Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 14
14 Erlent 18. apríl 2012 Miðvikudagur Gleðskapur fór úr böndunum n Bauð 30 vinum heim en yfir 400 mættu og lögðu heimilið í rúst Þ að var eiginlega hálfógn- vekjandi hversu hratt fólkið streymdi að húsinu,“ segir Brad- ley McAnulty, 16 ára drengur sem hélt á dögunum upp á afmæli sitt. Bradley hafði boðið vinum og vandamönnum í gleðskap í hús for- eldra sinna í Dorset á Englandi. Hann hafði boðið um 30 manns í afmælið en raunin varð þó önnur og er talið að rúmlega fjögur hundruð manns hafi mætt í gleðskapinn sem var fljótur að fara úr böndunum; bifreiðar fyr- ir utan húsið voru skemmdar, rúður brotnar, girðingar brotnar og glugga- tjöld rifin niður. Kalla þurfti á lögreglu sem rýmdi húsið en skilaboðin um gleðskapinn dreifðust um allt á sam- skiptavefnum Facebook. „Þetta byrjaði allt þannig að nokkrir fengu að taka einn félaga með sér og ég sá ekkert athugavert við það. En svo komu sífellt fleiri og ég reyndi að stöðva það,“ segir Bradley en eins og gefur að skilja gekk það ekki. „Eftir smástund var gatan orðin full af fólki og ég missti stjórn á ástandinu.“ Faðir hans, Michael, segir að þetta hafi ekki verið syni sínum að kenna. „Ég sagði honum að auglýsa þetta ekki á Facebook og segja vinum sín- um að gera það ekki heldur. Hann gerði það ekki en félagar hans gerðu það. Ef ekki væri fyrir Facebook hefðu færri mætt,“ segir hann. Þótt ótrúlegt megi virðast var engu stolið en sem fyrr segir voru töluverðar skemmd- ir unnar á eigum fjölskyldunnar og á bílum nágranna. Í samtali við breska blaðið The Sun segjast nágrannar hafa verið hræddir. „Það hafa líklega 150 manns verið fyrir utan, hoppandi ofan á bílum og hendandi tómum dósum. Ég var hálf- smeyk,“ segir Sue Hockey. Talsmaður lögreglu segir að vel hafi gengið að rýma húsið en nokkur ungmenni voru handtekin. Breivik fyrir dómi: „Krefst þess að verða látinn laus“ „Ég krefst þess að verða látinn laus úr haldi,“ sagði norski fjöldamorð- inginn Anders Behring Breivik þegar mál hans var tekið fyrir hjá norskum dómstólum á þriðjudag. Framsaga Breiviks stóð yfir í rúm- an klukkutíma og kom fátt á óvart í málflutningi hans. „Árásirnar þann 22. júlí voru gerðar í forvarnarskyni. Þess vegna get ég ekki gengist við ábyrgð,“ sagði Breivik og gagn- rýndi útlendingastefnu Noregs harðlega. Það væri gjörsamlega ótækt að Norðmenn væru að verða minnihlutahópur í höfuð- borginni Osló. Hann talaði ekki einungis um Noreg heldur alla Evrópu og sagði að „ár fullar af blóði“ rynnu um götur borga á borð við Madríd og London vegna múslima. Lögmaður fórnarlamba Breiviks gerði athugasemd meðan á mál- flutningnum stóð og gagnrýndi að Breivik fengi að koma áróðri sínum á framfæri. Dómarinn brást við með því að segja Breivik að drífa sig en hann fékk þó að ljúka yfir- lýsingu sinni. 15 ára varð níu að bana Fimmtán ára drengur frá Texas í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að verða níu manns að bana. Drengurinn ók bifreið sem fólkið var í, en um var að ræða ólöglega innflytjendur á leið frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Landamæraeftirlit hafði stöðvað bifreiðina og lögðu nokkrir farþeg- anna á flótta á tveimur jafnfljót- um. Í kjölfarið var bifreiðinni af stað en ökumaðurinn ungi missti stjórn á henni með þeim afleið- ingum að níu farþegar létu lífið. Drengurinn sagði við yfirheyrslu að hann hefði ekið bifreiðinni vegna þess að fjölskyldu hans hefði verið hótað. Nýr iPad á 30 þúsund Hugbúnaðarfyrirtækið Apple hyggst gefa út nýja iPad-spjaldtölvu á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Spjaldtölvan sem um ræðir verður minni en þær iPad-spjaldtölvur sem þegar eru á markaði og verða auk þess mun ódýrari. Þær ódýr- ustu munu kosta 249 dali, eða 31 þúsund krónur, en þær dýrustu 299 dali, eða 38 þúsund krónur. Á svip- uðum tíma mun ný tölva frá Micro- soft koma á markað, Windows 8-spjaldtölvan, og er markmið Apple að draga athyglina frá henni, samkvæmt frétt Fox Business. Allt of margir Hér sést mynd úr gleðskapnum sem birtist á samskiptavefnum Facebook. Talið er að rúmlega 400 hafi mætt í gleðskapinn. E ftir að fjármálakreppan skall á Evrópu hefur tíðni sjálfsvíga meðal karlmanna hækkað víðsvegar í álfunni. Í Grikk- landi fjölgaði sjálfsvígum um 24 prósent frá árinu 2007 til 2009 og á Írlandi fjölgaði þeim um 16 prósent á sama tímabili. Þá hefur sjálfsvígum meðal karlmanna einnig fjölgað á Ítalíu; voru 123 árið 2005 en 187 árið 2010. Bandaríska blaðið The New York Times fjallaði ítarlega um þetta á dögunum og í viðtali við blaðið segjast sérfræðingar rekja þessa fjölgun til fjárhagsvandræða í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. „Get þetta ekki lengur“ „Fjármálakreppan hefur stefnt lífi venjulegs fólks í hættu,“ segir David Stuckler, félagsfræðingur við Cam- bridge-háskóla. Stuckler lýsir áhyggj- um af niðurskurði í þjónustu við þá sem eiga um sárt að binda eftir hrun- ið. Hann framkvæmdi rannsókn og birtust niðurstöður hennar í einu elsta og virtasta læknatímariti heims, The Lancet, en í greininni fjallaði hann um sjálfsvíg í kjölfar skuldavandræða. Hann komst að þeirri niðurstöðu að sjálfsvígum hefði fjölgað mjög í þeim ríkjum sem urðu verst úti í fjármála- kreppunni, einna helst Grikklandi og Ítalíu. Þannig hefur sjálfsvígum fjölg- að mikið í héraðinu Veneto á norð- austurhluta Ítalíu þar sem borgirnar Treviso, Vicenza og Padua eru. Yfir 30 karlmenn, sem allir stunduðu viðskipti í héraðinu, hafa framið sjálfsvíg á undanförn- um þremur árum. Giovanni Shia- von, 59 ára verktaki í Padua, svipti sig lífi skömmu fyrir jól. Hann skaut sig í höfuðið fyrir utan höfuðstöðvar fyrir tækis síns sem hafði átt í miklum skuldavandræðum. „Fyrirgefið mér, ég get þetta ekki lengur,“ sagði hann í bréfi sem hann skildi eftir sig. Og að kvöldi nýársdags svipti Antonio Tamiozzo, 53 ára verktaki, sig lífi vegna þess að fyrirtæki hans lenti í fjárhagsvandræðum vegna þess að illa gekk að innheimta útistandandi skuldir. Þarf að hjálpa fólki Ella Arensman er framkvæmda- stjóri rannsóknarstofnunar í Cork á Írlandi sem rannsakar orsakir sjálfs- víga. Stofnunin tók viðtöl við ætt- ingja 190 einstaklinga sem sviptu sig lífi í sýslunni á tímabilinu frá 2008 til mars 2011. Ella segir í viðtali við The New York Times að flestir þeirra sem sviptu sig lífi á þessu tímabili hafi verið karlmenn á aldrinum 30 til 40 ára. Þriðjungur þeirra starfaði í bygg- ingageiranum en margir höfðu þó misst vinnuna eða verkefnum þeirra hafði fækkað verulega. George Mordaunt, 44 ára verkamaður í Clonmel á suðurhluta Írlands, þjáðist af sjálfsvígshugsun- um eftir að kreppan skall á árið 2008. Hann íhugaði sjálfsvíg eftir að banka- starfsmaður hótaði að taka húsið af honum ef hann borgaði ekki skuldir sínar. Hann rifjar upp þegar hann lá uppi í rúmi kvöld eitt og hugsaði um að binda enda á líf sitt – önnur leið væri ekki fær. „Hversu margir þjást af sömu hugsunum og ég þjáðist af? Hversu margir eru við að tapa öllu? Það þarf að hjálpa þessu fólki,“ segir hann. Mordaunt starfrækir nú ráð- gjafarþjónustu þar sem hann ráð- leggur fólki í skuldavanda. Ekkert ljós í göngunum Góðgerðasamtök og verkalýðsfélög, bæði á Írlandi og á Ítalíu, vinna nú að því að vekja athygli á fjölgun sjálfsvíga í ríkjunum tveimur og hvaða leiðir eru færar til að aðstoða fólk. Adam Clay- ton, bassaleikari írsku hljómsveitar- innar U2, er í þeim hópi. Hann er í forsvari fyrir samtök sem safna pen- ingum til að ungt fólk í skuldavand- ræðum geti fengið ókeypis sálfræði- þjónustu á Írlandi. Þann 26. apríl næstkomandi verður farið í göngu sem ber yfirskriftina Walk in My Sho- es, þar sem athygli verður vakin á samtökunum og peningum safnað. Og á Ítalíu hafa verkalýðsfélög sameinast og stofnað samtök sem miða að því aðstoða fórnarlömb kreppunnar. „Við erum inni í göng- um núna og erum ekki enn farin að sjá ljósið. Fólk fremur ekki sjálfsvíg eingöngu vegna þess að það skuld- ar. Það eru margir þættir sem spila inn í. En það sem virðist tengja þetta allt er virðingarleysið fyrir allri þeirri vinnu sem þetta fólk hefur lagt á sig. Fólk finnur fyrir því,“ segir Salvatore Federico, aðalritari verkalýðsfélags- ins Filca Cisl í Veneto á Ítalíu. „Hversu margir þjást af sömu hugsunum og ég þjáðist af? Hversu margir eru við að tapa öllu? Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is SjálfSvíg í Skugga Skulda n Sjálfsvígum meðal ungra karlmanna fjölgar í ríkjum sem fóru illa út úr hruninu Íhugaði sjálfsvíg George Mordaunt íhugaði sjálfsvíg eftir að bankastarfsmaður hótaði að taka húsið af honum. Hann ákvað að stofna ráðgjafarþjónustu fyrir fólk í skuldavanda. Erfið staða Fjölmargir glíma við erfiða stöðu í kjölfar efnahagshrunsins. Sjálfs- vígum hefur fjölgað talsvert í ríkjum á borð við Grikkland, Ítalíu og Írland á undanförnum árum. Mynd Photos.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.