Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Síða 4
4 Fréttir 23. apríl 2012 Mánudagur Amnesty mótmælti við Shell n Shell fremur stórfelld umhverfisspjöll í Afríku U ngliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stóð fyrir mótmælaaðgerðum gegn mannréttindabrotum Shell í Nígeríu fyrir utan Shell á Vestur- landsvegi á sunnudag. Í tilkynningu frá Amnesty segir að um hafi verið að ræða „hreinsunaraðgerð“. Með aðgerðinni vildu ungliðar samtakanna vekja athygli á umhverf- isspjöllum og mannréttindabrotum sem hlotist hafa af olíuvinnslu Shell á óseyrum Nígerfljóts í Nígeríu og krefja höfuðstöðvar Shell úrbóta. Í tilkynningu segir að rétturinn til heilsusamlegs umhverfis sé mann- réttindi og Amnesty Internation- al krefst þess að olíufyrirtækið Shell geri hreint fyrir sínum dyrum og við- urkenni áhrif olíumengunar á mann- réttindi íbúa á óseyrum Nígerfljóts. „Samtökin krefjast þess jafnframt að olíumenguð svæði verði hreins- uð að fullu, samfélög hljóti bætur fyrir skaða af völdum olíumengun- ar, lögboðið og reglubundið mat á áhrifum olíuvinnslu á mannréttindi íbúa fari fram, og að þeir hafi fullan aðgang að upplýsingum um áhrif- in á umhverfi sitt og mannréttindi. Árið 2008 hlaust gífurleg mengun af tveimur stórum olíulekum í Bodó í Ogonihéraði. Shell brást þeirri ábyrgðarskyldu sinni að stöðva lek- ann tafarlaust. Olíulekarnir voru ekki stöðvaðir fyrr en að mörgum vikum liðnum og rúmum þremur árum síðar hafði Shell ekki sinnt því að hreinsa olíumengunina á svæðinu.“ Á milli 15 og 20 manns mættu á bensínstöðina til þess að mótmæla. Halldóra slas- aðist á höfði Halldóra Geirharðsdóttir leikkona slasaðist á dögunum þegar hún var að leika í sýningu Vesturports í Borgarleikhúsinu, Rómeó og Júlíu. Sýningin einkennist af miklum loft- fimleikum en í einu atriðinu fékk Halldóra þunga stálrólu í höfuðið. Rakel Garðarsdóttir, framleið- andi hjá Vesturporti, segir að slysið hafi orðið í lokasenu leikritsins. „Fólki var mjög brugðið í salnum, það sást vel,“ segir Rakel, enda stóð Halldóra í blóðpolli á sviðinu. Hall- dóra var þó viðstödd uppklappið í lok leikritsins. Hún var flutt á slysa- deild þar sem þurfti að sauma ell- efu spor í höfuð hennar. Það vildi svo sérkennilega til að þegar á slysadeildina var komið voru þar tveir áhorfendur af sýn- ingunni. Einn hafði slasað sig á leið í leikhúsið en hinn á leiðinni heim. Þrátt fyrir mikið högg sýndi Halldóra í gær og gekk það áfalla- laust fyrir sig. Utanríkisráðher- rafrúin sjarmer- aði Wen Jiabao Dr. Árný Sveinbjörnsdóttir, eigin- kona Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, vakti sérstaka velþóknun hjá Wen Jiabao, forsætis- ráðherra Kína, þegar hún klæddist fínsaumuðum kínverskum, gulum silkijakka og með klassísk sólgler- augu frá Kína. Þau hjónin voru gest- gjafar Wen Jiabao í heimsókn hans í Hellisheiðarvirkjun á laugardag. Ráðherrafrúin vakti líka athygli kín- verskra blaðamanna sem þyrpt- ust að henni til að taka viðtöl, þar sem jakkann bar greinilega á góma. Eiginkona Össurar var þó ekki stödd fyrst og fremst sem ráðherrafrú í Hellisheiðarvirkjun heldur sem einn fremsti jarðhitasérfræðingur Íslendinga, einkum á sviði ísótópa sem notaðir eru til að rekja upp- runa vatns í jarðlögum. Hún er þar að auki verðlaunaður sérfræðingur í Grænlandsjökli þar sem hún hefur tekið þátt í frægum borleiðöngrum, og notað ísótópagreiningu til að mæla hitastig til forna þegar ísalög- in urðu til. Mótmæli Amnesty mótmælti umhverfisspjöllum Shell í Afríku. Mynd/Eyþór GunnArSSon Varað Við Vinum TíbeTs n Bandaríska sendiráðið sendi viðvörun á bandaríska ríkisborgara á Íslandi „Fylgist grannt með íslenskum fjölmiðl- um og verið alltaf meðvituð um stað- setningu ykkar B andaríska sendiráðið sendi á föstudaginn sérstaka viðvör- un til allra bandarískra ríkis- borgara sem staddir eru hér á landi. Var það gert í tilefni af mótmælum Vina Tíbets fyrir utan Hörpu. Í tilkynningu sendiráðsins var útlistað hvar og hvenær mótmælin væru fyrirhuguð og bandarískum rík- isborgurum ráðlagt að halda sig fjarri. Mögulegt væri að átök brytust út. Vara við ógnum Vinir Tíbets er fámenn hreyfing sem hefur á undanförnum árum vakið at- hygli á vaxandi hörku kínverskra yfir- valda gagnvart Tíbetum. Hreyfingin á sér friðsama sögu og aldrei hafa brot- ist út átök á viðburðum skipulögðum af henni. Þrátt fyrir það sá banda- ríska sendiráðið ástæðu til þess að vara sérstaklega við mótmælum sem skipulögð voru af hreyfingunni. Laura Gritz, talsmaður sendiráðs Bandríkjanna, segir ekkert óeðlilegt við viðvörunina. DV hafði samband við hana og spurði hvort sendiráð- ið teldi bandarískum ríkisborgurum stafa ógn af Vinum Tíbets. Í skriflegu svari við fyrirspurn DV sagði hún meðal annars að það væri venja hjá sendiráðum Bandaríkjanna um allan heim að vara bandaríska ríkisborgara við „mögulegri ógn við öryggi þeirra og heilsu, eins og til dæmis mótmæl- um og eða náttúruhamförum.“ Mikil öryggisgæsla „Fylgist grannt með íslenskum fjöl- miðlum og verið alltaf meðvituð um staðsetningu ykkar. Það er vel mögu- legt að á mótmælum sem áttu í upp- hafi að vera friðsöm brjótist út átök.“ Þetta er á meðal þess sem fram kem- ur í viðvörun bandaríska sendiráðs- ins. Blaðamaður DV sem var á vett- vangi segir að um hundrað manns hafi mótmælt friðsamlega fyrir utan Hörpu á föstudag. Mótmælin hafi verið hávær en friðsamleg. Þá hafi öryggisgæsla á svæðinu verið með því móti að bandarískir ríkisborgarar hefðu ekkert þurft að óttast. Vekur viðbrögð Birgitta Jónsdóttir er formaður Vina Tíbets en hún hefur staðið í útistöð- um við bandarísk stjórnvöld að und- anförnu meðal annars vegna aðkomu hennar að Wikileaks. Þá hefur Birgitta, ásamt Noam Chomsky, Naomi Klein og fleirum, stefnt bandarískum stjórn- völdum vegna nýrra laga þar í landi sem hópurinn segir að gefi Banda- ríkjaher heimild til að handtaka al- menna borgara hvar sem er í heimin- um og hneppa þá í varðhald án dóms og laga. Hvort aðkoma hennar að Vinum Tíbets hafi haft einhver áhrif á við- vörun sendiráðsins skal ósagt látið en bandarískir vinir hennar eru marg- ir hverjir afar hissa á vinnubrögðun- um, en Birgitta birti viðvörunina ný- lega á Facebook-síðu sinni. Meðlimir í Vinum Tíbets eru langt í frá fyrstu íslensku mótmælendurnir sem skil- greindir hafa verið sem möguleg ógn við öryggi bandaríska sendiráðsins. Sjúkraliðinn Lárus Páll Birgisson hef- ur til að mynda verið handtekinn og dæmdur oftar en einu sinni fyrir að standa með skilti fyrir utan sendiráðið og mótmæla stríði. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík Viðvörun til bandarískra ríkisborgara Mótmæli fyrir utan tónlistarhúsið Hörpu þann 20. apríl, 2012 Bandaríska sendiráðið í Reykjavík upplýsir bandaríska ríkisborgara um að samtökin Vinir Tíbets hafi tilkynnt um fyrirhuguð mótmæli í Reykjavík fyrir utan tónlistarhúsið Hörpu í dag, föstudag, 20. apríl, klukkan 17.30, í tengslum við stjórnmálaástandið í Tíbet. Tónlistarhúsið er staðsett við Austurbakka 2 í miðbæ Reykjavíkur, um það bil fjórum húsaröðum frá bandaríska sendiráðinu. Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld búist ekki við neinu ofbeldi, hvetjum við bandaríska ríkisborgara til þess að forðast svæðið sé það mögulegt, og að fara varlega nálægt þeim mótmælum sem gætu átt sér stað. Fylgist grannt með íslenskum fjöl- miðlum og verið alltaf meðvituð um staðsetningu ykkar. Það er vel mögulegt að á mótmælum sem áttu í upphafi að vera friðsamleg brjótist út átök. Þýðing á bréfinu í heild sinni Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Hættulegir vinir Vinir Tíbets eiga sér sögu friðsamlegra mótmæla en bandaríska sendiráðið varaði bandaríska ríkis- borgara við að koma nálægt mótmælum á þeirra vegum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.