Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 26
AdrenAlín- kikkið heillAr 26 Fólk 18. apríl 2012 Miðvikudagur Fjórða og fimmta barnið fætt n Íris komin í hóp þekktra kvenna sem hafa eignast tvíbura á dögunum S öng- og leikkon- an Íris Kristinsdótt- ir eignaðist tvíbura- drengi á dögunum með sambýlismanni sínum, byggingar tæknifræðingnum Gretti Adolf Haraldssyni. Drengirnir voru 8 og 10 merkur en þeir eru fjórða og fimmta barn Írisar en Grettir á einnig son úr fyrra sam- bandi. Það er því ljóst að þau Íris og Grettir eru komin með stóra fjölskyldu. Í viðtali við DV í nóvem- ber sagði Íris að koma tvíbur- anna hefði komið foreldrun- um á óvart. „Við áttum engan veginn von á þessu en þetta er bara æðislegt,“ sagði Íris, sem þá var komin fjóra mán- uði á leið, og bætti við að þau myndu fá að vita kynin í des- ember. „Við viljum engar fleiri óvæntar uppákomur,“ sagði hún hlæjandi. Tvíburafæðingar hafa verið áberandi síðustu miss- erin. Leikaraparið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirs- son sem og iðnaðarráðherr- ann Katrín Júlíusdóttir og hennar maður, Bjarni Bjarna- son, eignuðust tvíburadrengi í febrúar en synir ráðherrans hafa þegar fengið nöfnin Kristófer Áki og Pétur Logi. Guðrún Tinna Ólafsdótt- ir, framkvæmdastjóri barna- fatamerkisins Ígló og dóttir forseta Íslands, og hennar eiginmaður eignuðust einnig tvíbura á dögunum. Guðrún Tinna fékk stelpu og strák sem hafa hlotið nöfnin Grím- ur Fannar og Fanney Petra. Blaðamennirnir og hjónin Andrés Magnússon og Auðna Hödd Jónatansdóttir eign- uðust svo tvíburastráka um miðjan desember. Söngkona giftir sig Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir gekk í það heilaga á dögunum þegar hún giftist kærastanum sín- um til langs tíma. Sá heppni heitir Sveinbjörn Enoksson en brúðkaupið fór fram í lok mars. Guðrún Árný, sem er þrítug, vakti fyrst athygli þegar hún kom, sá og sigraði í Söngkeppni framhalds- skólanna árið 1999 með Flensborgarskóla. Hún hefur einnig tekið þátt í undan- keppni Eurovision árin 2001, 2003 og 2006 en það árið söng hún lagið Andvaka eftir Trausta Bjarnason eftir- minnilega. Guðrún Árný er einnig ein af Frostrósunum. Dúett á árshátíð Árshátíð Skjásins fór fram með pomp og prakt á Rúbín í Öskjuhlíðinni um síðast- liðna helgi. Þemað var James Bond og vann Friðrik Frið- riksson, sjónvarpsstjóri Skjásins, fyrstu verðlaun fyrir sinn klæðnað. Einn af hápunktum kvöldsins var makadúett sem tók lagið. Þar söng Karl Sigurðsson, Baggalútur og borgarfulltrúi, lag við undirleik Védísar Vantídu úr The Galaxies. Karl er auðvitað kærasti Tobbu Marinós, markaðs- stjóra Skjásins, en Védís er kærasta Sölva Tryggvasonar sem sér um fréttaskýringa- þáttinn Málið á Skjá Einum. Völli á BBC Delicious Iceland, mat- reiðsluþættir Völundar Snæs Völundarsonar eða Völla Snæs, hafa verið teknir til sýninga á sjónvarpsstöð- inni BBC Lifestyle. Þættirnir eru teknir upp á Íslandi árið 2010 en í þáttunum ferðast hann um Ísland, eldar og kynnir íslenska menningu og uppruna þess hráefnis sem hann notar við mat- seldina. Þáttaröðin hefur nú þegar verið sýnd í um 30 löndum um allan heim. Frægustu sjónvarpskokkar heims hafa verið með þætti á BBC, þar á meðal Jamie Oliver, Gordon Ramsay og Nigella. Blessað barna- lánið Íris og maðurinn hennar, byggingar­ tæknifræðingurinn Grettir Adolf, eiga nú sex börn samtals. Í rauninni geta allir lært þetta en það sem þarf er góður stökkkraftur og ákveðin tækni,“ segir Ólafur Alexander Ólafsson úr „par kour“-hópnum Street Passion en hópurinn mun opna popptónleikana sem verða haldnir sumardaginn fyrsta í Hörpu þar sem margar af skærustu tónlistarstjörnum landsins af yngri kynslóðinni munu stíga á svið. Ólafur Alexander hefur stundað jaðarsportið „parko- ur“ í fjögur ár en um nokkurs konar götufimleika er að ræða þar sem iðkendur gera hinar ótrúlegustu kúnstir án hjálpar- tækja. Sjálfur er Ólafur ekki með grunn úr fimleikum. „Ég hafði ekki æft neitt þeg- ar ég frétti af þessu og ákvað bara að byrja að æfa hjá Björk þegar vinur minn benti mér á þetta,“ segir Ólafur og bæt- ir aðspurður við að hann hafi slasast á baki við iðkunina. „Ég hef samt ekki slasast mik- ið en þetta er ákveðin áhætta. Það er líka andrenalínkikkið sem er svo skemmtilegt við þetta sport.“ Atriði „parkour“- strákanna mun tvinnast við dansatriði Berglindar Ýrar Karlsdóttur, sigurvegara danskeppninn- ar Dans dans dans sem hald- in var á RÚV fyrir nokkrum mánuðum. Að sögn Sigrúnar Birnu Blomsterberg danshöf- undar verður atriðið geysi- flott. „Berglind Ýr ætlar að opna kvöldið með sólódansi, eins og henni einni er lagið. Svo tvinnast hennar dans inn í svakalegt „parkour“-atriði fjögurra þrusuflottra stráka. Berglind er bæði dans- ari og fimleikaskvísa og vílar ekki fyrir sér að láta strákana henda sér um sviðið. Þetta verður ótrú- lega flott atriði sem á eflaust eftir að koma mörgum á óvart,“ segir Sigrún Birna og bætir við að þessir strákar séu gífurlega sterkir líkamlega. Sjálf segist hún aðeins hafa prófað íþróttina. „Það er bara svo langt síðan ég var í fim- leikum og svo verður maður líka hræddari og kjarkminni með aldrinum. Ég þori að láta henda mér út og suður í lyftum en þetta er allt annað. Kannski ef ég væri að byrja minn feril í dag væri ég á fullu í „parkour“.“ Eftir opnunaratriðið munu tónlistarstjörnur á borð við Pál Óskar, Jónsa og Grétu Salóme, Steinda Jr. og Bent, Ingó, Jón Jónsson,  Söngflokkinn Blá- an Ópal og Friðrik Dór stíga á sviðið. Kynnar á tónleikun- um verða engir aðrir en þeir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, og hand- boltastjarnan Logi Geirsson. indiana@dv.is n Berglind Ýr og „parkour“-hópur hita upp fyrir poppara Sigrún Birna Blomsterberg Sigrún Birna danshöfundur sér um dansatriðin á tónleikunum. Hún segist hafa reynt fyrir sér í „parkour“ en hún sé orðin hræddari með hækkandi aldri. Berglind Ýr Berglind sigraði í dans­ keppninni Dans dans dans sem var sýnd á RÚV. „Parkour“ Hópurinn Street Passion mun sýna listir sínar í Hörpu sumardaginn fyrsta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.