Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Side 3
Fréttir 3Miðvikudagur 21. mars 2012 L andsbankinn afskrifaði nærri 1.500 milljónir króna af skuldum rekstrarfélags pítsukeðjunnar Domino's á Íslandi í fyrra þegar það var selt til fjárfestisins Birgis Bieltvedts. Domino's var í eigu útgerðar- mannsins og fjárfestisins Magnúsar Kristinssonar fyrir hrunið 2008 og námu skuldir félagsins rúmlega 1.820 milljónum í lok árs 2010. Domino's lenti í fangi Landsbank- ans eftir hrunið, þó svo að formleg yfirtaka á því hafi ekki átt sér stað fyrr en mars 2011, og var fyrirtækið selt til Birgis í júlí sama ár. Í tilkynningu frá bankanum þegar fyrirtækið var selt kom fram að tilboð Birgis Bieltvedts í fé- lagið hefði verið hagstæðast en það hljóðaði upp á hlutafé upp á 210 milljónir króna og yfirtöku á vaxtaberandi skuldum upp á 350 milljónir króna. Skuldirnar í árs- lok 2010 námu hins vegar rúm- lega 1.820 milljónum króna eins og áður segir. Salan á fyrirtækinu til Birgis vakti talsverða athygli þar sem hann stofnaði Domino's á Ís- landi árið 1993 og kom að rekstri þess þar til árið 2005. Birgir var því að kaupa aftur félag sem hann setti á laggirnar hér á landi fyrir að verða 20 árum. Greint frá hugsanlegum afskriftum Í ársreikningi rekstrarfélags Dom- ino's, Pizza Pizza, fyrir árið 2010, sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í nóvember í fyrra, kemur fram að Landsbankinn hafi unnið að fjárhagslegri endurskipu- lagningu Domino's á Íslandi. Mark- mið þessarar endurskipulagningar var að tryggja rekstrarhæfi félags- ins. Í ársreikningnum segir að Landsbankinn kunni að beita af- skriftum á skuldum móðurfélags Domino's til að ná þessum mark- miðum. „Náist slíkt samkomulag kann það að leiða til þess að Lands- bankinn afskrifi hluta af kröfum sínum og/eða breyti þeim í hlutafé í samræmi við reglur Landsbank- ans.“ 1/5 hluti skuldanna fylgdi Þessi leið varð ofan á þegar Lands- bankinn seldi félagið til Birgis síð- astliðið sumar enda lítill áhugi á því meðal fjárfesta að kaupa yfir- skuldsett fyrirtæki af fjármálafyrir- tækjum. Eftir stendur að einungis um 1/5 hluti skulda Domino's í árs- lok 2010 fylgdu rekstrarfélagi Dom- ino's þegar það var selt. Domino's á Íslandi tapaði nærri 17 milljónum árið 2010, samkvæmt ársreikningnum. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu rúmlega 1.735 milljónum króna árið og EBIDTA rúmlega 75 milljónum. Fjármagns- gjöld vegna yfirskuldsetningar félagsins settu hins vegar stórt strik í reikninginn og því endaði rekstur- inn í tapi. Eiginfjárhlutfall fyrirtæk- isins var neikvætt um 169 prósent í lok árs 2010, fyrir afskriftirnar á stórum hluta skulda þess og söluna til Birgis. EBIDTA Domino's sýnir að um er að ræða fínt rekstrarfélag sem leið fyrir of mikla skuldsetningu. Að mestu gamlar skuldir Athygli vekur að skuldirnar sem Landsbankinn hefur nú afskrifað að mestu eru skuldir sem hafa hvílt á félaginu í mörg ár, frá þeim tíma þegar Birgir Bieltvedt átti hlut í fé- laginu. Líkt og áður segir kom Birg- ir að rekstri Domino's til ársins 2005 og sat í stjórn þess lengur, að minnsta kosti í mars árið 2006 þegar gengið var frá ársreikningi félagsins fyrir árið 2005. Í þeim reikningi kom fram að heildar skuldir félagsins hefðu auk- ist um rúman milljarð króna á milli áranna 2004 og 2005, farið úr rúm- lega 200 milljónum og upp í rúmlega 1.200 milljónir. Þetta er skuldsetning sem hvíldi á félaginu í gegnum miklar eigendabreytingar næstu árin á eftir. Úlfar Steindórsson, fyrrverandi stjórnarformaður Pizza Pizza, sagði til dæmis í viðtali við DV í lok árs 2010 að þær skuldir sem hvíldu á félaginu væru ekki tilkomnar vegna þess að Magnús Kristinsson hefði skuldsett félagið meðan hann átti það einn, frá árinu 2007. „Þetta er skuldsetn- ing sem var á félaginu þegar Magnús keypti það... Þetta var aldrei skuldsett frekar af hálfu Magnúsar. Hann end- urfjármagnaði bara gamlar skuldir.“ Staðreyndin er því sú að Lands- bankinn hefur nú afskrifað skuldir hjá Domino's, við söluna á fyrirtæk- inu til Birgis Bieltvedts, sem hann átti þátt í að stofna til á árunum fyrir hrun þegar hann átti í fyrirtækinu og stýrði því ásamt öðrum. Birgir fór því frá félaginu þegar það var kengskuld- sett en eignast það aftur eftir að búið er að færa skuldirnar niður í svipað horf og árið 2004, áður en félagið var skuldsett gríðarlega árið 2005. Um 1.500 milljóna afskrift Þegar Birgir Bieltvedt hætti að koma að rekstri Domino's á Íslandi árið 2005 var fyrirtækið kengskuldsett. Hann eignaðist fyrirtækið aftur í fyrra eftir að stærstur hluti þessara skulda hafði verið afskrifaður. n Birgir Bieltvedt átti hlutdeild í skuldunum n Eignaðist félagið í fyrra Afskrifuðu um 1.500 milljónir hjá Domino's „Náist slíkt sam- komulag kann það að leiða til þess að Landsbankinn afskrifi hluta af kröfum sínum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ný framboð í næstu kosningum Dögun samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði n Framboð Hreyfingarinnar, Borgarahreyfingar og Frjálslynda flokksins auk nokkurra stjórnlaga- ráðsfulltrúa n Formleg stofnun var 18. mars n Flokkarnir hafa allir átt fulltrúa á þingi Samstaða flokkur lýðræðis og velferðar n Tilkynnt um flokkinn árið 2011 n Stofnfundur 7. febrúar n Þingmaður meðal forystumanna Bjartsýnisflokkurinn n Segjast jákvæð, hóflega þjóðernis- sinnuð og andlega þenkjandi n Fyrst fjallað um flokkinn 13. mars n Þrír aðilar standa að flokknum n Flokkurinn hefur aldrei boðið fram Ísland fyrst n Telja fjölmenn- ingarstefnu helstu ógnina við íslenskt samfélag n Fundar í heima- húsum, fyrst fjallað um flokkinn 29. ágúst 2011 n Flokkurinn hefur aldrei boðið fram Hægri grænir n Flokkurinn var stofnaður árið 2010 n Flokkurinn hefur aldrei boðið fram Björt framtíð n Tilkynnt um stofnun flokksins 8. desember 2011 með nafnasam- keppni n Tilkynnt um nafnið Björt framtíð í janúar n Þingmaður meðal forystumanna Lýðfrelsis- flokkurinn n Tilkynnt um flokkinn árið 2011 n Flokkurinn hefur aldrei boðið fram Tap Domino's í pítsum talið: 1,5 milljónir þriðjudagstilboða Forvitnilegt er að setja 1.500 milljóna króna afskrift Dom- ino’s í samhengi við þær vörur sem fyrirtækið selur. Þannig þyrfti hver einasti Íslendingur sem náð hefur 18 ára aldri að kaupa þriðjudagstilboð Domino’s meira en sex sinnum, til að upphæðin myndi jafnast á við afskriftina. Þriðjudagstilboðið, sem Domino’s auglýsir um þessar mundir, er þannig að miðl- ungsstærð af pítsu með þremur áleggstegundum kostar 1.000 krónur. Athugið að nú er hægt að velja um þrjár tegundir af botnum. Nærri lætur að allir fjárráða Íslendingar þyrftu að kaupa af þeim pítsu á hverjum degi í heila viku til að söluandvirðið næði þeirri upphæð sem afskrifuð var hjá bankanum. Domino’s þyrfti að selja 1,5 millj- ónir þriðjudagstilboða til að selja fyrir upphæðina sem afskrifuð var. stöðu eða eru óákveðnir. Fjórtán prósent þeirra sem spurðir voru tóku ekki þátt í könnuninni og geta því ekki talist til lausafylgis. Málaflokkar Ef til vill gefur könnun MMR, frá desember, á hug kjósenda til stjórnmálaflokka, miðað við mála- flokka sterkustu vísbendinguna um raunverulegt lausafylgi. Al- mennt nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mests trausts nema þegar kemur að umhverfismálum og uppgjöri á tildrögum bankahrunsins þar sem flestir treysta VG. Þetta er viðsnún- ingur frá því sem var í apríl 2009, þegar VG naut almennt mikils eða mests trausts. Sú könnun var gerð stuttu eftir búsáhaldabyltinguna en jafnvel þá nutu ný eða önnur framboð ekki mikils trausts. Ný framboð komast sjald- an upp fyrir 15 prósent í nokkr- um málaflokki og aðeins einu sinni telja yfir tuttugu prósent að- spurða að nýr eða annar flokk- ur en flokkarnir fimm á þingi séu traustastir til úrlausnar. Það er í flokknum rannsókn á tildrög- um bankahrunsins, en þar bera 22 prósent mest traust til nýrri flokka. Sé trausti Hreyfingarinnar deilt með nýjum framboðum hef- ur það þó ekki mikil áhrif og ýtir í engu tilviki traustinu yfir tuttugu prósent, þar sem það var lægra fyrir. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.