Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 2
Ein úti í frosti yfir hEila nótt 2 Fréttir 18. apríl 2012 Miðvikudagur n Fjölskylda Þórhildar Berglindar hefur barist árum saman við að útvega henni viðunandi búsetuúrræði n Ákall móður um hjálp Þ órhildur Berglind er 27 ára. Hún er fötluð, hypotonia og spastísk, með þroskahöml­ un og þarfnast mikillar að­ stoðar við daglegt líf. Frá árinu 2007 hafa aðstandendur henn­ ar barist hart fyrir því að henni verði útvegað búsetuúrræði við hæfi hjá Hafnarfjarðarbæ, enda telja bæði þau og fagaðilar sem hafa umgeng­ ist hana, algjörlega útilokað að hún geti búið ein og séð um sig sjálf. Þrátt fyrir ótal bréf frá aðstandendum, símtöl og fundi auk undirskriftasöfn­ unar sem var gerð árið 2010, þar sem vel á annað þúsund manns þrýstu á um úrlausn, neyðist Þórhildur Berg­ lind til að búa ein í kjallaraíbúð sem hún leigir. Hún er einangruð og líð­ ur mjög illa, en samkvæmt nýjustu upplýsingum uppfyllir hún skilyrði til að fá þjónustuíbúð í íbúakjarna á Hverfis götu sem um þessar mund­ ir er laus en bærinn metur það svo að hún sé ekki í brýnustu þörfinni eða að skoða þurfi málið nánar. Fjöl­ skylda hennar segir hins vegar að miðað við þau gögn sem fyrir liggja, umsagnir fagaðila og þeirra sem til málsins þekkja sé ótvírætt hversu þörfin er mikil og neyð hennar óum­ deilanleg. Nágrannar hennar hafa lýst hrikalegum aðstæðum hennar í bréfum sem send hafa verið bæjar­ yfirvöldum í Hafnarfirði. Þar kemur meðal annars fram að hún gráti mik­ ið á næturnar, eigi mjög erfitt með að hafa sig til og beri lítið skynbragð á hvernig hún eigi að klæða sig eftir veðri. Þannig eigi hún það til að fara í hlýrabol út í frosti. Elísabet Þórar­ insdóttir, móðir hennar, segir fjöl­ skylduna komna í öngstræti. „Hún er vinalaus, einangruð og félagsfærnin er engin. Hún sér ekkert fram und­ an og nýtir ekki þá aðstoð sem hún fær til fullnustu. Það eru afleiðingar af því að hún ræður ekki við að búa ein. Sjálfsmat hennar og lífsvilji er enginn. Hún er einmana og vinalaus, sjálfsvirðingin farin. Umkomuleysið er algert,“ segir Elísabet í samtali við DV. Fimm ára barátta fyrir úrræði Árið 2007 sótti fjölskyldan um bú­ setuúrræði fyrir Þórhildi Berglindi. Hún hefur ekki fengið neina úrlausn sinna mála, þó að fimm ár séu liðin frá því umsóknin var móttekin. Fjöl­ skylda Þórhildar hefur reynt að koma henni að í vernduðum íbúakjarna á borð við á Drekavöllum í Hafnarfirði, þar sem íbúar fá viðunandi þjón­ ustu og umönnun. Ekkert gengur. Þrátt fyrir það komst fjölskyldan að því að í um það bil eitt og hálft ár hafi íbúð staðið auð í þjónustukjarn­ anum. Árið 2010 var talað við þá­ verandi bæjaryfirvöld og Árna Pál Árnason, þáverandi félagsmálaráð­ herra, og málið átti að fara í farveg en ekkert hefur komið út úr því. Móðir hennar segir að það sé eins og bæjar­ yfirvöld átti sig ekki á þeirri brýnu þörf sem Þórhildur er í. Hún býr nú ein í leiguíbúð, er atvinnulaus en fær heimsókn frá starfsmanni félags­ þjónustunnar og frá þjónustukjarn­ anum á Drekavöllum í Hafnarfirði í tvo klukkutíma á dag – nokkuð sem fjölskylda hennar telur allt of litla þjónustu miðað við raskanir hennar. Flest kvöld og allar nætur er hún hins vegar ein. „Í dag býr Þórhildur Berglind í leiguíbúð, þar er hún einangruð og líður því mjög illa. Hún hringir stöð­ ugt í mig, kvartar og grætur. Ástand­ ið fer stöðugt versnandi. Þórhildur er gjörsamlega einangruð og er að drabbast niður að öllu leyti og það slítur mig mjög að horfa upp á það að þörfum hennar sé ekki sinnt eins og henni ber, til mannsæmandi lífs og þeirrar félagslegu örvunar sem hún þarfnast. Það er móður þung raun að horfa upp á barnið sitt við þess­ ar hörmulegu aðstæður sem hún býr við í dag,“ segir Elísabet móðir hennar. Einmana í mikilli afturför Í umsögn um Þórhildi Berglindi, sem þroskaþjálfi og verkefnastjóri í starfi með fötluðum hjá Hinu húsinu skrif­ aði, eru sláandi lýsingar á aðstæðum Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Fái aldrei að eiga dýr framar n Sigurður Daðason drekkti hundinum Kol á Þingeyri L ögreglustjórinn á Vestfjörðum krefst þess að 27 ára karlmaður, Sigurður Daðason, sem viður­ kenndi að hafa drekkt hundi með hrottafengnum hætti á Þingeyri verði dæmdur til refsingar og sviptur heim­ ild til að hafa dýr í umsjá sinni. Þetta kemur fram í ákæru málsins sem var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á þriðjudag. Það var DV sem sagði fyrst frá mál­ inu þegar það kom upp í byrjun des­ ember síðastliðins. Hundsdrápið vakti gríðarlega hörð viðbrögð og mikinn óhug meðal dýravina sem og annarra enda aðferðin sem Sigurður notaði við að lóga hundinum sérlega grimmúð­ leg. Samkvæmt ákæru hét hundurinn Kolur en hafði áður verið þekktur und­ ir nafninu Diesel. Þar segir að á tíma­ bilinu 5.–8. desember hafi Sigurður bundið Kol á fram­ og afturfótum og fest tvö bíldekk af gerðinni Federal Fermoza, sem voru á álfelgum, við hann. Því næst kastaði hann bíldekkj­ unum og Kol í sjóinn við vegbrú í botni Dýrafjarðar. Hundshræið fannst síðan þann 8. desember í Þingeyrarhöfn. Gangandi vegfarendur sáu hræið fljóta í sjónum og komu því á land. Frá upphafi var Sigurður grunaður um verknaðinn en lögreglunni gekk erfiðlega að ná í hann til skýrslutöku. Þann 30. janúar greindi lögreglan á Vestfjörðum frá því að Sigurður hefði játað sök í málinu og það færi í ákærumeðferð. DV hefur reynt að ná tali af Sigurði en án árang­ urs. Athygli vekur þó að sambýliskona hans er á já.is titluð sem hundaþjálfari og leiðbeinandi. Sjálfur titlar hann sig tónlistarmann. Grimm örlög Svona fundu íbúar Þingeyrar hundinn Kol í höfninni. Sigurður Daðason er ákærður fyrir grimmúðlegt hundsdráp. Móðgun við listamenn Kaup Sjónlistamiðstöðvarinnar á plastmáli með varalitarfari Jó­ hönnu Sigurðardóttur eru sögð móðgun við uppbyggingu mynd­ listar á Akureyri. Á fréttavef Rík­ isútvarpsins var greint frá málinu þar sem listamenn á Akureyri eru sagðir mjög óánægðir með þessi kaup. Sjónlistamiðstöðin tryggði sér málið á uppboði í gegnum út­ varpsþáttinn Virka morgna á Rás 2. Safnið greiddi 105 þúsund krón­ ur fyrir málið sem runnu til góð­ gerðarmála. Listamenn á Akureyri kvarta yfir því að peningar séu til hjá miðstöðinni til að kaupa þetta plastmál en ekki að styrkja þá ótal listamenn sem sótt hafa um styrki hjá henni. Melabíó Sýndar voru í Melabúðinni 22 stuttmyndir nemenda Melaskóla. Búðin breyttist í kvikmyndahús á þriðjudag en frumsýningin var hluti af Barnamenningarhátíð sem sett var í tónlistar­ og ráðstefnu­ húsinu Hörpu fyrr um daginn. Hjálmar ekki skylda Þátttakendur á snjóbrettamótinu AK Extreme þurftu ekki að nota hjálma á mótinu en engar reglur kveða á um notkun hjálma við skíða­ og brettaíþróttina á Ís­ landi. Það var fréttastofa Sjón­ varpsins sem greindi frá þessu máli en Ásgeir Höskuldsson, einn af skipuleggjendum móts­ ins, sagði marga sem voru eldri en átján nota hjálm. Hann sagði það geta verið varasamt að skylda menn til að nota hjálm séu þeir ekki vanir því. Ósáttir við sumarlokun Foreldrafélög og foreldra­ ráð leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls á Ísafirði hafa tekið höndum saman og mót­ mælt sumarlokunum skólanna vegna sumarleyfa starfsfólks. Skólarnir verða lokaðir í fimm vikur í stað fjögurra vegna sumarleyfa starfsfólks og eru foreldrarnir ekki par hrifnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.