Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2012, Blaðsíða 4
593 milljóna afskrift hjá félagi guðjóns 4 Fréttir 28. mars 2012 Miðvikudagur Ungir smálánaþegar n Aðeins 0,2 prósent yfirdráttarlána eru hjá fólki undir tvítugu M ikill munur er á aldursdreif­ ingu í viðskiptamannahópi smálánafyrirtækja og stóru viðskiptabankanna. Í svör­ um við fyrirspurn DV segir Íslands­ banki að 0,2 prósent þeirra sem eru með yfirdráttarlán hjá bankanum séu 18 eða 19 ára. Hjá smálánafyrir­ tækjunum er þessi aldurshópur með níu prósent af öllum lánum. Svipaðar reglur gilda um þá sem fá yfirdráttarlán og þá sem geta fengið smálán þó einhver munur sé á þeim. Reglur smálánafyrirtækjanna eru í meginatriðum þrjár. Að fólk sé ekki á vanskilaskrá eða í greiðsluað­ lögun, að fólk sé með virkan síma og að fólk eigi ekki útistandandi lán hjá fyrirtækjunum. Ekki er annað að sjá en að þessar reglur komi ekki í veg fyrir að fólk geti tekið lán hjá nokkrum mismunandi smálána­ fyrirtækjum á sama tíma. Hámarks­ lán hjá hversu smálánafyrirtæki eru mismunandi en þau eru allt upp í hundrað þúsund krónur. Ekki er tekið tillit til þess í þessum samanburði hversu há lán einstak­ lingar eru með hjá fyrirtækjunum. Það er hægt að fá talsvert hærri yfir­ dráttarlán hjá viðskiptabönkunum en hjá smálánafyrirtækjunum. Kostnaðurinn sem neytandi þarf að greiða vegna smálánanna er þó um­ talsvert meiri en kostnaðurinn við yfirdráttarlán. Vextir af smálánum geta verið allt upp undir 600 pró­ sent á ársgrundvelli samanborið við 11,60 prósent vexti yfirdráttarlána á ársgrundvelli. adalsteinn@dv.is E ignarhaldsfélag í eigu Guðjóns Más Guðjónssonar, sem yfir­ leitt er kenndur við hugbúnað­ arfyrirtækið Oz, skilur eftir sig tæplega 600 milljóna skuldir sem ekkert fæst upp í. Félagið heitir 7 jarðir ehf. og hélt utan um fasteign á Skálholtsstíg 7. Húsið gengur yfirleitt undir nafninu Næpan. Þetta kem­ ur fram í Lögbirtingablaðinu. Guð­ jón segist halda fasteigninni þó að eignarhalds félagið sé farið í þrot. Ar­ ion banki var stærsti kröfuhafi eignar­ haldsfélagsins. Guðjón segir aðspurður að eftir efnahagshrunið 2008 hafi lán eignar­ haldsfélagsins stökkbreyst og að hann hafi ekki getað staðið í skilum með af­ borganir af því. Orðið sem Guðjón notar til að lýsa láninu er að það hafi verið „ónýtt“. Hann segir að orðið hafi úr að Arion banki fór fram á að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna skulda þess. Þessi mikla skuldsetning félagsins er þó tilkomin út af öðrum fjárfestingum en bara fjármögnun­ inni á húsinu, að sögn Guðjóns. Hann vill ekki greina frá því hvaða öðrum fjárfestingum félagið stóð í. Húsið á Skálholtsstíg er tæpir 500 fermetrar að stærð og er fasteignamat þess tæpar 80 milljónir. Guðjón hef­ ur átt húsið í gegnum ýmis félög allt frá árinu 1998. Guðjón býr á efri hæð hússins og hefur gert síðastliðinn ára­ tug. Heldur húsinu Guðjón segir að lendingin í málinu hafi orðið sú að Arion banki veitti honum lánafyrirgreiðslu sem hvílir á honum sjálfum. Hann færði eignar­ haldið á húsinu á Skálholtsstíg frá eignarhaldsfélaginu og yfir á sjálfan sig. Þetta gerðist í lok nóvember sam­ kvæmt fasteignaskrá. Guðjón greiðir af þessum lánum sem hvíla á húsinu. „Ég reikna með að vera að að borga af því láni næstu 40 árin,“ segir Guðjón. Guðjón segir að hann hafi unnið að því í samstarfi við Arion banka að endurfjármagna lánin sem hvíldu á húsinu og að hann viti ekki betur en að bankinn sé sáttur við niðurstöð­ una í málinu. Guðjón segir að skipta­ stjóri þrotabús 7 jarða ehf. hafi ekki gert neinar athugasemdir við upp­ gjörið á milli hans og bankans. Þórir Skarphéðinsson, skiptastjóri þrotabúsins, segir að færslan á hús­ inu frá félaginu og yfir á nafn Guð­ jóns hafi verið gerð með vitund Ar­ ion banka. Hann segir aðspurður að kannað hafi verið hvort færslan á hús­ inu hafi verið í samræmi við lög um gjaldþrotaskipti og að niður staðan hafi verið að ekki hafi verið þörf á að bregðast við. Þórir segir að skiptum á félaginu hafi lokið án deilna á milli Arion banka og Guðjóns. Ekkert ósiðlegt Guðjón segir að hann hafi ekki fengið neina sérmeðferð í bankanum og að uppgjörið hafi verið heiðarlegt. „Hér er verið að vinna heiðarlega að upp­ gjöri og endurfjármögnun. Hér er síð­ ur en svo sérmeðferð á ferðinni held­ ur verið að endurfjármagna ónýtt lán, eftir stökkbreytingu, sem er sett í þrot í samráði við bankann og það endur­ fjármagnað með sínum ábyrgðum og almennum markaðskjörum.“ Guðjón segir ekkert ósiðlegt við viðskiptin. „Það er enginn ósiðlegur gjörningur þarna sem ég er að reyna að fela.“ Niðurstaðan í málinu er því sú að Guðjón heldur húsinu á Skál­ holtsstíg og greiðir af nýju láni frá Arion banka sem á því hvílir. Arion banki afskrifar svo kröfuna sem bank­ inn átti vegna skuldar eignarhalds­ félagsins sem sett hefur verið í þrot og gengið hefur verið frá skiptum á. n Heldur húsi á Skálholtsstíg n Segir viðskiptin hafa verið í samráði við Arion Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Það er enginn ósiðlegur gjörn- ingur þarna sem ég er að reyna að fela. Ekkert ósiðlegt Guðjón segir ekkert ósiðlegt við viðskiptin sem gera honum kleift að halda húsinu á Skálholtsstíg. Ris og fall Oz Oz var hugbúnaðarfyrirtæki sem Guðjón Már Guðjónsson byggði upp ásamt Skúla Mogensen á tíunda áratugnum. Oz var stofnað árið 1989 og hefur Guðjón alltaf verið kenndur við fyrirtækið. Þeir Guðjón og Skúli stýrðu félaginu næstu tíu árin. Margir Íslendingar fjárfestu í hlutabréfum í Oz á þessum tíma og unnu um 250 manns hjá fyrirtækinu þegar mest var. Uppgangur fyrirtækisins leiddi til þess að Oz skrifaði undir samning við sænska farsímafyrirtækið Ericson árið 1996 sem metinn var á um milljarð króna. Meðal þess sem Oz vann að þróun á þá var sam- skiptahugbúnaður sem kallaðist iPulse sem Guðjón sagði, í viðtali við Frétta- blaðið 2009, að kynni að hafa verið fyrir- rennari samskiptaforritsins MSN. Þegar netbólan sprakk árið 2001 fór Oz á hliðina líkt og mörg önnur fyrirtæki sem störfuðu á sviði hugbúnaðar- og upplýsingatækni. Margir af hluthöfum Oz töpuðu háum fjárhæðum á falli fyrirtækisins, bæði einstaklingar og lögaðilar, eins og sveitar- félög og fyrirtæki. Stærsti kröfuhafi Oz, Landsbankinn, tók fyrirtækið yfir árið 2002 vegna rekstrarerfiðleikanna – sama ár og bankinn var seldur til Björgólfsfeðga – og voru leifarnar af fyrirtækinu síðar seldar aftur til Skúla Mogensen. Auðvelt aðgengi Ungt fólk hefur tiltölu- lega gott aðgengi að lánsfé en það getur reynst þeim dýrt. Mynd BrAgi Þór JósEfsson Þrotabúið vildi húsið af mömmu Munnlegur málflutningur í máli þrotabús Stefáns H. Hilmars sonar, fjármálastjóra 365 og fyrrver­ andi fjármálastjóra Baugs, gegn félaginu Vegvísi ehf. fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðju­ dag. Þrotabúið krefst þess að fá til sín fasteign að Laufásvegi 68, en um er að ræða heimili Stefáns og Friðriku Hjördísar Geirsdóttur. Móðir Stefáns er stjórnarmaður og eigandi Vegvísis. Málflutningi var frestað í upphafi mánaðar vegna veikinda lögmanns þrotabúsins eins og DV greindi frá en málið snýst um að þann 18. september 2008 seldi Stefán Vegvísi húsið að Laufásvegi 68 fyrir 150 millj­ ónir króna. Félagið átti að taka við greiðslu áhvílandi veðskulda upp á tæpar 85 milljónir króna og greiða Stefáni lokagreiðslu upp á rúmar 65 milljónir ári síðar. Íslandsmet kvenna í blóðgjöf Sigrún Edvardsdóttir náði þeim áfanga fyrst íslenskra kvenna í Blóð­ bankanum að gefa 100 blóðgjafir. Sigrún hefur verið reglulegur gestur í blóðbankanum, en hún hefur einnig gefið blóðflögur reglulega og því getað gefið oftar en konur gera almennt. Í þakklætisskyni fékk Sig­ rún páskaegg og bók frá bankan­ um. Sigrún bætist í hóp fjölmargra blóðgjafa í bankanum sem hafa gefið 100 sinnum, en hingað til hafa aðeins karlmenn skipað þann hóp. Konur geta gefið blóð þrisvar sinn­ um á ári en karlar fjórum sinnum. Gefi einstaklingar blóðflögur, líkt og Sigrún hefur gert, geta þeir gefið oftar. Þegar Blóðbankinn sendi út neyðarkall fyrir um tveimur vikum létu landsmenn ekki sitt eftir liggja og komu um 500 einstaklingar í bankann á tveimur dögum. Til þess að hindra að slíkt neyðarástand skapist er þó mikilvægt að fólk leggi leið sína reglulega í bankann, en bankinn þarf um 70 blóðgjafa á dag. Heldur húsinu Guðjón heldur húsinu á Skálholtsstíg 7 en eignar- haldsfélagið sem átti það er orðið gjaldþrota og skilur eftir nærri 600 milljóna króna skuldir. Mynd sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.