Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 18. apríl 2012 Miðvikudagur Börnin taka völdin í bænum n Barnamenningarhátíð í Reykjavík sett í Hörpu B orgarstjóri Reykjavíkur setti Barnamenningar­ hátíð í Reykjavík með pomp og prakt á þriðju­ daginn í Hörpu. Nemend­ ur úr 4. bekk grunnskóla Reykjavíkur dönsuðu á göng­ um Hörpu og var að dansi loknum boðið á tónleika með Ingó og Bláum Ópal í Eld­ borgarsal Hörpu. Í lok tón­ leikanna var Menningar fáni Reykjavíkur afhentur í fyrsta sinn. Nóg er um að vera fyrir börn á öllum aldri á hátíðinni. Dag­ skráin er fjölbreytt og eitthvað ætti að vera við allra hæfi. Þem­ að í ár er uppspretta og endur­ speglast það á ólíkan hátt í þeim tæplega 200 viðburð­ um sem finna er á hátíðinni. Má þarf nefna dans, söng og leik af ýmsu tagi. Í Iðnó verður starfrækt barnamenningarhús meðan á hátíðinni stendur og hefur það hlotið nafnið Ævin­ týrahöllin. Þar verður fjölbreytt dagskrá meðan hátíðin stend­ ur yfir og verður þar miðstöð barnamenningar þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ævintýrahöllin er að Vonarstræti 3. Fullorðnum í fylgd með börnum er leyfilegt að mæta á viðburðina en það er frítt á þá alla. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna inni á barnamenningarhatid.is. Há­ tíðin stendur út sunnudaginn 22. apríl. Líkfylgd íslenskrar náttúru B aráttan um landið er lágstemmd en áhrifa­ mikil baráttusaga ís­ lenskrar náttúru. Farið er í leiðangur um svæðin sem eru nú þegar horf­ in undir vatnslón og önnur sem eru næst á dagskrá virkjunar­ sinna. Áhrifamikið myndefnið spannar töluverðan tíma. Hér er skreytt með flottri tónlist Stereo Hypnosis sem undir­ strikar rólega frásögn af málefni sem menn hafa oftar hátt um. Við erum mætt í líkfylgd svæða sem við sjáum aldrei framar og eflaust upplifa ófáir eftirsjá eða pirring. Inn á milli sjáum við tilvitnanir í fólk sem málefnið varðar auk viðtala við fólk sem verður fyrir beinum áhrifum af framkvæmdum þessum. Myndin er persónuleg sýn á málefnið og sýnir skýrlega hlið þeirra sem eru andsnúnir rask­ inu sem af virkjunum hlýst. Þá sem hefur ekki verið hlustað á. Róleg mynd Myndin er ekki jafn ákveðin, hröð og yfirgripsmikil og Draumalandið. Baráttan um landið gæti verið of róleg fyrir marga. Hún er mikið til af­ mörkuð við náttúrurökin og sjónar horn virkjunarsinna birtist eingöngu gegnum virkj­ unarandstæðinga. En það truflar ekki, enda tilgangur út af fyrir sig að sýna sjónar­ horn þeirra sem ekki hefur verið hlustað á, þeirra sem ekki höfðu hundruð milljóna í almannatengsla­ og kynn­ ingarkostnað á sínum mál­ stað. Auk þess er hún yfirveg­ uð, málefnaleg og slær ekki í borðið þótt mörgum þætti eflaust ástæða til. Við höfum heyrt rök stóriðjusinna og hér birtast mótsvör sem ekki hafa farið hátt. „Eignaréttur“ kvótakónga virðist heilagur, en hér sjáum við fólk sem missir lönd í raski af völdum framkvæmda og þá virðist réttur þeirra ekki jafn skýr. Við sjáum skoðanakúgunina sem ríkir þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Minnst er á símahleranir hjá virkjunar­ andstæðingum og óþarfi að efast um það, vitandi að meira að segja bresk stjórnvöld voru með njósnara meðal mót­ mælenda, Mark Kennedy. Áróðurinn um að umhverfis­ baráttan væri Reykjavík gegn landsbyggðinni hlýtur líka að bíða hnekki þegar bændur á svæðinu segja frá meðferð virkjunarsinna á sínum hags­ munum. Landsvirkjun er hræðilega stæð eftir virkjunar­ ævintýri seinustu ára en engu að síður er kallað á fleiri virkj­ anir. Núna eftir hrun er spurn­ ing hvaða rök vega þyngra? Einn viðmælenda í myndinni segir í viðtali sem tekið var árið 2005 að ekki hafi verið um neitt góðæri að ræða, heldur eingöngu innspýtingu af erlendu lánsfé. Við vitum núna að sá hinn sami hafði rétt fyrir sér þá sem og núna. Þá var ekki hlustað á þetta fólk. En núna? „Þá var ekki hlustað á þetta fólk. En núna? Erpur Eyvindarson Bíómynd Baráttan um landið Höfundur: Helena Stefánsdóttir Menningarhátíð barnanna Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, setti Barnamenningarhátíðina í Hörpu á þriðjudag. Skemmtilegir viðburðir á Barnamenn- ingarhátíð Jóga fyrir krakka Börnin læra jógastöður í gegnum leik, sögur, tónlist og ýmiss konar æfingar sem auka styrk, liðleika og æfa samhæfingu. Sirkussmiðja Sirkusskóli Íslands kynnir ótrúlegan heim sirkussins fyrir börnunum. Allir geta tekið þátt og lært eitthvað öðruvísi. Biophilia tónvísindasmiðja Biophilia er samstarfsverkefni Bjarkar Guðmundsdóttur, Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar. Markmið verkefnisins er að sam- þætta á nýstárlegan hátt tónlist, vísindi og tölvutækni. Þátt- takendur kynnast undraheimi vísinda og tónlistar með lifandi og gagnvirkum hætti og skapa sína eigin tónlist í töfraveröld Bjarkar. Krakkarokk Rokkað í ævintýrahöllinni með Rokksveit Íslands sem spilar hresst krakkarokk. Taktu uppistandara í fóstur Sex velþekktir uppistandarar kynna nemendum 9. og 10. bekkja nokkurra grunnskóla uppistand sem listgrein og hvernig uppistand verður til. Uppistandararnir eru Anna Svava Knútsdóttir, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi Benedikts- son, Daníel Geir Moritz, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Gunnar Jónsson. Skemmtileg lög og vísur Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar í samstarfi við leikskóla í Reykjavík er með verkefnið Skemmtileg lög og vísur. Þjóðkór leikskólabarna flytur söngdag- skrá við undirleik hljómsveitar og nemendur við Listdansskóla Íslands sýna dans. Einnig verður tónlistarflutningur nemenda Tón- skóla Sigursveins. Fjör og fræði fyrir fjölskylduna Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður börnum og foreldrum inn í heim vísindanna. Í Vísinda- smiðjunni lifna vísindin við með skemmtilegum og gagnvirkum hætti, með sýnitilraunum, furðu- speglum, þrautum, pendúlum, teiknirólu, orkuhjóli og mörgu öðru. n Hægt er að kynna sér nánar staðsetningu viðburðanna og tíma þeirra inn á barnamenn- ingarhatid.is Bændur segja frá Í myndinni segja bændur frá meðferð virkjunarsinna. Baráttan harða Baráttan fyrir landinu hefur oft verið hörð. Baráttusaga íslenskrar náttúru Leiðangur um svæði sem eru horfin og þau sem eru næst á dagskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.