Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 11
Samherji á milljarða í SkattaSkjóli á kýpur Fréttir 11Miðvikudagur 18. apríl 2012 n Rannsókn Seðlabankans snýr að meintum gjaldeyrisbrotum n Aflandsfélög eiga í erlendri starfsemi Samherja metnir á rúmlega 71 milljón dollara, rúmlega átta milljarða króna, eða nærri þriðjung af heildareignum Polaris. Heildareignir Polaris námu þá tæplega 255 milljónum doll­ ara, tæplega 30 milljörðum króna, og voru nærri 120 milljóna dollara skuldir, tæplega 14 milljarðar króna, á móti þessum eignum. Meirihluti þessara skulda, 90 milljónir dollara, eru við lánastofnanir og er vænt­ anlega um að ræða skuldirnar við Glitni sem áður voru inni í Kötlu Seafood vegna kaupanna á Sjóla. Eigið fé félagsins nam því meira en 135 milljónum dollara í lok árs 2010 og var að stóru leyti bundið í félög­ unum tveimur á Kýpur. Stærstur hluti af öðrum eignum Polaris voru ýmiss konar lán og kröfur á hendur tengdum félögum. Hagnaður Polaris nam ekki nema rúmlega 500 þúsund dollurum árið 2010 en líta verður til þess að félagið greiddi meðal annars meira en 30 milljónir dollara af skuldum sínum á árinu. Staða félagsins er því afar sterk. Ekkert um starfsemi aflandsfélaganna Í ársreikningi Polaris fyrir árið 2010 er ekkert fjallað efnislega um þessa góðu eignastöðu dótturfélaganna á Kýpur eða hvernig félögin urðu svo verðmæt. Þar segir aðeins að félagið eigi tvö dótturfélög, sem skráð eru á Kýpur, en ekki sé gerð sérstök grein fyrir rekstri félagsins, líkt og fram komi í tiltekinni lagagrein. Orðrétt segir: „Félagið átti í árslok tvö dóttur­ félög, Fidelity Bond Investments Ltd. og Miginato Holdings Ltd. en með vísan til 69. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga, eru ekki gerð sam­ stæðureikningsskil fyrir félagið og dótturfélög þess.“ Þess vegna er ekki hægt að sjá á hverju félögin á Kýpur högnuðust. Eiga félög í Póllandi og í Færeyjum Þessi tvö aflandsfélög Samherja á Kýpur eiga svo nokkur önnur dótt­ urfélög íslenska útgerðarfélagsins í Evrópu. Þannig er að finna upp­ lýsingar um það á internetinu að þýska félagið DFFU haldi utan um eignarhluti Samherja í pólska út­ gerðarfélaginu Atlantex Spolka Z.o.o. Atlantex virðist svo aftur hafa verið stofnað af Miginato Holdings Limited samkvæmt upplýsingum í pólsku hluthafaskránni. Þá kemur fram á færeyskri vef­ síðu að nýstofnað dótturfélag Sam­ herja þar í landi, 5656 Sp/f Geysir, hafi verið stofnað af Miginato Hold­ ings Ltd. þar í landi síðastliðið haust. Orðrétt segir um stofnanda Geysis á vefsíðunni: „Miginato Holdings Ltd., 284 Arch. Makarios III Ave., 3105 Limassol.“ Enn fremur kemur fram í spænsku hlutafélagaskránni á net­ inu að Katla Seafood á Kanaríeyjum hafi verið í eigu annars kýpverska félagsins, Fidelity Bond Invest­ ments Ltd. Hlutafé Kötlu samkvæmt spænsku hlutafélagaskránni var 10 þúsund evrur og var Fidelity Bond Investments sagt vera eini hlut­ hafi Kötlu. Líkt og kemur fram hér að framan er Katla orðið að Polaris Seafood. Eignarhaldið í gegnum Kýpur Svo virðist því sem eignarhaldið á nokkrum af erlendum dótturfyrir­ tækjum Samherja sé í gegnum kýp­ versku eignarhaldsfélögin. Hagn­ aður af rekstri þessara félaga ætti því að enda hjá félögunum í Kýp­ ur, meðal annars hagnaður af starf­ semi pólska dótturfélagsins og þess færeyska. Ef Samherji hefur selt fisk frá Íslandi til erlendra dótturfélaga sinna á undirverði í gegnum tíð­ ina, líkt og greint var frá í Kastljósi í síðasta mánuði, þá getur falist í því verulegt hagræði fyrir Samherja að láta hagnaðinn myndast erlendis í félögum í skattaskjólum. Nánast ógerlegt er hins vegar að komast yfir fjárhagslegar upplýsingar um þessi kýpversku félög Samherja, líkt og gildir almennt um eignarhaldsfélög í skattskjólum. DV gerði á mánudaginn tilraun til að ná tali af Aðalsteini Helgasyni, framkvæmdastjóra Polaris og áður framkvæmdastjóra Kötlu Seafood. DV fékk þær upplýsingar að Aðal­ steinn væri búsettur á Kanaríeyjum þar sem höfuðstöðvar starfsemi Sjóla voru þegar Katla keypti erlenda starf­ semi þess. Blaðið náði ekki í hann. Þorsteinn ætlar ekki að tjá sig Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir aðspurður að hann ætli ekki að tjá sig um þessi dóttur­ félög Samherja á Kýpur. Hann segir rannsóknina á Samherja vera í gangi og að hann sé að kynna sér gögnin um rannsóknina sem útgerðarfyrir­ tækið hefur nú fengið aðgang að. Aðspurður hvernig þessar miklu eignir kýpversku dótturfélaganna, um 8 milljarðar króna, hafi orðið til segir Þorsteinn að hann muni ekki tjá sig um það. „Ég ætla ekki að fara að tjá mig um þessi mál. Ég ætla í fyrsta lagi að fara yfir þau gögn sem eru að berast og hafa borist. Þann­ ig að ég ætla nú ekki að tjá mig um þessa rannsókn Seðlabankans fyrr en ég hef komist í það að lesa þessi gögn,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvernig eignir þessara tveggja kýp­ versku félaga urðu til segir Þorsteinn að hann muni ekki greina frá því. „Ég ætla ekki að fara að greina frá því.“ Þegar Þorsteinn er spurður hvort kýpversku félögin haldi ekki utan um eignarhaldið á nokkrum erlendum dótturfélögum Samherja fær blaðið sama svar frá Þorsteini. n Forstjórinn þögull Þorsteinn Már Baldvinsson kýs að tjá sig ekkert um dótturfélög Samherja á Kýpur. Allt er því á huldu hvað varðar 8 milljarða eign þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.