Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 27
Fólk 27Miðvikudagur 18. apríl 2012 Casper hrifinn af Mið-Íslandi n Raunir Andrésar andar sjóðheitar á síðu trúðsins G rínskets strákanna í Mið-Íslandi um raunir Andrésar andar sem talsett- ur er á dönsku hef- ur gjörsamlega slegið í gegn hér heima. En nú er sketsinn einnig að rokka í Danmörku, nánar til tekið á heimasíðunni funnyhaha.dk, sem er í eigu grínistans Caspers Christian- sen en Casper leikur á móti Frank Hvam í gamanþáttun- um vinsælu, Klovn. Myndbandið um Andrés önd og fíkniefnavandamál hans gerði fljótlega mikla lukku á síðunni um síðustu helgi þegar það var komið þar inn. Fyrri part þriðjudags var myndbandið komið á topp tuttugu listann yfir fyndnustu myndböndin og það merkt „sjóðheitt“. Þá var það komið í ellefta sæti yfir þau mynd- bönd sem voru komin með flest „like“ á Facebook. En það allt breyttist snögg- lega þegar Casper sjálfur setti hlekk með myndbandi Mið-Íslands inn á Facebook- síðu sína sem telur ríflega 135.000 notendur og skrifaði um Andrésar andar-sketsinn: „Fyrst Warner Bros er búið að kaupa sýningarréttinn á Klovn í Bandaríkjunum er ekki úr vegi að við kaupum réttinn á þessu hér.“ Trúðurinn er greinilega ánægður með ungu kollega sína. Eðli málsins samkvæmt tók þá myndband Mið-Íslands mikinn kipp á funnyhaha.dk og var um kvöldmatarleytið á þriðjudaginn komið með rétt tæp 1.000 „like“ og sat í fjórða sæti á þessari vinsælu síðu sem er eins konar heimavöllur dansks gríns. Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 TOYOTA LAND CRUISER 90 GX 04/2000, ekinn 220 Þ.km, dísel, sjálf- skiptur, virkilega flott eintak! Verð 1.690.000. Raðnr.284300 á www. bilalind.is - Jeppinn er á staðnum! AUDI A4 2,0 T QUATTRO 05/2005, ekinn aðeins 42 Þ.km, sjálf- skiptur, leður ofl. Verð 2.990.000. Raðnr. 284126 á www.bilalind.is - Bíllinn er í salnum! MAZDA 6 WAGON T 03/2006, ekinn 130 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.490.000. Raðnr.284209 á www. bilalind.is - Bíllinn er á staðnum! LINCOLN MARK LT 4WD METAN 09/2007, ekinn 105 Þ.km, Bensín/ Metan, SSK. Verð 4.390.000. #250120. - Þessi stórglæsilegi Metan-Pickup er í salnum á nýja staðnum! LAND ROVER RANGE ROVER SPORT SUPERCHARGED AUTOBIOGRAPHY. 2008 Árg, ekinn 45 Þ.km, bensín, SSK, Or- ange-leður, DVD! Verð 9.450.000. #250171. - Þessi glæsilegi jeppi á nýja staðnum! CHEVROLET CORVETTE COUPE 2005 árg, ekinn 89 Þ.km, bensín, SSK, 400 hö, snertiskjár! Verð 6.900.000. #211720. - Þessi flotti kaggi er í salnum á nýja staðnum, Funahöfða 1, 110 RVK LAND ROVER RANGE ROVER SPORT SUPERCHARGED. 2006 Árg, ekinn 102 Þ.km, bensín, Gott eintak! Tilboðsverð 4.990.000. #116980. - Þessi jeppi er í salnum á nýja staðnum! PORSCHE CAYENNE TURBO 2004 Árg, ekinn 83 Þ.km, bensín, SSK. Tilboðsverð 4.490.000. Ásett verð 4.990.000kr #250116. - Þessi flotti sportjeppi er í salnum á nýja staðnum! BMW M5 E60 07/2005, ekinn 136 Þ.km, bensín, SMG- skipting, 507 hestöfl, 19“ felgur, ljóst leður! Tilboðsverð 6.500.000kr Ásett verð 7.900.000kr #117378. Er á staðnum. LAND ROVER RANGE ROVER SPORT SUPERCHARGED 03/2006, ekinn 51 Þ.km, sjálfskiptur. Raðnr. 284267 á www. bilalind.is - Jeppinn er í salnum! BMW 325i E46 05/2004, ekinn 81 Þ.km, leður, lúga, sjálf- skiptur. Ásett verð 2.190.000 Tilboðs- verð 1.890.000. Raðnr.283617 á www. bilalind.is - Bíllinn er á staðnum! SUBARU FORESTER CS 06/2007, ekinn aðeins 37 Þ.km, sjálf- skiptur. Verð 2.590.000. Raðnr. 284057 á www.bilalind.is - Bíllinn er á staðnum! Tek að mér Hreinsa þakrennur, laga riðbletti á þökum, gluggaþvottur, hreinsa lóðir og tek að mér ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@hotmail.com Persi til sölu Til sölu hreinræktaður hvítur persi. Sýningardýr. Verð 40.000 kr. Upplýsingar í síma 863 0360. Abyssinian köttur Til sölu hreinræktuð abyssinian köttur, læða. Sýningardýr, 15 mánaða. Verð 50.000 kr. Upplýsingar í síma 863 0360. Funahöfða 1, 110 Reykjavík S. 567 4840 www.hofdahollin.is Andrés vinsæll Mið-Ísland fellur í kramið hjá Dönum. Styrkir sambandið við sjálfan sig É g hef bara verið að styrkja samband mitt við sjálfan mig og mús- íkina. Finnst alveg nóg um,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson gamansamur um það hvort hann sé kominn með kærustu. „Ég er bara ró- legur í þeim efnum. Ég tel bara að það gerist þegar rétti tím- inn kemur og ég mun finna það í hjarta mínu. Ég legg það bara í hendurnar á guði hve- nær það verður,“ segir Geir sem hefur um nóg annað en kvennamál að hugsa. Söngnám hjá Kristjáni Geir stundar nú söngnám hjá óperusöngvaranum Kristjáni Jóhannessyni og er á fullu í tónlistinni sem á hug hans allan. Hann er ánægður með námið hjá Kristjáni sem hann segir hafa nýst sér vel. „Ég er mjög ánægður með okkar samstarf. Klassíska músíkin á mjög vel við mig og það er frá- bært að fá að vinna með Krist- jáni. Auðvitað þegar maður lærir að þekkja rödd sína þá þróast hún út frá því. En það er með þetta eins og annað, maður verður að hafa ástríðu í þessu til þess að endast. Ég hef unun af því að syngja,“ segir Geir en söngástríðan er svo sannarlega til staðar hjá honum. Seldist illa Fyrir síðustu jól gaf hann út barnaplötuna Amma er best. Platan seldist ekki eins vel og Geir hafði búist við. „Platan gekk alveg rosalega vel nema hún seldist ekki. Þetta er lít- ill markaður og erfitt að kom- ast inn á hann. Þetta var mjög góð plata með frumsömdum lögum en hún seldist samt ekki. Ég hef litlar áhyggjur af því. Platan er til og verður það áfram. Vonandi bara að hún nái áfram til fólks með tíð og tíma,“ segir hann og segir óvíst hvort hann muni aftur gefa út barnaplötu. „Það er ómögu- legt að segja. Það er ekkert hægt að útiloka neitt en ég er ekki að spá í það núna.“ Plata og tónleikar Það er margt fram undan hjá Geir. Meðal annars ný plata sem var tekin upp í Hollywood í fyrra. Félagi Geirs, píanóleik- arinn Don Randy, spilar með honum á plötunni. „Við höf- um þekkst lengi við Don og ég hef spilað margsinnis með honum í Hollywood. Ég tók upp plötu með honum í fyrra þar úti,“ segir hann en platan kemur út á þessu ári. „Þetta er stórsveitarplata. Maður held- ur sig bara við það sem mað- ur gerir best,“ segir hann hlæj- andi. Geir borgaði ekki úr eig- in vasa fyrir gerð plötunnar heldur var hann styrktur af fjársterkum aðilum. „Ég kom ekkert nálægt því. Það voru bara styrktaraðilar sem sáu um það. Þetta voru fé- lagar Dons Randy sem höfðu áhuga á því að styrkja til gerð- ar stærri plötu. Ég veit í sjálfu sér lítil deili á þeim nema að þeir lögðu til peninginn þannig að það var hægt að taka þetta upp,“ segir hann. Don Randy er væntan- legur til landsins á föstu- dag og ætla þeir félagar að spila á tvennum tónleikum um helgina. „Við verðum á Rósenberg á föstudaginn og svo vígjum við Silfurtunglið á laugardaginn, nýja stað- inn í Austurbæ. Það verður aragrúi af íslenskum hljóð- færaleikurum með okkur og söngvararnir Fabúla, Hafdís Huld, Biggi Gunn og ég,“ seg- ir söngvarinn kátur að lok- um. n Einbeitir sér að tónlistinni n Barnaplatan seldist illa Finnur það í hjartanu Það er nóg um að vera hjá söngvaranum Geir Ólafs. Hann er á lausu og segist munu finna það í hjarta sér þegar sú rétta bankar upp á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.