar Már til rannsóknar hjá Seðla- bankanum út af brotum á gjaldeyrishaftalögum og sendi bankinn fjögur slík mál til sérstaks saksóknara í fyrra. Ekki er vitað hvort mál Heið- ars var eitt þeirra en ljóst er Seðlabankinn neitaði að selja tryggingafélagið Sjóvá til Heiðars Más vegna þessarar rannsóknar. Vík milli vina n Ársæll Valfells, kennari í viðskiptafræði og fjárfestir, var einn þeirra sem ætlaði að kaupa tryggingafélagið Sjóvá með Heiðari Má Guðjónssyni í lok árs 2010. Seðlabanki Ís- lands var hins vegar ekki hrifinn af því að selja trygg- ingafélagið til hóps tengd- um Heiðari vegna rann- sóknar bank- ans á meint- um brotum hans á gjald- eyrishaftalögum. Heiðar Már stefndi DV í kjölfarið vegna frétta um stöðutöku hans gegn krónunni á árunum 2006 og 2007 og ráðagerð hans um stórfellda stöðu- töku fyrirtækja Björgólfs Thors Björgólfssonar gegn íslensku viðskiptalífi. Nú hefur verið greint frá því í fjölmiðlum að Ársæll hafi komið gögnum til DV um Guðlaug Þór Þórðar- sonar, að undirlagi Gunnars Andersen. Ljóst er þessi tíð- indi hafa ekki farið vel í Heið- ar Már sem á í málaferlum við blaðið. Hættu báðir n Mál Gunnars Andersen er eitt farsakenndasta mál sem verið hefur í opinberri um- ræðu á Íslandi lengi. Stöð- ugt koma nýir vinklar fram í málinu: Landsbankamaður með áratuga starfsreynslu kemur fram á sjónarsvið- ið sem maðurinn sem sótti gögnin um Guðlaug Þór og kennari í viðskiptafræði, Ár- sæll Valfells, tengist málinu einnig. Það sem tengir þre- meningana saman er að þeir unnu allir í Landsbankanum fyrir einkavæðingu. Gunnar og Ársæll hættu báðir þegar Björgólfsfeðgar keyptu hann, að sögn vegna þess að þeim leist ekki á kaupendurna. Þá var Gunnar vitni í Hafskips- málinu þar sem Björgólfur eldri var dæmdur fyrir efna- hagsbrot. Síðan hefur andað köldu á milli þeirra. Þetta er ekkert öðruvísi hér Ég var ekki með nein leiðindi Björn Bragi Arnarsson tók yfirmenn 365 fyrir á árshátíð fyrirtækisins. – DV Smálán eru dóp Á hyggjur hafa vaknað um það meðal stjórnmálaskýrenda í Tyrklandi að landið stefni í átt til einræðis. Talið er líklegt að forsætisráðherra landsins, Recep Er- dogan, muni reyna að verða forseti landsins árið 2014 og reyni í kjölfarið að breyta eðli tyrkneska ríkisins með því að láta forsetaembættið verða það valdamesta í landinu. Sökum þessa, meðal annars, er byrjað að bera Erdogan saman við Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sem lét Dmitri Medvedev taka við af sem sér sem forseti lands- ins og gegndi sjálfur embætti forsætis- ráðherra á meðan. Erdogan gæti, ef af þessu verður, gegnt forsetaembættinu til ársins 2024. Hugsanlegt er að nú- verandi forseti, Abdullah Gul, taki þá við af honum sem forsætisráðherra á meðan. Fjallað var um þessa mögu- leika í bandaríska blaðinu The New Yorker í síðustu viku. Tyrkland hefur stært sig af því í sögu sinni sem þjóðríkis að vera ver- aldlegt ríki, allt frá því Mustafa Kemal Ataturk bjó Tyrkland nútímans til á þriðja áratug síðustu aldar eftir fall Ottó manaveldisins í fyrri heims- styrjöldinni. Ataturk gerði fjölmarg- ar róttækar breytingar á samfélags- háttum Tyrklands: lagði meðal annars arabíska stafrófið niður og tók upp það latneska, veitti konum kosninga- rétt og bannaði trúarlegan klæðaburð kvenna eins og slæður og innleiddi lög og reglur sem miðuðu að því að minnka vægi trúarbragða í samfé- laginu. Ataturk lagði sömuleiðis mikið upp úr því að auka læsi meðal íbúa Tyrklands. Þessar breytingar voru byggðar á hugmyndum frönsku upp- lýsingarinnar sem Ataturk kynnti sér sem ungur maður, meðal annars Montesquieu og Voltaire. Ataturk var í fáum orðum sagt mjög vestrænn í hugsun og vildi steypa tyrkneskt sam- félag í það mót. Þetta veraldlega eðli tyrkneska þjóðríkisins er nefnt eftir Ataturk og er talað um kemalisma í því sambandi. Tyrkneski herinn er sú stofnun ríkis- ins sem sögulega séð er sú sterkasta í landinu og hefur hún staðið vörð um þetta veraldlega eðli ríkisins sem nefnt er eftir Ataturk. Herinn hefur því, allt frá dögum Ataturks – hann lést á fjórða áratugi síðstu aldar – getað ráðið póli- tískum niðurlögum stjórnmálaleiðtoga ef þeir hafa brotið gegn kemalism- anum. Tyrkneski herinn hefur þannig steypt þremur forsætisráðherrum landsins af stóli síðastliðna áratugi. Bakgrunnur Erdogans er annar en kemalískur þar sem forsætisráðherr- ann er mjög trúaður múslími. Erdog- an, sem þá var borgarstjóri Istanbúl, var til að mynda varpað í fangelsi árið 1998 fyrir að fara með ljóð opinber- lega sem talið var hafa trúarlegt inn- tak. Flutningur Erdogans á ljóðinu var talinn brjóta gegn stjórnarskrá Tyrk- lands og veraldlegu eðli ríkisins. Þess vegna hefur verið talsverð togstreita á milli Erdogans og hersins frá því hann tók við völdum árið 2002. Erdogan ákvað til dæmis að senda dætur sínar tvær í skóla til Bretlands og Bandaríkjanna þar sem kvenfólk í Tyrklandi mátti ekki hylja hár sitt með slæðum, að múslímskum sið, opin- berlega vegna þess að slíkt var talið stríða gegn þeim veraldlegu gildum sem einkenna kemalismann. „Ég er faðir sem þjáist,“ sagði Erdogan um bannið í viðtali við franska sjónvarps- stöð fyrir átta árum. Síðan þetta gerð- ist hefur Erdogan afnumið slæðu- bannið í Tyrklandi. Togstreitan á milli Erdogans og tyrkneska hersins hefur meðal annars birst í því að nú standa yfir réttarhöld í Tyrklandi þar sem 150 yfirmenn í hernum og undirmenn þeirra hafa verið ákærðir fyrir að ætla að steypa Erdogan af stóli í aðgerð sem kölluð var Ergenekon. Einhverjir af þeim yfirmönnum hersins sem ákærðir eru eru taldir hafa komið að því að hand- taka og rétta yfir Erdogan árið 1998. Með þessum aðgerðum gegn hernum getur Erdogan veikt tyrkneska herinn og gert hann tortryggilegan, grafið undan honum og trú almennings í landinu á hann þannig að hann hætti að verða öflugasta stofnun ríkisins, líkt og hann hefur verið í áratugi. Talið er að þetta sé liður í þeirri viðleitni Erdogans að auka völd sín í Tyrklandi enn meira því ef grafið hef- ur verið undan hernum er enginn að- ili sem gæti komið forsætisráðherran- um frá völdum og hann getur einbeitt sér að því að styrkja valdagrunn sinn betur. Ef Erdogan tekst þetta og nær að verða forseti landsins árið 2014, og í kjölfarið auka völd þess embættis, gæti hann reynt að breyta hinu ver- aldlega eðli tyrkneska ríkisins sem er bundið í stjórnarskrá þess. Viðleitni Erdogans í kjölfarið gæti verið að auka vægi trúarinnar í samfélaginu, á kostnað veraldlegra þátta, með form- legum hætti. Slíkt væri róttæk breyt- ing á stjórnskipun tyrkneska ríkisins. Í átt til einræðis Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 21. mars 2012 Miðvikudagur Gunnar Sigurjónsson kannast ekki við óánægu meðal foreldra fermingarbarna. – DV Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is „Meira að segja handrukkarar furða sig á 600% vöxtum. Kjallari Ingi Freyr Vilhjálmsson Erdogan gæti orðið forseti Recep Erdogan sést hér annar frá hægri. Abdullah Gul forseti er fyrstur frá vinstri á myndinni. Mikil togstreita er milli Erdogans og hersins í landinu. Talið er líklegt að Erdogan reyni að verða forseti landsins árið 2014.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.