Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 3
Ein úti í frosti yfir hEila nótt Fréttir 3Miðvikudagur 18. apríl 2012 Faldi kókaín í sjampóbrúsa n Telja sig hafa rambað á stórt fíkniefnamál H æstiréttur hefur staðfest úr­ skurð Héraðsdóms Reykja­ ness þess efnis að karl­ maður, sem grunaður er um innflutning á fíkniefnum, sæti gæsluvarðhaldi allt til næsta föstu­ dags. Maðurinn var handtekinn þann 6. apríl síðastliðinn í Flug­ stöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins frá London. Við skoðun á farangri hans fannst sjampóbrúsi sem innihélt 187 grömm af meintu kókaíni. Um það leyti sem maður­ inn var tekinn til skoðunar af toll­ gæslunni var annar maður tekinn til skoðunar vegna gruns um að hann hefði fíkniefni í fórum sínum en sá kom með sama flugi til lands­ ins. Engin fíkniefni fundust í fórum hans en lögreglu grunar að menn­ irnir hafi staðið saman að innflutn­ ingi efnanna. Að sögn lögreglu hef­ ur málið undið upp á sig og virðist það teygja anga sína víðar en í fyrstu var talið. Maðurinn kærði gæsluvarðhalds­ úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar og krafðist þess að hann yrði felld­ ur úr gildi. Lögreglan á Suðurnesj­ um telur sig hins vegar hafa sterkar vísbendingar um að fleiri aðilar hafi verið við riðnir innflutninginn á hin­ um meintu fíkniefnum og einnig vís­ bendingar um um hvaða menn sé að ræða. Nú sé unnið að því að hafa upp á þeim. Taldi lögregla að ríkir hagsmunir væru því fyrir því að hafa manninn áfram í haldi. Hann gæti haft áhrif á samseka fengi hann að ganga laus og að það myndi torvelda rannsókn málsins. Hæstiréttur féllst því á rök lögreglustjórans á Suðurnesjum sem fer með rannsókn málsins og mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi fram til næsta föstudags. Fannst í sjampó brúsa Talið er að um 187 grömm af kókaíni hafi verið í sjampó­ brúsanum. Meðfylgjandi mynd tengist efni fréttarinnar ekki. n Fjölskylda Þórhildar Berglindar hefur barist árum saman við að útvega henni viðunandi búsetuúrræði n Ákall móður um hjálp hennar. Í bréfinu er því lýst að um­ hirðu hennar sé ábótavant og greini­ legt að Þórhildur sé einmana og einangruð, því hún hringi oft og mörgum sinnum á dag í Hitt húsið. Í bréfinu segir enn fremur: „Þór­ hildi vantar mikið upp á félagslega og samskiptafærni.“ Þá segir: „Ég hef orðið vör við mikla afturför hjá Þór­ hildi, þá í félagsfærni, í persónulegri umhirðu og geðrænum sveiflum. Vanlíðan og einmanaleiki virðist há henni sem lýsir sér í auknum grát­ köstum og neikvæðum samskiptum við aðra þjónustuþega.“ Þá segir í bréfinu: „Það er ljóst að Þórhildur Berglind þarf á miklum stuðningi að halda varðandi persónulega umhirðu og í félagsleg­ um samskiptum.“ Ein úti í frostinu heila nótt Þroskaþjálfinn er langt frá því eina manneskjan sem hefur vakið at­ hygli á vandanum. Í bréfi, sem íbúi í sama húsi og hún býr í, skrifaði eru sambærilegar lýsingar: „Ég get full­ yrt að það að Þórhildur Berglind búi ein úti í bæ en sé ekki í þjónustu­ íbúð fyrir fatlaða er til skammar.“ Líkt og þroskaþjálfinn lýsir nágranninn slæmri umhirðu hennar. Í bréfinu lýsir nágrannakonan því að henni hafi ofboðið „allsvaka­ lega“ í vetur. Hún hafi verið að vinna fram eftir heima og heyrt mikil læti í dálítinn tíma fyrir utan hjá henni. Hún hafi litið út um gluggann og séð Þórhildi fyrir utan. Klukkan var þá um korter yfir tólf á miðnætti. Klukkan hálf átta morguninn eftir fór nágranninn út og sá að Þórhild­ ur var þar enn. „Ég var mjög hissa og bauð góðan daginn og spurði hvað hún væri að gera úti svona snemma. Þá var svarið að hún hefði verið úti í alla nótt. Þá hafði hún farið út með ruslið um miðnætti, gleymdi lykl­ unum, var læst úti og þorði ekki að banka hjá mér því klukkan var svo margt. Svo hún greyið var búin að standa úti í frosti og snjó í sjö klukkustundir,“ segir nágranninn sem er mikið niðri fyrir. „Snýst um mannréttindi“ Fleiri nágrannar komast að sömu niðurstöðu. „Okkur er það alveg ljóst að hún getur ekki á nokkurn hátt hugsað um sig sjálf. Það má ein­ faldlega sjá á útliti hennar,“ segir í bréfi sem aðrir nágrannar hennar skrifuðu Hafnarfjarðarbæ. Þeir lýsa því að hún læsi sig mjög oft úti og banki þá upp á hjá þeim til þess að fá að hringja. Þeir lýsa því líka að eitt sinn hafi kona komið með hana til þeirra, en hún hafði fundið hana og komið henni til hjálpar á Suðurgöt­ unni. Hún hafi þá verið illa til fara í frosti og kulda, klædd í bol og þunn­ an vindjakka yfir. Hún var útgrátin og bólgin því hún þorði ekki heim. Hún hafi verið svo hrædd um að ná­ grannar hennar væru ekki heima og hún kæmist ekki inn. Þau lýsa því líka að sökum þess að hún geti ekki hirt um sig sjálf verði hún fyrir áreiti úti á götu og hafi oft fengið yfir sig svívirðingar. Þau segjast vakna á næturnar við grát hennar og lýsa því að þau hrein­ lega óttist um líf hennar. Í niðurlagi bréfsins segir: „Allan þennan tíma sem hún hefur búið í húsi okkar, höfum við átt von á því að hún fengi lausn á búsetumálum sínum. Að vera innan um fólk og geta tekið þátt í félagslegu lífi og starfi í vernduðu umhverfi. Það er hreint út sagt ótrúlegt að hún skuli búa ein, því hún hefur hvorki þroska né getu til að sjá um sig sjálf.“ Þau telja að bærinn hafi geng­ ið fram hjá henni. „Þórhildur er full­ orðin manneskja og á fullan rétt á að fá meðhöndlun og íbúð við sitt hæfi. Það er til skammar fyrir íslenskt þjóð­ félag að Þórhildur Berglind sé látin líða fyrir það hversu fötluð hún er. Það er öruggt að allir vilja öryggi fyrir börnin sín en það hefur hún alls ekki í kjall­ araíbúð í botnlangagötu, alein tím­ unum saman, öll kvöld, allar nætur og allar helgar. Við erum að tala um ein­ stakling, manneskju, 27 ára unga konu sem er með væntingar og þrár í lífinu eins og við öll.“ Nágrannarnir taka það svo skýrt fram að þeir séu ekki á nokk­ urn hátt tengdir eða skyldir Þórhildi. „Þetta snýst um mannréttindi.“ Fær hvergi vinnu Mágkona Þórhildar Berglindar, Hall­ dóra Margrét Magnúsdóttir, hefur einnig þrýst á bæjaryfirvöld og reynt að fá mál hennar í gegn. Hún segir farir Þórhildar Berglindar í atvinnu­ málum heldur ekki sléttar. Þórhildur lauk diplómanámi í Háskóla Íslands í þeirri von að auka möguleika sína á vinnumarkaði og þroska sig sem einstakling. Hún fékk góða umsögn í námi og starfsþjálfun. Í framhaldi stóð henni til boða hlutastarf á leik­ skóla þar sem hún var í starfsnámi. Halldóra bendir á þá hafi félagsþjón­ ustan í Hafnarfirði staðið í vegi fyrir því að hún gæti starfað þar áfram. Ástæðan var sú að leikskólinn var í Kópavogi og ekki náðist samkomu­ lag við Hafnarfjarðarbæ um hver ætti að greiða laun hennar. Þegar loks var búið að greiða úr þeirri flækju á milli sveitarfélaganna tveggja var það orð­ ið um seinan og búið að bjóða ann­ arri manneskju starfið. Þórhildur Berglind situr því eftir atvinnulaus og fær sem fyrr segir aðeins þjónustu í tvo tíma á dag. „Mér hafði áður verið tjáð af þeim sem voru að vinna í atvinnumálum Þórhildar að allt hefði verið reynt í Hafnarfirði, til dæmis á leikskól­ um. Við nánari eftirgrennslan mína reyndist svo ekki vera. Ég talaði með­ al annars við leikskólastjóra í Hafnar­ firði sem hafði aldrei verið beðinn um að taka við Þórhildi í vinnu og ekkert heyrt um hennar mál. Svo var einnig um fleiri staði sem komu til greina. Ég get ekki séð að málum Þór­ hildar hafi verið nægilega fylgt eftir á nokkurn hátt. Það er alvarlegt brot þegar sjaldgæf tækifæri til atvinnu er ekki nýtt fyrir einstakling í henn­ ar stöðu. Enn og aftur er gengið fram hjá henni,“ skrifar Halldóra í bréfi til Guðmundar Rúnars Árnasonar, bæj­ arstjóra í Hafnarfirði. „Ég tel brýna nauðsyn á að fá lausn á húsnæðismálum þegar í stað og unnið strax að lausn atvinnumála Þórhildar. Ef úrlausn er ekki til þá verður að búa þá lausn til, því hver maður hlýtur að sjá það að Þórhildur er á hraðri niðurleið bæði andlega og líkamlega með þeim aukna vanda sem svona aðgerðaleysi leiðir af sér. Það eru mannréttindi Þórhildar að fá að lifa í samfélagi við annað fólk og njóta þeirra réttinda og lífsgæða sem aðrir búa við.“ „Bæjarfélagið ber ábyrgð á skjólstæðingum sínum“ Fjölskyldan gengur svo langt að telja að félagsmálayfirvöld í Hafnarfirði fremji mannréttindabrot á Þórhildi. Hún verði að komast í íbúð í kjarna með öflugri umgjörð þar sem hún fái hvatningu til að öðlast mannsæm­ andi líf og að hún geti leitað aðstoð­ ar þegar hún þarf. Elísabet segir að fjölskyldan hafi stöðugar áhyggjur af Þórhildi alla daga og allar nætur. Hún segir að ef ekkert verði gert geti afleiðingarnar orðið mjög alvarleg­ ar. „Ekki bætir úr skák að hún talar mjög oft um að langa ekki lengur að lifa við þessar aðstæður. Það hljóta allir að sjá það sem vilja að hlutirnir geta ekki gengið lengur eins og þeir hafa þróast. Hún getur ekki búið ein, það er löngu meira en fullreynt,“ seg­ ir Elísabet. „Við krefjumst þess að fá íbúð í kjarna fyrir hana nú þegar sem er laus núna. Einnig að hún fái þann stuðning sem hún þarfnast. Bæjar­ félagið ber ábyrgð á skjólstæðingum sínum og ekki síst þeim sem minna mega sín og það verður að axla þá ábyrgð. Nú hefur fjölskyldan sýnt mikla biðlund og þolinmæði í fimm ár. Nú er þolinmæði okkar og heilsa á þrotum. Úrræðaleysi bæjarins og yfirvalda sem málið varða er óásætt­ anlegt. Nú erum við komin að þrot­ um og krefjumst lausnar strax. Við treystum því að þeir sem málið varð­ ar sjái faglega og siðferðilega skyldu sína í að útvega þau úrræði sem henni ber. Einnig viljum við benda á að aðstandendur hennar hafa afl­ að allra gagna sem hefur verið beðið um af hálfu bæjarins og staðið í þrot­ lausri baráttu fyrir velferð Þórhildar,“ segir Elísabet. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri Félagsþjónustu Hafnarfjarðar, segist í samtali við DV ekki geta tjáð sig um málið, þar sem bærinn tjái sig ekki um málefni einstaklinga. n Húsleit í Lúxemborg Embætti sérstaks saksóknara framkvæmdi húsleit hjá Lands­ bankanum í Lúxemborg á þriðju­ dag. Frá þessu var greint í kvöld­ fréttum Stöðvar 2 en þar var þrjátíu manna hópur á vegum embættisins sagður hafa staðið að húsleitinni, en þar af voru sex af skrifstofu sérstaks saksóknara frá Íslandi. Var húsleitin framkvæmd í tengslum við rannsókn embættis­ ins á markaðsmisnotkun og gruns um umboðssvik. „Það er móður þung raun að horfa upp á barnið sitt við þessar hörmu- legu aðstæður sem hún býr við í dag Einangruð í kjallaraíbúð Þórhildi líður illa, hún er einangruð, einmana og vinalaus. Þrátt fyrir margra ára baráttu hefur hún ekki fengið búsetuúrræði við hæfi. Mynd: SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.